Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ1996 43 MINIMINGAR GUÐLAUGUR TORFASON -I- Guðlaugur Torfason fædd- I ist í Hvammi í Hvítársíðu- hreppi 12. apríl 1930. Hann lést á heimili sínu í Hvammi 13. júní síðastliðinn og fór út- för hans fram í kyrrþey. Dánarfregn Guðlaugs í Hvammi kom mér á óvart. Reynd- ar var mér kunnugt um að hann gengi ekki fyllilega heill til skóg- ar, en þóttist vita, að hann gengi venju samkvæmt til allra verka sinna dag hvern, og tæki fullan þátt í daglegum störfum á búi sínu. Þannig hættir manni til að líta á lífið sem sjálfsagðan hlut, þegar það gengur sinn taktfasta gang dag frá degi, og vitundin um dauðans óvissan tíma, en þó óhjákvæmilegan, tekur að blunda. Minningar á ég margar um Guðlaug, enda var hann næsti nágranni okkar á Haukagili, og sporin ófá sem við áttum, krakk- arnir, fram að Hvammi. Á þeim árum var vor í íslenskum landbún- aði, og bændur kepptust við að ræsa fram mýrar og brjóta land til ræktunar, reisa ný og glæst peningshús í stað gamalla og fornfálegra bygginga, sem hent- uðu ekki hinum nýja stíl. Hvítár- síðan var engin undantekning frá þessu, og á flestum bæjum gekk tími uppbyggingarinnar í garð: Hamarshöggin glumdu um leið og steypumótin hækkuðu, borð fyrir borð, og gamla hrærivélin Búnaðarfélagsins stritaði án af- láts við að gera skyldu sína. Enn er mér í fersku minni þessi merki- lega byggingarlykt, ilmur af nýju timbri, sementi og léttblendi, er bar með sér andblæ framfara og bjartsýni. Mitt í þessari iðu sá ég Guðlaug ljóslifandi fyrir mér, þennan þrekna og hávaxna mann, ákveðinn og afráttarlausan, í átökum við krefjandi bústörfin, en um leið nostrandi við sérhvern hlut, byggingar, ræktun, tækja- kost og skepnur. En Guðlaugur var víðar á heimavelli en í búskapnum. Hann lét meðal annars um sig muna í kennslustörfum við Barnaskólann á Varmalandi. Naut ég kennslu hans megnið af dvöl minni þar. Sannarlega var hann ákveðinn og oft nokkuð strangur í kennslu sinni, jafnvel eilítið hrjúfur á köfl- um. Agaleysi og iðjuleysi voru honum eitur í beinum, og engum leið hann að komast upp með neina vitleysu. Og hann var nú- tímalegur í kennsluháttum, notaði myndvarpa og glærur, sem þá var hreinasta nýlunda, hafði greini- lega tileinkað sér alla bestu möguleika þeirrar kennsluaðferð- ar og vandaði vel til glærugerðar- innar með fínlegri rithönd sinni og fallegri línu. Mér eru minnis- stæðir tímar hans í landafræði og eðlisfræði, þar sem honum tókst auðveldlega að laða fram ímyndunarafl og virkja sköpunar- gleði okkar krakkanna. í kennsl- unni gerði Guðlaugur sanngjarnar kröfur til nemendanna í fullu sam- ræmi við getu þeirra. Þá sem minna máttu sín tók hann gjarnan undir sinn verndarvæng og lét þá aldrei kenna á aganum. Ég held að Guðlaugur hafi ekki álitið skólann vera neina geymslu eða miðstöð afþreyingar, heldur miklu fremur stofnun til uppeldis, mótunar og þroska. Þannig kem- ur hann mér fyrir sjónir í minn- ingunni. Hann hikaði heldur ekki við að leiðrétta kompásinn hjá ungum sveinum þegar honum þóttu þeir gerast full frekir til fjörsins, og þá talaði hann við þá fullkomlega tæpitungulaust, jafn- vel svo undan sveið. En þegar frá leið varð ljóst hvor hafði haft á réttu að standa. í þessari sök er ég sjálfur honum afar þakklátur fyrir hreinskilni sína við mig sem ungling, þótt hún væri mér þá hreint ekki sársaukalaus og það tæki mig langan tíma að skilja það heilræði sem máli fylgdi og gera það upp gagnvart sjálfum mér. Guðlaugur í Hvammi skilur eft- ir sig stórt skarð, því hann lét til sín taka í hveiju viðfangsefni. Minning hans verður líka fyrir- ferðarmikil í hugum okkar sem þekktum hann. Að leiðarlokum þakka ég honum góðvild hans í minn garð og minna, og fyrir þá hreinskilni og drenglyndi sem við reyndum hann að alla tíð. Guð blessi minningu hans, og gefi ykkur öllum, ástvinum hans, styrk í sorginni. Sigurður Jónsson, Odda. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Faðir okkar, BERGÞÓR ÓLAFSSON THEODÓRS húsasmíðameistari, Bólstaðarhlíð 8, lést á heimili sínu 9. júní. Útför hefur farið fram frá Fossvogskap- ellu í kyrrþey að ósk hins látna. Ólafur Bergþórsson, Sigríður Ó. Bergþórsdóttir Theódórs, Bergþór Bergþórsson, Helga T. Bergþórsdóttir Theódórs. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRARINS ÁGÚSTS JÓNSSONAR, Skeljatanga 29, Mosfellsbæ. Ágústa Kristín Jónsdóttir og fjölskyldur. Opiö kl. 13-18 alla virka daga Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555.- ; RADAUGí YSINGAR Hallormsstaðaskóli auglýsir eftir kennara til afleysinga næsta vetur. Æskilegar kennslugreinar: íþróttir og sund, auk dönsku og stærðfræði í eldri bekkjum. Hallormsstaðaskóli er fámennur heimavist- arskóli á Héraði og heildstæður grunnskóli. Umsóknarfrestur er framlengdur til 30. júní. Nánari upplýsingar gefur Sigfús Grétarsson, skólastjóri, símar 471 1767/471 1765. SÓLVANGUR SJÚKRAHÚS HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar á landsbyggðinni Trúlega ætla einhverjir ykkar að dvelja í sum- arfríinu á stór-Reykjavíkursvæðinu. Hvernig væri að starfa hiuta af því með okkur á Sól- vangi í Hafnarfirði? Við bjóðum upp á herbergi í vinalegu húsi í túnjaðrinum. Starfsumhverfið notalegt og vinnuaðstaða öll hin besta. Verið velkomin. Allar nánari upplýsingar gefa Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarforstjóri, og Erla M. Helgadóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 555 0281. Grunnskólinn á Bakkafirði Kennara vantar í 50% starf. M.a. kennslu- greina íþróttir, heimilisfræði og myndmennt. Möguleiki á hlutastarfi í leikskóla. Umsóknarfrestur til 2. júlí. Upplýsingar gefur skólastjóri í símum 473 1618 og 473 1624. Staða bókasafns- fræðings við Land- læknisembættið Staða bókasafnsfræðings við læknisfræði- bókasafn Landlæknisembættisins er laust til umsóknar. Safnið sinnir einnig bókasafns- störfum fyrir heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið. Umsækjendur þurfa að hafa próf í bóka- safns- og upplýsingafræði. Reynsla af störfum á læknisfræðibókasöfn- um er æskileg, auk kunnáttu í einhverju Norðurlandamáianna og ensku. Staðan er veitt frá og með 15. september 1996. Um er að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst 1996. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Landlæknis í síma 562 7555. Landlæknir. Matreiðslumaður Óskum að ráða nú þegar matreiðslumann til afleysinga. Upplýsingar gefur hótelstjóri. Hótel Isafjörður, sími456 4111. Forval Umsýslustofnun varnarmála, f.h. varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir eftir þátt- töku í forvali vegna lokaðs útboðs um þjón- ustuverkefni, sem felur í sér allt viðhald í nýrri tölvu- og fjarskiptastöð bandaríska flot- ans á Keflavíkurflugvelli. Verkið felst í fyrirbyggjandi viðhaldi, reglu- bundnum prófunum, minniháttar viðgerðum og lagfæringum á vararafstöðvum, ásamt stjórnbúnaði, loftræstikerfum, kæli- og hita- kerfum, rafbúnaði ásamt ýmsum öðrum sér- hæfðum stýribúnaði. Strangar kröfur eru gerðar til verktaka um að hann hafi víðtæka reynslu í uppsetningu, stillingu og prófunum á framangreindum kerfum. Starfsmenn verktaka verða að vera enskumælandi og hafa hlotið þjálfun í rekstri sambærilegra kerfa. Samningsfjárhæð er á bilinu 33,5-67,0 milljónir króna. í byrjun verður samið til eins árs, með mögu- leika á framlengingu um eitt ár í senn til fjög- urra ára. Forvalsfrestur er til 4. júlí nk. Frestur til að skila tilboðum er til 9. ágúst nk. Forvalsgögn fást á skrifstofu Umsýslustofn- unar varnarmála, Grensásvegi 9, Reykjavík. Umsýslustofnun varnarmála. Sala varnarliðseigna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.