Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 46

Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 46
6 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR Kjósum manneskju, ekki prósentutölu Frá Friðriki Á. Guðnwndssyni: NÚ ERUM við íslendingar að velja okkur forseta í fyrsta skipti í sex- tán ár. Líklegt er að við fáum ekki annað slíkt tækifæri í bráð. Við erum að taka afar mikilvæga ákvörðun. Forseti íslands er sam- einingartákn á heimaslóðum, erind- reki okkar allra á erlendum vett- vangi. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn okkar velji þann fram- bjóðanda sem helst hrífur hjarta hans, þann einstakling sem hann telur að öll þjóðin gæti sætt sig við. Mér þykir þess vegna leiðinlegt að heyra allt þetta tal um kosninga- taktík - það virðist eins og margir hafi meiri áhuga á því að halda fjandvinum sínum frá Bessastöðum heldur en að koma sínum frambjóð- anda að. Þannig heyrir maður suma segja að þeir ætli að kjósa Pétur af því að þeir vilji ekki Ólaf, eða Ólaf af því að þeir vilji ekki Pétur. Sumir, skilst mér, eru jafnvel að kjósa fyrrverandi fjármálaráðherra einungis til þess að stríða núver- andi forsætisráðherra. Er þetta virkilega nægileg ástæða til þess að setja kross við nafn þann 29. júní? Við erum ekki bara að kjósa forseta fyrir sumarið. Við erum að kjósa forseta til næstu aldar. Ég ætla að kjósa þann frambjóð- anda sem ég tel að verði þjóðinni til sóma, þann frambjóðanda sem ég tel geta sameinað okkur öll í blíðu og stríðu, þann frambjóðanda sem ég tel að okkur geti öllum þótt vænt um. Fyrir mér er sá frambjóðandi Guðrún Agnarsdóttir. Ég ætla ekki að gerast svo framhleypinn að biðja aðra landsmenn um að krossa við sama nafn. En ég vil biðja þá að kjósa þann sem þeir vilja, ekki gegn þeim sem þeir vilja ekki. Látum sannfæringuna ráða, ekki tölfræð- ina. FRIÐRIK Á. GUÐMUNDSSON, Grenimel 16, Reykjavík. Leikari á heims- mælikvarða Frá Aagot Emilsdóttur: ÉG UNDRAST fylgi Ólafs Ragn- ars Grímssonar í þessum forseta- kosningum. Mætur maður sagði mér að hann ætlaði að kjósa Ólaf Ragnar, ein- göngu til að losna við hann úr pólitík- inni því hann þyldi hann ekki. Mér finnst þetta nokkuð rökrétt hugsun, kannski hugsa margir það sama og þessi góði maður. Ég var í sundi einn daginn, þar hittast nokkrar vinkonur og slappa af í grunnu lauginni, ég gat ekki annað en brosað er ég heyrði að þær voru að tala um forsetakosningar. Jú, þær höfðu allar komist að niður- stöðu. Guðrún Katrín, kona Ólafs Ragnars, væri glæsilegust, þær ætl- uðu allar að gefa Ólafi Ragnari sitt atkvæði. Það er með eindæmum hvað Ólaf- ur Ragnar á auðvelt með að skipta um ham léttilega þegar við á, hann er kjaftfor og ófyrirleitinn, gortar sig í tíma og ótíma, hvað hann er með mikla reynslu af stjórnmálum og hvað þá af sinni frábæru kennslu við Háskólann, sem stjórnmálafræðing- ur. Við eigum marga góða stjóm- málafræðinga til sem eru heiðar- legri, en það er nokkuð sem Ólafur Ragnar þekkir ekki, heiðarleikinn. Það er ekkert þar á milli, annaðhvort kjaftar Ólafur Ragnar allt í kaf, eða reynir að vera góðlegur og brosa, brosið hans fer honum ekki vel. Ég tek undir orð Tómasar Gísla- sonar vígslubiskups. Ég er ákveðin í því að greiða Pétri Kr. Hafstein atkvæði mitt. Ég hef trú á Pétri Hafstein, hann kem- ur til dyranna eins og hann er klædd- ur. Pétur Hafstein er góðum gáfum gæddur, lítillátur, drenglyndur og ákveðinn. Ég treysti engum öðrum frambjóðanda í þessu forsetakjöri en Pétri Kr. Hafstein. Ég vil sjá Pétur Kr. Hafstein sem forseta á Bessastöðum, enginn er til þess bet- ur fallinn. Að lokum óska ég Pétri Hafstein og glæsilegri eiginkonu hans, Ingu Ástu, alls hins besta í komandi kosn- ingum. Styðjum Pétur Kr. Hafstein. AAGOT EMILSDÓTTIR, Faxatúni 16, Garðabæ. Vanstilling í sjónvarpi Frá Þórði Guðjohnsen. ÉG HORFÐI á umræðuþátt Hannesar og Marðar á Stöð 2 föstudaginn 14. júní. Gestur þeirra í þættinum var Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður, sem á dögunum vék sæti í yfirkjör- stjórn Reykjavíkur vegna opin- berra afskipta sinna af embættis- athöfnum Ólafs Ragnars Gríms- sonar forsetaframbjóðanda í fortíð- • inni. Ég varð alveg rasandi yfir framkomu Marðar Árnasonar í þessum sjónvarpsþætti. Maðurinn virtist gjörsamlega hafa misst stjórn á sér. Var einna helst að sjá, að þessi gestgjafi þáttarins vildi með málæði sínu og dónaskap koma í veg fyrir að gesturinn fengi að tjá sig. Man ég ekki eftir að hafa á síðari tímum séð aðra eins vanstillingu í umræðuþætti í sjón- varpinu. Augljóst var að Mörður var þarna í ákafri vörn fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, þó að hún hafi ’■ 'tekist illa, því að menn þjóna aldr- ei málsstað sínum vel með því að missa stjórn á sér. Var aðdáunar- vert hversu vel Jóni Steinari tókst að halda rósemi sinni og svara spurningum málefnalega, að því marki sem það var hægt fyrir látunum í Merði. Ég fór að velta því fyrir mér, hvers vegna maðurinn hefði látið svona. Þá rifjaðist upp fyrir mér að Mörður var einn af hluthöfunum í fyrirtækinu Svart á hvítu, sem Ólafur Ragnar bjargaði frá því að þurfa að skila söluskatti upp á meira en 20 milljónir þegar hann var fjármálaráðherra með því að taka af fyrirtækinu skuldabréf með ónýtu veði fyrir skuldinni. í hlut- hafahópnum voru að auki ýmsir aðrir þekktir stuðningsmenn Ólafs í Alþýðubandalaginu. Þetta var ein- mitt eitt af málunum sem Jón Stein- ar nefndi þegar hann vék sæti. Og ekki nóg með það, heldur gerði Ólafur Mörð á sama tíma að pólit- ískum aðstoðarmanni sínum í fjár- málaráðuneytinu. Bendir allt til þess að Mörður hafi einmitt átt beinan þátt í að fá Ólaf fjármálaráð- herra til að gefa þeim félögum upp söluskattsskuldina, sem m.a. kom þeim undan refsiábyrgð fyrir að skila ekki söluskatti. Þetta skýrði málið fyrir mér. Mörður Árnason er sjálfur á kafí í málinu, sem fyrr- verandi hluthafi í Svörtu á hvítu og aðstoðarmaður Ólafs Ragnars á sama tíma. Honum rennur vísast núna blóðið til skyldunnar við Ólaf Ragnars Grímsson. Það er ugglaust skýringin á furðulegri framkomu hans í sjónvarpsþættinum? ÞÓRÐUR GUÐJOHNSEN verslunarmaður. ÍDAG Með morgunkaffinu Ást er... ... að reyna að skilja hugarástand ástvinar þíns. TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rights roserved (c) 1996 Los Angeles Times Syndicate ÞAÐ eru greinilega engin takmörk fyrir af- sökunum þínum þegar þú átt að þvo upp. Farsi erah Stgjcoþer þcÁ, gae-skarx, - þab er mannlcyn, þamasuppL." HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Barnapeysa tapaðist DÖKKGRÆN heima- prjónuð barnapeysa (á 5 ára) með mynsturbekk yfir bijóst tapaðist við Kambsveg eða nágrenni fyrir nokkru. Finnandi vinsamlega hringi í síma 553-0002 eða 557-4175. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA fannst á reiðstíg í Víðidal 19. júní sl. Upplýsingar í síma 557-4076. Leðurpokifannst SVARTUR lófastór leðurpoki með sígarett- um, kveikjara og mat- armiðum frá fyrirtækis- mötuneyti fannst á torg- inu við Þjóðleikhúsið fyr- ir rúmum tveimur vikum. Upplýsingar í síma 581-1289. Brynhildur. Hanskar töpuðust SVARTIR loðfóðraðir leðurhanskar töpuðust á gangstígnum á milli Suð- urlandsbrautar og Laugardals sl. fimmtu- dag. Sá sem fann hansk- ana er beðinn að hringja í síma 553-6396. Penni tapaðist GULLHÚÐAÐUR blek- penni merktur stöfunum GG tapaðist líklega í ís- landsbanka í Lækjargötu fyrir u.þ.b. mánuði. Finnandi vinsamlega hringi í síma 550-6657. Eyrnalokkur fannst GULLEYRNALOKKUR með steini fannst á mót- um Snorrabrautar og Laugavegs 17. júní. Upp- lýsingar í síma 553-4307. Gæludýr Kettlingur á flækingi MJÖG fallegur svartur og hvítur fresskettlingur blíður og gáfaður fannst á Skarphéðinsgötu sl. fimmtudagsmorgun. Hann er varla nema þriggja mánaða. Ef eng- inn eigandi gefur sig fram fæst kettlingurinn gefins á gott heimili. Kettlingnum getur fylgt klórustykki og leikföng. Upplýsingar í síma 552-4770. Kettlingar TÍU vikna kassavanan kettling vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 551-7252. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu og færðu hjálparsjóði Rauða kross Islands ágóð- ann sem varð 1.256 krónur. Þær heita Fríða Dendy Helgadóttir, Laufey Haraldsdóttir og Þór- dís LiljaSigurðardóttir. Víkveiji skrifar... SUMARIÐ er sá tími þegar mest _ álag er í millilandaflugi til og frá íslandi. Víkveiji lagði land undir fót á dögunum og þegar hann mætti í Leifsstöð síðdegis var mikið að gera í fiugstöðinni. Innritun gekk einstaklega greiðlega fyrir sig en þegar kom að vegabréfaskoðun kom annað á daginn. Þrátt fyrir að fjöldi farþega væri á leið úr landi var ein- ungis eitt hlið opið og hafði myndast biðröð er teygði sig um nær allan innritunarsalinn endilangan. Svipað var oft uppi á teningnum síðastliðið sumar ef Víkveiji man rétt. Þetta er hvimleitt fyrir farþega, ekki síst þar sem aðstaða til biðraða- myndunar í flugstöðinni er ekki upp á marga físka. Vegabréfaskoðun á íslandi er líka kapítuli út af fyrir sig. Það tíðkast vart lengur í ferðalögum milli Vest- ur-Evrópuríkja að vegabréf séu stimpluð, þegar um farþega frá EES- ríkjunum er að ræða. A Islandi er enn stimplað í gríð og erg og virðast sumir tollverðir leggja sérstaka áherslu á að stimpla vegabréf íslend- inga. Á Víkveiji satt best að segja erfitt með að skilja tilgang þess. XXX FIRLEITT hefur Víkveiji lítið út á veitingar í vélum Flugleiða að setja. Flugvélakostur er sjaldan veislumatur en samanborið við veit- ingar annarra evrópskra flugfélaga er Fiugleiðamaturinn yfirleitt í skárri kantinum. Á því var hins vegar undantekning í þessu flugi. í aðalrétt voru einhvers konar fiskipinnar, fiskstautar í raspi, sem Víkveiji neyddist til að leifa, enda fiskurinn ekki lystugur. Von- andi var Víkveiji hreinlega óheppinn með bakka því að þetta var ekki fisk- ur af því tagi sem æskilegt er að kynna sem íslenskt hráefni. XXX VRÓPUKEPPNIN í fótbolta set- ur mikinn svip á London þessa dagana en einnig gífurlegar öryggis- ráðstafanir vegna hermdarverka írska lýðveldishersins. Víkverji var ekki fyrr kominn inn í komusal Term- inal 3 á Heathrow en að allar viðvör- unarbjöllur þar fóru að hringja með miklum látum og farþegar beðnir um að yfirgefa salinn tafarlaust. í mið- borg Lundúna er eftirlit ef eitthvað er strangara en verið hefur undanfar- in ár og setja appelsínugular keilur lögreglunnar mikinn svip á miðborg- ina, en með þeim eru merkt stæði, þar sem bannað er að stöðva bifreið- ar. Ruslafötum á almannafæri hefur hins vegar ekki verið lokað líkt og gert var í stærstu borgum Frakklands í fyrra í kjölfar sprengjutilræða alsír- skra heittrúarmanna. í neðanjarðar- lestakerfinu er viðbúnaður einnig töiuverður og greinilegt að menn eru við öllu búnir. Þegar neðanjarðarlest, er Víkveiji var farþegi í, stöðvaði á Charing Cross-stöðinni var tiíkynnt í hátalarakerfinu að rýma yrði stöðina og að allir farþegar yrðu að yfirgefa hana þegar í stað. Lestarfarþegar voru ekki alveg vissir um hvort þeir ættu að sitja kyrrir eða ganga út þangað til að lestarstjórinn tilkynnti: „Ef þið eigið ekki erindi hér skuluð þið sitja sem fastast. Þið áttið ykkur auðvitað á því að fljótastá leiðin út úr stöðinni er með lestinni."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.