Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 11 FORSETAKJÖR ’96 Getur forseti Islands rekið utanríkisstefnu og aflað viðskiptatengsla í alþjóðasamskiptum? Óbein áhrif o g málfrelsi innan ramma þingræðis Gunnar G. Schram lagaprófessortelur að forseti geti hvorki lýst í ræðu eða riti stefnu sem gengi í berhögg við stefnu ríkisstjómar o g Alþingis. Viðmælendur Omars Fríðrikssonar eru hins vegar þeirrar skoðunar að forseti geti greitt fyrir milliríkjavíðskiptum. UMRÆÐUR um hlutverk og áhrif forseta íslands í utanríkismálum og alþjóðasamskiptum hafa verið áber- andi í kosningaumræðunni á undan- förnum vikum og hafa skoðanir ver- ið skiptar. Þau sjónarmið hafa komið fram að forseti gæti haft sjálfstætt frumkvæði í utanríkismálum, látið til sín taka í ræðu og riti um friðar- mál, mannréttindamál eða önnur pólitísk mál á alþjóðvettvangi og lagt áherslu á að afla útflutningsfyrir- tækjum viðskiptatengsla erlendis. Hlutverk forseta í utanríkis- og alþjóðamálum takmarkast fyrst og fremst af 11., 13. og 14. grein stjórn- arskrárinnar. Þar segir að forseti sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ákvæði stjórnarskrár og túlkun þeirra, þingræðið sem grundvallar- þáttur stjómskipunarinnar og þær hefðir sem mótað hafa hlutverk og skyldur forseta íslands standa í vegi fyrir því að forseti fari með fram- kvæmd utanríkismála. í ritinu Stjórnskipun íslands segir Ólafur Jóhannesson að þótt forseti komi fram fyrir ríkisins hönd fari hann ekki upp á eindæmi með neitt raun- vemlegt vald í utanríkismálum. Það vald sé á hendi ríkisstjórnarinnar. Forseti gerir í reynd enga samninga við önnur ríki Eina ákvæði stjórnarskrárinnar sem víkur að hlutverki forseta í utan- ríkismálum er 21. greinin. Þar segir að forseti lýðveldisins geri samninga við önnur ríki. Þó geti hann enga slíka samninga gert ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. Óhætt er að segja að það sé sam- dóma álit stjómlagafræðinga að með þessu ákvæði sé eingöngu gert ráð fyrir formlegri staðfestingu forseta á fundum ríkisráðs, við undirritun milliríkja- eða fjölþjóðasamninga sem stjórnvöld gera en forseti hafl engin afskipti af samningsumleitun- um eða samningsgerðinni sjálfri. „Forseti gerir enga samninga. Þetta er algert forínsatriði," segir dr. Gunnar G. Schram lagaprófessor. „Það styðst bæði við hefð og réttar- venjur í 52 ár að forseti hefur aldrei haft sérstakt frumkvæði í utanríkis- málum, enda er honum ekki kleift að hafa aðra stefnu en ríkisstjómin fylgir á hveijum tíma,“ segir Gunnar. Getur talað um nauðsyn friðar í alþjóðamálum Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, telur að forseti geti í talsverð- um mæli viðrað eigin skoðanir, t.d. ef sá forseti sem kjörinn er hefur lýst sérstökum áhuga á ákveðnum málum. „Þá gæti hann farið að pred- ika en hann gæti aftur á móti ekki tekið að sér neitt formlegt hlutverk fyrir ríkisvaldið," segir Gunnar. Hann telur aðspurður að ekkert banni forseta beinlínis að hafa uppi ákveðnar skoðanir, jafnvel þótt þær gengju gegn stefnu stjórnvalda. Slíkt gæti þó valdið alvarlegum árekstrum á rnilli forseta og ríkisstjórnar og þingmeirihlutans „og það mundi auka mjög líkurnar á því að forseti fengi mótframboð í næstu kosning- um“, segir Gunnar Helgi. „Forseti hefur málfrelsi eins og hver annar íslenskur þegn og getur tjáð skoðanir sínar almennt á utanrík- ismálum jafnt sem innanríkismálum. Forseti getur til dæmis talað um gróð- urrækt, skógrækt, menningarmál og fleiri mál og forseti getur einnig talað um nauðsyn friðar í alþjóðamálum eða um bætt kjör í þriðja heiminum," segir Gunnar G. Schram. Hann bend- ir hins vegar á að forséta eru skorður settar. Ef forseti færi t.d. að lýsa því yflr að íslensku ríkisstjóminni bæri að leggja meira fé til friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna væri hann kominn hættulega nærri fram-"' kvæmdavaldinu, að mati Gunnars. Gunnar G. Schram lagði áherslu á að í málflutningi sínum erlendis þyrfti forseti að gæta þess að tala í samræmi við þá stefnu sem stjóm- völd hefðu markað. „Forseti getur rætt um utanríkismál almennt innan þessa ramma. Forseti gæti hvorki í ræðum sínum eða riti um utanríkis- mál á erlendum vettvangi lýst eða mótað stefnu sem gengi í berhögg við stefnu íslensku ríkisstjómarinnar og Alþingis,“ sagði hann. Forseti falbýður ekki vöru Alsiða er um allan heim að þjóð- höfðingar fari í opinberar heimsóknir og nýta þá fulltrúar í viðskipta- og atvinnulífinu för þjóðhöfðingja og þá athygli sem hún vekur til að greiða fyrir viðskiptum. „Forseti falbýður ekki vöru en tækifærið sem skapast vegna forsetaheimsókna erlendis nýta mjög margar þjóðir á þann máta, að afla viðskiptasambanda og kynna atvinnulífíð," segir Gunnar G. Schram. Hann er hins vegar ósammála þeirri skoðun að forseti afli sjálfur beinlínis viðskiptasambanda sem einskonar „farandsendiherra", eins hefur komið til umræðu í kosninga- baráttunni. „Það gerir forseti ekki. Hins vegar má segja að í kjölfarið og fyrir atbeina forseta geta náðst viðskiptasambönd. Forseti stendur ekki í viðræðum við kaupendur varn- ings erlendis. Hins vegar hittir hann forystumenn í atvinnulífí annarra ríkja og mörkin em ekki alveg ljós þama á milli, en það væri rangnefni að kalla forseta farandsendiherra," segir Gunnar G. Schram. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hefur á ýmsan hátt stutt markaðsátak íslenskra aðila og ár- lega veitir forseti sérstök útflutn- ingsverðlaun í samráði við Útflutn- ingsráð. „Útflutningsráð hefur haft ákveðið samstarf við embætti forseta íslands í tið Vigdísar Finnbogadóttur og hún hefur verið mjög viljug að sinna þeim verkefnum sem við höfum í gegnum tíðina beðið hana um. Þar er fýrst og fremst um það að ræða að vera i fyrirsvari í móttökum og við aðrar slíkar athafnir þar sem ís- lensk fyrirtæki hafa boðið sínum við- skiptavinum. Þar höfum við notið þess að útlendingum hefur þótt nokk- uð til um að geta hitt forsetann," segir Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs. Hann segir aftur á móti erfitt að svara því með jái eða nei hvort for- seti gæti með beinum hætti komið á viðskiptatengslum milli aðila. „í vestrænum viðskiptum hafa við- skiptin sinn gang. Þar skoða menn fyrst og fremst getu fyrirtækjanna til að veita þjónustu og sinna þeirri framleiðslu sem í boði er. Þar skiptir pólitík eða kynning frammámanna ekki endanlegu máli. Þar með er ekki sagt að forseti geti ekki gegnt ákveðnu hlutverki. Það gerir hann fyrst og fremst með því að opna ákveðnar dyr að mönnum, skapa gott orðspor og vera andlit þessa litla lands út á við. En það gildir auðvitað líka um aðrar þekktar persónur,“ segir Jón. Gunnar Helgi Kristinsson er sam- mála því að í markaðslöndum Evrópu þurfí ekki atbeina forseta við, því þár ráði viðskiptasjónarmið því hvort viðskipti komist á. í fjarlægari heimshlutum eins og í Asíu séu þessi mál hins vegar pólitískari og forseti gæti beitt sér á óbeinan hátt í ein- hveijum mæli. Verið nokkurs konar tengiliður á milli manna þar sem nærvera hans myndi stuðla að við- skiptatækifærum, en forseti tæki hins vegar ekki beinan eða virkan þátt í samningsgerðinni. í þessu sambandi vaknar þó sú spurning hvort forseti sem beitir sér við að afla markaða og koma á við- skiptatengslum geti gætt jafnræðis á milli fyrirtækja, sem eiga I harðri samkeppni í útflutningi. Verður for- seti stöðu sinnar vegna ekki að gæta þess að allir telji sig njóta jafns af framlagi hans? Gunnar Helgi telur ekki ástæðu til að gera of mikið úr þessu. Hann segir að þegar stjórnvöld hafi milli- göngu um að koma í kring viðskipta- samningum séu þau í reynd að hjálpa ákveðnum fyrirtækjum. Forsetinn yrði auk þess aldrei beinn þátttak- andi í þessari vinnu. í skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar fyrir Morgunblaðið, sem gerð var í byijun júní, sögðust tæp 12% þeirra sem afstöðu tóku að for- seti ætti að leggja minni áherslu á að afla viðskiptatengsla erlendis en verið hefur. 43,6% töldu að forseti ætti að leggja svipaða áherslu á þetta og 44,5% töldu að forseti ætti að leggja meiri áherslu á þetta verkefni en verið hefur. Þingframbjóðandi fijálslyndra demókrata á Bretlandi fylgist með kosningunum Kannar áhríf skoðanakann- ana á fylgi og hug kjósenda Ian Hunter fylgist nú með gangi kosninga- baráttunnar hér fyrir flokk frjálslyndra demókrata á Bretlandi. Hann ræddi í sam- tali við Karl Blöndal um áhrif skoðanakann- ana á kjósendur og kosningabaráttu. Málflutningur flestra frambjóðenda væri reyndar svipaður, en hann saknaði þess,. að fram kæmi hvers vegna fólk styddi einstaka frambjóðendur. Án slíkra upplýsinga væru skoðanakannanir ein- ungis fallnar til þess að fylgjast með kapphlaup- inu, sjá hver væri fremstur, hveijir rækju lestina og hvað langt væri á milli þeirra. Knýja kannanir fréttaflutning? Ian Hunter. hins sigurstranglega og þá geta kannanir geflð villandi mynd.“ Hann sagði reynsluna í Bretlandi í tveimur síð- ustu kosningum sýna þetta. Verkamanna- flokknum hefði verið spáð sigri, en íhalds- flokkurinn haft betur. Hann sagði að það hefði verið skýrt með ýmsu móti, meðal annars því að fólk hefði ekki þorað að viðurkenna stuðning við íhaldsflokkinn í könnunum, en látið hræðslu við skattlagn- ingu Verkamanna- flokksins ráða í kjörklefanum. SKOÐANAKANNANIR hafa sett mark sitt á kosningabaráttuna fyrir forsetakosningamar, sem haldnar verða á laugardag. Ian Hunter, sem staddur hefur verið hér á landi til að fylgjast með kosningabaráttunni fyrir flokk fijálslyndra demókrata á Eng- landi, segir að leiða megi rök að því að kannanir hafi þegar leitt til þess að einn frambjóðandi, Guðrún Péturs- dóttir, hafl dregið framboð sitt til baka. „Ef það er rétt að skoðanakann- anir hafí hrakið Guðrúnu Pétursdótt- ur úr kosningabaráttunni er það sorg- leg þróun,“ sagði Hunter í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að erlendis þætti mest spennandi að sjá hvort Islendingar hygðust aftur kjósa konu til að sitja í forsetastóli. Kænskukosning í stað sannfæringar? Hunter kom hingað sérstaklega til að kanna tvo þætti, hvernig skoð- anakannanir væru notaðar eða mis- notaðar og það, sem hann kallaði „taktíska" atkvæðagreiðslu og mætti ef til vill nefna kænskukosningu. Hann sagði að flokkur sinn hefði þó nokkra reynslu af því að kjósendur beittu atkvæði sínu með „taktískum“ hætti í stað þess að fylgja sannfær- ingu sinni og sér sýndist sem hið sama gæti orðið uppi á teningnum hér þegar tveir frambjóðendur virtust vera að taka forystu og menn gætu látið óánægju með annan ráða at- kvæði sínu. Dæmi um það að menn neyttu at- kvæðis síns með þessum hætti væri til dæmis að þegar kjósendur sæju af könnunum að þeirra frambjóðandi ætti ekki möguleika gætu þeir ákveð- ið að kjósa einhvern annan til að koma í veg fyrir sigur þess þriðja. Þegar svo væri komið væri orðin spurning hvaða áhrif skoðanakannan- ir hefðu á lýðræðið. Hunter sagði að skoðanakannanir, sem gerðar hefðu verið hér á íslandi, beindust lítið að málefnum í kosning- unum og niðurstaðan yrði sú að skoð- anakannanimar kæmu í raun í stað fréttaskýringa eða skýrgreiningar. Til marks um það mikilvægi, sem skoðanakannanir virt- ust hafa í fréttaflutningi hérlendis, nefndi Hunter að kvöld eitt í síðustu viku hefði hann horft á fréttatíma á báðum sjónvarpsstöðvunum. Á Stöð 2 hefði ein helsta fréttin verið ný skoðanakönnun um fylgi frambjóð- enda, sem héfðu verið spurðir um þeirra viðbrögð. Ríkissjónvarpið hefði hins vegar greinilega vantað könnun, því engin frétt hefði verið um forseta- kosningarnar í fréttatíma þess klukk- an átta það kvöldið. En skoðanakannanir hafa ekki að- eins áhrif á frambjóðendur. Þær hafa líka áhrif á kjósendur. „Fólk vill ekki styðja þann, sem er að tapa,“ sagði Hunter. „Það vill styðja sigurvegara, segir jafnvel ósatt í könnunum til að virðast vera á bandi Hann kvað kannanir hafa áhrif á fólk með ýmsu móti. Ef frambjóðandi virtist vera að missa fylgi jafnt og þétt gæti brostið flótti í lið stuðnings- manna. Frambjóðandi, sem virtist á mikilli siglingu upp á við, gæti hins vegar virkað eins og segull á kjósend- ur. Áhrif á fjárframlög Að sögn Hunters geta áhrif kann- ana verið enn víðtækari. Fylgi fram- bjóðenda hafí áhrif á fjárframlög. Þegar illa gangi í kosningabaráttu og frambjóðandi sé neðarlega í könn- unum sé hætt við að fjárstreymið þcrni upp og þá verði erfitt að knýja kosningavélina. Hunter kvaðst vera hingað kominn til að kanna hvort nota mætti reynsl- una af kosningunum hér í næstu kosningum á Bretlandi. Hann hygð- ist leggja sérstaka áherslu á nokkur atriði. Mikilvægi skoðanakannana í kosn- ingunum væri eitt helsta atriðið og það væri greinilega mikið hér. Einn- ig væri spurningin um það hvort baráttan snerist um persónuleika eða pólitík, menn eða málefni, mikilvæg>- Hunter kvaðst hafa skoðað aug- lýsingar frambjóðenda og sagði að sér sýndist kosningaáróður ekki jafnneikvæður og búast mætti við á Bretlandi. Reyndar kæmi sér á óvart hversu lítið væri um það að frambjóð- endur beindu spjótum að andstæð- ingum sínum. Þess bæri reyndar að gæta að hér væri verið að kjósa í embætti, sem ekki fylgdu mikil völd. Hann sagði að sá þáttur gerði reyndar að verkum að ekki væri hægt að draga jafnmikinn lærdóm af kosningunum hér fyrir næstu kosningar á Bretlandi, sem haldnar verða einhvern tíma á næstu tíu mánuðum. Hins vegar væri hér um að ræða kosningar þar sem frambjóðandinn, sem fær flest atkvæði, sigrar og ekki þarf að fá meirihluta. Á Bret- landi gildir sama regla, að sá, sem er fyrstur í mark sigrar, en þetta fyrirkomulag er sjaldgæft i Evrópu. Hunter hyggst ekki aðeins nota athuganir sínar á kosningunum hér til að miðla upplýsingum og skrifa greinar. Hann fer sjálfur í framboð í næstu þingkosningum. Kjördæmið er Brentford East í London og þar verður á brattann að sækja því að helsti andstæðingur hans verður Ken Livingstone, þingmaður Verka- mannaflokksins. Hunter er 32 ára gamall, hefur verið í stjórnmálum frá árinu 1981. Hann er nú yfirmaður í einu stærsta ráðgjafarfyrirtæki heims, Arthur Andersen, en starfaði áður fyrir Brit- ish Petrolium (BP).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.