Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ HÚTEL ÍSLAHID KYHWIR EIIXIA BESTLI TÚIMLISTAROABSHRÁ ALLRA TÍMA: 70 Tk~. foi _ , 'BB KYXSLÓOIN- SKEMMTIR SÉR BESTU LÖB ÁRATUBARHMS / FRÁBÆRUM FLUTHIIIMEI SÖIMBVARA, BAIMSARA OB IO MAIMIMA HLJÓMSVEITAR BUIMIMARS ÞÓRBARSOIMAR Geisladiskur með tónlistinni kominn út! Njótið lengstu daga ársins með veislu í Grillinu fram á bjarta nótt. Lifandi tónlist verður leikin og matreiðslumenn Grillsins, sem eru í sumarskapi, matreiða fyrir gesti frá kl. 19.00-02.00 á föstudags- og laugardagskvöld. I boði er nýr sumarmatseðill með ótal spennandi réttum, þar á meðal réttum sem hlutu gullverðlaun í keppni norrænna matreiðslu- og framreiðslunema sem haldin var hérlendis í vor. Meðal úrvalsliðs kokka og þjóna í Grillinu eru verð- launahafarnir Agnar Sverrisson, sem vann gullið fyrir matreiðslu og Hendrik Hermannsson, sem hlaut silfrið fyrir framreiðslu. Réttir sem hlutu gullverðlaun ogeru m.a. í boði: Pressuð kjúklingalifur og rúsínur íportvínshlaupi Bakaður laxaböggull jylltur með kartöflum og kryddjurtum, framreiddur með kóríandersósu Skyr- og mysuostsmarmari með berjum Gerið björtustu daga ársins ógleymanlega með sælkeraveislu í Grillinu! -þín saga! Morgunblaðið/Sverrir 40 ára afmæli landsliðsins fagnað LEIKMENN fyrsta kvennalands- liðs íslands í handbolta hittust og gerðu sér glaðan dag á mið- vikudag með því að fara út að borða í Viðey. Tilefnið var að 40 ár voru liðin frá fyrsta kvenna- landsleik íslendinga í handbolta, við frændur okkar Norðmenn á Bislett-leikvanginum í Ósló. Leikið var utandyra, á grasi og voru norsku stúlkurnar í takkaskóm en þær íslensku í strigaskóm. Það kom sér illa fyr- ir okkar konur þar sem völlurinn var blautur vegna rigninga. Þær runnu til á grasinu, en engu að síður vakti góð frammistaða þeirra athygli. Leikurinn endaði 10-7, norsku stúlkunum í vil. Þess má geta að í upphafi leiks- ins afhenti ein af íslensku stúlk- unum, klædd íslenskum þjóðbún- ingi, fyrirliða norska liðsins blóm- vönd og vakti það ánægju við- staddra. Hér sjáum við íslensku stúlk- urnar 40 árum seinna, áður en lagt var af stað út í Viðey. í hópnum voru: Elín Guðmunds- dóttir Þrótti, Elín Helgadóttir KR, Geirlaug Karlsdóttir KR, Guðlaug Elísa Kristinsdóttir FH og síðar KR, Helga G. Emilsdótt- ir Þrótti, Ingibjörg Hauksdóttir Fram, Rut Guðmundsdóttir Ár- manni, Sigríður J. Kjartansdóttir Ármanni, Sigríður Lúthersdóttir Ármanni, Sóley Tómasdóttir Val, Svana Jörgensen Ármanni og Gerða Jónsdóttir KR. Þá síð- asttöldu vantar reyndar á mynd- ina. Stjómin kynnir plötu ► HLJÓMSVEITIN Stjórnin spil- aði í Leikhúskjallaranum fyrir skömmu og kynnti nýja geisla- plötu, Sumar nætur. Eins og sjá má var Sigga Beinteins jafnt sem áhorfendur og Ijósmyndari Morg- unblaðsins í miklu stuði. Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐRÚN Ósk Hermansen og Vigdís Ólafsdóttir tóku létta sveiflu. BIRNA Ingadóttir, Rúnar Svavarsson og Gunnhildur Anna Ingadóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Töfrar í miðbænum ►ÞEGAR sól er sem hæst á lofti fer miðbærinn að iða af lífi um leið og skýin hverfa. Á rölti ljós- myndara blaðsins um bæinn á dögunum rakst hann á breska töframanninn The Mighty Garr- eth, eða Garreth hinn mikla, þar sem hann lék listir sínar. Eins og sjá má voru áhorfendur fjöl- margir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.