Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska MO, THE Blö aUE5TIOM IS, D0E5TME RAKE 60 IM5IDE THE BUNKER OR 0UT5IDE THE BUNKER? ©1996 Untted Feature Syndtoale, Inc. I5THERE LIFE 50MEWHERE EL5E 1 INTHEUNIVERSE? THAT'5 THE BI6 QUE5TI0N.. b Er til líf einhvers staðar annars staðar í alheiminum? Það er stóra spurningin. — Nei, stóra spurningin er hvort hrífan fer í sandgryfjuna eða utan hennar? JHímr0»mIhtaí>ií> BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Iðnmenntun í uppnámi Frá Áma Brynjólfssyni: Jafnræðis krafist BJARNI Ólafsson skrifaði 11.6. ágæta grein í „Smiðju“ Morgun- blaðsins, sem bar heitið „Menntun húsasmiða“ og fjallaði aðallega um þann vanda sem skapast þegar iðnnemar komast ekki í starfsþjálf- un hjá meistara og fá því ekki að ljúka sveinsprófi. - Þarna segir hann vera um misrétti að ræða sem þarfnist úrbóta og að vel kæmi til greina að greiða meisturum og/eða fyrirtækjum hluta launa ef þau vildu taka nema í starfsþjálfun. Það er ekki auðvelt að leysa þetta vandamál, einkum vegna fastheldni á gamla siði, en að greiða meisturum eða fyrirtækjum fyrir að taka nema í starfsþjálfun mun fjölga vandamálunum og skapa úlfúð á vinnustöðum. Sveinspróf í verslun? Að því er best verður séð liggur vandamálið í einangrun iðnfræðsl- unnar og að sérstök lög og reglu- gerð skuli gilda fyrir allar iðngrein- ar, sem eru yfir 60. Vandamálið er að vinnurétturinn er löggiltur, þannig að störf við þessar greinar eru óheimil nema að undangengnu sveinsprófi. Sveinsprófið er í flest- um tilfellum æði óljós stærð og ræðst að miklu leyti af því hveijir eru í prófnefnd hveiju sinni. - Prófnefndarmenn þurfa ekki að hafa neina kennslufræðilega menntun eða þekkingu á að semja eða halda próf. Allt iðnnám sem talist getur til sérþekkingar getur farið fram í skóla, ekki síður en t.d. verslun- arnám. - Hvað myndu menn segja ef kaupmenn og verslunarfólk tæki upp á því að krefjast þess að starfs- greinin yrði löggilt og enginn fengi réttindi til verslunarstarfa nema að undangengnu sveinsprófi? - Prófið héldu sveinsprófsnefndir verslunarinnar, að undangenginni starfsþjálfun á vinnustað. - Þyki þetta fráleitt, - hvað þá með hið gamalgróna sveinspróf? Heiðarleiki Frá Þuríði Sigurðardóttur: EINKENNILEGT hvað trúmál virð- ast hafa dregist inn í umræðuna um komandi forsetakosningar. Deilt hefir verið sérstaklega á einn frambjóðenda fyrir að hann kaus heldur að staðfesta eið með drengskaparheiti, en leggja við guðsnafn. Mér finnst það bera vott um hreinskilni og heiðarleika, sem ber að meta. ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Hjallabraut 3, Hafnarfirði. Sveinsprófið er óþarfi Vandi iðngreinanna liggur m.a. í því að sveinspróf eru algjörlega óþörf, - en til þess að friða þá íhaldssömustu mætti gefa loka- prófi í skóla þetta nafn, gangi það ekki á móti jafnréttislögum. - Fjöldi kvenna tekur sveinspróf at- hugasemdalaust. Öll vinna er þannig vaxin að hún þarfnast einhverrar þjálfunar, al- veg án tillits til menntunar. Góð vaxandi almenn menntun er mann- réttindi, sérnám kemur þar á eftir í bland við annað, - en iðngrein- arnar hafa gagnstæða röðun, „kjaftafögin“ eru minna metin. Vinnustaðaþjálfun tryggir ekki alhliða verklega reynslu, hún ræðst af verkefnum fyrirtækjanna sem veita hana og hæfni samstarfs- manna,. en oft er hún einhæf og takmörkuð. Tölvuvæðum starfsþjálfun í fyrstnefndri grein er sagt að nú verði húsasmiðir að læra að annast viðgerðir eldri húsa, en hvar á að læra þetta. - Þennan lærdóm verður að fá í skóla, erfitt er að koma við slíkri kennslu á vinnustað, jafnvel þótt pláss feng- ist. Ur þessu má þó hugsanlega bæta með nútímatækni. Við lifum á tölvuöld og erum svo heppin að eiga hugbúnaðarsmiði sem eru gjaldgengir á heimsmark- aði. Þessum mönnum ætti að vera létt að gera kennsluforrit sem gerðu það að verkum að á tölv- uskjá mætti leysa næstum hvaða viðfangsefni sem eru þess virði að teljast til sérnáms. Við þetta ynn- ist tvennt, færni í meðferð tölva lærðist um leið og viðfangsefni handverksins eru leyst. - Þennan möguleika ætti að skoða áður en farið er að greiða niður laun í starfsþjálfun, - sveinsprófið er varla á förum alveg á næstunni. ÁRNI BRYNJÓLFSSON, Rauðalæk 16, Reykjavík. Merking á fylgjum ALGENGT er að senda skjöl sem fylgjur (attachments) til Morgunblaðsins með rafræn- um pósti. Því miður er veruleg- ur misbrestur á að upplýsingar séu látnar fylgja með um hvaða forrit hafi verið notað þegar skjalið var stofnað. Það eru því vinsamleg tilmæli að framvegis sé þess getið hvaða forrit var notað við gerð fylgj- unnar og einnig vélagerð, PC, Macintosh eða aðrar vélar. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekkiiylgir- fyrirva.ri.hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.