Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ1996 47 5 í i I ( FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson í i ( ( ( I < I A fjórða þús. manns sóttu fjölskyldudag Raf- magnsveitu Reykjavíkur HATIÐARDAGSKRA í tilefni af 75 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavíkur hófst sl. sunnudag með sérstökum fjölskyldudegi, en hátiðin mun standa til laugar- dagsins 29. júní. Á fimmtudaginn 27. júní verður haldið upp á sjálft afmælið. Hátíðin hófst á sunnudaginn með því að rafstöðin, minjasafnið og aðveitustöðin voru opnuð al- menningi. Götuleikhús var á staðnum og fékk yngsta fólkið að keyra rafmagnsbíla og reyna önnur leiktæki. Yfir 3.000 manns mættu á fjölskyldudaginn þrátt fyrir rigningu, og segir Guðjón Magnússon, starfsmannasljóri og upplýsingafulltrúi Rafmagns- veitu Reykjavikur, að aðsókn hafi farið fram úr öllum vonum og dagurinn hafi heppnast vel. Lúð- rasveit Reykjavíkur og léttsveitin Karnivala léku nokkur lög og var boðið upp á veitmgar. f gær, mánudag, var farið í afmælisgöngu um Elliðaárdalinn í fylgd leiðsögumannanna Bjarna F. Einarssonar, fomleifafræðings og Helga M. Sigurðssonar, sagn- fræðings. Farið var frá rafstöð- inni og sögustaðir skoðaðir og sýndar fornleifar í dalnum. Gönguferðin verður endurtekin á morgun, miðvikudag. Á sjálfan afmælisdaginn, fimmtudag, kem- ur út saga Rafmagnsveitunnar sem Sumarliði R. Isleifsson, sagn- fræðingur skráði. Fyrsta eintakið verður afhent borgarstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Um kvöldið verður svo Orkuhlaup sem er víðavangs- hlaup Rafmagnsveitu Reykjavík- ur og er haldið í samstarfi við íþróttir fyrir alla. Allir þátttak- endur fá viðurkenningu, bol og verðlaunapening. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson FRÁ skeiðkappreiðunum norður við heimskautsbaug. Skin og skúrir á Norðurlandamótinu Svíar reyndust Is- lendingum erfiðir ________Brlds Fa<aborg, Danmörku NORÐURLANDAMÓTIÐ Norðurlandamótið í bridge er haldið í Faaborg á Fjóni, dagana 22.-27. júní, bæði í opnum flokki og kvenna- flokki. ÍSLAND var í 2.-3. sæti í opna flokknum á Norðurlandamótinu í brids, þegar þremur leikjum var lokið af 10. í kvennaflokki var ís- lenska liðið í 5. sæti. Spilamennskan hófst á sunnu- dag og byijunin hefði getað verið betri, bæði hjá karla- og kvennalið- inu. íslensku karlarnir unnu að vísu Norðmenn 20-10 í fyrsta leiknum en í þeim næsta töpuðu þeir fyrir Svíum, 8-22, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik. Þriðja leikinn, gegn Færeyingum, unnu íslendingar 25-2 eftir að hafa haft 84 imp-stiga forustu í hálfleik. Svíaleikurinn byrjaði raunar vel hjá íslendingunum því þetta var spil númer 2: Austur gefur, NS á hættu Norður ♦ G8764 ¥ ÁG108763 ♦ - + 7 Vestur Austur ♦ Á9 ♦ K102 VK5 ¥ 9 ♦ 765 ♦ K42 ♦ ÁD10942 ♦ KG8653 Suður ♦ D53 ¥ D42 ♦ ÁDG10983 + Við annað borðið sátu Guð- mundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson NS og Peter Fredin og Magnus Eriksson AV: Vestur Norður Austur Suður PF ÞJ ME GPA 2 lauf 2 tíglar 3 tíglar 3 hjörtu pass 4 hjörtu dobl// Fredin meðhöndlaði vesturspilin á frekar frumlegan hátt eftir að félagi hans opnaði á eðlilegum 2 laufum, því flestir hefðu sjálfsagt farið í a.m.k. 5 lauf. Þorlákur fékk 10 slagi auðveldlega og skrifaði 790 í sinn dálk. Við hitt borðið sátu Jón Baldurs- son og Sævar Þorbjörnsson í AV og Anders Morath og Sven-Ake Bjerregard NS. Vestur Norður Austur Suður JB SAB SÞ AM pass 1 tígull 2 lauf 2 hjörtu 5 lauf 5 tíglar/ Svíarnir fengu ekkert rúm til að lýsa spilunum sínum. Tígulopn- unin lofaði ekki tígli og Morath sagði því eðlilega tígulinn sinn yfir 5 laufum frekar en styðja hjartað. Pass Bjerregards var öguð sögn en gafst illa í þetta skipti því 5 tíglar fóru 2 niður, 200 til Islands og 14 impar. Það var svosem ekkert víst að Bjerregard hefði unnið 5 hjörtu því aðeins einum sagnhafa tókst að fá 11 slagi í hjartasamningi. Það var sænska konan Pia Anderson gegn íslensku konunum. Vestur spilaði út laufi sem Anderson trompaði, tók trompið með svíningu og spil- aði spaðagosanum að heiman! Þetta var eina spilamennskan sem dugði eins og spilið lá! Einar í slemmu Sænsku konurnar unnu þær ís- lensku 25-3 í annarri umferð en fyrsta leiknum töpuðu þær ís- lensku 13-17 fyrir Noregi þótt Stefanía Skarphéðinsdóttir og Gunnlaug Einarsdóttir væru eina parið í salnum sem komst í slemmu í þessu spili: LEIÐRETT Vantaði fyrirliðann í TEXTA við mynd af liðsmönnum fyrsta kvennalandsliðsins í handbolta í blaðinu á laugardaginn láðist að geta þess að á myndina vantaði Mar- íu H. Guðmundsdóttur fyrirliða, sem lék með KR á sínum tíma. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Norður ♦ Á4 ¥ G1053 ♦ ÁK92 *G83 Austur ♦ G8652 ¥87 ♦ D1064 ♦ K5 Suður ♦ K103 ¥ ÁK ♦ 53 ♦ Á107642 Við annað borðið voru Hjördís Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Ni- elsen í vörn gegn 3 gröndum. En við hitt borðið sátu Gunnlaug og Stefanía NS: Vestur Norður Austur Suður 1 tígull pass 2 lauf pass 3 lauf pass 3 hjörtu pass 3 grönd pass 4 lauf pass 4 tíglar Lykillinn að slemmunni var 3 laufa sögn Gunnlaugar og þegar laufið lá 2-2 voru 12 slagir auð- veldir. Slemman hefði einnig unn- ist með laufinu 3-1 ef háspil var stakt. íslenska kvennaliðið vann það færeyska 16-14 í 3. umferð og hafði þá 32 stig í 5. sæti. Efstar voru þær sænsku með 71 stig, þá komu Danir með 54, Norðmenn með 51, Finnar með 36 og Færey- ingar ráku lestina með 20 stig, í opnum flokki leiddu Svíar með 64 stig, íslendingar og Norðmenn höfðu 53, Danir 43, Finnar 28 og Færeyingar 22. Guðm. Sv. Hermannsson - - kjarni málsins! Vestur ♦ D97 ¥ D9642 ♦ G87 ♦ D9 Skeiðkapp- reiðar í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. SINDRI frá Kirkjubæ sigraði í fyrstu skeiðkappreiðunum sem haldnar voru í Grímsey en náði þó ekki að slá íslandsmetið sem hann hjó nærri á úrtökumótinu á Akur- i eyri fyrir „Grímseyjarskeiðið“. Sindri skeiðaði á 14,8 sek., knapi var Þór Jónsteinsson. Alls tóku þátt í skeiðkappreiðunum 6 hross og að áuki voru tveir sýningarhest- ar á svæðinu, annar í eigu Elfu Ágústsdóttur en hinn í eigu Þor- steins Björnssonar. Feijan Sæfari kom til eyjunnar laust fyrir hádegi á laugardag. Um kl. 14.30 var farið í hópreið frá Múla norður á flugvöll. Heimamenn i ijölmenntu við flugvöllinn til að fylgjast með, einnig voru viðstaddir þeir Guðmundur Bjarnason, land- búnaðarráðherra, Guðmúndur Sig- þórsson og Níels Árni Lund ásamt eiginkonum sínum. Hestamenn stóðu fyrir grillveislu í Múla seinni part dagsins og var fjölmennt þar. Hestar og Léttis- menn yfirgáfu eyjuna um kl. 20. j Sigfús Hreiðarsson, formaður Létt- is, var hæstánægður með móttök- 1 urnar og taldi hann daginn vel heppnaðan. llr dagbók lögreglunnar 374 útköll um helgina ALLS voru það 374 útköll sem lögreglan í Reykjavík sinnti þessa helgi. Sex ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrif- um áfengis og verða sjálfsagt flestir þeirra að sjá á eftir öku- skírteini sínu í nokkurn tíma þar sem áfengisneysla og akstur ökutækja fer ekki saman. Ungur piltur var stöðvaður við þá iðju að hlaupa í veg fyrir bifreiðir á Hverfisgötu. Ekki þarf að taka fram hættuna sem slíkri hegðun fylgir og því voru foreldrar hans fengnir til að sækja hann á lög- reglustöð. Alls voru 47 ökumenn stöðvaðir fyrir að virða ekki lög- bundin hraðatakmörk. Tveir handteknir við innbrot í heimahús Tveir karlmenn sem brotist höfðu inn í íbúðarhús í austur- borginni voru handteknir við iðju sína aðfaranótt sunnudags. Ár- vökull íbúi hússins gerði lögreglu strax aðvart er ljóst varð að óvel- komnir gestir voru á staðnum. Þjófarnir voru rétt byijaðir að taka til verðmæti sem þeir hugð- ust taka með sér er lögreglan kom á staðinn. Karlmennirnir sem báðir hafa komið við sögu hjá lögreglu fengu að gista fangageymslur en var síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Maður slasast á baki er klósettið hans brotnaði Karlmaður sem brotist hafði inn í kaffihús á Grandagarði var handtekinn af borgara utan við brotstað. Innbrotsmaðurinn gaf þá skýringu á atferli sínu að hann hafi skort tóbak og því hefði hann farið inn auk þess sem hann væri að safna málum til að komast á Litla Haun. Hann var leiddur til sængur í fanga- geymslu lögreglunnar. Eldur kom upp í togaranum Hjörleifi ÁR 204 þar sem hann lá við Grandabryggju. Óvenju- legar skemmdir urðu en málið sætir rannsókn .hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Óhöpp geta orðið á ýmsum stöðum á heimilinu og skarst maður á baki er klósettið hans brotnaði er hann sat á því. Flytja varð manninn á slysadeild en meiðsli hans voru minni háttar. YANMAR BROT AF ÞVÍ BESTA. bátavélar 4JH-DTXE - 74 hö. m/vökvagír og snuðloka kr. 860.000 án vsk. 4LHM-STE - 230 hö. án gírs kr. 948.000 án vsk. 6LYM-UTE - 315 hö. án gírs kr. 1.380.000 án vsk. Mikið úrval véla frá 9-1100 hö. Skútuvogi 12a, sími 581 2530.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.