Morgunblaðið - 22.06.1996, Page 39

Morgunblaðið - 22.06.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 39 RAOAL/GIYSINGAR Málarar Málarasveina vantar. Næg vinna framundan. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „Strax - 1234“. Yfiriðjuþjálfi á geðdeild Á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri er staða yfiriðjuþjálfa laus til umsóknar frá 1. september 1996. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildar- innar í síma 463 0100 og skulu umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendar til hans fyrir 20. júlí næstkomandi. Kennarar - kennarar Að Grunnskólanum í Grundarfirði vantar til starfa áhugasama og hressa kennara. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu í yngri bekkj- um og einnig sérgreinakennslu, s.s. hand- og myndmennt, íþróttir og raungreinar. Skólinn er einsetinn, með 170 nemendur og ágætlega tækjum búinn. Unnið er að stækkun hans og verður ný álma tekin í notkun í haust. Grundarfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi í fögru umhverfi. Hann er vaxandi byggðarlag með rúmlega 900 íbúðum. Atvinna er næg og stöðug uppbygging. Hér erum við vel í sveit sett hvað samgöngur varðar. Dagleg- ar rútuferðir og fleiri ferðir um helgar. í einkabíl tekur það um tvær og hálfa klukkustund að aka milli Reykjavíkur og Grundarfjarðar og er bundið slitlag á um 90% leiðarinnar. Við leitum að kennurum sem vilja taka þátt í að gera góðan skóla betri. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis og greiddur flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í símum 438 6637/438 6802 og aðstoðarskólastjóri í síma 438 6772. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Efnafræðingur Efnafræðingur, matvæla- eða fóðurfræðing- ur óskast til starfa við búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri. Verksvið: • Að annast rekstur rannsóknastofu, sem selur út þjónustuefnagreiningar í land- búnaði. A stofunni eru 3-4 stöðugildi aðstoðarfólks. • Að annast kennslu í efnafræði við há- skóladeildina og bændadeild. • Að taka þátt í rannsóknaverkefnum á stofnuninni og sinna ýmsum stjórnunar- verkefnum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar veita deildar- stjóri búvísindadeildar eða skólastjóri. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Bænda- skólanum á Hvanneyri fyrir 5. júlí nk. Félagsmálastarf Starfskraftur, með menntun og/eða starfs- reynslu á sviði félags- eða uppeldismála, óskast til starfa við bændadeild Bændaskól- ans á Hvanneyri. Verksvið: Umsjón með félagsmálastarfi skólans. Umsjón og eftirlit með heimavist skólans Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar veita yfirkennari bænda- deildar eða skólastjóri. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Bændaskólan- um á Hvanneyri fyrir 5. júlí nk. TILKYNNINGAR Tollkvótarvegna innflutnings á blómum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framieiðslu verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar dags. 21. júní 1996, er hér með auglýst eftir umsóknum um toll- kvóta fyrir eftirfarandi innflutning: Tollnr. Vara Tíma- Vöru- Verð Magn bil magn tollur tollur kg % kr.kg 0602.9093 Aðrar pottaplöntur til/með 1 m á hæð 01.07.-30.09 2.200 30 0 0603.1009 Annars(Afsk.blóm) 01.07.-30.09 1.300 30 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytis- ins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 27. júní 1996. Landbúnaðarráðuneytið, 21. júní 1996. Leiklistarstúdíó Eddu Björgvins og Gísla Rúnars Unglinganámskeið, örfá sæti laus vegna forfalla. Hringið strax í síma 588 2545, 581 2535 eða 551 9060. 0NSK0LI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR REYKJAVIK Hljóðfærakennaranám Innritun í hljóðfærakennaradeild (gítar og píanó) fyrir haustið 1996 stendur nú yfir. Námið skiptist í tvo tveggja ára áfanga. Inngönguskilyrði miðast við að nemandi hafi lokið sjötta stigi á aðalhljóðfæri og samsvar- andi námi í tónfræðagreinum. Upplýsingar hjá Guðrúnu í síma 553 7587 og Brynju í síma 551 7732. Skólastjóri. Auglýsing frá samgönguráðuneyti vegna stöðv- unar á starfsemi dönsku ferðaskrif- stofunnar Wihlborg Rejser hér á landi Eins og kunnugt er af fréttum hefur ráðuneyt- inu verið tilkynnt að hætt hafi verið við allar þær flugferðir milli íslands og Danmerkur, sem danska ferðaskrifstofan Whilborg Rejser seldi farmiða í, en samstarfsaðili hennar hér á landi nefndist Bingó ehf. Ráðuneytið hefur þegar gert ráðstafanir til að tryggja heim- flutning þeirra, sem hafa byrjað ferð á vegum þessara aðila. Vegna þessarar starfsemi var lögð fram trygging, en samkvæmt lögum um skipulag ferðamála, nr. 117/1994, er tryggingunni ætlað að mæta kostnaði vegna heimflutn- ings farþega og til endurgreiðslu farmiða, sem kaupendur eiga ekki kost á nýta sökum þessarar rekstrarstöðvunar. Ekki er Ijóst að hvaða marki tryggingarféð hrekkur til greiðslu krafna sem lýst kann að verða. Þeir, sem keyptu farmiða af dönsku ferða- skrifstofunni Wihlborg Rejser og hafa ekki getað nýtt sér farmiðann eða fengið hann endurgreiddan, eiga þess kost að lýsa kröf- um sínum vegna þessara viðskipta fyrir 1. ágúst nk. Kröfulýsing skal send samgönguráðuneyt- inu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík. Með kröfulýsingu skal fylgja frum- rit greiðslukvittunar og farmiði. Samgönguráðuneytið, 20. júní 1996. KENNSLA Stýrimannaskólinn í Reykjavík Breytt inntökuskilyröi Umsóknarfrestur framlengdur til 26. júní nk. Með reglugerð frá 21. maí sl. var inntökuskil- yrðum í skipstjórnarnám 1. stigs breytt. Krafist er 6 mánaða siglingatíma (í stað 24ra mánaða áður) eftir 15 ára aldur á skipi yfir 12 rúmlestir. Upplýsingar í síma 551 3194 og 551 3046. Bréfsími (fax) 562 2750. Skólameistari. UPPBOÐ Uppboð á bifreiðum verður haldið í dag, laugardaginn 22. júní, á Eldshöfða 4, athafnasvæði Vöku hf., og hefst það kl. 13.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Sjávarlóð Til sölu er 710 fm byggingarlóð fyrir einbýlis- hús á norðanverðu Seltjarnarnesi. Einstaklega fallegt útsýni. Verð 2,5 milljónir. Upplýsingar í síma 561 1991. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 23. júní Kl. 8.00: Þórsmörk - Langidalur. Stansað 2-3 klst. í Mörkinni. Verð 2.700 kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Kl. 10.30: Marardalur - Hengill. Skemmtileg gönguleið á hæsta hluta Hengils. Verð 1.200 kr. Kl. 13.00: Minjagangan - iokaáfangi. Almannadalur - Grafarsel - Grafardalur. Auðveld ganga við allra hæfi. Grafarsel er við norð- austanvert Rauðavatn með minj- um um öll þau mannvirki sem tilheyrðu seli. Verð 600 kr., frítt f. börn 15 ára og yngri i fylgd með fullorðnum. Mánudagur 24. júní kl. 20.00: Jónsmessuganga á Keili. Gengið frá Höskuldarvöllum. Brottför i ferðirnar frá BSÍ, aust- anmegin, og Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. Kvöldferðir um Jónsmessu 23. júní 1. KI. 20.00 Jónsmessunætur- gangan; Marardalur. Gengið úr Sleggjubeinsdal yfir Húsmúla í Marardal. 2. Kl. 20.00 Fjallasyrpan, 4. ferð; Hengill. Gengið úr Sleggju- beinsdal upp í Innstadal og það- an á Skeggja. Ath.: Ferðir í Bása alla daga vikunnar - lækkað verð frá fyrri árum. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.