Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Endurlífganir eðaekki Blákaldur veruleikinn 1. Maður liggur í blóði sínu niðri í kjall- ara. Hann hefur aug- ljóslega dottið í stigan- um og rotast í fallinu. Það hefur blætt mikið og hann er hugsanlega í sjokki vegna blóðmiss- is. Kona hans kemur fyrst á vettvang. Hennár fyrstu við- brögð eru að kalla á lækni og/eða sjúkrabíi á stundinni. 2. Jón Jónsson, 54 ára, fær skyndilega verki fyrir brjóstið, sem leiða út í vinstri hand- legg. Hann fékk krans- æðastíflu fyrir 3 árum og þekkir því einkennin. Hann biður um lækni í skyndi. Örskömmu síðar missir hann meðvitund. Dæmin hér að ofan eru raunveru- leg og gerðust nýlega á vaktsvæði Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps. í báðum tilvikum þurfti bráðaþjónustu heilsúgæslulækna þar sem hver mínúta skiptir máli. Blæðing var stöðvuð og undirbúin vökvagjöf í æð í fyrra tilvikinu og í því síðara var endurlífgun hafin með hjartahnoði og rafstuði fyrir flutning með sjúkrabíl. í báðum tilvikunum sendu læknarnir reikn- ing til Tryggingastofn- unar ríkisins (TR) með beiðni um greiðslu fyrir unnin læknisverl^ (slysahjálp og endur- lífgun á vettvangi, 100 einingar á kr. 35,0/eining = kr. 3500 fyrir hvort tilvik). í báðum til- vikum fengu þeir endursenda reikn- inga með þeim skýringum að greiðsla fyrir þessi tilvik gilti ekki á Stór-Reykjavíkursvæðinu, aðeins utan þess. Ef þessir sjúklingar væru staddir á Sauðárkróki, hefðu lækn- arnir fengið greidd unnin verk. Jóhann Ág. Sigurðsson uppi að það er sárt að taka við slík- um skilaboðum þegar læknar telja sig_ hafa unnið gott starf. í Reykjavík er starfræktur neyð- arbíll fyrir tilvik eins og að ofan greinir. Vaktsvæðið Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur er stærsta vaktsvæðið utan Reykjavík- ur. Þar hafa heilsugæslulæknar sinnt fyrstu neyðarhjálp hingað til. Dæmin hér að ofan eru ekki ein- stök. Um er að ræða um 200 tilvik á ári þar sem matsatriði er hvort þurfi bráðaþjónustu og í 115 tilvik- um á síðasta ári töldu vaktlæknar ástandið svo alvarlegt að þeir fóru með sjúklingi í sjúkrabíl til næsta sjúkrahúss. Ekki kjarabarátta Mál þetta er of alvarlegt til þess að færa það yfir í persónulegar ádeil- ur. Læknar á vaktsvæðinu hafa ljós- rit af endursendum reikningum og Hlúa þarf að einföldum úrræðum í bráða- þjónustunni. Jóhann Ag. Sigurðsson veltir fyrir sér hvort heilbrigðisþjónustan eigi við stjórnunarvanda að stríða. i i Stœrðir 50,80 og 100 mm Lengd rúllu 50 mtr. i i Tilvalið þar sem rœsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. VATNSVIRKINN HF. ARMULA 21 SIMAR 533 2020 FAX 533 2022 ■Xn.....jC SLATTUORF sem sjá i gegn! Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Að vera í startholunum Að vera í viðbragðsstöðu til að geta sinnt útköllum af þessu tagi krefst mikils undirbúnings og skipu- lags. Það er mikið andlegt álag að standa í slíku. Ef vel tekst til eru allir mjög þakklátir, en ef læknisað- gerðin ber ekki árangur veldur það að sjálfsögðu miklum ogoft langvar- andi trega. Læknar sem þurfa að standa í víglínunni á þessum vett- vangi þurfa helst að halda við sér- hæfðri þekkingu sinni á sviði endur- lífgana og neyðarhjálpar með reglu- legum námskeiðum l-2svar á ári. Eins og sjá má á ofangréindum dæmum snýst málið ekki um pen- inga, þar eð upphæðin fyrir svo sér- hæfða og vandasama vinnu er smá- vægileg. Málið snýst um virðingu fyrir gæðum þjónustunnar. Með því að endursenda reikninga er TR að segja læknum að þeir eigi ekki að sinna þessum verkum, þetta sé ekki þeirra verksvið. Það liggur í augum fjölda vitna um fundi sína með heil- brigðisyfirvöldum um þessi mál. Brigslum um að við förum með ós- annindi eða að við notum okkur sjúklinga í einkastríði okkar er því vísað til föðurhúsanna. ítarleg skýrsla um þessi mál hefur nú verið send landlækni til kynningar og umsagnar. Þetta mál ætti að vera einfalt úrlausnar, en endurspeglar kannski þann stjórnunarvanda sem heilbrigðisþjónustan á við að glíma. Við viljum enn einu sinni vekja athygli á því að það ber að hlúa að einföldum úrræðum í bráðaþjón- ustunni. Minna má á að það gagnar lítið að setja hundruð milljóna í skipulagningu neyðarnúmersins 112, ef enginn er síðan hinum meg- in á línunni til þess að fara í útkallið. Höfundur er yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði. RDÐKAUPSGJAFIR og aárar tæLifærísgjafír Nýjarvörur-Mikiö úrval Tilvonandi brúðlijón! Munið gjaíalistana KUNIGUND Skólavörðustíg 6. Sími 551 3469 Hlutur tón- listarinnar í húsi Drottins ÚTLÍÐANDI miss- eri hefir margt verið rætt um hlut tónlistar- innar í húsi Drottins. Ymissa viðhorfa hefir gætt, sem vænta mátti, sínum augum lítur hver á silfrið. Ekki fer þó milli mála, að tónlistin gegnir ærnu hlutverki í helgihaldi kirkjunn- ar. Það á vissulega einnig við um þá evangelisku lúthersku kirkju, sem íslenska þjóðkirkjan tilheyrir. Þar sem menn syngja, skaltu fá þér sæti er haft eftir Marteini Luther og hann hefir enda verið kallaður faðir hins evangeliska kirkjusöngs, sem átti öðru fremur að vera almennur safnaðarsöngur. Nafnið Jóhann Sebastian Bach ber svo auðvitað mjög hátt innan kirkjutónlistarinn- ar og meðal þeirra heiðurstitla, sem honum hafi hlotnast er „fimmti guðspjallamaðurinn". Menn hafa fyrir satt, að þann titil megi rekja til Nathans Söder- Það sem sker úr um það, hvor tónlist á erindi í hús Drottins, segir Þorbergur Kristjáns- son, er hvort hún eykur áhrif orðsins. bloms, erkibiskups Svía á fyrri hluta aldarinnar. Flest bendir þó til, að biskupinn hafi notað orða- lagið að óyfirveguðu ráði. Söder- blom á að hafa sagt þetta á guð- fræðiráðstefnu í Strassbourg 1920, í samtali við þýska Bach- fræðinginn Julius Smend, er svo hafi látið þennan heiðurstitil ganga áfram. Hann hafi síðan breiðst út um víða veröld. Þetta orðalag verður þannig ósjaldan fyrir, en sé nánar hugað að þessum titli, verður auðvitað ljóst, að eitthvað hlýtur að vera bogið við hann. „Fimmti guð- spjallamaðurinn“ getur sá einn verið, sem bætt hefir nýju frum- sömdu guðspjalli við þau fjögur sem fyrir voru og það hlyti óneitan- lega að orka tvímælis. Hafi verið þörf á að útnefna fimmta guðspjalla- manninn, gæti það tæpast byggst á öðru en því, að ekki hafi þótt viðhlítandi það, sem þeir fjórir höfðu fram að færa, og víst er það ekki óhugsandi, sé litið á þá þróun mála, er orðið hefir á síðustu tímum. En jafnvel þótt þetta fræga slagorð hljóti að teljast hug- takaruglingur, er ástæða til að spyija, hvers vegna það hafi náð að festa rætur. Hvað mundi það með öðrum orðum vera í tónlist J.S. Bachs, sem leitt hefir til þess, að rótum hefir skot- ið orðalag, sem setur hann jafnfæt- is höfundum þeirra texta, er hann semur kirkjutónlist sína út frá? Með því, sem nú var sagt er raun- ar fengin vísbending um svarið. Það eru tengsl tónlistarinnar við biblíulega guðfræði, sem verða til þess, að kirkjutónlist J.S. Bachs vekur sem slík áhuga og hefir áhrif langt umfram það sem venju- legt má teljast. Hjá honum verður svo innilegt samspil milli guðfræð- innar og tónlistarinnar, að úr verð- ur raunveruleg kirkjutónlist, sem vissulega er dýrmæt viðbót við al- mennan safnaðarsöng og auðgar helgihaldið. Það gerir J.S. Bach ekki að guðspjallamanni, en það gefur honum stöðu til viðmiðunar og fyrirmyndar þeim öllum, sem fást við samningu og flutning tón- listar í kirkjum. Það sem öðru fremur sker úr um það, hvort tón- list á erindi í hús Drottins er, hvort hún eykur áhrif Orðsins, auðveldar viðtöku þess eða ekki. Það er gleði- og þakkarefni, að ýmsir ágætustu tónlistarmenn okkar geri sér ljósa grein fyrir þessu. Hitt er svo mál fyrir sig, að sá tónlistarflutningur, sú tónlist, sem er svo sjálfhverf og frek, að hún kallar á fyrirgang sjálfri sér eða flytjendum til dýrðar, á tæpast heima í vígðum kirkjuhúsum, sem hyggjast á þeim grundvelli, að allt sem þar fer fram skuli Guði einum til dýrðar, eins og J.S. Bach lagði svo ríka áherslu á varðandi sín verk. Höfundur er fyrrv. sóknarprestur. Þorbergur Kristjánsson skólar/námskeið nudd ■ Sjálfsnudd Stutt námskeió í sjálfsnuddi. Upplýsingar og skráning í síma 561 9946. Taktu sjálfan þig í gegn! ýmislegt ■ Sumarnámskeið Handmenntaskólans er í bréfaskólaformi. Lærið að auka vöxt garðjurtanna og stofublómanna með hljómblóma-aðferð- inni. Kennari er Hafsteinn Hafliðason. Sími 562 7644 eða í pósthólf 1464, 121 Reykjavík. ■ Fornám og framhaldsskólaá- fangar o.fl. Matshæft nám: Sumarönn að hefjast! STÆ, I'SL, DAN, ENS: 100 (fornám). ENS: 102,212. ÞÝS: 103, 203. SPÆ, DAN, NOR, SÆN: 102. STÆ: 102, 202, 122, 363, 463. EÐL: 103. íslenska fyrir útlendinga/ICELAIMDIC. Sérnámskeið fyrir atvinnulausa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.