Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 51

Morgunblaðið - 22.06.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22.JÚNÍ1996 51 | j I I I I 1 I I TRUFLUÐ TILVERA I HÆPNASTA SVAÐI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9, og 11 í THX DIGITAL Sýnd kl. 3 og 5 ísl. tal. Sýnd kl. 7.05 enskt tal. Forsýning í kvöld kl. 11 íTHXdigital SAMWtm SAMBm SAMUm\ SAMUm Grínsprengja ársins er komin. Leslie Nielsen (Naked Gun) er njósnarinn Steele, Dick Steele og nú geta illmennin farið að pakka saman. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Andie Griffith, Nicolette Sheridan og Charles During. VWTUSTU GAGHRÝHlNOMMMMllKUHm GCNlStSKCL OG KO®5lí MH5S Wlií YNOINNI TWO THUMBS UP!I" DIGITAL Kletturinn Ein stærsta kvikmynd sumarsins er komin til íslands. Óskarsverðlaunahafarnir Scan Connery og Nicholas Cage fara á kostum í magnaöri spennumynd ásamt fjölda annara heimsþekktra leikara. Alcatrazkletturinn hefur verid hertekinn og hótaö er sprengjuárás á San Fransisco. Á meöan klukkan tifar er árás á Klettinn skipulögð og til aðstoöar er fenginn eini maðurinn sem nokkru sinni hefur flúið Klettinn... lifandi. I hæpnara lagi KVIKMYNPIR Bíohöllin/Bíóborg- in/Borgarbíó á Akurcyri f hæpnasta svaði „Spy Hard“ ★ Leikstjóri: Rick Frieberg. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Andie Griffith, Nicolette Sheridan og Charles Durning. Hollywood Pictures. 1996. GAMANMYNDIR sem skopast að frægum bíómyndum eru orðnar mjög algengar í seinni tíð og vinsælar. Sú nýjasta er í hæpnasta svaði með Leslie Nielsen í hlutverki einhverskon- ar James Bond en hún er ein léleg- asta myndin sem gerð hefur verið í þessum fiokki. I henni eru örugglega eitthvað á annað hundrað brandara en enginn þeirra er vitund fyndinn. Það er vegna þess að höfundar hennar hafa ekki uppá neitt nýtt að þjóða heldur nota þeir þvert á móti blygðunarlaust sömu brandarana og aðrar og miklu betri gamanmyndir þessarar tegundar hafa þróað í gegn- um árin. Frumleikinn er enginn. Myndin er ein stór endurvinnsla. Grín- ast er með óteljandi þekktar myndir eins og James Bond myndir, „Cliff- hanger", „Syster Act“ o.fl. en í stað þess að sjá út hvaða myndir fá á baukinn eins og maður gerir venjulega í þessum myndum er maður alltaf að sjá út hvaðan þeir hafa tekið brandar- ana í þessa mynd. Og það er auðvelt. Þeir eru fengnir fyrst og fremst frá ZAZ-genginu, Zucker, Abrahams og Zucker, sem gert hafa bestu grín- myndimar í þessum gamanmynda- flokki (Beint á ská, ,,Airplane!“). í hæpnasta svaði sýnir þannig greinileg og hvimleið þreytumerki. Það er eins og enginn hafí nennt að leggja það á sig að búa til nýja brand- ara enda kannski ekki auðvelt þegar búið er að gera allar bestu myndimar nú þegar. Brandaramir eru daufir og dáðlausir og dæmalaust vondir sumir hveijir. Kannski er búið að gjömýta það sem hægt er í gamansemi af þessu tagi og kominn tími til að ieggja mynd- um sem skopast að bíómyndum, í bili a.m.k. Nielsen gengur í gegnum þetta af alkunnri rósemi klaufalegu ofurhetj- unnar en getur engu bjargað. Andie Griffith, betur þekktur í seinni tíð sem lagaspekingurinn Ben Matlock, er óþolandi sem ófyndið illmenni mynd- arinnar og Charles Duming vorkenn- ir maður hreinlega í hlutverki yfir- manns Nielsens. I hæpnasta svaði er á tæpasta vaði gamanseminnar og sekkur að lokum. Arnaldur Indriðason LIZA Minelli tók lagið „New York, New York' með Pavarotti. ERIC Clapton kom til Ítalíu Reuter ELTON John söng eitt lag með Luciano. Luciano fær góða gesti STÓRTENÓRINN Luciano Pava- rotti hefur lagt sig fram um að brúa bilið mitii óperutónlistar og popptónlistar með því að fá til liðs við sig tónlistarmenn úr síðamefnda geiranum. Hér sjáum við myndir frá styrktartónleikum sem hann hélt í bænum Modena á ítaltu á fimmtu- dag. Allur ágóði tónleikanna rann til góðgerðarmála, annars vegar til jarðsprengjueyðingar S Angóla Mós- ambík og Afganistan og hins vegar til bama í Bosníu. með gítarinn I farteskinu. <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.