Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR PÉTUR Hafsteinn Lárusson skrifaði grein um golfíþróttina í Tímann þann 24. maí síðastliðinn. Þessi grein lýsir bæði verulegum fordómum og algjörum þekkingars- korti á golfíþróttinni. A honum er helst að skilja að vegna þess að hægt er að stunda íþróttina frá unga aldrei til elliáranna megi ekki flokka hana með íþróttum. Sérstak- '•* lega bendir hann á í grein sinni að iðkendur golfíþróttarinnar erfiði ekki nóg en það sjónarhom segir væntanlega að sú íþrótt sé göfug- ust þar sem iðkendur svitni mest. Golfíþróttin hefur allt til að bera sem prýtt getur eina íþrótt. Það þarf leikni, æfíngar og elju til að ná árangri. Þá hefur golfíþróttin það fram yfír flestar aðrar íþrótta- greinar að hana geta flestir stundað frá barnæsku til elliára. Forgjafar- fyrirkomulag golfsins gerir það að þeirri íþrótt þar sem mestur jöfnuð- ur ríkir, byijandi etur kappi við þann sem lengra er kominn á jafn- réttisgrundvelli. Siðareglur golfíþróttarinnar gera hana að einstakri íþrótt og það er mjög þroskandi fyrir böm og full- orðna að kynnast henni. Fólk lærir að fara eftir reglum og síðast en ekki síst lærir fók að úrskurða sjálft hvað má og hvað ekki. Margir byija í golfí þegar þeir era komnir á miðjan aldur óg það- an af eldri og hafa sagt að þeir hafi haft mjög gott af þessu bæði lík- amlega og andlega. Þó að Gústaf V. Svíakonungur, 95 ára, hafí gert grín að þess- ari íþrótt þá er ekki eins og guð almáttugur hafí sagt það, eins og ætla mætti af skrifum Péturs. Gólfíþróttin er stunduð mikið um allan heim og fer stöðugt vaxandi. I golfkeppni sem flestir goifíþróttamenn taka þátt í getur oft reynt mikið á mann- inn og í misjöfnum veðram. Svona keppni getur staðið í allt að fíóra daga. Að menn skuli geta skrifað svona dellu í blað sem á að vera trúverðugt er alveg makalaust. Golf eykur hollustu og hreysti huga og handar Máli mínu til stuðnings fer hér á eftir kafli úr grein sem Knútur Björnsson læknir skrifaði um golf- íþróttina fyrir nokkram árum. Þessi orð era í fullu gildi í dag og mjög lærdóms- rík: „Því heyrist fleygt stundum, að það eina, sem auki á líkamlega heilsu séu „átaka- íþrótt,ir,“ þ.e.a.s. hreyf- ing, sem veldur því, að svitinn streymir í lækj- um, hjartsláttur meir en tvöfaldast og fólk stendur helblátt á önd- inni vegna mæði. Þessi hreyfingarháttur gerir e.t.v. ekki fólki innan 25 ára aldurs neitt illt en fólki, sem er komið af léttasta skeiði hæfir betur minni og jafnari áreynsla. Um flestar íþróttagreinar er það að segja, að þær hæfa fólki á vissu æviskeiði og þarf það þá að skipta um og taka annað fyrir, en mörgum verður það á að hætta alveg íþrótta- iðkun. í þessu efni hefir golfiðkun það til síns ágætis að endast allt lífið, eða frá 7-10 ára aldri og á meðan fólk getur gengið. Erlendis þar sem golfíþróttin er nokkurra alda göm- ul, þykir það ekki undrunarefni, að sjá golfiðkendur á aldrinum 70-80 ára, af því að sú sjón er mjög algeng og eðlileg. Golfíð er ekki mikil átakaíþrótt, en með jafnri ástundun verður hæfileg áreynsla á hjarta og æðakerfi, svo og lungu, liðamót og vöðva. Golf- hringur er hressileg ganga, 7-8 km að lengd, í frísku lofti og góð- um félagsskap. Á þessari göngu þarf meðalgóður leikmaður, að framkvæma nokkuð flókna sveiflu- hreyfingu með öllum líkamanum ca 90 sinnum til þess að slá bolt- ann á leiðarenda. Golf verður ekki leikið með hönd- um einum saman, þarna verður fyrst og fremst hugur og hönd að fylgjast að, ef árangur á að nást. Sumir taka svo djúpt í árinni og fullyrða að golf sé 80% hugur og Golfíþróttin hefur, að mati Sæmundar Bjömssonar, allt til að bera sem prýtt getur eina íþrótt 20% hönd. Það er því auðsýnt, að golf þjálfar jafnt huga sem hönd um leið og það er ákaflega skemmtilegur og þroskandi leikur fyrir unga sem aldna. Ekki má gleyma því, að golfleik- ari er í háþróuðum félagsskap, þar sem reglur eru stífar og takmarka- laust tillit er tekið til meðleikara. Fyrir óþroskaða og reynslulitla unglinga, er goif hinn ákjósanleg- asti þroskaþjálfari. Þeir læra að hafa taumhald á skapsmunum sín- um og að umgangast reglur og meðbræður. Það er ótrúlegt hvað byijandinn missir oft stóm á skapi sínu við misheppnað högg, en hann lærir fljótlega að taka þessu með jafnaðargeði og einbeita sér að næsta höggi. í nútíma streituþjóðfélagi er lífs- nauðsynlegt að eyða streitu. Það eyðir ekki sreitu að kasta sér niður í hægindastól að dagsverki loknu og gera ekki neitt. Best verður streitu eytt með því að leiða hugann að einhveiju skemmtilegu þegar daglegu brauðstriti lýkur eins og t.d. að leika golf.“ Engin undirhyggja Reiði Péturs Hafsteiná Lárasson- ar í fyrrgreindri grein og sleggju- dómar um golfíþróttina eru sjálf- sagt tilkomin vegna deilna um land í Gufudai við Hveragerði. Hann segir að golfíþróttamenn séu að sölsa undir sig landið fyrir golfvöll. Ég veit ekki hvað rétt er í þessu máli en fullyrði þó að golfíþrótta- menn stundi ekki fláræði og undir- hyggju til að sýnast sterkari og ná sínu fram. Golfíþróttin hefur kennt golfíþróttamönnum að slíkt er ekki líklegt til árangurs. Golfvellir hafa verið hannaðir og lagðir víða um land á liðnum áram vegna mikilla vinsælda íþróttarinnar og það hefur ekki mér vitanlega heyrst að bola- brögðum hafí verið beitt þegar þess- ir vellir vora gerðir. Höfundur er fyrrverandi flugumsjónarmaður. Athugasemd vegna greinar um golf Sæmundur Björnsson Athugasemd frá Magnúsi K. Jónssyni Lítil saga úr kerfinu EFTIR að horfa á viðtalsþátt á Stöð 2 varðandi forsetafram- boð Ástþórs Magnús- sonar hjá Elínu Hirst fínn ég mig knúinn til að láta koma fram einn þátt borgarfógetaemb- ættisins varðandi eign- ir fyrirtækisins Magas- in. Gjaldþrot fýrirtækis okkar gerðist í mestu verðbólgu, sem gengið hefur yfir ísl. efna- hagslíf fyrr og síðar. Verðbólgan þá nam um og yfir 100%. í þessari miklu verðbólgu harðn- aði lífsbarátta almenn- ings. Mig minnir að dagblöð á þess- um tíma hafi skrifað um 45% sam- drátt í verslun landsmanna, og neyðarástand skapaðist hjá skipafé- lögum þegar allar geymslur fylltust á örfáum vikum af óútleystum vör- um. Með því að Magasín var að • stóram hluta póstverslun, og því reksturinn viðkvæmur gegn gengis- breytingum var það venjan að leysa úr tolli sem flestar vörur strax við komu til landsins. Þannig hafði við samdráttinn myndast mikill lager hjá fyrirtækinu af nýjum vöram, meðal annars af fatnaði og annarri tískuvöru. Ég minnist þess ávallt að í kjöl- far gjaldþrotabeiðni mætti fulltrúi borgar- fógeta Ragnar Hall skiptaráðandi í fyrir- tækið einn dag, laust eftir hádegi og til- kynnti starfsfólkinu að þvi bæri að leggja niður störf og yfirgefa húsið. Skiptaráðand- inn vildi hvorki taka til greina kauptilboð í verslunina frá utanað- komandi aðila, sem bauð fasteignatryggð- ar greiðslur eða kanna möguleika á áð efna til rýmingarsölu í versluninni. Þrátt fyr- ir að þrotabúið hafi þurft að greiða starfsfólki laun meðan á uppsagn- arfresti stæði, neitaði skiptaráð- andi því alfarið að setja upp útsölu í húsinu með aðstoð starfsmanna og koma vörulagernum þannig í verðmæti á þessum stað þar sem öll aðstaða var fyrir hendi. Daginn eftir var sendur vinnuflokkur í húsið, sem hófst handa við að flokka vöruna upp og setja í kassa og undirbúa hana á uppboð. Þarna fór fram mikil vinnS, sem stóð dögum ef ekki vikum saman, í stað- inn fyrir að setja einn fulltrúa embættis í búðina meðan rýming- arsala færi fram á staðnum. Síðan Magnús K. Jónsson Gæðavara Gjdfdvard - nidtdr ocj kdfristell. Heimsfræcjii liönniióir Allir veröílokkdi. m.a. Gianni Versace. ^VERSLUNIN ' Laugavegi 52, s. 562 4244. var góssið flutt í Tollstöðvarhúsið í Reykjavík, og þar var þetta selt á uppboði löngu síðar sem þriðja flokks vara, enda fékkst þar smán- arverð fyrir allar þessar vörur. Þarna var ekki hægt að sjá að unnið væri eftir neinum venjuleg- um markaðslögmálum en nægur tími tekinn í að vafstra með málið, sem var í vinnslu hjá embættinu á annað ár. Þannig hlóðst á þetta endalaus lögfræðikostnaður, vextir og verðbólgá, sem varð einungis embættismönnum og lögmönnum til framdráttar á kostnað búsins. Um þátt Stöðvar 2 og fréttamanna hennar vil ég segja það að lágt er lagst í leit að fréttaefni um fram- bjóðendur, og þá sérstaklega um tvo þeirra, ef einhversstaðar fynd- ist smá skúmaskot þar, sem finna mætti eitthvert lítilræði sem hægt væri að hressa upp og klína á þá. Fréttastjórinn sýndi mjög ríka til- hneigingu til að ata þennan fram- bjóðanda auri eins og það væri eini tilgangur þessa viðtals að koma varanlegum bletti á persónu við- mælandans. T.d. þegar greint var frá dómi, sem féll tveimur árum eftir gjaldþrotið vegna 5000 kr. forgangskröfu, sem virðist hafa farist fyrir hjá skiptaráðanda að greiða lífeyrissjóði eins starfs- manns, þrátt fyrir að honum hefði átt að vera fullkunnugt um þessa kröfu, því að á þeim tíma hafði hann öll fíármál búsins með hönd- um og hlaut að fylgjast með þeim farvegi, sem krafan var sett í af kröfuhafa. Hér verða að sjálfsögðu mikil þáttaskil í lífi okkar beggja. í árslok 1983 fór Ástþór til Dánmerkur, með leyfí skiptaráðanda, þó málinu væri ekki endanlega lokið, og þurfti mikinn kjark og bjartsýni af svo ungum manni að ráðast í slíka óvissu. Hann þekkti þar engan mann og var allslaus. Eftir aðeins 3 mánuði fórum við hjónin út til hans og voram þar í hans skjóli nær tvö ár. Þar urðum við vitni að því hvernig honum tókst að ná fótfestu smátt og smátt í viðskiptalífi þar úti. Sú umfí'öllun sem gerð var um hann á Stöð 2 lýsti á engan sann- gjarnan hátt manninum Ástþóri né kostum hans. MAGNÚS K. JÓNSSON. Höfundur cr faðir Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. Um Heimdell- ingadaginn SIGÞRÚÐUR Gunn- arsdóttir skrifar grein í Morgunblaðið 15. júní, sem hún kallar Heimdellingadaginn, þar sem hún finnur því framtaki Heimdellinga að halda árlega upp á skattadaginn flest til foráttu. Hún segir að það vilji svo skemmti- lega til að hún viti ýmislegt um það í hvað skattarnir fara. Síðan telur hún upp hin og þessi góð mál, sem skattarnir eru notaðir til að standa undir kostnaði við. Svo sem eins og vegakerfi, menntakerfi og heilbrigðiskerfi. Auk þess ver hún tekjujöfnunar- kerfið af hörku; kerfí sem veldur því að fullfrískt fólk á besta aldri í fullri vinnu er skattlagt svo mis- kunnarlaust af ríkinu, að til þess að komast af þarf ríkið að koma til móts við það með ýmiss konar bótum og styrkjum. Með öðram orðum ungt frískt og vinnandi fólk þarf að þiggja ölmusu frá ríkinu til þess að komast af í landi skattpín- ingarinnar. Nú dettur mér ekki í hug að hægt sé að leggja af alla skatt- heimtu á íslandi og til þess ætlast víst fáir, en engu að síður er það mín skoðun og vina minna í Heim- dalli, að hægt sé að færa skattadag- inn mun framar á árið. Eða treyst- ir Sigþrúður ,sér til þess að halda því fram að það sé nauðsynlegt að veija skattpeningum okkar í ferðir og risnu opinberra starfsmanna, styrki og fyrirgreiðslu til ýmissa vildarvina og gæðinga stjórnmála- flokkanna í atvinnu- og menningar- lífínu, hundrað milljóna sem varið er til niðurgreiðslna á menningar- starfsemi ýmiss konar, sem þannig vill til að hinir efnameiri sækja fyrst og fremst. Sigþrúður sýtir það kannski að ríkið skuli hafa lagt niður Ríkis- skip, selt eignirnar fyrir talsvert fé og spari þar að auki milljón á dag alla daga ársins í styrki til fyrirtækis sem eng- inn saknar? Hún vill trúlega að ríkið haldi áfram öllum þeim óarðbæra og tilgangs- lausa rekstri sem það stendur í, frekar en að selja eignirnar og lækka skuldir ríkisins sem kosta á milli 11 og 12 milljarða árlega í vaxtagreiðslur, það er þrefaldan halla rík- issjóðs á þessu ári. Ef Sigþrúður telur þessum peningum vel varið þá skil ég vel að hún sé hneyksluð á Heimdellingum að halda upp á skattadaginn og ráðast á skattask- rímslið ógurlega. Ég fyrir mitt leyti er hins vegar á sama máli og Heim- dellingar og tel að hægt sé að hreinsa til í rekstri hins opinbera Hve mikið af skattpen- ingum fólks, spyr Orri Björnsson, fer í risnu, ferðalög og vexti af skuldum. og færa skattadaginn fram um tvo til þijá mánuði á árinu. Það er trú mín að margir séu sama sinnis, ef sagt er frá því í hvað skattarnir okkar fara annað en að hjúkra sjúk- um og og mennta æsku landsins. Fyrst það vill svo skemmtilega til að Sigþrúður veit ýmislegt um það í hvað skattarnir fara þá er ekki úr vegi að hún fræði okkur, sem þykjumst hafa áhuga á stjórnmál- um, um það, hvað fer í risnu, ferða- lög vexti og annað álíka af sköttun- um okkar og sjái síðan hvort við sannfærumst um að skatthlutfallið hér á landi sé eðlilegt og réttlátt. Höfundur er skattgreiðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.