Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Grænlendingar kaupcs Landcruiser frá Islandi VÖRUMERKING Toyota aukahluta er á hlið bílsins. TOYOTA Landcruiser, breyttur á íslandi, seldur til Syðri-Straum- fjarðar á Grænlandi. 160 vinnustundir fóru í breytingar á bílnum P. SAMÚELSSON, umboðsaðili Toyota á íslandi, hefur selt björgun- arsveitarútfærslu af Toyota Landcruiser til Grænlands. Þetta er fyrsti bíllinn sem er pantaður breytt- ur erlendis frá. Um er að ræða STD með 4,2 lítra, fjölventladísilvél. Hann er með gormafjöðrun, sítengdu al- drifi og 100% driflæsingu að framan og aftan. Áætla má að 160 vinnu- stundir hafí farið í að breyta bílnum fyrir Grænlendingana hér á landi en hann verður notaður til þess að aka ferðamönnum frá flugvellinum í Syðri-Straumsfirði um byggðina þar og upp að jökulröndinni. I ráði er að P. Samúelsson sendi menn til Grænlands til þess að þjálfa notend- ur bílsins þar í umgengi um bílinn og akstri í snjó. Um 200 hestöfl Bíllinn var settur á 38 tommu Dick Cepek jeppadekk og tólf tommu breiðar stálfelgur. Hann er hækkaður upp um þrjár tommur á undirvagn. Flestir björgunarsveit- arbílarnir hér á landi af þessari gerð hafa verið settir á 44 tommu dekk. Bíllinn er með íslenska bretta- kanta og Downey upphækkunar- fjöðrunarbúnað. Bíllinn er með Ramsey 9.000 punda rafmagnsspili sem hægt er að hafa á framstuðara eða afturstuðara. Öflug rafmagns- BILLINN er beinskiptur og hann er með 100% driflæs- ingu. VELIN er 4,3 lítra dísil með forþjöppu og millikæli, rétt um 200 hestöfl. Morgunblaðið/Þorkell loftdæla er í vélarrými með úrtaki inni í bensínlokinu. Vélin, sem með forþjöppu skilar 170 hestöflum, er nú nálægt 200 hestöfl eftir að bætt var við milli- kæli, sem eykur hestaflafjöldann um 15-20%. Atvinnuskapandi Reynir Jónsson hjá P. Samúelssyni, segir að bíll- inn taki sjö manns og hægt er að leggja aftasta sæta- bekkinn niður. Aftasti sætabekkurinn var smíðað- ur hér á landi hjá Bílakiæðn- ingum Ragnars Valssonar. Sætabekkurínn er heldur efnismeiri og þægilegri en sá sem fylgir bíln- um. Reynir segir að svona breyting- ar séu mjög atvinnuskapandi. Bíln- um var breytt á breytingaverkstæði Toyota. Vinnustundir á verkstæð- inu við breytingar á bílnum voru 160. Þetta er langur vinnutími mið- að við framleiðslutíma á nýjum bíl í verksmiðjum Toyota í Japan. Þar tekur það um 20-25 klukkutíma að framleiða einn bíl. v Bíllinn kostar með öllum breyting- um um 3,5 millj. kr. Líklega myndi slíkur bíll kosta um 5,3-5,4 milljónir kr. hérlendis, en ekki eru greidd aðflutningsgjöld af bílnum þar sem hann er fluttur aftur út. ¦ 9m mp^Bi JSSám\ éM f ¦g^nfc LÖGREGLAN í Reykjavík vinnur að því að safna munum um sögu sína og hefur verið opnuð sýning á Árbæjarsafni þar að lútandi. Þar sýnir lögreglan m.a. þessi Lögregluhjól forkunnarfögru vélhjól, Harley Davidson, ásamt elstu lögreglubílunum. Lögreglan er að reyna að koma í lag elsta mótor- hjóli sínu frá 8. áratugnum. Myndirnar Morgunblaðið/Jón Svavarsson að ofan voru teknar þegar lögreglan sýndi gripina á Árbæjarsafni og brá sér einnig bæjarleið niður á Lækjartorg fyrir skemmstu. ¦ Nissan Micra bestur ÞÝSKA bflablaðið Autobild hefur valið Niss- an Micra besta bflinn úr hópi sjö smábíla úr prófi sem blaðið gekkst fyrir. í næstu sætum komu Peugeot 106, Citroén AX og Fiat Cinqueeento. Aðrir þátttakendur í próf- inu voru Suzuki Alto, Daihatsu Cuore og Seat Marbella. Prá þvf Nissan Micra var sett á markað 1992 hefur hún fengið a.m.k. tólf viðurkenningar af þessu tagi og var auk þess valinn bíll ársins 1993. Micra ersmíðuð í Engla ndi og er flutt út til 38 landa. LÍKNARBELGUR fyrir vélhjél. Líknarbelgur fyrir mótorh|ól LÍKNARBELGUR fyrir mótorhjól lofar góðu ef marka má niðurstöður rannsókna bresku stofnunarinnar TRL. Fram til þessa hefur kerfið uppfyllt sex af 14 alþjóðlegum stöðlum en líknarbelgurinn er af svipaðri stærð og belgir í bílum. Niðurstöðurnar sýna að líknarbelgur á mótorhjóli getur dregið úr alvarlegum slysum sem verða í árekstrum bíla og vélhjóla um 70%. NYR Ferrari. Nýr Ferrari NÝR Ferrari, arftaki 512M Testarossa, verður frumkynntur á bflasýningunni í Par- ís í október. Þessi nýi, tveggja sæta sport- bíll, sem gengur undir vinnuheitinu F133, verður, ólíkt 512, með V-12 vél að framan. Sala á bílnum hefst snemma á næsta ári. Átján mánuðum síðar verður blæjubíil sömu gerðar kynntur sem kallast California. Hver smíðar bílana? 60% AF evrópskri bílaframleiðslu á sér alls ekki stað hjá evrópskum bílaverksmiðjum heldur hjá birgjum þeirra. Þeir afhenda oft til smíðinnar heilu {hiutina,_t.d. ABS-hemla- kerfi, 'sæti eða mælaborð. í nokkrum tilfell- um fer starfsemí sjálfra birgjanna fram undir þaki bflaframleiðendanna. Palio heimsbíllinn NÝIR tímar eru að hefjast hjá Fiat með framleiðslu á heimsbílnum Palio. Fiat hyggst auka framleiðslu sína um 85% með nýja bílnum. Bíllinn verður smíðaður í a.m.k. tíu löndum. Smíðaðir verða 450 þúsund bílar í Suður-Ameriku á ári, 50 þusund í Indlandi, 150 þúsund í Kína, en mest í Brasilíu, 350 þúsund bflar. Palio er ekki setlaður á markað í Vestur-Evrópu en þrátt fyrir það er ekki um að ræða hefð- bundin „þriðja heims" bíl. Palío er faltegur útlits og talinn sambærílegur að allri gerð við evrópska bíia. Bfllinn sem seidur verður í Evrópu er nákvæmlega eins útlits og heit- ir Brava/Bravo, ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.