Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Andreas Papandreou látinn 77 ára að aldri Umdeildur stjórnmála- maður með litríkan feril ANDREAS Papandreou flytur barátturæðu á fjöldafundi í Aþenu fyrir þingkosningarnar árið 1989. ANDREAS Papandreou, er lést að- faranótt sunnudagsins, 77 ára að aldri, er einhver áhrifamesti en jafn- framt umdeildasti stjómmálamaður Grikklands á þessari öld. Þrisvar sinnum gegndi hann embætti for- sætisráðherra og skiptust þar á skin og skúrir. Hann var sakaður um gífurlegt fjármálamisferli, var um tíma helsjúkur eftir hjartaaðgerð og skildi við konu sínu og tók saman við helmingi yngri ástkonu. Papandreou komst til vaida árið 1981 er Sósíalistaflokkurinn (Pasok) vann 172 þingsæti af 300 í þing- kosningum. Þetta var í fyrsta skipti í 35 ár sem að vinstrimenn komust til valda og einungis átta árum eftir að herforingjastjórnin fór frá. Tíu mánuðum fyrir þingkosning- amar hafði aðild Grikkja að Evrópu- sambandinu tekið gildi og á þeim átta ámm, sem Papandreou gegndi embætti forsætisráðherra, var hann að mörgu leyti utangarðs innan ESB. Eftir að hann náði kjöri hét hann því að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild Grikklands að sambandinu. Þegar að hann áttaði sig á þeim gífurlegu styrkjum sem Grikkir áttu í vændum frá Brussel vom þau áform lögð á hilluna. Papandreou var ófeiminn við að mjólka sjóði Evrópusambandsins og árið 1987 námu árleg framlög frá Bmssel rúmlega hundrað milljörðum króna. Oftar en ekki vom styrkimir knúðir fram með hótunum um að ella myndu Grikkir beita neitun- arvaldi. Papandreou hótaði til að mynda að koma í veg fyrir aðild •Spánverja og Portúgala árið 1986 ef ekki yrðu samþykkt um 150 millj- arða aukaframlög til Grikklands. Þegar það hentaði honum hótaði Papandreou að láta loka bandarísk- um herstöðvum í Grikklandi. Af- staða hans til alþjóðamála var jafn- framt umdeild: Hann neitaði að for- dæma það þegar Sovétmenn skutu niður kóreska farþegaþotu árið 1983, þegar kommúnistastjómin lýsti yfir herlögum í Póllandi og hryðjuverk araba. Papandreou var endurkjörinn árið 1985 en beið ósigur í kosningum árið 1989. Átti einkalíf forsætisráð- herrann þar mikinn hlut að máli auk ásakana um fjármálaspillingu. Sambandið við Dimitru Ástarsamband forsætisráðherr- ans við flugfreyjuna Dimitru Liani varð opinbert er Papandreou gekkst undir hjartauppskurð í London árið 1988. Þar kom upp opinber deila milli eiginkonunnar og ástkonunnar um það hver fengi að sitja hjá hon- um á sjúkrahúsinu. ' Papandreou skildi við hina banda- rísku eiginkonu sína Margaret eftir 38 ára hjónaband 1989 og giftist ástkonunni, sem ávallt var kölluð „Mimi“ í grískum fjölmiðlum. Þegar hann sneri heim frá London fóm fréttamenn á ríkissjónvarpinu í sól- arhrings verkfall eftir að þeim hafði verið afhent yfírlýsing frá ríkis- stjórninni til upplestrar þar sem for- sætisráðherranum og hinni „fóm- fúsu“ ástkonu hans var hrósað. Eftir kosningaósigurinn var Pap- andreou kærður vegna 10 milljarða króna fjármálahneykslis. Réttar- höldin stóðu í tíu mánuði og voru umfangsmestu spillingarréttarhöld í sögu landsins. Árið 1992 var hann hins vegar sýknaður af öllum kærum og komst til valda að nýju ári síðar er PASOK fékk 46,89% atkvæða í þingkosning- um. í janúar 1994 tóku Grikkir við formennsku í ráðherraráði ESB en þá námu styrkir frá Bmssel einum tíunda af þjóðarframleiðslu Grikk- lands. Líklega hafa samskipti Grikkja við samstarfsríkin í ESB aldrei verið erfíðari en á þeim mánuðum er Grikkir fóru með formennskuna. Grikkir neituðu að viðurkenna sjálf- stæði nágrannaríkisins Makedóníu og stuðningur grískra stjómvalda við Serba í Júgóslavíudeilunni leiddi til harðra átaka jafnt innan ESB sem Atlantshafsbandalagsins. Árið 1994 þjóðnýtti stjóm Pap- andreous einnig allar eignir Konst- antíns, fyrmm Grikklandskonungs, og tók af honum grískt ríkisfang. Vafasamar myndbirtingar Verulega dró úr áhrifum Pap- andreous á síðasta ári er heilsu hans hrakaði mjög og einnig hafði það slæm áhrif er nektarmyndir birtust af eiginkonu hans í grískum slúðurblöðum. Var ritstjóri dag- blaðs dæmdur í sextán mánaða fangelsi sl. október fyrir að birta nokkurra ára gamlar myndir af forsætisráðherrafrúnni léttklæddri. Hún var einnig sökuð um að troða sjálfri sér áfram í stjórnmálum. Dimitra var sett yfir einkaskrifstofu Papandreous og frændi hennar, George Liani, skipaður aðstoðar- menningarráðherra. Þá var sonur Andreasar skipaður aðstoðarutan- ríkisráðherra og líflæknir hans heil- brigðisráðherra. I nóvember sl. fékk Papandreou lífshættulega lungnabólgu og var lagður inn á sjúkrahús þar sem að hann dvaldi í fjóra mánuði. í janúar viðurkenndi hann að hann myndi ekki ná heilsu á ný og sagði af sér embætti forætisráðherra. Hann kom ekki fram opinberlega eftir að hann útskrifaðist í mars og eyddi síðustu mánuðum sínum í einbýlis- húsi sínu í félagsskap eiginkonunn- ar og náinna vina. Andóf gegn Metaxas Andreas Papandreou fæddist á eyjunni Chios árið 1919 og var hann einkasonur George Pap- andreou, ríkisstjóra allra eyja í SORGMÆDD ekkja Pap- andreou við kistu hans í kirkju í Aþenu. Eyjahafi. Foreldrar hans skildu er hann var fimm ára gamall. Hann ólst upp hjá móður sinni í Aþenu en naut síðar aðstoðar föður síns við nám og í stjórnmálum. Hann útskrifaðist með háar ein- kunnir frá bandaríska háskólanum í Aþenu og hóf laganám árið 1937. Einræðisherrann Metaxas var á þessum árum við völd og hafði sent föður hans í útlegð til eyjunnar Andros. Papandreou hóf þátttöku í andspymuhreyfingu gegn Metaxas og var handtekinn árið 1939. Eftir tveggja daga pyntingar undirritaði hann játningu þar sem að hann gaf upp nöfn samstarfsmanna í hreyf- ingunni. Bandarískur ríkisborgari Papandreou hélt til Bandaríkj- anna árið 1940 og nam við háskól- ana Columbia og Harvard. Árið 1944 gerðist hann bandarískur rík- isborgari og var tvö ár í bandaríska flotanum. Að síðari heimsstyijöldinni lok- inni kenndi Papandreou hagfræði við bandaríska háskóla, m.a. Har- vard, Berkeley og Minneapolis. Eft- ir að hafa heimsótt föðurlandið árin 1953 og 1959 fann hann hjá sér þörf til að snúa heim á ný. Það var loks faðir hans sem taldi hann á að koma til Grikklands. Þegar heim var komið tók hann því boði Konst- antíns Karamanlis, þáverandi for- sætisráðherra, að gerast forstöðu- maður Efnahagsrannsóknastofnun- arinnar í Aþenu. Ritaði hann tvær bækur um efnahagsmál og fjölda greina á þeim árum. Árið 1962 afsalaði Papandreou sér bandarísku ríkisfangi og hóf þátttöku í stjórnmálum í flokki föð- ur síns, frjálslyndum flokki er hét Miðjubandalagið. Flokkurinn vann kosningasigur 1964 og George Pap- andreou varð forsætisráðherra. í stjórnniál með föðurnum Andreas varð helsti aðstoðar- maður föður síns og síðar aðstoðar- ráðherra efnahagsmála. Margir samflokksmenn, stjórnar- andstæðingar og ráðamenn í hern- um reiddust hinum skjóta frama Andreasar. Gagnrýni hans á kon- unginn, yfirstjórn hersins og Bandaríkin var heldur ekki vel tek- ið. Stuttu seinna varð hann að segja af sér ráðherraembætti vegna ásak- ana um spillingu, sem aldrei voru sannaðar. Sex mánuðum síðar tók hann við embætti á ný. Loft var lævi blandið í grískum stjórnmálum á þessum tíma og margt benti til að valdarán hersins væri yfirvofandi. Árið 1965 leysti Konstantín konungur upp stjórn George Papandreou eftir að reynt hafði verið að reka háttsetta yfir- menn í hemum. Á næstu ámm var Andreas Pap- andreou fordæmdur sem kommún- isti af ráðamönnum og varð það til að styrkja stöðu hans sem forystu- manns í vinstriarmi Miðjubanda- lagsins. Árið 1967, mánuði áður en halda átti kosningar, þar sem Miðju- bandalaginu var spáð sigri, tóku hægrisinnaðir liðsforingjar undir stjórn George Papadopoulos við völdum í landinu. George og Andre- as Papandreou voru handteknir ásamt sex þúsund öðrum Grikkjum og hafðir í haldi í átta mánuði, sak- aðir um samsæri til að fremja land- ráð. Þeim var sleppt ásamt öðrum pólitískum föngum vegna alþjóðlegs þrýstings á herstjórnina. George Papandreou lést skömmu síðar og Andreas hélt í útlegð á ný. Gagnrýndi Bandaríkin Mikil valdabarátta var í Grikk- landi á þessum tíma og hélt Konst- antín konungur til Englands ásamt fjölskyldu sinni. Árið 1973 ákváðu Grikkir í atkvæðagreiðslu að lýsa yfir lýðveldi. í kjölfar innrásar Tyrkja á Kýpur árið 1974 fór að halla undan fæti hjá herstjórninni. Karamanlis sneri aftur frá Frakklandi til að gegna forystu i neyðarstjórn og Papandreou sneri heim til að stofna Pasok. Karamanl- is leiddi Nýja lýðræðisflokkinn til sigurs í kosningum og Pasok fékk einungis tólf þingsæti. Papandreou gagnrýndi veru bandaríska hersins í Grikklandi harðlega og hamraði á því að Grikk- land væri „þegnríki“ Vesturlanda. Hann fordæmdi efnahagsstefnu Karamanlis og réðst á Tyrki. Lagði þessa stefna grunninn að kosninga- sigri Pasoks árið 1981. Ósigur veldur heimilis- ofbeldi SKOSKUR læknir varaði við því í gær að heimilisofbeldi kynni að aukast í Englandi ef Englendingar töpuðu leiknum gegn Þjóðveijum í undanúr- slitum Evrópumótsins í knatt- spyrnu á morgun, miðvikudag. Læknirinn sagði að heimilisof- beldi hefði aukist stórum í Edinborg um síðustu helgi er Skotar féllu úr leik í lok riðla- keppni mótsins. Hefðu margir karlmenn tekið ósigrinum illa og gengið í skrokk á konum sínum, tvöfalt fleiri hefðu hag- að sér með þessum hætti en á venjulegri helgi. Nígeríumenn sýna sáttfýsi FULLTRÚAR breska sam- veldisins og stjórnarinnar í Nígeríu héldu sinn fyrsta fund í gær frá því Nígeríu var vísað tímabundið úr samveldinu í nóvember sl. vegna mannrétt- indabrota. Lögðu fulltrúar Nígeríustjórnar fram áætlun í fjórum liðum um hvernig koma mætti á eðlilegu sambandi að nýju. Þóttu Nígeríumenn sýna óvenju mikla sáttfýsi. Tveir pólitískir fangar voru látnir lausir skömmu áður en fundur- inn átti sér stað. Kamsky vann 10. skákina GATA Kamsky vann Anatólí Karpov í gær í 10. skák einvíg- is þeirra um heimsmeistara- tign FIDE í bænum Elísta í rússneska sjálfsstjórnarhérað- inu Kalmíkíu. Karpov vann níundu skákina á laugardag og hefur nú þriggja vinninga forskot, 6,5 gegn 3,5 vinning- um. Þarf hann því aðeins fjóra vinninga úr 10 skákum sem eftir eru til að halda titlinum. Flugfarseðl- ar hverfa EINN af yfirmönnum alþjóða- sambands áætlunarfélaga (IATA) sagði í gær, að frá og með upphafi næsta árs myndu farseðlar smátt og smátt heyra sögunni til í áætlunarflugi. Fengju farþegar uppgefið ákveðið númer í stað farseðils er þeir keyptu sér far. Gæfu þeir númerið upp við komu í flugstöð og fengju þá brottfar- arspjald afhent. Nýja fyrir- komulagið myndi flýta innrit- un farþega og lækka kostnað flugfélaga en um 20% útgjalda þeirra fara í að koma farþeg- um í sæti, þ.e. vegna miða- sölu, umboðslauna og mark- aðssetningar. Græða á ormaplágu SKÓLABÖRN í rússnesku borginni Amúrsk í Kyrrahafs- héruðum landsins hafa verið virkjuð í baráttu gegn silki- ormum sem heijað hafa á borgina og lagt gróður þar í rúst. Fá börnin eittþúsund rúblur, jafnvirði 12 króna, fyr- ir hveija lítrakrús sem þau fylla af ormum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.