Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 43

Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ1996 43 FRÉTTIR RAGNAR Gíslason, skólastjóri Foldaskóla og Kristín A. Árnadóttir, aðstoðarkona borgarstjóra, tóku við gjöf Olíufélagsins hf. fyrir hönd Vímuvarnaskólans og Hafliði Hjartarson, formaður Styrkt- arfélags vangefinna og Jónína Sigurðardóttir tóku við gjöf Olíufélagsins hf. fyrir hönd Styrktarfé- lags vangefinna. Olíufélagið hf. leggur tvær milljónir til mannræktarmála í TILEFNI af 50 ára afmæli Olíu- félagsins hf. þann 14. júní sl. ákvað stjórn félagsins að veita tveggja milljóna króna styrkt til mannræktarmála, annars vegar eina milljón til Vímuvarnarskól- ans og hins vegar eina milljón til Styrktarfélags vangefinna. I fréttatilkynningu segir: „Vímuvarnarskólinn er sam- starfsverkefni Reykjavíkurborg- ar, ríkisins og fjölmargra aðila sem tengjast forvarnarstarfi Fjölskyldu- hátíð ná- granna á Miklatúni HALDIN verður fjölskylduhátíð á Miklatúni fyrir hverfin umhverfis Miklatún; Hlíðar, Norðurmýri og Holt, sunnudaginn 23. júní kl. l. 4-1.7. í fréttatilkynningu segir: „Á hátíðinni verður margt til gamans gert, það verða m.a. leiktæki fyrir börnin og þau geta látið mála sig í framan. Furðufuglar og líka Ge- org frá íslandsbanka mæta á svæðið og Möguleikhúsið verður með leikþáttinn Kalli eignast vin. 500 blöðrur frá Búnaðarbankanum munu svífa til himins og tónlistar- maðurinn Megas mun taka nokkur lög. Auk þessa verður margt annað sér til gamans gert. Allir leika sér saman og það verða grillpylsur á vægu verði. Ennfremur ætla íbú- arnir að bjóða hver öðrum upp á heimabakaðar kökur. Allir í hverf- inu ætla að leggjast á eitt að hafa gaman af.“ -----» ♦ ♦----- Flugdagur 1996 FLUGKLÚBBUR Selfoss býður alla velkomna til Flugdags 1996 laugar- daginn 22. júní kl. 14. Dagskrá samkomunnar stendur saman af ýmsum sýningaratriðum, s.s. flugi þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF, listflugi, svifflugi, fallhlífar- stökki, flugmódelasýningu og sýn- ingu á heimasmíðuðum flugvélum, m. a. vél sem Albert Siguijónsson í Forsæti í Flóa hefur unnið við á síð- ustu misserum. Þá er einnig boðið upp á útsýnisflug með flugvélum eða þyrlum og einnig flugnám kynnt. Kynnir á flugdegi er Omar Ragnars- son, flug- og fréttamaður. Flugdagur flyst til sunnudagsins 23. júní ef veður hamlar á laugardag. gegn vímuefnum. Þar má nefna Barnaverndarstofu SÁÁ, Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörn- um, Rauða krossinn og Forvarna- deild lögreglunnar. Vímuvarna- skólinn er eins konar farskóii sem fer á milli skóla með fyrirlestra og leiðbeiningar til kennara og annarra starfsmanna skólanna um leiðir til baráttu gegn fíkni- efnum. Markmið fræðslunnar er að efla forvarnastarf grunnskóla og koma á vímuvarnaráætlun í RADÍÓMIÐUN hf. færði Slysa- varnafélagi íslands tölvu og sér- hæft forrit að gjöf nýlega. Bún- aðurinn kemur m.a. að gagni við skipulagningu leitar- og björgun- araðgerða. Verðmætið er um 700 þúsund krónur. Að sögn Kristjáns Gíslasonar, framkvæmdastjóra Radíómiðunar, er um að ræða skipstjórnartölvu og alhliða upplýsingabanka á tölvutæku formi, sem gagnast við að skipuleggja leitar- og björgun- araðgerðir og fá upplýsingar um fyrri tíma atburði og aðgerðir, svo hægt sé að læra af reynslunni. Slíkar tölvur eru nú um borð í 250 íslenskum skipum, en með tölvu- hverjum skóla. Þetta verkefni hófst sl. vetur og er mat þeirra sem best þekkja til að starf þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn eiturlyfjum. Styrktarfélag vangefinna var stofnað 1958 og hefur alla tíð unnið að bættum aðstæðum þroskaheftra. Starfsemi félagsins hefur borið mikinn og góðan árangur og er viðurkennt braut- ryðjendastarf í mannrækt á ís- landi.“ búnaðinum er hægt að ná sam- bandi við fiskiskipaflotann í gegn- um fjarskiptatæki. Gunnar Tómasson, formaður Slysavarnafélags Islands, segir að gjöfin hafí heilmikla þýðingu fyrir félagið. „Með þessu fer Slysa- varnafélagið að tileinka sér þá tækni sem skip og bátar eru al- mennt að taka í notkun núna og við getum þ.a.l. talast við á sama máli,“ sagði Gunnar. „Hugmyndin er að reyna að koma þessu kerfi einnig á við leit og björgun á landi og nú er hægt að hefja skipulega söfnun upplýsinga um helstu staði á landi og sjó sem við koma leit og björgun.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg RADÍÓMIÐUN hf. færði Slysavarnafélagi íslands að gjöf tölvubún- að og upplýsingabanka til skipulagningar á leitar- og björgunarað- gerðum. Á myndinni eru Baldur Bjarnason eigandi Radiómiðun- ar, Kristján Gíslason framkvæmdastjóri Radíómiðunar, Esther Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri SVFÍ, Páll Ægir Pétursson deildarstjóri hjá SVFÍ og Gunnar Tómasson formaður SVFÍ. Sly savarnafélag- ið fær tölvugjöf Hafnarfjörður, Hveragerði, Hornafjörður og Húsavík Heilsuefling á Jónsmessu HEILSUEFLING býður íbúum og gestum heilsubæjanna Hafnaríjarð- ar, Hveragerðis, Hornafjarðar og Húsavíkur að njóta útívistar og heilsuræktar á bjartasta tíma ársins nú um Jónsmessuleytið. Þar má til dæmis nefna sund, göngur, leiki, golf og ýmsar uppákomur til skemmtunar og heilsubótar. Heilsuefling er verkefni heil- brigðisráðuneytisins og Landlækn- isembættisins um bætta lífshætti almennings sem hefur verið í sam- starfi við þessi fjögur sveitarfélög undanfarin tvö ár. í Hafnarfirði er yfirskrift laugar- dagsins „Heilsuefling á sundlaugar- barminum", en þar gefst gestum Suðurbæjarlaugar kostur á að sam- eina sundsprett, slökun í heita pott- inum og ráðgjöf Heilsugæslunnar Sólvangs um heilbrigði og vellíðan. Hvergerðingum er boðið í Jóns- messuferð á sunnudagskvöld. Ekið verður í rútu frá Grænu smiðjunni upp á Kambabrún og gengið þaðan undir leiðsögn Björns Pálssonar. Lofað er óvæntum uppákomum. Á Hornafirði er fjölbreytt dag- skrá allan sunnudaginn. Má þar nefna sundleikfimi eldri borgara, smábarnasund, golf og hestakynn- ingu. Dagskránni lýkur með Jóns- messugöngu „út í bláinn“ með Ferðafélagi Austur-Skaftafells- sýslu. Á Húsavík hefst dagskráin eftir hádegi í dag á hafnarsvæðinu. Meðal atriða þar eru dorgveiði- keppni, fjársjóðsleit, kassabílarall og keppni um loftmesta Þingeying- inn. í kvöld verður svo slegið upp bryggjuballi og farið í miðnætur- göngu á Húsavíkurfjall. „Við viljum leggja áherslu á að heilsuefling sé ekki bara eitthvað leiðinlegt og alvarlegt. Fólk getur svo sannarlega líka skemmt sér um leið og það nýtur útivistar og hreyf- ingar með fjölskyldu og vinum,“ segir Anna Björg Aradóttir, verk- efnisstjóri Heilsueflingar. Jonsmessuhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum FJÖLSKYLDU- og húsdýragarður- inn stendur fyrir Jónsmessuhátíð nú um helgina. Á laugardaginn verða sprelltæki á staðnum allan daginn og um kl. 15 verður gríska söngdagskráin Vegurinn er vonar grænn fluttur af Sif Ragnhildardóttur og félögum. Á sunnudaginn kl. 14 verða flétt- aðir blómakransar og reist Jóns- messustöng. Sungið og dansað verður í kringum stöngina með góðvinum garðsins, þeim Trjálfi og hinum skemmtilega Hróa hrakfalla- bálki. Furðufjölskyldan slæst síðan í hópinn um kl. 15. Veiðidagur fjölskyldunnar VEIÐIDAGUR fjölskyldunnar verð- ur haldinn á morgun. Að honum standa Ferðaþjónusta bænda, Landssamband stangaveiðifélaga, Landssamband veiðifélaga og Upp- lýsingaþjónusta landbúnaðarins. í tilefni dagsins bjóða þessir aðilar fjölskyldum til ókeypis silungsveiða víða um land. „Að baki Veiðidegi fjölskyldunnar býr sú hugmynd að öll ljölskyldan drífí sig af stað í veiðitúr, njóti þess eina dagstund að renna fyrir góm- sætan vatnafisk i hinni stórbrotnu íslensku náttúru og kynnist um leið skemmtilegri tómstundaiðju," segir Jón G. Baldvinsson formaður Lands- sambands stangaveiðifélaga. Ferðaþjónusta bænda býður upp á ókeypis veiði á eftirtöldum veiði- stöðum: Meðalfellsvatni í Kjós, Haukadalsvatni, Hnausatjörn í Húnaþingi, Höfðavatni, Vestmanns- vatni, Urriðavatni í Fellum á Hér- aði, Langavatni á Héraði, Víkurflóði nærri Klaustri, Höfðabrekkutjöm- um við Vík, Heiðarvatni í Mýrdal og Hestvatni. Stangaveiðifélögin bjóða upp á eftirfarandi: Elliðavatn, Kleifarvatn, Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðs- ins, vötn í Svínadal, Geitabergsvatn, Þóristaðavatn og Eyrarvatn, Langa- vatn og Hítarvatn á Mýrum, Langa- vatn í Laxárdal, Vesturós Héraðs- vatna, Laxárvatn á Ásum og Botns- vatn, Langavatn og Kringluvatn í nágrenni Húsavíkur. Á Jónsmessunótt verður opið í garðinum frá kl. 23-1 eftir mið- nætti og verður aðgangur ókeypis. Valgeir Guðjónsson byijar dag- skrána um kl. 23.30 með söng við varðeldinn. Bergur Ingólfsson leik- ari flytur gamanmál tengd Jóns- messunni og þjóðsagan Selshamur- inn verður síðan fluttur við sela- laugina. Kaffihús garðsins verður með til sölu seiðmagnað kúmen- kaffi og ástarpunga og einnig verð- ur þar kynning á jurtum og steinum sem tengjast Jónsmessunni í þjóð- trú okkar. Að sjálfsögðu tala kýrn- ar á miðnætti. Fermingar á morgun FERMING í Lágafellskirkju kl. 11. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Eftirtalin fermingarbörn eru flest bú- sett í Svíþjóð. Albert Örn Sigurðsson. Bjarki Þór Jónsson. Erna Björk Harðardóttir. Hjördís Kjartansdóttir. Ingi Karl Sigríðarson. Karen Anna Sveinsdóttir. Sigi-íður Nanna Gunnarsdóttir. Tekla Hrund Karlsdóttir. Þórhallur Andri Jóhannsson. ■ ÞRIÐJU djasstónleikar Jómfrúarinnar verða laugardag- inn 22. júní kl. 16-18 á Jómfrúar- torginu. Það eru djassararnir Hilmar Jensson, gítar, Þórður Högnason, bassa, og Einar Valur Scheving, sem ná upp stemmning- unni. ------»■♦ ♦----- LEIÐRÉTT Ljósið varð ljósiðn í fyrstu minningargreininni um Gunnlaug Sigurbjömsson á blað- síðu 38 í Morgunblaðinu 20. júní - eftir bræður hins látna - afbakaðist eitt orð, í sjöundu línu greinarinn- ar, Ijósið varð óvart ljósiðn. Hlutað- eigendur eru innilega beðnir afsök- unar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.