Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ J BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Hetjulíf áAkureyri Frá Jóni K. Guðbergssyni: í VETUR risu upp á Alþingi nokkr- ar konur og fluttu frumvarp um að lækkaður yrði lögaldur til áfengis- kaupa úr 20 árum í 18 ár. Fáviska þeirra kom m.a. fram í því að í grein- argerð með frumvarpinu var því haldið fram að lögaldurinn í Banda- ríkjunum væri 18 ár en þar er hann ári hærri en hér eða 21 ár. Alþingis- menn, sem betur vissu og höfðu meiri þekkingu á málunum, björguðu sóma Alþingis. Garpaskapur birtist í ýmsum myndum. Nú hefur virðulegur skóla- meistari á Akureyri hent þetta þjóð- þrifamál á lofti og boðar fagnaðarer- indi sitt í skólaslitaræðu. I raun er það í sjálfu sér nokkur hetjuskapur. Ég man ekki betur en úr þeim sama ræðustóli hafi einn glæsilegasti for- veri hans, Þórarinn Björnsson, lesið áfengissölum pistilinn og kallað vín- veitingahúsin drykkjuskóla. Ekki hvarflar að mér að skóla- meistari kunni ekki skil á þeim efn- um sem hann ræðir við skólaslit. Hann hlýtur til dæmis að vita að í ýmsum ríkjum vestanhafs gerðu menn tilraunir með lækkun lögald- urs til áfengiskaupa. Röksemdirnar voru þær sömu og í ræðu meistar- ans. En afleiðingarnar urðu skelfi- legar. Banaslysum á ungu fólki fjölgaði gífurlega, jafnvel meira en um helming í sumum ríkjunum. Og Bandaríkjamenn fóru að fikra sig upp á við. Nú er svo komið - og hefur verið frá því á tímum Reagans - að lögaldur til áfengiskaupa er 21 ár um gjörvöll Bandaríkin. Og banaslysum á táningum og fólki rúmlega tvítugu hefur síðan fækkað svo að marktækt er. Það þarf ótrú- legan hetjuskap, ef menn þekkja þessa sögu Bandaríkjamanna, til að leggja til að við önum út í sams konar ævintýri. Það er hægt að læra af reynslu annarra. Þá ætti meistaranum að vera kunnugt um að rannsóknir sýna að því lægi sem lögaldur til áfengis- neyslu er þeim mun yngri byrja unglingar að drekka. Slikt ætti að vera skiljanlegt öllum sem með ungl- ingum starfa. Tvítugur maður út- vegar yngri vinum sínum áfengi. Það gerir 18 ára unglingur líka - en vinir hans eru bara yngri en hins. Okkur þykir nóg um að unglingar hefj'i drykkju nýfermdir. En víða í Evrópu byrja þeir enn yngri. Svo mikill er hetjuskapurinn að áfengiskaupaaldur skal miðast við að fólk sé í miðju menntaskólanámi. Meistaranum verður sjálfsagt ekki skotaskuld úr því að koma í veg fyrir að 18 ára unglingar kaupi áfengi fyrir 17 ára bekkjarsystkini sín. Skólameistarinn hefur áhyggjur af að yrði táningur virðingamaður í þjóðfélaginu mætti hann ekki skála í áfengi við erlenda gesti. Auðvitað veit hann að í fjölda ríkja og sumum allmiklu þekktari en Island er veita ríkisleiðtogar ekki áfengi. Það hefur og borið við hérlendis. Veisla Tryggva Þórhallssonar á Þingvöllum 1930 hefur lengi verið í minnum höfð, hans minnst með virðingu og eitt besta skáld okkar á ofanverðri þessari öld. Guðmundur Ingi, kveðið um hana gott kvæði. Þá hafa þeir menn setið í forsetastóli á Alþingi sem aldrei skáluðu í áfengi, að ógleymdum ágætum ráðherrum. Svo er líka til óáfengt kampavín - og eins og Jón Prímus sagði: „Vatn er gott". Meistarinn hýtur að vita að hörð- ustu baráttumenn fyrir sem lægstum lögaldri til áfengiskaupa eru áfengis- framleiðendur og áfengissalar. Og ég geri ráð fyrir að hann viti hvers vegna vegna það er. Það eitt ætti að nægja mönnum til að hafa allan varann á í þessum efnum. En garpar sjást ekki fyrir. Þeir bregða sér hvorki við sár né bana (sinn eða annarra). Þorgeir karlinn Hávarsson lét sig hafa það að hanga á hvannnjóla einum í fuglabjargi fremur en hrópa á hjálp. Hann hafði líka hjarta hart sem fóarn og skorti hvorki kjark né áræði. Hitt er svo annað mál hvort þarf kannski enn meiri hetjuskap til að hverfa í bland við tröllin inni í svörtu bjargi þeirra sem leitast við að raka saman fé á áfengissölu hvað sem það kann að kosta einstaklinga og þjóðir. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Árnaðaróskir Frá Margréti M. Ra.gna.rs: ÞAÐ ER ánægjulegt að Barnaspít- ali Hringsins hefur nú komið í notk- un íbúð sem hann erfði eftir Eiríku Friðriksdóttir. Eiríka átti sér draum, sem varð að veruleika 13. júní sl. Sá draumur var að bæta aðstöðu foreldra sjúkra barna utan af landi. Þeir sem þekkja það af eigin raun að vera með sjúkt barn og vera á vergangi á sama tíma með fjölskyldu sína hljóta að fagna því að þessi aðstaða sé nú fyrir hendi í Reykja- vík. Hugmyndin að þessari notkun á íbúðinni var kveikt hjá Eiriku eft- ir stofnfund Neistans, styrktarfé- lags hjartveikra barna, fyrir rúmu ári. Þar var saman kominn fjöldinn allur af foreldrum sem þekkja það af eigin raun að fjölskyldan sé sundruð meðan á veikindum stend- ur. Það er okkur gleðiefni að nú sé hugmyndin orðin að veruleika. Það var okkur í félaginu ekki síður ánægjuefni að fá tækifæri til að aðstoða Barnaspítalann, en Neistinn tók að sér að leita til fyrirtækja til að fá gefins allt það sem gerir íbúð að heimili og viljum við nota tæki- færið og þakka öllum þeim aðilum sem styrktu málefnið. Við í Neistan- um vonum að þetta sé aðeins upp- hafið að bættri aðstöðu foreldra sjúkra barna og viljum óska Barna- spítala Hringsins til hamingju. fh. stjórnar Neistans. MARGRÉT M. RAGNARS, varaformaður Neistans. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.