Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Gnðrún I'étiusdótlir tlregur framboð sitt til forseta lil baka ^ Segir baráttuna pólitískari en hún hafi átt von á I leiðtog'ajyálfun á skútu til Islands ELLEFU unglingar frá KFUM og KF_UK í Londonderry á írlandi sigldu til íslands í skútu og var ferðin liður í þjálfun þeirra sem leiðtoga í æsku- lýðsstarfi samtakanna. Skútan er í eigu siglingaklúbbs sem leigir hana til kennslu í siglingum Með í för var sex manna áhöfn og Mark Patter- son, leiðtogi KFUM í Londonderry. „Þessi ferð er einn af mörgum áföngum á þjálfunarnámskrá okkar fyrir unglinga sem vilja gerast leið- togar í starfmu, en auk hefðbundinn- ar kennslu og verkefna í sjálfu fé- lagsstarfinu höfum við alltaf eitt eða tvö námskeið þar sem reynir á aðra hæfileika, t.d. að geta unnið saman og spjarað sig í erfiðum aðstæðum," segir Mark Patterson í samtali við Morgunblaðið. Segir hann siglingu sem þessa, sérstaklega yfir úthaf þar sem veður hafi verið misjafnt, sérlega vel til þess fallna að skóla menn í nýjum og krefjandi verkefnum. Starf KFUM og KFUK í Londond- erry er allöflugt og segir Mark Patt- erson að nokkur þúsund unglingar séu þar með reglulega og því sé mikið verk að þjálfa leiðtoga. Meðan hópurinn dvaldi í Reykjavík hitti hann leiðtoga hjá KFUK og K-félög- um hérlendis og fór m.a. í heimsókn í sumarbúðir í Vatnaskógi. A baka- leiðinni var síðan ráðgert að hafa viðdvöl í Vestmannaeyjum og jafnvel Færeyjum ef tími gæfist. En hvað fannst unglingunum um siglinguna yfir hafið: „Hún var mjög skemmtileg. Ferðin tók sex daga og fengum við talsverð- an sjó hluta af leiðinni, en við sáum höfrunga og hvali og nutum þess að skoða landið þegar við nálguðumst ströndina. Við tókum venjulegar þriggja tíma vaktir með áhöfninni og áttum síðan sex tíma hvíld. Nei, við gætum ekki siglt alveg ein strax, en við höfum þegar náð sæmilegum tökum á helstu verkefnum og getum unnið sem óbreyttir skipveijar undir stjóm skipstjóra og við værum alveg til í að læra meiri sjómennsku," sagði einn unglinganna, Kenneth Aljord. Mark Patterson segist hafa fund- ið til ákveðins skyldleika með íslend- Morgunblaðið/jt LEIÐTOGINN í írska siglingahópnum var Mark Patterson, fram- kvæmdastjóri KFUM í Londonderry. FRÁ vinstri: Damien Rabbett, Ronald McClelland, Fergus Stevenson og Kenneth Ayord. ingum og írum: „Það rennur kelt- neskt blóð í æðum íslendinga, báðar þjóðir búa á eyju og eru í útjaðri Evrópu og þess vegna vonast ég til að geta tekið upp samstarf við KFUM og K-félög hérlendis. Við erum búin að nota þessa þjálfunar- dagskrá alllengi og það héldu reynd- ar margir að þessi þáttur, siglingin, væri hrein bilun og kæmi málinu ekkert við, en ég er sannfærður um að hún er mikilvægur hlekkur í því að gefa unglingunum ábyrgð og sjálfstæði." Réttindi sjúklinga Viljumað skipaður verði umboðsmaður FRUMVARP til laga um réttindi sjúkl- inga var lagt fyrir Alþingi á síðasta þingi. . Samtökin Lífsvog, sem láta sig þessi mál varða, segja frumvarpið fela í sér viðurkenningu á vanda sjúklinga en hafa ýmislegt við frumvarpið að athuga. Samtökin hafa skilað um- sögnum og athugasemdum við frumvarpið til Nefnda- deildar Alþingis. Þar segir að ekki sé mikil breyting á fnimvarpinu frá þeim lögum sem fyrir eru. Þau nefna þrennt sem einkum vanti til að frumvarpið megi teljást til framdráttar sjúklingum; skaðabætur til - sjúklinga sem lenda í læknamistökum, rannsókn og málsmeðferð kvartana og einn- ig telja þau vanta embættismann sem sinnir hag sjúklinga. Ester Sveinbjarnardóttir er rit- ari Lífsvogar og vann að skilagre- ininni. - Hvernig er bótamálum sjúkl- inga háttað nú? Ef einhver lendir í því að fara í meinlausa aðgerð og verður ör- yrki af hennar völdum á hann ekki rétt á öðrum bótum en örorkulíf- eyri því í flestum tilfellum er ekki viðurkennt að mistök hafi átt sér stað og því er hvergi hægt að leita réttar síns. Sjúkrastofnanir og læknar eru ekki tryggð gegn mis- tökum og því fær fólk engar bæt- ur. Það er til sjóður sem kenndur er við Karvel Pálmason alþingis- mann, sem lenti í læknamistökum, en hann er ekki fyrir þá sem lenda í mistökum vegna lýta, andlegri örorku eða ,ef örokan mælist undir 10% og ekki ef mistök eiga sér stað á einkastofum, sem því miður er allt of algengt. - Þið gagnrýnið málsmeðferð kvartana. Hvert snúa sjúklingar sér með vandamál sín? Til landlæknis, sem sinnir mörg- um hlutum. Hann hefur verið starf- andi í siðaráði lækna og á að sinna læknastéttinni. Hann vinnur fyrir stjórnvöld og á að gæta aðhalds í ríkisfjármálum og er jafnfamt umboðsmaður sjúklinga og þarf að bera hag þeirra fyrir bijósti auk þess að sinna almennum heilbrigð- ismálum. Hann situr sem sagt beggja vegna borðsins. Við leggj- um til að skipaður verði umboðs- maður sjúklinga þannig að sjúkl- ingar geti leitað til hans til að reka þeirra mál ef eitthvað kemur upp á. Hann gæti þá iíka sinnt eftirliti með þeim Qölmörgu sjúkrastofn- unum sem eru úti um allan bæ en á þeim eru alltaf að ---------- koma upp sýkingartil- felli vegna þess að fyllstu hreinlætisregl- um er ekki alltaf fram- fylgt. Það væri auðvelt að laga þessi mál ef það væru fleiri aðilar sem héldu utan um þessi málefni. Einnig er upplýsinga- streymi ekki í nógu góðum málum og oft vita heilbrigðisstarfsmenn ekki nóg um réttindi sjúklings? - Hver er meginástæða lækna- mistaka? Læknar eru oft starfandi á mörgum stöðum. Þeir hafa leyfi til að vinna í 36 tíma samfleytt, sem þekkist ekki hjá neinni ann- arri starfstétt. Læknar eru mann- legir og mér finnst mjög nauðsyn- legt, eins og við bendum á í athuga- semdunum, að sett séu vökulög. Heilbrigðiskerfið er samansett af mörgum þáttum og það þarf ekki Ester Sveinbjarnardóttir ► Ester Sveinbjarnardóttir er 32 ára og lauk prófi í iðnrekstr- arfræði frá Tækniskóla Is- lands. Hún starfar sem inn- kaupafulltrúi hjá Eimskip hf. Hún er ritari samtakanna Lífs- vog og gjaldkeri fijálsíþrótta- deildar Fjölnis. Sambýlismaður hennar er Magnús Sigurðsson. Þau eiga tvö börn. Landlæknir beggja vegna borðsins nema einn hlekkur að bregðast til að mistök eigi sér stað. í leit sinni að rétti snýr fólk sér fyrst að lækninum sínum og á að geta fengið sjúkraskýrslumar sínar. Síðan geta þeir iátið landlækni fara yfir þær enda hefur fólk ekki þekk- ingu til að skilja þær til fulls. Hann leitar til læknanna sem hafa sinnt þessum verkum, eða sinnir mistaka- rannsóknum einn, en það er í algjör- um undantekningartilfellum að mi- stök eru viðurkennd. Fólki er oft gert erfitt fyrir í leit sinni að rétti og oft er efast um dómgreind þess. Það er oft mjög niðurbrotið og sum- ir í sjálfsmorðshugleiðingum eftir samskipti sín við kerfið. Sjálfsagt er að veita faglega sálgæsluaðstoð á heilsugæslustöðvum. - Er aðstandendum sjúklinga ekki treyst fyrir ákvarðanatöku í málefnum sjúklinga aðykkarmati? Með athugasemdum okkar við mál sem snýr að aðstandendum erum við að tala um aðstandendur sjúklinga sem ekki hafa dómgreind til að bera, eins og ung börn og vanheilt fólk og auðvitað þarf að vinna í samvinnu við aðstandendur í þeim tilfeilum og það þarf að til- greina í frumvarpinu. Eins erum við óánægð með að ekki sé hægt að breyta rangfærslum í sjúkra- skrám. Við viljum að fólk geti treyst faglegum niðurstöðum í ---------- sjúkraskýrslu. - Ef ykkar athuga- semdir verða teknar til greina verður frum- varpið þá ásættanlegt? ~~~~~~~ Það yrði að sjálf- sögðu til stórkostlegra bóta að þetta yrði samþykkt. Á bak við þessar athugasemdir, sem eru sett- ar fram á níu blaðsíðum, liggja hundruð klukkutíma í vinnu hjá stjórn Lífsvogar. - Hafið þið fengið einhver við- brögð við greininni? Við höfum fundið fyrir byr frá heilbrigðisstarfsfólki sem fagnar því að samtökin séu til því fólk vill að betur sé staðið að þessum málum og auk þess erum við búin að fá viðurkenningu frá ráðuneyt- inu á okkar vinnu. Við vonum bara að sem mest tillit verði tekið til þarfa lítilmagnans þannig að hann geti lifað sem eðlilegustu lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.