Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ttsmðMbib 1996 KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ BLAÐ C Gamlir félagar hittast i Reuter ENGLENDINGAR mæta Spánverjum í 8-liða úrslltum á Wambley-lelkvanglnum í London í dag kl. 14. Eftlr æf- ingu spænska landsliðsins á Wembley í gær hlttust gamllr félagar, Andonl Zublzarreta, markvörður Spán- verja og Gary Llneker, fyrrum landsliðsmaður Englendlnga. Þeir léku saman á sínum tíma með Barcelona og þekkjast því vel. Zubizarreta spilar í dag í 110. sinn með landsliðlnu og er lelkjahæstur allra í Evrópukeppninni. „Vona að 1:0 dugi" HANDKNATTLEIKUR Portúgalirfárúmar 7 millj. komist þeiríúrslit PORTÚGALIR, sera mæta Tékkum í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á morgun fengu 18 þúsund pund á mann í bónus fyrir að komast í 8-liða úrslitin. Ef þeir ná að komast í undanúrslit fá þeir 36 þnsund pund og ef þeir komast í sjálfan úrslitaleikinn fær hver leikmaður 72 þúsund pund, eða 7,5 milljónir islenskar krónur. Tékkar fá konurnar í heimsókn TÉKK AR fá einnig bónus ef þeir komast í undan- úrslit keppninnar. Ekki peninga eins og Portú- galir, heldur fá þeir eiginkonur og unnustur f heim- sókn á Preston-hótelið þar sem liðið býr. Baia aðeins fengið á sig eitt mark VITOR Baia, landsUðsmarkvSrður Portúgala sem nú hefur gengið til liðs við Barcelona, hefur að- eíns fengið á sig eitt mark í kepphinni til þessa. Síðasta keppnistímabil setti hann portúgalskt met, hélt markinu hreinu hjá Porto í 1.192 mínútur, sem er rúmlega 13 leikir. George Graham hælir Portúgölum GEORGE Graham, fyrrum þjátfari Arsenal, segir að Portúgalir hafi sýnt bestu knattspyrnuna í keppninni til þessa. „Portugal fœr þann heiður að hafa sýnt fallegustu knattspyrnuna í keppninni og skemmt áhorfendum best," sagði Graham. „Stríð" á 10 þúsund heimilum ÞAÐ mun væntanlega brjótast út „stríð" á 10 þús- und heimilum f Englandi í dag mcðan á leik Spán- verja og Englendinga stendur. En það eru einmitt 10 þúsund Englendingar sem eru í sambúð með Spánverjum. Frakkar taplausir 26 leiki í röð MARCEL Desailiy, leikmaður Frakka, er bjartsýnu og segir að liðið sé ungt og gott og til alls líklegt. „Það er leiðinlegt fyrir Cantona og Ginola að vera ekki með, en það er þjálfarinn sem ræður liðinu og við leikmennirnir erum orðnir leiðir á að ræða um hvort þessir leikmenn hafi átt að vera með eða ekki," sagði Desailly. Franska landsliðið hefur ekki tapað síðustu 26 leikjum sfnum. „Við erum með lið sem getur farið alla leið," bætti Desailly við. EINN stuðningsmaður enska knattspyrnulandsliðsins, John Hudson, kráareigandi í austurhluta Londou, vonast eftír sigri sinna manna í dag gegn Spánverjum, en jafn- framt vonast hann til þess að enska liðið geri ekki mörg mörk og 1:0 sigur nægi. Að minnsta kosti hugsar hann til þess með hryllingi skori liðið fjögur mörk eins og það gerði á móti Hollendingum f riðla- keppninni. Astæðan er sú að hann auglýsti í dagblaði fyrir leikinn gegn Hollandi að hjá sér væru allir drykkir án end- urgjalds fyrstu þrjár mínút- urnar eftir að enska liðið skoraði mark. Lét hans þess jafnframt getíð að tilboðið giltí svo lengi sem enska liðið væri með í keppninni. Gegn Hollendingum skoruðu heimamenn þrjú mörk á fimmtán mínútna kafia. Það olU miklum atgangi á kránni hjá herra Hudson og gaf hann um 200 drykki af ýmsum gerðum og stærðum á þessum kafla. „Ég gleðst að sjálf- sögðu yfir veigengni enska liðsins, en af fenginni reynslu verð ég að vona að 1:0 muni nægja gegn Spáni," sagði Hudson og hafði vart náð átt- um eftir hamaganginn á litlu kránni sinni á meðan síðari hálfleikur gegn Hollending- um var leikinn. Sigurður semur við GWD Minden Sigurður Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik úr Stjörnunni, er á leið til Þýskalands þar sem hann mun leika með 1. deildarliðinu GWD Minden, sem hét áður Dankersen. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru forsvars- menn þýska félagsins væntanlegir til landsins á mánudaginn til að ganga frá tveggja ára samningi við Sigurð og kaupa upp samning hans við Stjörnuna. GWD Minden rétt slapp við fall úr Bundesligunni sl. vetur og hefur í hyggju að styrkja liðið fyrir komandi keppnis- tímabil. í dag skrifar Frakkinn Stépane Stoecklin undir samning við félagið, en hann var einn besti leikmaður Frakka er þeir urðu heimsmeistarar hér á landi í fyrra. Pjórir íslenskir leikmenn hafa leikið með Dankersen; Axel Axelsson, Ólafur H. Jónsson, Jón Pétur Jónsson og Páll Ólafsson. Sigurður Bjarnason ætti að vera öllum hnútum kunnugur í þýska handboltanum því hann lék tvö tímabil með þýska liðinu Grosswallstadt, 1993 og 1994. SIGURÐUR Bjarnason ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA: FÖTLUN HINDRAR EKKI / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.