Morgunblaðið - 22.06.1996, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.06.1996, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR GUÐMUNDUR JÓHANNESSON +Kristinn Er- lendur Kaldal Michaelsson fædd- ist á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd 5. apríl 1934. Hann varð bráðkvaddur 6. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arnfríður Ingibjörg Arna- dóttir og Michael Sigfinnsson, sem bæði eru látin. Kristinn ólst upp á Kálfatjörn hjá Er- lendi Magnússyni og Kristinu Gunnarsdóttur ásamt fimm börnum þeirra hjóna; Ingibjörgu, f. 9.11. 1915, Ólafi, f. 23.10. 1916, + Ævar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 25. apríl 1933. Hann lést á Landspítalanum 9. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. júní. Það er svo merkilegt hvað okk- ur finnst lífið sjálfsagt. En svo gerist eitthvað og þá er eins og allt fari úr sínum eðlilega farvegi. Þannig leið okkur þegar við Herdísi, f. 18.12. 1917, Magnúsi, f. 4.12. 1918, og Gunn- ari, f. 7.2. 1920, d. 11.11. 1995. Krist- inn á fimm sam- feðra hálfsystkin og tvær sam- mæðra hálfsystur, sem búsettar eru erlendis. Kristinn giftist eftirlifandi eigin- konu sinni Bjarn- heiði Björnsdóttur 25.12. 1965. Þau eiga einn son, Bjarna Thor, f. 2.5. 1967, og fyrir átti Bjarnheiður tvö börn frá fyrra hjónabandi, Lilju, f. 7.12. 1955, og Sig- fréttum af andláti Ævars frænda. Ævar var hluti af lífi okkar á sinn sérstaka hátt. Við systurnar mun- um eftir kaffinu og kleinunum á Sunnubraut og síðan í Efstaleit- inu, þegar pabbi flutti þangað. Við munum líka eftir fallegu dúkk- unni sem nefnd var Ævar, vegna þess að hún var „strákadúkka“. Við munum eftir heimsóknum í sumarbústaðinn í Hrosshaga og fylgdumst með þegar Ævar mund, f. 27.2.1958, sem Krist- inn gekk í föðurstað. Kristinn nam við Héraðs- skólann á Laugarvatni. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum og leigubifreiðaakstur sl. 30 ár. Útför Kristins fór fram frá Kálfatjarnarkirkju 14. júní. Elsku afi. Alltaf var hlýtt að sjá þig hinum megin við glerið í flugstöðinni, þegar þú tókst á móti mér síðustu sjö vor, þó sérstaklega núna í vor. Þá kom ég alkominn heim og ætl- aði ég að eiga með þér margar góðar stundir og segja þér frá svo mörgu og sýna þér svo margt. En nú ert þú farinn, afi minn, og kveð ég þig með söknuð í hjarta. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englarýfir mér. (Hallgr. Pét.) Þín Berglind. frændi fór að skjóta gæsir. Við munum líka þegar Gummi fæddist og gleðinni í andliti Ævars frænda. Við munum sérstaklega eftir að Ævar frændi heilsaði okk- ur alltaf á sinn sérstaka hátt: „Halló frænka“. Það er gott að muna. Það er áminning um að taka ekki lífinu sem sjálfsögðum hlut. Við eigum vissan tíma hér á jörðinni og síðan tekur önnur vist við. Við trúum því að vel sé tekið á móti Ævari frænda, handan móð- unnar miklu. Þar eru afi og amma, tilbúin að taka á móti drengnum sínum. Það er víst að amma bakar kleinur. Ingibjörg og Hjördís. + Guðmundur Jóhannesson, bóndi frá Króki, fæddist í Eyvík í Grímsnesi 12. október 1897. Hann lést á Landspítalan- um 6. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 13. júní. Við kveðjum elskulegan afa okk- ar, Guðmund frá Króki, þakklátar fyrir að hafa fengið að njóta sam- veru og lífsskoðana hans og stoltar yfir að vera afkomendur hans. Hann var og verður alltaf einstök persóna í okkar huga, hafði fallega lífssýn, hafsjór af fróðleik og lífs- gleði. Að spjalla við afa um lífið og tilveruna, svo sem jógafræði, ástina, trúmál o.fl., gat verið ein- stakt. Hann vissi svo mikið og oft- ast vorum við sammála og gengum fróðari frá samræðunum. Mörg minningarbrotin koma í huga. Kannski er okkur efst í huga þakk- læti fyrir að hann og amma skyldu hefja búskap í einni fegurstu sveit landsins, Grafningnum, fyrst á Nesjavöllum og síðar í Króki. For- eldrar okkar eignuðust síðar sumarbústað í Nesjavallardalnum, lítið fallegt hús í brekku, umkringt íslenskri fegurð eins og hún getur verið mest. Þetta varð verustaður okkar á sumrin. Umhverfið sem okkur finnst hafa mótað okkur hvað mest. Afi kom stundum og sló blettinn kringum litlu laugina okkar með orfi og ljá. í brekkunni hlóð hann fyrir okkur fallegan hraunvegg, listasmíð, þar sem aldamótahandverkið fékk að njóta sín. Hann sagði okkur margar sögur af veru sinni og ömmu á Nesjavöll- um, heiti á fjöllum og dölum sem hann kunni jú öll. Afi gat ort óskaplega falleg kvæði og vísur. í mörgum kvæða hans kemur fram það sem hann var, einstakt náttúrubarn og horfði helst alltaf til fegurðarinnar í lífinu, svo gat húmorinn fylgt með svona í bland. Ein fegurstu kvæðin sem hann orti eru um dalinn okkar á Nesjavöllum. í dalnum fagra mig dreymir um dásemdir lífsins og hnoss. Hann mærastar minningar geymir og morgunsins sólroðakoss. Ég elska hans einveru hljóða og ilmandi blómakrans. Hann knýr mig til lífsgleði og ljóða um litskrúð og tiparsvip hans. Og reykirnir lyftast og lækka og líða sem blævalag. Og heiðarfuglamir hækka sinn hjartnæma gleðibrag. (G.J.) Seinna þegar hann og fjölskylda hans yfirgáfu Nesjavelli og fluttu að Króki orti hann: Að hverfa burtu fegurðinni frá mér fannst því líkt sem að ég móður missti. Og klökkva kennd að kverkum mínum brá ég karlmannlega tár af hvarmi hristi. Því alvaldur mér ætlaði að unna öræfatip og fegurð skógarrunna. (G.J.) Nú hefur hann lagt af stað í nýjan kafla tilveru sinnar. Hann sagðist ætla að fara að ferðast, bara í öðru formi, sáttur sinna lífs- daga. Við munum sakna hans en hittumst síðar. Börnum hans, ætt- ingjum og vinum vottum við samúð okkar. Jóhanna, Steinunn, Katrín og Berglind Ólafsdætur. KRISTINN ERLENDUR KALDAL MICHAELSSON ÆVAR G UNNARSSON Morgunblaðið/Kristinn ÍSLENSKA Norðurlandaliðið í opnum flokki. Frá vinstri eru Sævar Þorbjörnsson, Jón Baldursson, Guðmundur Páll Arnar son, Björn Eysteinsson og Þorlákur Jónsson. ÍSLENSKA liðið sem keppir í kvennaflokki á Norðurlandamót- inu: Gunnlaug Einarsdóttir, Ragnheiður Nielsen, Stefanía Skarphéðinsdóttir, Guðmundur Sv. Hermannsson landsliðs- þjálfari og Hjördís Sigurjónsdóttir. Norðurlanda- mótið að hefjast Reynt við 3. titilinn 1 röð ________Brids__________ Faaborg, Danmörku NORÐURLANDAMÓTIÐ Norðuriandamótið í brids verður haldið 22.-27. júní í bænum Faaborg í Danmörku. Keppt er í opnum flokki og kvennaflokki. ÍSLENSKA bridslandsliðið í opnum flokki hefur Norðurlandatitilvörn sína á sunnudagsmorgun en þá mætir liðið Norðmönnum í fyrsta leiknum á Norðurlandamótinu. Mótið er að þessu sinni haldið í sumarleyfisbænum Faaborg á Fjóni í Danmörku. Öll Norðurlöndin sex senda lið bæði í opna flokkinn og kvenna- flokkinn. í opna flokknum eru íslendingar óneitanlega sigur- stranglegir en liðið er skipað Guðmundi Páli Arnarsyni, Þor- láki Jónssyni, Jóni Baldurssyni og Sævari Þorbjörnssyni auk Bjöms Eysteinssonar fyrirliða. Jón og Sævar eru núverandi Norðurlandameistarar og þess má geta að Sævar hefur verið í öllum þremur sigurliðum íslands á Norðurlandamótum: 1988, 1992 og 1994. Svíar gætu einnig komið sterkir til leiks. Fyrir þá spila Anders Morath, Sven-Áke Bjer- regárd, Magnus Lindkvist, Gör- an Lindberg, Peter Fredin og Magnus Eriksson. Morath og Bjerregárd hafa lengi verið akk- erispar sænskra landsliða og Lindkvist og Lindberg voru í sigurliði Svía á Evrópusam- bandsmótinu fyrir skömmu. - Gestgjafarnir, Danir, gætu einnig tekið virkan þátt í barátt- unni. Lið þeirra er skipað Dorthe og Peter Schaltz, Arne Mohr, Johannes Hulgaard, Lars Munksgaard og Allan Cohen. Þau fjögur fyrsttöldu eru öll gamalreynd í landsliðinu en Munksgaard og Cohen eru ungir menn sem hafa verið að ná góð- um árangri á Norðurlöndunum og víða að undanfömu. Hins vegar er ljóst að þetta er ekki sterkasta lið sem Danir gætu teflt fram. Norðmenn senda heldur ekki sitt sterkasta lið á Norðurlanda- mótið. Þar spila Boye Brogeland, Erik Sælensminde og Sam Inge og Sven Olai Hoyland. Norð- menn virðast nota Norðurlanda- mótið sem undirbúningsmót fyrir Ólympíumótið sem haldið verður í haust því annað þessara para verður þriðja parið í norska liðinu þar. Finnska liðið gæti vel komið á óvart í Faaborg, en það er skipað Jorma Valta, Pakka Vi- htilá, Jyri Tamminen, Essa Vá- hliaho, Mika Salomaa og Pekka Viitasalo. Þá er færeyska liðið skipað Heðni Mouritsen, Boga Simonsen, Áma Dam, Marner Joensen, Agli Sondum og Rúna Mouritsen. íslenskir nýliðar í kvennaflokki keppa einnig sex lið. íslendingar skarta nýjum landsliðskonum að þessu sinni, þeim Hjördísi Sigurjónsdóttur og Ragnheiði Nielsen. Með þeim spila Stefanía Skarphéðinsdóttir og Gunnlaug Einarsdóttir sem báðar hafa keppt fyrir íslands hönd áður, þó.ekki saman. Þessi sveit er íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni. Fyrirfram má búast við að keppnin um kvennatitilinn muni standa milli Svía og Dana. I sænska liðinu spila Pia Ander- son, Lena Kárrstrand, Eva-Liss Göthe, Madeleine Swanström og Jill Mellström. Þetta eru allt margreyndar landsliðskonur sem hafa verið í fremstu röð í Evrópu um árabil. I danska liðinu spila Bettina Kalkerup, Lotte Skaaning-Nor- ris, Tine Ege, Charlotte Hend- riksen, Stense Farholt og Jette Bondo. Finnar stóðu sig vel í kvenna- flokki á síðasta Norðurlandamóti og liðið þeirra breytist lítið milli móta. í finnska liðinu nú eru Sari Kulmala, Pirkko Savolain- en, Birgit Barlund, Ritva Niem- istö, Suvi Marttila og Eeva Par- viainen. Norðurlandamótið er eina al- þjóðamótið þar sem Norðmenn tefla fram kvennaliði og að þessu sinni eru í norska liðinu Anne Lill Hellemann, Gunn Helness (sem er eiginkona Tor Helness), Ánna Maria Malinowski og Gret- he Teksum. Loks er færeyska liðið skipað Maijun Restorff, Fríðhild Peter- sen, Randi Jacobsen og Jórun Johannesen. Úrslitá Alneti Spilamennska hefst á sunnu- dag og þá spila íslensku liðin við Norðmenn og Svía. Á mánudag spila Islendingar við Færeyinga, Dani og Finna. Á þriðjudag er ekki spilað en á miðvikudag spila íslendingar við Norðmenn, Svía og Færeyinga og á fimmtudag við Dani og Finna. Spilaðir eru 28 spila leikir. Þeir sem vilja fylgjast með mótinu á alnetinu geta slegið inn eftirfarandi slóð: http://www. iesd.auc.dk/nwp/bridge/nordic. Guðm. Sv. Hermannssón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.