Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA SOFFÍA ÞORGILSDÓTTIR + Helga Soffía Þorgilsdóttir fæddist í Knarrar- höfn í Hvammssveit í Dalasýslu 19. nóv- ember 1896. Hún lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík 11. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 24. júní. Á morgun verður Helga frænka jarð- sungin frá Dómkirkj- unni og borin til hinstu hvíldar í Fossvogs- kirkjugarði. Löng ævibraut er geng- in á enda. Miklu og merku lífsstarfí er lokið, sem einkenndist öðru frem- ur af vakandi umhyggju fyrir öllum, sem þurftu á aðstoð og hjálp að halda eða áttu um sárt að binda. Við fráfall hennar er margs að minn- ast og fjölmargt að þakka, sem ekki er hægt að tíunda í stuttri minning- argrein nema að litlu leyti. Foreldrar Helgu, afi minn og amma, byrjuðu búskap í Knarrar- höfn 1894. Börn þeirra urðu 14. Amma dó árið 1909, aðeins 43 ára að aldri. Var það mikill missir og sár, enda hef ég aldrei heyrt hennar getið nema að góðu einu. Nú var hinu barnmarga heimili mikill vandi á höndum, því ekki var auður í búi. Þorgils afi þurfti oft að sinna ýmsum störfum utan heimilis, m.a. var hann um skeið sölustjóri útibús Kf. Hvammsfjarðar, oddviti, kennari o.fl. Ekki kom til greina annað en að halda hópnum saman. Eins og geta má nærri hafa elstu systurnar, Steinunn, f. 1892 og Helga, f. 1896, snemma þurft að ráða fram úr ýms- um vanda og horfast í augu við lífið í mörgum myndum þess og veðra- brigðum. En systurnar voru sam- rýndar frá fyrstu tíð, unnu vel sam- an og skiptu með sér verkum. T.d. sá Helga um húsmóðurstörfin í Knarrarhöfn meðan Steinunn móðir mín brá sér í 4. bekk Kvennaskólans í Reykjavík veturinn 1913-1914. Knarrarhafnarsystkinin voru öll Blómastofa Fnðfums SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavík * Sími 5531099 Opið öll kvöld bókhneigð og námfús og þegar þau uxu úr grasi voru þau óspart hvött áfram til mennta og manndóms- og sjálfsbjargar. Leið flestra lá suður yfir Bröttubrekku út í heim- inn og óvissuna. Oft hefur verið minnst á það, þegar einn bróð- irinn, Ari, lágvaxinn snáði um fermingu, lab- baði suður af Brekk- unni með aleiguna í smápoka á bakinu og sagðist hlakka til að vita, hvað um sig yrði. Hann var alltaf glettinn og gaman- samur. Á meðan systkinin voru að alast upp heima var þeim veitt fræðsla eins og tök voru á. Þau byijuðu að vinna og taka þátt í fé- lagslífi sveitarinnar, þegar þau höfðu aldur til. Á þeim árum fór ung- mennafélagshreyfingin eldi um land- ið og vakti hugsjónir til lífsins. í Hvammssveit í Dalasýslu starfaði Umf. Auður djúpúðga. Ungmenna- samband Dalamanna var stofnað 1918. Fyrsti formaður þess var Sig- mundur Þorgilsson. Segja má, að mikið kennarablóð hafí runnið í æðum flölskyldunnar í Knarrarhöfn. Helga byrjaöi snemma að afla sér þekkingar og réttinda á sviði fræðslu- og menntamála og eftir kennarapróf árið 1919 varð kennslan ævistarf hennar meðan kraftar entust. Hún átti gott með að umgangast börn og nemendur á öllum aldri og var alltaf reiðubúin að leiðbeina, kenna og hjálpa. Að loknu barnaprófi hafði ég ekki mikinn hug á langskólanámi. En „systurnar“ munu hafa tekið saman ráð sín um það, að ég skyldi ekki komast upp með nein undanbrögð. Var ég sendur að heiman frá Breiða- bólsstað vorið 1937 til Reykjavíkur, þar sem Helga tók á móti mér. Fór hún með mig rakleitt á fund Ágústs H. Bjarnasonar, frænda okkar, sem þá var skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykvíkinga í Vonarstræti og óskaði eftir því, að ég fengi að þreyta próf upp í annan bekk þá um vorið. Leyf- ið var veitt og prófið slampaðist ein- hvern veginn af, þó að kunnáttu væri ábótavant í mörgum greinum. Upp frá þessu má segja, að ég hafí verið á vegum Helgu meira og minna og undir hennar verndarvæng öll skólaárin fram að lögfræðiprófi vor- ið 1947, þó að ég byggi á Nýja- Garði á háskólaárunum. Þegar ég kom fyrst til Helgu frænku í Reykjavík 1937 var hún leigjandi á Þórsgötu 19, en það sama ár byggði hún húsið nr. 37 við Víði- mel. Þetta var annað húsið, sem byggt var við þá götu og þótti nokk- uð afskekkt og langt frá miðbænum í þá daga. En þarna stóð heimili hennar allar götur síðan meðan heilsa hennar leyfði. Þar var oft gestkvæmt og glatt á hjalla. Þar áttum við systkinin öll öruggt at- hvarf og skjól. Þangað komu systk- ini hennar í heimsókn og aðrir frændur og vinir að vestan og víðar að af landinu. Þetta voru vinafundir og ættarmót þeirra tíma. Helga var lagin við að halda hópnum saman. Gestrisni var í hávegum höfð og sjálfsagt þótti að greiða götu þeirra, sem ekki voru vel kunnugir í þéttbýl- inu eða þurftu á einhverri aðstoð að halda. Og vel var tekið á móti skólafélögum mínum og vinum, þeg- jir þeir litu inn. Helga ætlaðist til þess, að námið væri stundað af kappi, en jafnframt taldi hún sjálf- sagt og hollt ungu fólki að bregða á leik stöku sinnum og líta upp úr bókunum. Helga var einbeitt og ákveðin í skoðunum og lét ekki segja sér fyr- ir verkum nema í hófí og hún var góður félagi og vel metin í sinni stétt og störfum öllum. Hún var alin upp á söguslóðum Breiðaíjarðardala við þjóðlegar hefðir og hreint tungutak og kunni vel að haga orðum sínum hvort heldur var í ljóðum eða lausu máli. Árið 1973 gáfu þær systur, Helga og Steinunn, út litla bók: Úr handraðanum, ljóð og stökur. í kynningarorðum þeirrar bókar segir Andrés Kristjánsson m.a.: „Höfund- ar þessa ljóðakvers eru systur, ís- lenskar daladætur, vaxnar upp í bjarma aldamótakyndilsins á sumri íslenskrar þjóðvakningar. Þær hafa þó ekki verið á sama fari á lífsleið- inni, önnur verið virtur og atkvæða- mikill kennari á hraðfleygu vaxtar- skeiði íslenskrar borgar, hin hús- freyja, kennari og félagsmálakona í íslenskri sveit.“ Og síðan segir hann, að þessi ljóð séu „enn eitt vitnið um styrk þess skáldskapartíma, sem þjóðin öll lifði á fyrri helmingi þess- arar aldar og nú hefur tekið ham- skiptum". Arið 1982 ákvað Helga að flytjast af Víðimelnum, þar sem hún hafði átt heima um 45 ára skeið. Fór hún þá á hjúkrunarheimiiið Droplaugar- staði við Snorrabraut, þar sem hún dvaldist síðustu æviárin. Hún var lengi vel ern og andlega hress, en smám saman tókst ellinni með sókn- arþunga sínum að herða róðurinn í því stríði þar sem hún á sigurinn ævinlega vísan að lokum. Á Drop- laugarstöðum var allt gert til þess að láta Helgu líða sem best. Öllu starfsfólki þar eru færðar innilegar þakkir fyrir alúð og góða umönnun henni til handa. í þessum fáu kveðjuorðum hef ég reynt að láta í ljós þakklæti mitt og fjölskyldu minnar til hinnar látnu. En ég veit um fjölmarga aðra, sem nú sakna vinar í stað, svo sem systk- ini mín, ættfólk og óskylda. Það verða því margar samúðarkveðjur og hlýjar óskir, sem fram verða born- ar á útfarardegi Helgu Soffíu Þorg- ilsdóttur til að votta henni heiður og þökk fyrir eitt og allt frá liðinni tíð og löngum ævidegi. Blessuð sé minning hennar. Friðjón Þórðarson. Helga Soffía Þorgilsdóttir er látin á hundraðasta aldursári. Síðustu ár sín dvaldist hún á Droplaugarstöðum við Snorrabraut, en bjó lengst af á Víðimel 37 í Reykjavík. Ég kynntist Helgu fyrst fyrir um það bil 40 árum, er ég tengdist ijöl- skyldu hennar. Þær urðu æði marg- ar heimsóknirnar til Helgu frænku á Víðimelnum. Þangað var alltaf gott að koma. Alltaf tók Helga á móti okkur með bjarta brosinu sínu og hlýju gestrisninni. Þegar við sáum hana í síðasta sinn nú í vor brosti hún enn þessu sama bjarta brosi og hlýjan streymdi frá henni, þótt hún ætti orðið erfitt með að tjá sig. Helga var einstök kona, hún var af aldamótakynslóðinni, sem átti trúna á landið og framtíðina í svo ríkum mæli að hún var tilbúin að fórna kröftum sínum og tíma fyrir ættjörðina og þjóðina. Þessi kynslóð átti hvað stærstan hlut í því að efla sjálfstæði þjóðarinnar og framfarir í landinu. Helga menntaði sig sem kennari og það varð hennar ævistarf. Þar var hún sannarlega á réttri hillu, STEINUNN SNORRADÓTTIR Steinunn Snorradóttir fæddist í Borg- arseli í Borg- arsveit í Skaga- firði 16. nóvem- ber 1917. Hún lést á hjúkrunardeild Vífilsstaðaspítala 16. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjón- in Brynhildur Ax- fjörð Sigfúsdótt- ir, húsmóðir, f. 2. febrúar 1891 í Saurbæ í Eyja- firði, d. 25. mars 1978, og Snor- ri Jónsson bóndi og síðar verka- maður á Akureyri, f. 2. mars 1890 á Heiði í Gönguskörðum, d. 22. febrúar 1939. Steinunn átti tvo eldri bræður. Þeir voru Óskar Jakob, f. 27. ágúst 1914, d. 14. desember 1959, og Sigfús Axfjörð, f. 23. júní 1916, d. 25. janúar 1986. Árið 1923 fluttist fjölskyldan frá Skagafirði til Akureyrar. Steinunn ólst þar upp en fluttist til Reykjavíkur 1938 og bjó þar æ síð- an. Hinn 12. september 1942 giftist Steinunn Braga Kristjánssyni fyrrverandi forstjóra hjá Pósti og síma, f. 27. ágúst 1921 i Reykjavík, d. 4. september 1992. Börn þeirra eru: 1) Berta kennari, f. 8. júní 1947, gift Jóni Helga Guðmundssyni og eiga þau þijú börn: Steinunni, Iðunni og Guðmund Halldór og þijú bamabörn: Bertu, Nönnu Katrínu og Jakob Helga. 2) Helgi tónlistarkennari, f. 16. maí 1952, kvæntur Gyðu Gísla- dóttur og eiga þau tvö börn: Brynhildi og Kristján. 3) Hall- dór Snorri rafeindavirki og tón- listarmaður, f. 6. nóvember 1956. Hann á tvo syni: Braga og Andra Frey. Utför Steinunnar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. w 1: slenskur efniviður t- KAtUN OlXUlV >•> •*« íslenskar steintegundir henta margar 1 afar vel í legsteina og hverskonar | minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- j liggjandi margskonar íslenskt efni: 1 Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. 4. i Áralöng reynsla. j r;||É y Leítíð S| s. HELGAS0N HF upplýsinga. 11STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677 Mér er bæði ljúft og skylt að minn- ast með fáeinum orðum Steinunnar Snorradóttur, sem nú eftir langt sjúkdómsstríð hefur kvatt þennan heim. Hún var eiginkona föðurbróð- I í X ]K—JHL4K[Z]KZ^ Jl ^ Erfidrykkjur * P E R L A N Sími 562 0200 !i ixixii x xxx1 ur míns, Braga Kristjánssonar. Ég hef oft litið rúm 50 ár til baka í tímann og rifjað upp hveijum ber að þakka og hversu lánsamar við systurnar vorum að eignast öruggt athvarf hvor hjá sínum föðurbróður, ég hjá Braga og Steinunni og Brynja hjá Gústafi og Sigurlaugu Sigurðar- dóttur, þegar við sáum föðurland okkar í fyrsta sinn sumarið 1946. Við höfðum misst heimili okkar í sprengjuárás í Hamborg. Faðir okk- ar þurfti eftir stutta viðdvöl hér heima að hverfa aftur til starfa er- lendis. Ég var orðin 7 ára, komin á skólaaldur, Brynja bara 5 ára og við þurftum að læra íslensku og finna ró. Það var alltaf mikill kærleikur á milli bræðranna og hjálpsemi var þeim í blóð borin. Ekkert var sjálf- því hún hafði þá persónueiginleika sem góður kennari þarf að hafa til að bera. Helga var glaðlynd og bjart- sýn og átti mjög auðvelt með að sjá skoplegar hliðar tilverunnar jafnt hjá sjálfri sér og öðrum. Þá hló hún þessum smitandi létta hlátri svo ekki var hægt annað en að hlæja með henni. Það var því einhvern veginn þannig að alltaf fór maður léttari í skapi af hennar fundi. Hún átti mjög auðvelt með að ná til barna og ungs fólks. Helga gat líka verið bæði myndug og ákveðin þótt smá- vaxin væri. Elstu börn okkar kynntust Helgu vel, er þau voru við nám í Reykjavík og heimsóttu hana oft og minnast hennar með virðingu og þakklæti. Eldri dóttir okkar bjó hjá henni um tíma á námsárum sínum og mynduð- ust þá tengsl milli þeirra sem aldrei rofnuðu. Börnum okkar öllum reynd- ist hún einlægur vinur. Þau voru mörg ungmennin úr fjölskyldunni sem áttu athvarf og stuðning hjá Helgu. Maður Helgu var Þorsteinn Am- órsson, en hann var ekkjumaður er þau giftust og gekk hún yngstu böm- um hans \ móðurstað. Með Helgu og börnum Þorsteins skapaðist innilegt samband sem hélst einnig við börn þeirra og barnabörn alla tíð. Þor- steinn sýndi okkur sömu gestrisni og hlýju og Helga, þau ár sem við nutum kynna við hann og hafði hann stund- um orð á því að gaman væri að hafa fengið einn Vestfirðing í viðbót í fjöl- skylduna úr Dölunum. Ég vil með þessum fátæklegu orð- um þakka Helgu tryggð og vináttu við mig og fjölskyldu mína á liðnum ámm. Mér finnst það táknrænt að hún hverfur okkur nú inn í birtu hins íslenska sumars, þessi sama birta fylgdi henni allt hennar líf og fylgir henni nú í æðri heima. Blessuð sé minning Helgu Soffíu Þorgilsdóttur. Þrúður Kristjánsdóttir. sagðara en að heimili Braga og Steinunnar og Gústa og Laugu stæðu okkur opin. Við fórum ekki varhluta af móðurlegri hlýju og umhyggju kvennanna beggja. Heimili Steinunnar og Braga var fágað og myndarlegt. Steinunn var frábær húsmóðir og stýrði heimilinu af norðlenskri rausn og skörungs- skap. í rúmgóðu eldhúsinu í Máva- hlíð kynntist ég handtökunum við hina góðu íslensku matargerð. í þá daga var heitur matur í hádeginu og alltaf tvíréttað. Þar dró ég líka til stafs og las upphátt fyrir Stein- unni, þegar ég var komin í Laugar- nesskólann. Það var mér mikil upp- lifun þegar frumburður þeirra hjóna, Berta frænka min, fæddist 1947. Steinunni munaði ekkert um að ég væri á heimilinu líka og ég fylgdist með af athygli við umönnun Bertu í eldhúsinu. í lok árs 1948 sameinað- ist fjölskylda mín í Kaupmannahöfn og heimili okkar var þar til fullorð- insára. Þá sigldum við systurnar á milli landa í sumarfríunum og tókum upp þráðinn að nýju. Vorum við ætíð aufúsugestir á fósturheimilum okkar. Steinunni var alla tíð umhugað um okkur og fylgdist grannt með öllum okkar högum. Hún hafði skemmtilega frásagnargáfu og var stálminnug. Það var gaman að hitt- ast við hátíðleg tækifæri eða heim- sækja hana og heyra hana segja frá afa okkar og ömmu sem voru látin þegar við komum til landsins. Veik- indi hennar síðustu árin eftir lát Braga ágerðust og gerðu henni erf- iðara fyrir að komast út úr húsi. Það var aðdáunarvert hvað hún oft lagði á sig til að komast í fjölskylduboð hjá Brynju systur minni. Það var oft meira af vilja en af mætti. Börn Steinunnar, Berta, Helgi og Halldór Snorri, hafa endurgoldið henni hlýju hennar og umhyggjusemi og hafa reynt eftir fremsta megni að létta sjúkdómsstríð hennar. Við biðjum nú um styrk þeim til handa, vottum þeim, börnum þeirra og barnabörn- um samúð okkar. Við systurnar og móðir okkar, Martha, kveðjum nú Steinunni með þakklæti og söknuði. Minningin um góða konu lifir. Vala Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.