Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 1
160 VINNUSTUNDIRIBREYTINGAR Á LANDCRUISER - OFUR- SKODIÁ NÆSTA ÁRI - LÖGREGL UHJÓL - FYRSTIPREMIUM BÍLLINN AFHENTUR 1996 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ Skoda Felicia Aðeins kr. 849.000,- O Tryggðu þér nýjan fjölskyldubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. ISMi iiaioi 1 1 í 4 - I í 9 4 Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 Nýir bílar væntanlegir 4 markaö ónæstu mánuóum RENAULT Mégane Scenic, fyrsti einrýmisbíllinn og e.t.v. upphaf nýs bílaflokks í Evrópu. MEÐAL nýrra bíla sem eru væntanlegir á markað á næstunni má nefna: Audi A3, haustið 1996. Hyundai Elantra Co- upé. 1996. Honda Legend, nýr. Haustið 1996. Jaguar XK8.1996. Lada 110,111,112. 1996. Mazda 121, nýr. 1996. Mazda 323, iangbakur. 1996. VW Passat, nýr. 1996. SALA á fjölnotabílum hefur með ágætum víðast hvar í Evrópu en því er nú spáð að sala á minni bíium af þeirri gerð, fimm til sex manna, verði enn meiri í framtíð- inni. Þetta er í raun alveg nýr flokkur bíla sem kallast á ensku „monobox" en einrýmisbílar á ís- lensku. Einn slíkur vagn var sýnd- ur í Genf í marsmánuði, Renault Mégane Scenic. Sérfræðingar innan evrópsks bílaiðnaðar segja að einrýmisbíll- inn sé svar Evrópumanna við fjöl- notabílnum, sem hefur verið einn söluhæsti fjölskyldubíllinn í Bandaríkjunum um margra ára skeið. Einrýmisbíllinn er minni og sparneytnari og hentar betur evr- Eru einrýmisbílar það sem koma skal? ópsku hugarfari en fjölnotabíll- inn. í stað stallbaks Renault Mégane Scenic er byggður á Mégane fólksbílnum sem kom á markað í fyrra. Hann er fimm sæta en flestir fjölnota- bílar eru sjö sæta. Scenic hefur hins vegar sama rýmið, háa setu- stöðu bílstjóra og þægindi og stærri fjölnotabílar. Menn virðast á einu máli um Scenic gæti verið nýr kostur fyrir þá sem annars keyptu fjölskyldu- stallbak. Búist er við að aðrir evrópskir bílaframleiðendur fylg- ist grannt með framvindu mála hjá Renault og hvernig salan tekst til á Scenic. Renault vonast til að selja 100 þúsund Scenic á ári, tvisvar sinnum fleiri en seljast af Espace fjölnotabíln- um. Frakkarnir verða þó ekki einir um þennan markað ef að líkum lætur. Heyrst hefur að Mitsubishi muni smíða einrýmisbíl í NedCar verksmiðjunum í Hollandi í árs- byijun 1998. Sá verður fimm sæta og er byggður á Colt og Laneer og verður af svipaðri stærð og útfærslu og Scenic. Citroén kynnir fimm sæta fjöl- notabíl/einrýmisbíl á bílasýning- unni í París í haust. Vitað er að VW, Toyota, Honda og Nissan eru einnig með framleiðslu á einrým- isbíl á prjónunum. ■ Breyttur BMW Z 3 ÞÝSK bílafyrirtæki sem sérhæfa sig í breytingum á bílum, hafa gripið BMW Z3 fegins hendi og breytt honum á alla kanta. Nýjasta útfærslan er frá Hamann Motorsprot sem kallast Roadster 350. Grunnurinn í þessum bíl er sex strokka, 3,2 lítra M3 vél með breyttum loftinntak- skerfi, nýju útblásturskerfi og nýrri vélarstýringu sem eykur aflið úr 321 hestafli í 350 hestöfl. Til þess að nýta allt þetta afl hefur BMW Z3 verið lækkaður niður um 40 mm og settur í hann sex gíra gírkassi. Bíllinn er 4,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst og hámarks- hraðinn er 282 km á klst. Hann er á Yoko- hama dekkjum, 225/40ZR18 að framan og 255/35ZR18 að aftan. Fótstig og gírhnúður eru úr áli og hraðamælirinn einnig sem sýnir mest 300 km hraða. ■ KRAFTMEIRI BMW Z3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.