Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján Allt að 1.800 egg í g’öngii við Mývatn Mývatnssveit. Morgunblaðið. MIKIÐ er af fugli við varpstöðv- arnar við Mývatn í sumar og jafn- vel meira en áður hefur sést. Dæmi eru um að komið hafi verið með 1500-1800 egg í göngu. Mjög vandasamt er að ganga varpið, oft verpa fleiri tegundir í sama hreiðrið og getur eggjafjöld- inn orðið 20-30 í hreiðri. Aldrei eru skilin eftir færri en 4-6 egg í hreiðrinu. Margir bæði ungir og aldmr hafa mikla ánægju af að koma í varphólma og eyjar, fylgjast með hinni miklu fuglamergð, háttum þeirra og tína egg. Margar endur eru gæfar og sitja fast á eggjunum og þær hreyfa sig ekki þó gengið sé að hreiðrinu. Ekki má gleyma hvannarnjólunum sem mörgum fínnst hreinasta hnossgæti og eru vafalaust holl og góð fæða. Mælt með Hólmkeli MENNINGARMÁLANEFND mælir með því að Hólmkell Hreinsson verði ráðinn í starf amtsbókavarðar við Amtsbóka- safnið á Akureyri, en Lárus Zóph- aníasson lætur senn af störfum. Hólmkell hefur starfað á Amts- bókasafninu síðustu ár, verið að- stoðarmaður amtsbókavarðar. Aðalskipulagið auglýst aftur * Ahugi fyrir hafnabolta að aukast ÁHUGI fyrir hafnabolta hefur verið að aukast á Akureyri og að undanförnu hafa nokkrir unglingspiltar spilað þessa íþrótt af miklum krafti á tún- bletti í Þorpinu. Einn piltanna kom með réttu græjurnar beint frá Bandaríkjunum fyrir skömmu, m.a. kylfu og hanska og frá þeim tíma hafa piltarn- ir leikið hafnabolta upp á hvem dag. Þeir eiga hins veg- ar ýmislegt ólært í íþróttinni en eins og sést á myndinni leynir áhuginn sér ekki. Viggó Reisenhaus reynir hér að slá boltann en án árangurs í þetta skipti að minnsta kosti en fé- lagar hans, þeir Sigurður Óli Jónsson og Sveinn Thorarens- en fylgjast með af áhuga. SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar- sveitar hefur óskað eftir heimild Skipulags ríkisins til að auglýsa aftur aðalskipulag sveitarinnar 1994-2014 og er stefnt að því að birta auglýsingu einhvern næstu daga. Skipulagstillagan, sem nær til Eyjafjarðarsveitar allrar, var auglýst í vetur og þá bárust fímmt- án athugasemdir. Flestar voru at- hugasemdimar við reiðvegi á svæð- inu og komu bæði frá landeigend- um og hestamannafélögum. Pétur Þór Jónasson sveitarstjóri segir, að þar sem mikið bar í milli hafi verið settar fram nýjar tillög- ur varðandi reiðleiðir á svæðinu auk fleiri atriða og því hafi þótt rétt að auglýsa skipulagið aftur. Skipulagstilagan þarf að liggja frami í sex vikur og þarf að skila athugasemdum í síðasta lagi tveimur vikum síðar. Menn verða aldrei fyllilega sáttir I Eyjaíjarðarsveit er stórt móts- svæði hestamannafélaga á Mel- gerðismelum. Pétur Þór segir að þótt það sé ekki í verkahring sveit- arstjórnar að leggja reiðvegi hafi mönnum þótt eðlilegt að tilgreina einhveija ákveðna aðalleið sem tæki þessa þungu umferð eins og t.d. kringum hestamannamót. „Það hefur verið reynt að taka tillit til sjónarmiða sem flestra. Menn hafa hins vegar haft svo margvíslegar skoðanir og óskap- lega miklar og harðar að auki, að það verður aldrei þannig að allir verði fyllilega sáttir. Menn telja sig þó komna með leið sem er vel fær og að ekki sé um að ræða árekstra við aðra umferð. Aðrir íbúar sveitarinnar, sem ekki stunda hestamennsku, geta von- andi líka sætt sig við hana.“ Pétur Þór segir að þessi seinkun á afgreiðslu skipulagsins sé baga- leg að ýmsu leyti. „Við höfum óskað eftir því að þau erindi sem hafa safnast upp og snúa m.a. að íbúðar- og sumarhúsabyggingum fái forgangs meðhöndlun enda snerta þau mál ekki þær breyting- ar sem hér um ræðir.“ SÖLVI Víkingsson svífur í sandgryfjuna í langstökki. Islandsleikar Agætis árangur ÍSLANDSLEIKAR Special Olympics 1996 fóru fram í blíðskap- arveðri á Akureyri um helgina. Þátttakendur voru 70 og komu frá 12 félögum víðs vegar af landinu. íþróttafélagið Eik, íþróttafélagi Akur, ÍBA, UMSE, UFA og Sundfé- lagið Óðinn sáu um undirbúning og framkvæmd mótsins í samvinnu við íþróttasamband fatlaðra og tókst mjög vel í alla staði. Keppt var í 100 m hlaupi, boltakasti, langstökki og sundi og náðist ágætis árangur í öllum greinum. Hér er um að ræða íþróttavið- burð sem byggist á alþjóðakerfi Special Olympics-samtakanna en á síðustu alþjóðaleikum samtakanna voru þátttökulönd 140. Allar þátt- tökuþjóðir þurfa að skipuleggja ákveðið starf innanlands, m.a. að halda sérstaka landsleika eftir reglugerðum sem varða mótsupp- setningu leika á vegum samtak- anna. Við mótssetningu allra leika Special Olympics er lesinn óður sem er kjörorð leikanna. „Láttu mig sigra en ef ég sigra ekki gefðu mér styrk í viðleitni minni til sigurs." Það var Matthias Ingimarsson, fé- lagi í Eik, sem fór með óðinn og gerði það með miklum sóma. Tendr- aður var eldur og fáni Special Olympics var dreginn að húni. Keppnisformið gerir hveijum og einum kleift að eiga möguleika á verðlaunum en þrír fyrstu í hveiju flokki fá verðlaunapening og aðrir fá sérhannaða borða leikanna. Þátttaka íslands í Special Olympics International gerir þroskaheftum íslendingum kleift að taka þátt í mótum á vegum sam- takanna um allan heim en fjöldi móta er haldinn ár hvert. Dalvík Listaverkið Alda afhjúpað Dalvík. Morgunblaðið. LIST AVERKIÐ Alda eftir Jó- hönnu Þórðardóttur myndlistar- mann var afhjúpað á Dalvík síð- astliðinn laugardag. Endanleg gerð verksins var unnin í Vél- smiðjunni Orra í Mosfellsbæ og er það staðsett við Ráðhús Dal- víkur. Verkið er reiát af Dalvík- urbæ og Sparisjóði Svarfdæla með styrk frá Listskreytinga- sjóði ríkisins. Afhjúpunin fór fram við hátíðlega athöfn þar sem Friðrik Friðriksson, spari- sjóðstjóri og formaður dóm- nefndar, gerði grein fyrir tilurð listaverksins. Einnig fluttu ávörp Björn Bjarnason menntamála- ráðherra og listamaðurinn Jó- hanna Þórðardóttir, en það var ungur Dalvíkingur, Fanney Dav- íðsdóttir, sem fékk það hlutverk að afhjúpa listaverkið. Tengsl lista, sögu og atvinnu Fyrir tveimur árum ákvað bæjarstjórn Dalvíkur í samráði við Sparisjóð Svarfdæla að koma upp útilistaverki við Ráðhúsið. Ákveðið var að efna til sam- keppni meðal myndlistarmanna um gerð þess. Auglýst var eftir þátttakendum og sendu 24 list- menn inn nöfn sín. Úr þeim hópi voru valdir fjórir til að gera til- lögur að verkum og var Jóhanna Þórðardóttir ein þeirra. Jafn- hliða var listamönnunum gefinn kostur á að senda inn hugmynd að minna verki en fyrir ári var eitt þeirra afhjúpað, verkið Sjó- fuglar eftir Sigurð Guðmunds- son. Við valið á listaverkinu var skipuð fimm manna dómnefnd, skipuð fulltrúum bæjarstjórnar, Sparisjóðsins og frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna. í úrskurði sínum komst nefndin að þvi að Alda skyldi valin til frekari útfærslu. Verkið væri stílhreint og fágað og félli vel að umhverfinu. Samspil birtu og skugga í stálinu gæfi því sann- færandi yfirbragð og hefði höf- undur leyst vel tengsl listar, sögu og atvinnu staðarins. Eftir afhjúpun iistaverksins var öllum viðstöddum boðið til stuttra tónleika i Dalvíkurkirkju þar sem Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmunds- dóttir píanóleikari fluttu verk eftir íslensk tónskáld við góðar undirtektir áheyrenda. Að lokum var öllum boðið til kaffisamsætis í safnaðarheimilinu. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson BJÖRN Bjarnason menntamáiaráðherra flutti ávarp við afhjúp- un listaverksins Öldunnar sem sést bak við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.