Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 23.06.1996, Síða 4
4 D SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VEL er frá öllu gengið í mælaborði og þar er allt sem menn þurfa að hafa fyrir venjulega meðhöndlun bílsins en ekkert umfram það. Morgunblaðið/Þorkell ALDRIFIÐ gerir Golf að mjög rásföstum og öruggum bíl við erfiðustu skilyrði. Öruggur Golf long- bokur með oldrifi Verðið húsinu hallar dálítið niður á við. Langbakurinn er 32 cm lengri en hinn venjulegi Golf en heildarlengd- in verður þó aðeins 4,34 metrar sem gerir hann að meðalstórum bíl. Rúmgóður Að innan er Golf langbakur vel rúmgóður og öll sætin fara vel með menn og veita góðan stuðning á réttum stöðum. Fóta- og höfuðrými er vel nægjanlegt og vel getur far- ið um fímm í bílnum þótt menn kjósi kannski síður að ferðast þann- ig fímm fullvaxnir saman. Farang- ursrýmið myndi þó alveg leyfa það þar sem það tekur 466 lítra og virðist nýtast mjög vel. Mælaborðið er kannski það sem virkar dálítið klossað, stokkurinn umhverfís mælana er voldugur og mikill. Hérlendis er Golf Syncro lang- bakur boðinn með 1,8 lítra, fjög- urra strokka og 90 hestafla vél. Hún er ágætlega spameytin og hljóðlát, í meðallagi rösk og með fímm gíra handskiptingu má ná ágætri vinnslu. Togið er 145 Nm við 2.500 snúninga. Ekki er boðið uppá annað en handskiptinguna í aldrifs- Golfínum. Skemmtilegast- ur væri þessi knái bíll vissulega með stærstu vélinni en hún er 2,9 lítrar og 190 hestöfl en þá væri verðið líka trúlega komið út eða uppfyrir getu þeirra sem annars geta vel hugsað sér fótvissan al- drifsbíl frá Volkswagen. Og 90 hestafla vélin dugar lengi vel - það er trúlega helst þegar bíllinn er orðinn vel lestaður til langferðar sem vinnslan tekur að gerast hæg- ari en gaman er að. Sítengda aldrifið Rúmur áratugur er síðan Volkswagen verksmiðjurnar komu fyrst fram með syncro drifíð, sí- tengda aldrifið sem nú er notað meðal annars í Golf, Passat og Caravell (,,rúgbrauðið“) bílana. Syncro kerfíð er þannig úr garði gert að það dreifir drif-átakinu eða jafnar það. Við akstur í venjulegum aðstæðum er aðalþunginn á fram- drifínu en taki þau að spóla í hálku eða möl eða ef losnar um þau af einhverjum ástæðum færist átakið meira til afturhjólanna og getur við erfiðustu skilyrði legið ein- göngu þar. Þessi aflflutningur ger- ist með svonefndu seigjutengsli og tengist drif framhjólanna afturöxli í mismunadrifí. Það er fyllt þessari silikon-olíu sem tengir drifátakið saman eftir því sem snúningur seg- ir til um. Þessi syncro-drifbúnaður er mjög lipur og finnast ekki að marki neinir hnökrar þótt verið sé að skaka bílnum í kröppum beygjum, jafnvel á þurru malbiki. Segja má að aldrif sé að verða valkostur sem bílkaupendur vilja hafa og er þá ekki aðeins verið að tala um þá sem vegna búsetu eða atvinnu þurfa að fara um erfíða vegi við slæm skilyrði. Það er miklu fremur litið á aldrif, ekki síst sítengt, sem góð- an kost og lið í því að gera bíl rásfastan og öruggan við allan venjulegan akstur, á hraðbrautum, venjulegum þjóðvegum og ekki síst eins og hérlendis kannski malar- vegum og hálum vegum. Það eins sem truflar þegar ekið er á mölinni GOLF með sitengdu aldrifi er eins í útliti og venjulegur langbakur. Verðið er sem fyrr segir kr. 1.790.000 fyrir þennan aldrifskost. Ástæða þess að Golf Syncro hefur ekki verið boðinn hérlendis fyrr er með framdrifinu eingöngu kostar kr. 1.548.000 og er með 1,6 lítra vél þannig að verðmunurinn liggur ekki aðeins í aldrifinu. Þetta er vel boðlegt verð og fyrir það fá menn bíl með góðum staðalbúnaði, ör- uggan á hvers kyns vegum og rúm- góðan til ferðalaga og alhliða notk- unar sem fjölskyldubíll. ■ Jóhannes Tómasson Qg| GOLF, millistærðarbíllinn frá ^ Volkswagen verksmiðjunum þýsku, hefur um árabil notið Wi feikimikilla vinsælda hérlend- is rétt eins og víðast hvar í heiminum þar sem menn hafa komist í tæri við hann enda er salan í heild orðin yfír 20 </> milljón stykki. Síðasta kyn- * slóðin kom fram fyrir um fjór- um árum, heldur stærri og Ui betur búin en fyrri gerðir. CC Volkswagen umboðið hér- lendis, Hekla hf., hefur nú tekið að bjóða Golf langbakinn með aldrifí og verður hann tekinn til nánari skoðunar hér í dag. Hann er tilsýndar rétt eins og venjulegur langbakur en munurinn liggur sem sagt í drifinu, sítengdu aldrifi með seigutengsli sem gerir bílinn sér- lega rásfastan og öruggan, til dæmis sem ferðabíl á íslenskum malarvegum. Þessi gerð með 90 hestafla 1,8 lítra vél kostar 1.790.000 krónur. Golf Syncro langbakur eða Var- iant eins og hann er nefndur í út- landinu er smekklega hannaður bíll, liggur Iáréttur á vegi, hefur sæmilega volduga stuðara og hlið- arlista og þaklistar gefa ákveðinn svip. Línur eru hreinar og beinar, þaklínan ofurlítið hallandi aftur eftir bílnum og fara hliðarrúðurnar því minnkandi. Allar rúður eru þó ágætlega stórar og útsýni með ágætum. Framendinn á Golf lang- baknum er eins og á hinni gerð- inni, luktir voldugar og stefnu- og stöðuluktimar í stuðaranum vel áberandi. Vatnskassahlífín er mjög fínleg með VW merkinu og vélar- HÆGT er að koma um 466 lítrum í farangursrýmið og stækka það uppí 1.425 lítra. Rásfastur Rúmgóður Þýður Vegahljóð er vegarhljóð sem getur orðið hvim- leitt á stundum. Annan snöggan blett er ekki að finna á þessum bíl. Liggur vel Víst er að ekki verða menn fyr- ir vonbrigðum með aldrifið í Golf Syncro. Fyrir utan hvað það er lip- urt sem áður var minnst á er bíll- inn einstaklega rásfastur og skemmtilegur viðureignar á þjóð- vegi. Góð fjöðrun gerir sitt til þess að bíllinn liggur vel á mölinni og óhætt er að bjóða honum talsvert meira álag í beygjum og alls konar aðstæðum - trúlega gott meira álag en hraðamörkin segja til um. í þéttbýlinu er Golf lipur vel og þótt ekki hafi á þessum björtu sumardögum tekist að reyna hann Golf Variant með aldrifi í hnotskurn Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 90 hestöfl, rafeindastýrð inn- sprautun. Vökvastýri - veltistýri. Fimm manna. Sítengt aldrif. Samlæsingar. Hæðarstilling á ökumanns- sæti. Rafdrifnar speglastillingar. Hiti í hliðarspeglum. Þokuljós að aftan. Lengd: 4,34 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,43 m. Hjólhaf: 2,47 m. Þyngd: 1.190 kg. Bensíneyðsla: 9,911 þéttbýli, 61 á jöfnum 90 km hraða. Þverm. beygjuhrings: 10,7 m. Staðgreiðsluverð kr.: 1.790.000. Umboð: Hekla hf., Reykjavík. í hálkufæri þá er ljóst að þar sem veggripið er öruggt og heldur bíln- um vel stöðugum í kröppum beygj- um tná treysta honum nokkuð vel í hálku þótt enn megi minna á eins og svo oft áður að ekki er allt full- komlega öruggt þótt tæknin sé góð. Og endurtaka má að ákjósan- legra væri að fá meiri snerpu en skynsemin segir hins vegar að 90 hestafla vélin nægi og hæfi betur kaupgetunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.