Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR ÍDAG Um siðleysi og dóma á efsta degi Svar til Guðbjörns Jónssonar Frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni: GUÐBJÖRN Jónsson, Hjarðarhaga 26, Reykjavík, sendir mér opið bréf í Morgunblaðinu 20. júní sl. Mér bæði ljúft og skylt að svara honum nokkrum orðum. Þú telur, Guðbjöm minn, að í dæmum þeim sem ég tiltók um ófor- svaranlega embættisfærslu Ólafs Ragnars Grímssonar, þegar ég rök- studdi ákvörðun mína um að víkja sæti úr yfirkjörstjóm Reykjavíkur, hafi hann verið að veija gerðir und- irsáta sinna í fjármálaráðuneytinu. Þetta er hreinn og klár misskilning- ur. í öllum tilvikum var um að ræða orð og athafnir hans sjálfs. Maðurinn veittist sjálfur úr valda- stóli með stóryrðum og rangsleitni að mönnum sem áttu undir högg að sækja. Þetta gerði hann að því er virtist af þeirri einu ástæðu að hann taldí það á þeim tíma henta sér pólitískt. Allir menn, sem fyrir sökum era hafðir, eiga að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að vera íausir undan geðþóttadómum manna í opinberam valdastöðum. Ég hef alltaf talið slíkar dómsupp- kvaðningar valdsmanna siðlausar og skiptir þá engu máli hver í hlut á. Þú ættir að setja sjálfan þig í spor þeirra manna sem slíkt hafa þurft að þola, t.d. fyrirsvarsmanna Hafskips, þegar Ólafur Ragnar fór hamföram á Alþingi og sakaði þá ranglega um að hafa svikið fé út úr Utvegsbankanum f þágu sjálfra sín. Ef þú gerðir það myndirðu skilja betur hvað ég á við. Mér kemur ekki í hug nokkur annar maður, sem trúað hefur verið fyrir opinberu valdi á íslandi á síðari árum, sem kemst nálægt Ólafi í sh'ku framferði. Og nú vill hann verða forseti íslands, þjóðhöfðingi okkar og sameiningartákn. í því skyni hefur hann skipt um persónu- leika, rétt eins og þú, Guðbjöm, skiptir um fót, áður en þú ferð í kirkju. Og hann vill að við strikum yfír fortíð hans og metum hann eingöngu út frá silkimjúku kosn- ingahjalinu nú. Upprifjun á óum- deildum staðreyndum í fortíðinni heitir nú „skítkast"! Þér er fijálst að láta þetta eftir honum ef þú vilt. Ólafur getur samt aldrei orðið að sameiningartákni fyrir þjóðina. Allt of stór hluti hennar hefur svo megna skömm á gjörðum hans í fortíðinni, að þar mun varla nokk- urn tíma gróa um heilt. Það fólk, sem fyllir þann stóra flokk, mun seint geta litið á hann sem forseta sinn, jafnvel þó að nægilega margir verði til að kjósa hann í embættið. Ég hef engan áhuga á trúarskoð- unum Ólafs Ragnars Grímssonar og ég ber fulla virðingu fyrir þeim vafa sem margir menn bera í bijósti um tilvist guðs. En ég ber hins vegar enga virðingu fyrir manni, sem allt í einu lýsir yfir því, eftir að hann fer í forsetaframboð, að hann ekki bara trúi á guð, heldur hafi haft sterka trúarsannfæringu allt frá bamæsku, vígða í eldi erfiðr- ar lífsreynslu, þegar sá sami maður hefur allt fram að því að hann hugði að framboði lýst því opinberlega að hann trúi „eiginlega“ ekki á tilvist guðs. Og Guðbjörn minn, þér fínnst Ölafur Ragnar var greindur. Það fínnst mér ekki. Ég gef a.m.k. ekki mikið fyrir þá „greind“, sem leyfir þá framkomu, sem Ólafur hefur sýnt meðbræðram sínum á liðnum áram og þann tvískinnung, sem hann sýnir nú. Góði Guðbjörn! Við eigum að taka siðferðilega afstöðu til framkomu annarra manna, ekki síst þeirra sem fengið hefur verið opinbert vald í okkar umboði. Við verðum auðvitað að gæta okkar á því að vera sann- gjörn og halla hvergi réttu máli. En afstöðuna eigum við að taka. Okkur ber raunar bein skylda til þess, þegar sá sem í hlut á vill láta velja sig sem sameiningartákn okk- ar allra í embætti sjálfs þjóðhöfð- ingjans. Ef við tökum ekki slíka afstöðu, en Iokum í þess stað augum og eyram, verðum við með ákveðn- um hætti samábyrg fyrir siðleysi mannsins. Lausnin getur aldrei fal- ist í því, eins og mér sýnist þú telja, að forðast slíka afstöðu af ótta við dóm á efsta degi. Ég efast um að afstöðuieysið, sem þú talar fyrir, verði það framlag í málflutning þinn fyrir þeim dómstóli, sem þú virðist telja. Með kveðju, JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON hri. Að slá tvær flugnr í einu höggi Frá Helga Rúnari Hilmarssyni: EFTIR fáeina daga mun íslenska þjóðin kjósa sér nýjan forseta. Eins og við mátti búast era skiptar skoð- anir um ágæti þeirra flögurra ein- staklinga sem í framboði eru. Venjulega fara slíkar kosningar þannig fram að fólk velur sér þann frambjóðanda sem það sættir sig best við og telur að muni valda starfínu best og kýs í samræmi við það. Þetta heitir að kjósa sam- kvæmt sannfæringu. Nú er það svo að margir ætla að fara öðravísi að í þessum forseta- kosningum. Það virðist sem margir landsmenn geti ekki hugsað sér að Ólafur Ragnar Grímsson sigri í komandi kosningum. Þetta fólk seg- ist ætla að greiða þeim frambjóð- anda atkvæði sitt sem verður næst- ur Ólafí að fylgi í síðustu skoðana- könnun. Þegar þetta er skrifað er Pétur Hafstein í öðru sætinu, en fast á hæla hans fylgir Guðrún Agnarsdóttir, sem virðist stöðugt vinna á. Annar hópur fólks segist ætla að kjósa Ólaf Ragnar til að koma í veg fyrir að Pétur Hafstein eigi möguleika á að ná kjöri. Það vill svo til að flestir viðmæl- endur mínir sem ætla að nota at- kvæði sitt til að kjósa gegn Ólafi eða Pétri segja mér að þeim finnist í raun Guðrún Agnarsdóttir vera ákjósanlegasti frambjóðandinn. Þetta fólk telur sig hins vegar vera knúið til að ráðstafa atkvæði sínu eftir þeim vísbendingum sem skoð- anakannanir gefa, til að hindra framgang „óvinarins“. Það hafði hvarflað að mér að nota atkvæði mitt á þennan hátt, en ég hef ný- lega ákveðið að gera það ekki. Eg hef komist að þeirri niðurstöðu að þáð er hægt að slá tvær flugur í einu höggi með því að kjósa Guð- rúnu Agnarsdóttur. Stuðningur við framboð hennar fer hraðvaxandi, enda virðist hún vera eini raunhæfi kosturinn fyrir þá sem ekki vilja gera forsetakosningarnar flokks- pólitískar. Með því að kjósa Guð- rúnu get ég stutt þann sem er að mínu mati frambærilegasta forseta- efnið og þar með sinnt lýðræðis- legri skyldu minni. Á sama tíma vel ég frambjóðanda sem líklegur er til að ógna forskoti þess sem nú hefur mest fylgi, en ég vil síður að hann verði forseti íslands. HELGIRÚNAR HILMARSSON, námsmaður, Sigluvogi 16, Reykjavík. Með morgunkaffinu FYRIRGEFÐU hvað ég kem seint, ég þurfti að setja linsurnar í mig Farsi 'fianjy getur ekki komio / si/nan/i.f/cinn ai bóa. sig unc/ir strritulexunamá/»ske/é/i. COSPER ÉG ER búinn að fá vinnu! Þú átt að byrja í fyrramálið, klukkan 5.30, stundvíslega. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Svefnpokar töpuðust ÞRÍR svefnpokar sem voru í svörtum ruslapoka töpuðust á. leiðinni frá Straumsvík að Grafar- vogi sl. fímmtudag. Hafl einhver fundið pokana er hann beðinn að hringja í Pétur í síma 896-6060. Fundarlaun. „Álfar“ töpuðust FIMM keramikálfar voru teknir úr garðinum við Tunguveg 68 í Reykjavík í kringum 30. maí. í fyrra var tekin keramikgor- kúla úr sama garði. Alf- arnir eru eigandanum mjög kærir því þeir eru handunnir af dóttur hennar. Viti einhver hvað hefur orðið um þessa álfa er hann vinsamlega beð- inn að láta vita í síma 553-3197. Úr tapaðist KASIO-kafaraúr tapað- ist á tónleikum David Bowie í Höllinni sl. fímmtudagskvöld. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 552-6803 eða 553-1635. Fundarlaun. Gæludýr Týndur köttur SVÖRT læða með marg- litt fléttað hálsband tap- aðist frá Skarphéðins- götu 6 þar sem hún var í heimsókn. Hún á hins vegar heima á Tómasar- haga. Hafi einhver orðið hennar var er hann beð- inn að hringja í síma 562-9151 eða vinnusíma 569-6112. Jóna Finndís. Týnd læða SVÖRT og hvít fremur smávaxin læða með græna ól um hálsinn hvarf frá Suðurgötu 4 í Reykjavík sl. fimmtudag. Ef einhver hefur séð hana er hann beðinn að hafa samband í síma 562-4810 eða 562-2762. Kettlingar TVEIR sjö vikna kassa- vanir kettlingar þurfa að eignast góð heimili. Ann- ar er svartur, hin gulur. Upplýsingar á daginn í síma 560-9670 og á kvöldin í síma 557-6465. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á al- þjóðlega Sigeman & Wernbro mótinu í Malmö í Svíþjóð sem nú er að ljúka, í viðureign tveggja sæn- skra stórmeistara. Jonny Hector (2.520) var með hvítt, en Pia Cramling (2.520), hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 29. Bd4-f6. 29. - Re4! 30. Bxd8 - Bc5+ 31. Khl - Rf2+ 32. Hxf2 - Bxf2 33. Bf6! (Hótar 34. Dh6 og mátar, en Pia fínnur rétta svarið) 33. - Dxe2! 34. Hal (Eða 34. Hg2 - h5! Með vinn- ingsstöðu) 34. - Dd2! 35. g3 - Dc2 og Jonny Hector gafst upp. Þau tvö sem hér áttust við mega áreiðanlega teljast brögð- óttustu skákmenn Svíþjóð- ar, enda var hér ýmislegt reynt, með misjöfnum ár- angri. Víkverii skrifar... VÍKVERJI brá sér norður yfir heiðar um daginn. Nú er bund- ið slitlag alla leið til Húsavíkur þann- ig að það er ekki nema þægilegur rúntur að skreppa tii Akureyrar. Á nokkrum stöðum var unnið við að bæta slitlagið og Víkveiji furð- aði sig á því hve óþolinmóðir marg- ir ökumenn voru á þessum köflum, sem þó voru rækilega merktir og hámarkshraðinn gefinn upp. Sumir hvetjir óku eins og vitlausir væru og sendu Víkveija og fjölskyldu hans tóninn því hann tafði umferð- ina að þeirra mati. Það eru öku- menn sjálfir sem borga fyrir þessar viðgerðir og flestum ætti að vera ljós nauðsyn þess að fara rólega yfir nýlagða klæðningu til að þjöpp- unin takist vel, og ekki síður til að forðast óþarfa steinakast yfir sjálfa sig og aðra. xxx ÍKVERJI minnist þess að hafa viðhaft einhver ljót orð um veðurfarið á okkar ágæta landi þeg- ar hann var að beija klakann af bílr- úðunum í vetur. En á fögrum sumar- nóttum liggur minningin um vetrar- byljina í dvala og brjóstið fyllist stolti og væntumþykju á okkar fagra landi. Hvarvetna var að líta reisulega bæi og grösug tún og varla nokkurs staðar að sjá rusl við þjóðveginn. Ekki veit Víkveiji hvort bændur hafa sett rollur sínar á námskeið hjá Umferðarfræðslunni, en hitt var víst að búfénaðurinn hélt sig að mestu utan vegar. Athygli Víkveija var vakin á því er hann ók framhjá Blöndu hversu tær áin er orðin og er það vegna þess að gruggið í henni sest til í uppistöðulóninu sem var gert vegna Blönduvirkjunar. Þetta er gríðarlega stórt lón og það sést af Kjalvegi norðan Hveravalla og í það eru nú seld silungsveiðileyfi. Fróðir menn segja líka að laxveiði hafi aukist í Blöndu vegna þess hversu tær hún er orðin. XXX VÍKVERJI er fréttaþyrstur en ekki að sama skapi áhugasam- ur um íþróttir. Þess vegna verður hann alltaf jafnfúll þegar íþrótta- kappleikir eru látnir valta yfir aug- lýsta dagskrá og fasta dagskrárliði I sjónvarpinu. Fréttunum er frestað og barnatíminn er meira að segja rifinn af börnunum, sem eru þó ekk- ert of sæl af sínum hlut í sjónvarp- inu. Víkveija eru með öllu óskiljan- leg þau forréttindi sem íþróttaá- hugafólk nýtur á öllum ljósvakamiðl- um. Skoðanakannanir sýna að það eru ótrúlega margir sem hafa gaman af að horfa á hálffullorðna karlmenn bítast um leðurtuðra, svo efnið á vissulega heima í sjónvarpinu. En að láta alla fasta dagskrárliði víkja fyrir þessu efni er gjörsamlega ólíð- andi. Svona sérhæft efni á að senda út á sérstakri rás þannig að það trufli ekki þá sem engan áhuga hafa. Þegar Víkveiji viðraði þessa skoð- un í kunningjahópi hafði einhver orð á því að þá þyrftu að vera til fleira en eitt sjónvarpstæki á heimilinu því vel gæti verið að einhver hluti fjöl- skyldunnar vildi frekar horfa á eitt- hvað annað en fótbolta. Það gæti því valdið ósætti á heimilinu ef ekki væri öðru tæki til að dreifa. Það styrkti að sjálfsögðu þá skoð- un Víkveija að ekki væru allir hrifn- ir af boltaleikjum, en er það sjón- varpsins að koma í veg fyrir heimil- iseijur með því að leggja rás allra landsmanna undir kappleiki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.