Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 37

Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 37 insson var, innan sinna vébanda. Fyrir það ber að þakka af alhug. Aldrei er svo bjart yfir ððlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (M.Joch.) Ferðafélag íslands sendir fjöl- skyldu Magnúsar innilegar samúð- arkveðjur. Grétar Eiríksson. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík kveður í dag einn sinn virtasta fé- laga, Magnús Þórarinsson sem lagð- ur er nú til hinstu hvílu. Magnús átti langan og farsælan feril í starfi Flugbjörgunarsveitarinnar, allt frá árinu 1953 og fram á hinsta dag. Á ferli sínum iagði Magnús grundvöll- inn að mörgum þeim framförum í björgunarmálum sem sveitin byggir enn á og á engan hallað þegar full- yrt er að hann var einn af máttar- stóipum Flugbjörgunarsveitarinnar. Allt frá upphafi starfa hans með seitinni nutu hæfíleikar hans sín til fullnustu, sérstaklega þegar reyndi á stjórnun og mannaforráð við erfíð- ar aðstæður. Fjöldi flugslysa, tak- markaður búnaður og ófullkominn tæki, miðað við það sem nú þekkist, einkenndu fyrstu starfsár hans með Flugbjörgunarsveitinni en róleg og yfirveguð framkoma ásamt áræði, kjarki og þori við hvaða aðstæður sem upp komu áunnu honum virð- ingu og traust innan Flugbjörgunar- sveitarinnar og hjá öllum þeim öðrum sem með honum störfuðu. Magnús sat um langt árabil í stjórn Flug- björgunarsveitarinnar, þar af í 12 ár sem gjaldkeri. Hann lagði einnig grunninn að þjálfun nýliða sveitar- innar og annaðist stjórn þeirrar þjálf- unar sjálfur í rúman áratug. Braut- ryðjendastörf hans á sviði nýliða- þjálfunar lifa enn í dag, ekki einung- is í Flugbjörgunarsveitinni heldur hjá fjölmörgum björgunarsveitum víðs vegar um landið. Ábyrg framkoma, þekking, kunnátta til verka og agi voru aðalsmerki nýliðaþjálfunarinnar undir stjórn Magnúsar. Hann gerði miklar kröfur til nýliðanna, en var ætíð réttsýnn og réttlátur og skildi við þá að þjálfun lokinni sem félagi og var þeim fyrirmynd um þá bestu kosti sem björgunarmann geta prýtt. Þegar Magnús lét af stjórnarsetu og nýliðaþjálfun var krafta hans óskað til að vera fulltrúi Flugbjörgunar- sveitarinnar hjá Almannavömum ríkisins og gegndi hann þeirri stöðu með miklum sóma í 9 ár. Magnús var ákaflega hægur og prúður mað- ur í allri framkomu en dugmikill og drífandi í hveiju því sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar ný björgun- armiðstöð Flugbjörgunarsveitarinn- ar var tekin i notkun árið 1990, var meðal annars ólokið vissum hlutum í félagsaðstöðu hússins. Leitað var til Magnúsar um ráð til að klára þessi verk á sem hagkvæmastan hátt. Innan tíðar og án þess að höfð væru um það mörg orð var aðstaðan fullbúin og hafði Magnús unnið það mest einn síns liðs og þá sem ætíð vönduð vinnubrögð og falleg ásýnd einkenni verka hans. Magnús Þórar- insson átti 43 ára óslitinn starfsferil innan Flugbjörgunarsveitarinnar og var á þeim tímam sæmdur æðsta heiðursmerki Flugbjörgunarsveit- arinnar auk þess sem hann var einn af þremur heiðursfélögum Flug- björgunarsveitarinnar frá upphafí. Með Magnúsi Þórarinssyni er genginn mikill heiðursmaður sem fyrir verk sín og persónu naut óskiptrar virðingar allra sinna fé- laga og minning hans mun lifa áfram innan Flugbjörgunarsveitar- innar og langt út fyrir raðir hennar í þeim verkum sem hann vann og því ósérhlífna brautryðjendastarfi sem svo margir hafa notið. Við vottum ekkju Magnúsar, Guðbjörgu Jónsdóttur, sonum þeirra, tengdadætrum og barna- börnum okkar innilegustu samúð á þessari erfíðu stund. Félagar Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík. GUNNLAUGUR SIG URBJÖRNSSON Gunnlaugur Sigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1963. Hann lést á heimili foreldra sinna í Kópavogi 9. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 20. júní. „Hann er upphaf- inn“. „Hann er upphaf- inn í dýrð“. Þessi fall- egi kór hljómaði í huga mér eftir kyrrðar- stundina, sem við áttum við dánar- beð Gunnlaugs. Það er enginn efi í mínum huga að hann er upphafinn i dýrðina, laus við það helsi sem sjúkdómurinn hneppti hann í. Gulli var fyrsta barnið, sem fæddist í fjölskylduna eftir að ég kom þar inn. Hann var ljúft og gott barn og er margs að minnast. Andrés- blöðin voru vinsæl hjá Gulla, Bjarna bróður hans og Eyjólfi syni mínum og þýðing mín á þeim, úr dönsku, virtist falla í góðan jarðveg hjá þeim frændum öllum. Gulli hafði snemma gaman af ferðalögum og lagði stundum af stað til að kanna heiminn, við litlar vinsældir full- orðna fólksins, en snemma beygist krókurinn og ferðalög voru eitt af hans helstu áhugamálum ásamt tónlist og íþróttum. Hann ferðaðist vítt og breitt um landið með fjöl- skyldu sinni og vinum. Það var því þungbært að horfa upp á að sú ánægja væri frá honum tekin, þeg- ar líkami hans fjötraðist af mein- inu, sem hrjáði hann. Foreldrar hans bmgðust við því á einstæðan hátt og fóru með hann í nokkrar ferðir upp á hálendið snemma í vor, ásamt bræðrum hans og vinum. Án efa var það meiriháttar afrek, en þar bættust líka dýrmætar perl- ur í minningasjóðinn. Gulli sagði mér, að eftir að hafa framan af fyrstu ferðinni verið í dumbungs- veðri, hefði birt upp og landið birst þeim í sinni fegurstu mynd. Það veitti honum því mikla gleði að hafa fengið að upplifa það enn á ný. Það er erfitt að skilja hví ungur og hraustur maður er kallaður svo snemma héðan, en „Öliu er afmörk- uð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæð- ast hefir sinn tima og að deyja hefir sinn tíma, að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma,“ og við spyijum eins og stendur í Prédikaranum: „Hvern ávinning hefir starfandinn af öllu striti sínu?“ Og svarið er þar einnig: „Allt hefir hann gjört hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefir hann lagt í bijóst þeirra, aðeins fær maðurinn ekki skilið það verk, sem Guð gjör- ir, frá upphafi til enda.“ Þær þjáningar sem lagðar voru á Gulla líkjast engu því sem ég hef áður þekkt og í þeim raunum öllum komu mannkostir hans vel í ljós. Fyrir mér var Gulli drengurinn góði, sem ég hafði þekkt frá fæðingu, ljúfur og dagfarsprúður, það var honum víðsíjarri að hreykja sér á nokkurn hátt, og það var eitthvað svo sjálfsagt að ég leiddi ekki einu sinni hugann að því. Eftir að veik- indin fóru að ágerast og dómurinn féll, var enginn uppgjafartónn í Gunnlaugi. Hann skyldi beijast til þrautar og ég fann hve heilsteyptur og sterkur hann var, æðrulaus, en ákveðinn í að gefast ekki upp. Hann æfði skrift með vinstri hendinni eftir að hann missti þá hægri, en í henni byijaði sjúkdómurinn. Hann breytti um mataræði og voru for- eldrar hans óþreytandi við að styrkja hann í baráttunni, en bæti- efnin og heilsufæðið nægðu ekki, meinið hafði náð þeim tökum sem ekki var í mannlegum mætti að stöðva, hvorki með illu né góðu. Honum var ljóst hvert stefndi og einnig því tók hann með ró, hugur hans var hjá ástvinun- um sem eftir yrðu. Það er dýrmætt að hafa átt Gulla og um hann eig- um við aðeins góðar minningar, þó sorgin hafi níst hjörtu okkar að horfa upp á hans píslargöngu síðasta árið. Það er því huggun harmi gegn að hann er laus vlð þessa heims þjáning og hefír hlotið sinn sess í ríki Guðs. Jesús sagði sjálfur: „í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo þér séuð einnig þar sem ég er.“ Ég kveð Gulla í þeirri fullvissu að hann hafi átt góða heimkomu i húsi föðurins. Ég bið Guð að blessa og styrkja Siggu og Didda, Ingvar Örn, Bjarna, Sóleyju og litla Sigur- björn, sem er sólargeisli fjölskyld- unnar og veitti birtu í líf frænda síns síðustu mánuðina. Katrín Eyjólfsdóttir. „Þegar ég hungraður bið um brauð býður mér heimurinn steina." (Höf. Grétar Fells) Þetta kvæði kom upp í hugann þegar við settumst niður og litum yfir sögu Gunnlaugs systursonar okkar. Við höfum fylgst með Gunn- laugi allt frá fæðingu og ljúf- mennskan hefur alltaf verið hans aðalsmerki, allt sem hann gerði leið fram eins og ljúfur bæjarlækur. Hann var ávallt á sínum stað, gerði það sem gera þurfti hávaðalaust og án orðskrúðs. Eftir að hann greindist með ill- vígan sjúkdóm, sem nú hefur höggvið að rótum, kom berlega í ljós hvern sálarstyrk þessi drengur hafði að geyma. Fyrir rúmu ári var hægri hand- leggurinn tekinn af Gunnlaugi og tók hann strax til við að laga sig að breyttum aðstæðum og þarna var hver stórsigurinn eftir annan unninn af honum og hans traustu fjölskyldu, þótt enginn megi sköp- um renna. Eitt lítið dæmi um Gunnlaug, þegar við systur vorum á leið í leik- hús en biðum eftir Gunnlaugi sem var að fá niðurstöðu úr sýnatöku og ætluðum að hætta við ferðina ef fréttir væru slæmar. Hann kom en gaf engar upplýsingar um málið sagði okkur aðeins að njóta leikhús- ferðarinnar. Enginn gat ráðið á svip eða fasi hvað þessi úrskurður hafði að geyma. Fréttina fengum við síðar. Síðustu mánuði vorum við tíðir gestir á heimili systur okkar þar sem Gunnlaugur háði sitt stríð. Það virtist þó ekki liafa breytt hans ljúfa geði á nokkurn hátt. Hann kvaddi þennan heim sem slípaður gim- steinn. Elísabet og Steinunn Gunnlaugsdætur. Frændi okkar, Gulli stóri, eins og við systkinin kölluðum hann, var góður vinur og traustur. Þegar mig vantaði liúsnæði í höfuðborginni bauð hann mér að búa hjá sér. Ég var unglingur og hann lítið eldri, en öllu tók hann með stökustu ró og kippti sér ekki upp við tilburði mína til að fullorðnast sem fyrst. Gulli var alla tíð yfirvegaður cg hafði góð áhrif á fólk í kringum sig. Framtíðarplönin voru mörg og margt sem átti að gera seinna og grunaði engan þá, að seinna gæti orðið of seint. Ég kveð góðan vin sem ég sakna sárt en veit að hefur það betra á nýjum stað. Guðrún Anna Finnbogadóttir. Á kveðjustund birtast myndir í huganum, margar myndir sem all- ar eru fullar af hlýju og hógværð sem geislaði af Gulla hvar sem hann kom. Með umhyggju sinni og elsku gaf hann af sér það sem við öll viljum þiggja, vináttu frá göf- ugu hjarta. Fyrir okkur öll er morgundagurinn það sem koma skal, og tíminn er mælikvarðinn fyrir líðandi stund, fortíðina og morgundaginn. Okkur finnst morgundagurinn sjálfsagður en skjótt skipast veður í lofti. Gulli hafði styrk til að sjá ljósið fram- undan þótt skammdegið væri til staðar í framvindu sjúkdómsins sem hann barðist gegn af öllum lífsins sálar kröftum. Hann Gulli frændi horfði ætíð fram á veginn, þótt hann hafi átt í slíkum þrek- raunum vegna veikinda sinna að aðdáun vakti. Með elsku sinni, hógværð og hlýjum hug, gaf Gulli okkur minningu sem birtist okkur aftur og aftur um eilífa framtíð. Elskulegur vinur og frændi, með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þar til við hittumst aftur. Kær- ust minning um góðan dreng lifir í hjarta okkar. Guð styrki ykkur öll. Andblær minninga drepr frá aupm rökkvað rúm í huga mér. Bjartur dagur þó kvöldið kalt, lengir Ijós í huga mér. (E.F.) Ásdís og Erling. Þungt er að standa í þessum sporum, þögn og dofi í huga vorum. Hörð var raun þinna hetjudáða, Gulli vinur, unz gekkst þú til náða. Horfinn. Myrkur á miðjum degi, ferðum lokið um fjallavegi, þar sem náttúran bams síns bíður, háQallablær um hörund líður. Megi sá blær, með birtu sína, bera þér hljóða kveðju mína: Vermi þig sól, þú átt það inni. Gangi þér vel, - og sæll að sinni. Valgeir Sigurðsson. Þegar ég minnist Gulla koma fyrst upp í hugann öll ferðalögin. Þær voru ófáar fjallaferðirnar með Didda, Siggu og strákunum Gulla, Bjarna og Ingvari Erni, enda urðum við krakkarnir öll hálfgerðar fjalla- geitur. Ætli Gulli hafi ekki verið forystu- geitin, hans líf og yndi var að þeysa annað hvort á vélsleða eða jeppa um fjöll og jökla. Hann var alltaf svolítið þjóðlegur þegar á hálendið var komið, í íslenskri lopapeysu og sjaldan gleymdist sviðakjamminn í bænum. Ekki lét Gulli staðar numið þó hann væri orðinn veikur, heldur dreif fjölskyldu og vini með sér upp á fjöll. Góð tónlist var lykilatriði hjá Gulla, hvort sem það var rokk eða klassík. Oft í ferðalögum var setið í jeppanum hjá honum og hlustað á mörg góð lög, en eitt þeirra 0 Fortuna úr Carmina Burana, hefur verið í uppáhaldi hjá mér og minnir alltaf á Gulla, yndislega kraftmikið lag. Nú er hann Gulli okkar farinn í langa fjallaferð. Frá áfangastað mun hann fylgjast með okkur þar til við hittumst aftur. Elsku Gulli minn, þakka þér fyr- ir samfylgdina. Elsku Diddi, Sigga, Bjarni, Ing- var Örn, Sóley og Sigurbjörn. Guð veri með ykkur og styrki ykkur. Eftir lifir minningin um yndisleg- an dreng. Aðalheiður. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Það var á þriðjudag í síðustu viku sem ég hringdi og ætlaði að heyra í Gulla, því ég hafði lofað í vikunni áður, þegar ég fór í ferðalag vestur á Sand, að koma í heimsókn þegar ég kæmi suður, og fékk þá þær fréttir að Gulli hefði kvatt á sunnu- dagskvöld. Elsku Gulli minn, ekki átti ég von á því að þú myndir kveðja svona snemma. En svona er víst lífið, það veit víst enginn hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Gulli minn, þú varst búinn að eiga við mikil og erfið veikindi stríða, en ekki kvartaðir þú og reyndir frekar að hughreysta mig þegar mér leið illa, því þú sagðir að við mættum aldrei gefast upp. Ég vil þakka þér fyrir öll ferða- lögin sem við fórum í saman, þetta var skemmtilegur og ævintýralegur tími fyrir mig, þig, og vinahópinn sem nú fylgir þér til grafar í dag og kveður þig í hinsta sinn. Nú kveð ég þig með tárum og vil þakka þér fyrir allt hið liðna. Hvíl þú í guðs friði. Ég mun alltaf hugsa til þín. Fjölskyldunni hans Gulla sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið guð að styrkja þau á þessari sorgarstundu. Kristín Gísladóttir. • Fleiri minningargreinar um Gunnlaug Sigurbjörnsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. t Bróðir minn og mágur, AXHL VALDIMARSSON, Stuðlaseli 2, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 24. júní kl. 13.30. Ólafur Steinar Valdimarsson, Fjóla Magnúsdóttir. t Þakka auðsýnda samúð vegna fráfalls mannsins míns, ÞÓRODDAR TH. SIGURÐSSONAR. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.