Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 56
|H*Y0tiiiÞI*frife EINARJ. SKÚLASON HF Windows MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 22. JUNI1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Styttist í ruglun dagskrár Stöðvar 3 TÆKNILEGIR örðugleikar í mynd- lyklakerfi Stöðvar 3 hafa nú verið leystir, en dagskrá stöðvarinnar hef- ur verið órugluð frá því hún hóf útsendingar þann 24. nóvember sl. Mun flóknara reyndist að aðlaga þetta kerfi að evrópsku sjónvarps- kerfi en framleiðandinn hafði áætlað og er það ástæða þessara tafa, en kerfið hefur einungis verið notað í Bandaríkjunum til þessa. Að sögn Úlfars Steindórssonar, framkvæmdastjóra Stöðvar 3, verð- ur hafist handa við að dreifa afrugl- urum í næsta mánuði og segist hann reikna með því að byrjað verði að rugla dagskrána síðar í sumar eftir að lokíð verði við að afhenda öllum áskrifendum myndlykla. Hlutafjáraukning stendur nú yfir hjá Stöð 3 en ekki liggur fyrir hvort allir núverandi hluthafar muni nýta sér forkaupsrétt sinn. Fyrir liggur heimild til að auka hlutafé um allt að 150 milljónir króna og segist Úlfar reikna með því að niðurstaða liggi fyrir eftir hálfan mánuð. ¦ Aðlögun kerfisins/6 ? ? ? UA vill 30% hlut í Tanga VOPNAFJARÐARHREPPUR hefur lagt fram tilboð í 33% hlut Þróun- arsjóðs sjávarútvegsins í Tanga að nafnvirði um 115 milljónir. Hreppur- inn á forkaupsrétt. I framhaldi af þessum kaupum er gert ráð fyrir að hreppurinn selji mestan hluta eða 20-30% hlut til Utgerðarfélags Ak- iireyringa hf. Sjóðnum hafði í gær borist annað tilboð og var það gert að undirlagi íslenskra sjávarafurða eftir því sem næst verður komist. ÍS hefur annast sölu fyrir Tanga og dótturfélög. ¦ ÚAhyggst/2 í töfraskógi Morgunblaðið/Golli BJORK Guðmundsdóttir kynnir Goldie unnusta sinn fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, sem var viðstödd tónleikana. Vigdís sagði tónleikana hafa verið stórkostlega. „Það var meiri- háttar gaman. Björk er uppáhalds tónlistarmaðurinn minn." BJÖRK Guðmundsdóttir hélt tón- leika í Laugardalshöll í gærkveldi á vegum Smekkleysu og Listahá- tíðar. Nokkuð á fimmta þúsund tónleikagestir tóku Björk vel þeg- ar hún sté á svið. Tónleikarnir hófust á því að Sindri Eldon, son- ur Bjarkar, söng af bandi franska barnagælu, en síðan tók móðir hans við með lágstemmdu lagi af annarri breiðskífu sinni, Post, sem hún flutti nánast óstudd nema af lágværum harmoníku- undirleik. ICfi.it- það kom hijóm- sveit Bjarkar á svið og með henni flutti Björk lög af breiðskifum sínum Debut og Post, en einnig eitt lag sem aðeins hefur komið út á smáskífu og eitt nýtt lag fékk að fljóta með. Eins og Björk hafði lýst yfir flutti hún öll lög sín á íslensku, nokkuð sem áheyr- endur virtust kunna vel að meta þótt þau hafi nokkur hljómað ókennilega til að byrja með. Ljósabúnaður var mikið notaður til að gefa sviðsmyndinni fram- andlegan blæ, en hún byggðist að miklu leyti á eins konar töfra- skógi sem Björk lét hanna fyrir sig fyrir heimstónleikaferð sína til að kynna Post. Björk söng í á aðra klukkustund og þegar hún var klöppuð upp baðst hún afsök- unar á því að hún myndi syngja að lokum eitt lag á ensku, en sagði það vera vegna þess að það væri ekki eftir sig. Það lag, It's Oh so Quiet, þekktu tónleikagest- ir greinilega vel, því fjölraddaður kór söng með í laginu sem Björk flutti í nýstárlegri útsetningu, aðeins með undirleik harmoníku og hljómborðs. Morgunblaðið/Sverrir A FIMMTA þúsund gestir fylgdust með tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur í Laugardalshöll í gærkveldi og sviðið minnti á töfraskóg. Umhverfisráðherra úrskurðar um umhverfisáhrif álvers á Grundartanga Fallist á athugasemdir Landsvirkjunar og MIL UMHVERFISRÁÐHERRA hefur úrskurðað um mat á umhverfisáhrif álvers á Grundar- tanga og er í öllum meginatriðum fallist á athugasemdir Landsvirkjunar og Markaðs- skrifstofu iðnaðarráðuneytisins. Ráðherra telur að lög leyfi ekki að tengja saman mat á um- hverfisáhrifum af byggingu álvers við mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar virkjana —¦og háspennulína eins og skipulagsstjóri ríkisins gerði í úrskurði sínum. Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL) var ósátt við úrskurð skipulagsstjóra ríksins, sem kveðinn var upp 19. febrúar sl, vegna þeirra skilyrða sem þar voru sett fyrir byggingu álvers á Grundar- tanga. Hreppsnefnd Kjósarhrepps, Náttúru- a.^verndarráð og nokkrir íbúar í grenndinni gerðu einnig athugasemdir. í úrskurði umhverfisráðherra er athuga- semdum íbúanna hafnað á þeirri forsendu að búið hafi verið að samþykkja svæðisskipulag sem geri ráð fyrir iðnaðaruppbyggingu við Grundartanga. Bygging álvers á Grundartanga sé í samræmi við þetta skipulag. Athugasemd- irnar komi því of seint fram. Því er t.d. vísað á bug að álver geti haft áhrif á verð á sumarbú- staðalóðum, þar sem ljóst hafi verið í 16 ár að stefnt væri að uppbyggingu stóriðju á Grundartanga. Náttúruverndarráð krafðist þess að sett yrði það skilyrði að notaður verði vothreinsibúnaður í álverinu. Ráðherra fellst ekki á kröfuna, en segir að gerð verði krafa um hreinsibúnað í starfsleyfi fyrir álverið. Náttúruverndarráð vekur athygli á því að ríkisstjórnin hafi sett sér það markmið að draga úr koltvísýringi í umhverfinu, en með byggingu nýs álvers auk- ist koltvísýringur í umhverfinu umtalsvert. Ráðherra svarar því til að þessi framkvæmd gangi ekki í berhögg við alþjóðaskuldbindingar Islands. Opið kælikerfi Umhverfisráðherra segir í úrskurðinum að lög um mat á umhverfisáhrifum heimili ekki að tengja saman mat á umhverfisáhrifum með þeim hætti sem skipulagsstjóri gerði í úrskurði sínum. Fallist er á kröfu Landsvirkjunar og MIL að kveða verði upp sjálfstæða úrskurði. Ráðherra fellst ennfremur á kröfu þessara aðila um að heimilað verði að reka opið kæli- kerfi í álverinu, en sett er það skilyrði að áður verði að liggja fyrir að nægilegt vatn sé fyrir hendi fyrir slíkt kælikerfi. Methiti á Hvera- völlum HITINN fór í gær í 19,2 stig á Hveravöllum og er það mesti hiti í júní sem þar hefur mælst frá því mælingar hófust árið 1966. Áður hafði mælst þar mest 18,7 stiga hiti. Síðustu 3 daga hefur verið einstök blíða á Suðurlandi og á miðvikudag mældist 24 gráða hiti á Jaðri í Hrunamanna- hreppi, á Hæli í Gnúpverja- hreppi og í Hjarðarlandi í Bisk- upstungum. Er þetta mesti júníhiti sem mælst hefur á Suðurlandi frá árinu 1939. Þennan sama dag, 22. júní, 1939, mældist 30,5 stiga hiti að Teigarhorni, sem er hæsta hitastig sem mælst hefur hér. Einar Sveinbjörnsson veð- urfræðingur sagði í gærkvöldi að veður hefði breyst á Kamba- brún og á Suðurlandi hefði ver- ið einstaklega gott veður þessa daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.