Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 1
Mikið og stöð- | ugtframboðer Saf hvers kyns menningarvið- burðum í Prag. Öll þjónusta Og , tækni er þar þróaðri en flestum gömlu kommúnísta- ríkjunum í Mið- og Austur-Evr- ópuogauðvelt að vera ferða- maður í þessari fallegu borg. BISKUPS- TUNGUR Uppbygging ferðaþjónustu í mestu ferðamannasveit landsins felst m.a. í auknu framboði af- þreyingar af ýmsu tagi. Meðal nýjunga er að f erðaf ólki er boðið upp á að taka þátt í daglegum störfum íbúa sveitarinnar. Danmörk Ódýrir bílaleigubílar fyrir íslendinga Tveggja vikna gjald: Opel Corsa, dkr. 2.995 Opel Astra, dkr. 3.590 Opel Astra st„ dkr. 3.990 Opel Vectra, dkr. 4.390 Innif. ótakm. aksturog tryggingar. Fáið nánari verðtilboð. Nýkominn sumarhúsalisti sertdist ákeypis fjölbreytt úrval sumarhúsa um alla Danmörk. . intemational Car Rental ApS. Uppl. á islandi sími 456-3745. Umfgngsmikil rannsókn meðal innlendro ferðamanna til oð efla uppbyggingu í ferðaþjónustu Góðir íslendingar spurðir um f erðamáta UM hélgina geta ferðamenn víða um land átt von á að ókunnugt fólk vindi sér að þeim og forvitn- ist utiKferðir þeirra og fyrirætlanir. Spyrlarnir, sem eru í gulum vestum merktum Ferðakönnun „Góðir íslendingar '96", vonast til að vegfarendur taki þeim ljúfmannlega og svari spurningunum greiðíega til að vel megi tekast til að efla uppbygg- ingu í ferðaþjónustu á íslandi og marka ákveðna stefnu. Ferðamálasamtök íslands, sem er félag ferða- málásamtaka landshlutanna, standa fyrir rann- sökninni, en hún er styrkt af Rannsóknarráði Islands og ýmsum aðilum í ferðaþjónustu og á sviði umhverfismála. Umferðarráð kemur einnig við sögu og leggur til búnað fyrir spyrlana auk þess að nota tækifærið og koma boðskapnum um bætta umferðarmenningu á framfæri í leiðinni. Fyrlrhugað að spyrja þrjú þúsund ferðamenn Að sögn Rögnvaldar Guðmundssonar, ferða- málafulltrúa í Hafnarfírði, er fyrirhugað að leggja spurningar tengdar ferðaíögum fólks fyrir allt að þijú þúsund íslendinga, 15 ára og eldri, auk þess sem ferðamenn verða spurðir um álit á ferðaþjón- ustu í einstökum landshlutum. „Markmiðið er að afla aukinnar vitneskju um ferðavenjur landans, ferðatilhögun, ástæður ferðar, eyðslu og álit á aðbúnaði og verðlagi." Úr niðurstöðum könnunarinnar verða unnar skýrslur fyrir allt landið og einstök kjördæmi. Rögnvaldur segir mikilvægt að allir góðir íslend- ingar leggi sitt af mörkum til að búa í haginn fyrir framtíð göðrar ferðaþjónustu á íslandi. „Rannsóknin er viðamikil og eru ferðamenn því beðnir að gefa sér 10-15 mínútur til að svara spurningunum." Spyrlar á átta stöðum á landlnu Spyrlarnir fóru á stúfana 9. júní og munu halda starfi sínu áfram fram í september. I dag verða þeir fjölmennari en áður á a.m.k átta stöðum á landinu; við Þyril í Hvalfírði, í Búðardal, Brú og Staðarskála í Hrútafírði, Varmahlíð í Skagafirði, Reynihlíð í Mývatnssveit, á Egilsstöðum, Kirkju- bæjarklaustri og Litlu kaffistofunni í Svína- hrauni, auk þess sem farþegar með Akraborginni og í innanlandsflugi verða spurðir. Að sögn Rögnvaldar var gerð svipuð rannsókn meðal tvö þúsund íslendinga fyrir Ferðamálaráð íslands sumarið 1992. Hann telur að samanburð- ur niðurstaðna rannsóknanna verði afar forvitni- legur og varpi Ijósi á hvernig þróunin hefur orðið á fjórum árum. ¦ BÚIÐ í haginn fyrir góða ferðaþjónustu á íslandi. HAUSTFERÐIR TIL BARSELÓNA ? HJÁ markaðsdeild Flugleiða er hafinn undirbúningur helgarferða og stuttra ferða til Barselóna í haust. í fyrra var flogið til borgar- innar til 10. september, en nú er ráðgert að síðasta flugið verði 25. október. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, frá 13. september. Dóra Magnúsdóttir í upplýsingadeild Flugleiða segir að Barselóna sé einn eftirsóttasti sumaráfangastaður félagsins og nánast hvert sæti bókað, enda sjái fólk sér leik á borði að blanda saman strandar- og borgardvöl. Hún býst við að mikil sókn verði í haustferðirnar, því fjöldi þeirra íslendinga, sem fari í haustferðir til útlanda, hafi aukist ár frá ári. Einnig hafi áhugi Katalóníubúa á Islandi farið vaxandi og því sé verið að undirbúa að bjóða þeim í stuttar ferðir hingað. „Vinsælustu haustferðirnar í fyrra voru Glasgow, Londonog Amsterdam og brátt gæti Barsel- óna skipað sig i hóp með þeim. Borgin er lífleg menningarborg, orðstír hátísku og frumlegrar hönnunar frá Katalóníu hefur far- ið víða og er verð varningsins mun lægra en verð á sambærilegum vöruni frá Paríssegfir Dóra." ¦ landa eða KarzhahafíiS Stóra Austurlandaferðin, 5. okt. 3 vikur Perlur Austurlanda í einni ferð: Draumaeyjan BALi, viðskiptaundrið SINGAPORE, brennipunktur Austurlanda HONG KONG á tímamótum, besti verslunar- og skemmtistaður Austurlanda BANGKOK, á ótrúlegum kjörum. Fá sæti laus. Ferð ársins „TÖFRAR 1001 nætur" 17. okt. 3 vikur. Sérkennilegur, heillandi heimur Austurlanda. Ótrúleg fegurð á frábæru verði. Örfá sæti laus. Okkar sambSn* . þinn haður FERÐASKRIFSTOFAN mm HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, Sími56 20400,fax562 6564 ¦¦¦h—nsfann Sigling á Karíbahafi eða sæluvika á draumaeynni Dominikana Siglingar á nýjustu skemmtiskipum heimsins. Enn nokkrir klefar lausir á tilboði 2 fyrir 1. Umboð á íslandi: CARNIVAL CRUISE LINES. Dvöl á fegurstu eyju Karíbahafs með öllu inniföldu á PUERTO PLATA VILLAGE NÝTUR SÍAUKINNA VINSÆLDA. Spennandi valkostur á verði Evrópuferðar. Ferðir allt árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.