Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ1996 B 7 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Einleikur meist- aranna ÍSLANDSMEISTARAR ÍA náðu sér heldur betur á strik á Kópavogsvelli í gærkvöldi og sýndu eflaust sinn besta leik í sum- ar er þeir heimsóttu vængbrotið lið Breiðabliks og gjörsigruðu, 4:0. Sigurinn var síst of stór því með smáláni hefðu meistaranir hæglega getað gert þrjú til fjögur mörk til viðbótar. Ljóst er á þessum leik að þeir eru óðum að ná sér á strik og ef þeir halda uppteknum hætti í næstu leikjum standa fáir þeim á sporði. Strax á upphafsmínútum leiksins var fyrirséð að leikurinn yrði bráðskemmtilegur því bæði lið léku gHBI hratt og skipulega ; og virtust þess albú- Benediktsson in að skemmta sjálf- skrifar um sér og öðrum. Blikum tókst að verða fyrri til að ógna marki er Gunnlaugur Einarsson átti þrumu- skot framhjá á 3. mínútu. En það voru Skagamenn sem áttu fyrsta dauðafærið er Cardaklija varði vel skA frá Bjarna Guðjónssyni er hann slapp inn fyrir vörnina hægra megin á 8. mínútu. Þannig hélt leikurinn áfram og framan af var jafnræði með báðum fylkingum sem á vellin- um voru. En þá tóku meistararnir til sinna ráða og á tveggja mínútna kafla tóku þeir frumkvæði með tveimur fallegum mörkum frá Mih- ajlo Bibercic. Mörkin komu sem rothögg á heimamenn sem drógu sig til hlés og leikmenn IA voru ekki lengi að grípa tækifærið og taka öll völd á miðjunni og léku heimamenn grátt en án þess þó að 0:1 Á 35. mínútu sendi Sigursteinn Gíslason fyrir mark Breiðabliks frá vinstrí og Vilhjálmur Haralds- son skallaði frá og rétt út fyrir vítateiginn vínstra megin. Þar stóð Mihajlo Bibereic og sneri baki í markið. Hann tók boltann niður á brjóstið og sneri sér í hálfhring og skaut viðstöðulaust í vinstra markhomið efst án þess að Pálmi Haraldsson sem var nærstaddur næði að trufla. 0«^%óiafur Þórðarson ■ JCaisendi knöttinn frá miðju vallarins út á hægri kant- inn þar sem Mihajlo Bibercic var staddur. Bibercic sá að Carad- aklija, markvörður Blika, stóð framarlega í teignum og Bib- ereic sýndi því ekkert hik og skaut háu skoti í átt að marki og Cardaklija tókst lítillega að klóra í knöttinn áður en hann fór í markið. ■Ot iHaraldur Ingólfsson ■ <%#tók aukaspymu frá vinstri kanti á 52. mínútu. Hann sendi knöttinn í boga inn á miðj- an vítateig Blika þar sem Ólafur Adoifsson skaut laust að marki og knötturinn hafnaði í vinsti stönginni og rúllaði þaðan tii Cardaklija sem tókst ekki að ná honum og Bjami Guðjónsson kom aðvifandi og renndi knett- inum í netið. Ol/| ■Hps 'Sigursteins á miðjum leikvelli Blika á vinstri kanti fór boltinn til Haraldar sem sendi snöggt aftur á Sigurstein sem renndi upp í vinstra hornið á Harald sem þar kom askvaðandi og lék upp að endamörkum og sendi fyrir markið þar sem Bib- ercic skallaði fast í hægra markhornið. Þetta gerðist á 65. mínútu. skora fleiri mörk fyrir leikhlé. Eftir að Blikar höfðu fengið sitt besta marktækifæri í leiknum á 2. mínútu síðari hálfleiks, er Þórður Þórðarson varði glæsilega fast skot Kjartans af stuttu' færi, sögðu Skagamenn hingað og ekki lengra. Á ný tóku þeir leikinn í sínar hendur og létu hveija sóknina á fætur ann- arri dynja á Breiðabliksliðinu og það gat ekki endað nema á einn veg. Bjami bætti við þriðja markinu og Bibercic fullkomnaði þrennu sína í leiknum er hann bætti fjórða marki ÍA við. Og Skagamenn héldu áfram að sækja og um tíma slógu þeir upp flugeldasýningu og það voru þeir Ólafur Þórðarson og Haraldur Ing- ólfsson sem sáu um að tendra á þeim með dyggri aðstoð Jóhannesar Harð- arsonar og Alexanders Högnasonar. Sigurður Halldórsson þjálfari Blika reyndi að hressa upp á sveit sína er 20. mínutur lifðu af leiknum með tveimur skiptingum en allt kom fyrir ekki. Blikar voru leiknir sundur og saman og þau fáu skipti sem þeir höfðu þor til að nálgast mark gestanna var tilraun þeirra undan- tekningarlítið kæfð áður en hættu- ástand myndaðist. Yfirburðir ÍA voru algjörir og ljóst að hafi knattspyrnu- skóli ÍA ekki hafið starfsemi enn á þessu sumri er þessi Ieikur hófst þá var honum hleypt af stokkunum á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Blikar léku án tveggja máttar- stólpa, þeirra Amars Grétarssonar og Þórhalls Hinrikssonar sem voru í leikbanni. Eflaust hefur það haft sitt að segja en á hitt ber að líta að Blik- ar misstu móðinn í fyrri hálfleik iíkt og gerðist gegn Fylki í fyrstu um- ferð og það máttu þeir vita að um leið og þeir gæfu meisturunum eftir litla fingurinn þá væri ekki aftur snúið. Liðið situr nú eitt og yfirgefið í neðsta sæti og miðað við gærkvöld- ið verður eitthvað róttækt að eiga sér stað ætli það sér að skríða ofar. Helst var að varnarmennirnir reyndu að sýna hvers þeir eru megnugir en allir leikmenn Blika eiga að geyma þennan leik vel í minni og læra af honum - öðruvísi verður ekki betur gert. Attamfirk íÓlafsfirði Leiftur lagði Stjörnuna að velli, 5:3, eftiróskabyrjun, tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum KNATTSPYRNAN er kyndug íþrótt og kunn er sú gagnrýni að ekkert sé að gerast á vellinum langtímum saman, mark- tækifæri fá og mörkin enn færri. Þetta á ekki við um leik Leifturs og Stjörnunnar í Ólafsfirði í gær. Þar var lítið um miðjuspil og dútl í anda sumra landsliða Evrópu heldur voru það snarpar sóknir sem giltu. Þessi sóknarknattspyrna gaf átta mörk og hefðu þau hæglega getað orðið mun fleiri. Heimamenn í Leiftri voru grimmari og uppskáru sanngjarnan sigur, 5:3. jjjjftir 5 mínútna leik var staðan Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR Adolfsson er hér í baráttu við fyrrum félaga slnn Theódór Hervarsson, Hðkon Sverrlsson og Kristófer Sigurgeirsson fylgjast með af athygli. KR afgreiddi Fylki á þremur mínútum KR-INGAR héldu áfram sigurgöngu sinni íÁrbænum ígærkvöldi er þeir unnu Fylki, 2:0. Mörkin komu með tveggja mínútna millibili í síðari hálfleik. KR er eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað leik og er nú í öðru sæti, tveimur stigum á eftir ÍA en á einn leik til góða. Leikur Árbæinga var ekki rismikill enda komu Fylkismenn til leiks með það veganesti að veijast. Þeir stilltu upp fimm manna vaiur B vörn og voru aðeins með Jónatansson Kristin Tómasson í skrifar fremstu víglínu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að leggjast í vörn á heima- velli og Árbæingar fengu að súpa seyð- ið af því í síðari hálfleik. KR-ingar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu. I upphafi leiks björguðu Arbæingar tvisvar á marklínu eftir þunga sókn KR. í fyrra skiptið eftir skot Þorsteins Jónssonar og síðan skalla frá Olafi Kristjánssyni. Eftir því sem leið á hálfleikinn dofnaði yfir KR-ingum Kvennalandsliðið til Þýskalands Islenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu leikur á föstudaginn og sunnudaginn tvo vináttulandsleiki gegn Þjóðveijum í knattspyrnu. Eru leikirnir liður í undirbúningi ísiands fyrir síðasta leik undankeppni EM sem verður við Rússa í ágúst. Leik- urnir við Þjóðveija verða ytra, sá fyrri í Mannheim en hinn síðari í Pforzheim. Kristinn Björnsson landsliðþjálfari hefur valið sextán manna hóp fyrir leikina og er hann þannig skipaður: Markverðir: Sigfríður Sóphusdóttir, Breiðabliki Sigríður F. Pálsdóttir, KR Aðrir leikmenn: Ásthildur Helgadóttir, Breiðabliki Erla Hendriksdóttir, Breiðabliki Helga Ósk Hannesdóttir, Breiðabliki Inga Dóra Magnúsdóttir, Breiðabliki Katrín Jónsdóttir, Breiðabliki Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki Sigrún Óttarsdóttir, Breiðabliki Vanda Sigurgeirsdóttir, Breiðabliki Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR Olga Færseth, KR Ingibjörg Ólafsdóttir, ÍA Guðrún Sæmundsdóttir, Val Ragna Lóa Stefánsdóttir, Val Auður Skúladóttir, Stjörnunni 0:1 Einar Þór Daníelsson komst upp að enda- mörkum vinstra megin á 63. mínútu, sendi boltann fyrir á fjærstöng. Þar var Hilmar Björnsson og skallaði út í miðjan vítateiginn á Ríkharð Daðason, sem náði ekki að skjóta. Boltinn barst til Heimir Guðjónsson , sem var mættur inn í vítateiginn og skaut boltanum í hægra hornið í gegnum þvögu Fylkis- manna. Guðmundur Bene- idiktsson vann bolt- Hafi Stígssyni rétt við miðlínu á vallarhelmingi Fylkis vinstra megin á 65. mín. Hann lék boltanum áfram í átt að víta- teignum og lét vaða af 25 metra færi, knötturinn hafnaði í vinstra hominu. Glæsilegt mark. orðin 2:0 og áhorfendur varla farnir að koma sér þægilega fyrir í veðurblíðunni. Stefán Þór Mörkin fæddust Sæmundsson eftir liprar sóknir skrifarfrá og fábrotna varn- oiafsfirði artilburði. Stjarnan reyndi að hrista hina ísköldu vatnsgusu af sér en þá reið önnur alda yfir og Leiftur komst í 4:0 eftir hálftíma leik. Skemmst er frá því að segja að Stjörnumenn voru afar daprir í fyrri hálfleik þótt þeir næðu að pota inn einu marki. Þá höfðu heimamenn fengið ein sjö þokkaleg færi á móti einu færi gestanna. Bjarni Sigurðsson varði t.a.m. glæsilega frá Gunnari Má og Lazorik. í fyrra tilfellinu höfðu Leiftursmenn spilað knettin- um u.þ.b. fimmtán sinnum á milli Morgunblaðið/Golli EINAR Þór Danielsson, KR-ingur, leikur hér framhjá varnarmannl Fylkis, Enes Coglc. Elnar Þór átti þátt í fyrra markl KR-inga. og fátt markvert gerðist fram á leikhléi. í síðari hálfleik kom svo að því að vesturbæingar brutu ísinn og það gerðu þeir með tveimur mörk- um með tveggja mínútna millibili er og var síðara markið sem Guð- mundur Benediktsson gerði stórglæsilegt. Eftir þetta áhlaup KR-inga róuðu þeir leik sinn og héldu fengnum hlut, enda Fylkis- menn ekki líklegir til stórræða. Ólafur Kristjánsson átti ágætt skot er 12 mínútur voru eftir sem varn- armaður Fylkis bjargaði á mark- línu. Besta færi Fylkis fékk Enes Cogic í síðari hálfleik, en skot hans úr vítateignum fór langt framhjá. Fylkismenn verða heldur betur að hysja upp um sig buxurnar ætli þeir sér að hanga í deildinni. Uppskeran til þessa eru aðeins þijú stig eftir fimm leiki. Það er veikleikamerki og minnimáttar- kennd að hugsa aðeins um að fá ekki á sig mark, í stað þess að sækja til sigurs á heimavelli — ef ekki á heimavelli, hvar þá? Þórhall- ur Dan, sem hefur verið hættuleg- asti framlínumaður liðsins, lék á miðjunni og nýtist ekki eins vel þar. Kristinn Tómasson fékk fáa bolta til moða úr frammi, enda var markmið þjálfarans að halda hreinu, en ekki skora. KR-ingar voru yfirvegaðir í leik sínum og léku oft á tíðum vel sam- an. Þeir sýndu mikla þolinmæði og biðu færis og uppskáru eftir því. Heimir Guðjónsson var eins og kóngur á miðjunni. Brynjar vex með hveijum leiknum og steig ekki feilspor allan leikinn og Guð- mundur var síógnandi í framlín- unni og hélt uppteknum hætti — skoraði eins og hann hefur gert í öllum fimm deildarleikjum KR til þessa. 4 «^\Strax á 2. mínútu barst knött- I ■\#urinn til Gunnars Oddssonar rétt fyrir utan vítateig Stjörnunnar og lét hann skot ríða af. Knötturinn fór f einn varnarmann gestanna, breytti um stefnu og söng í netinu. O ■i"\Á 5. mínútu iék Sverrir Sverris- ■■■■\#son upp hægri kantinn, sendi inn á vítateiginn á Pál Guðmundsson og Páll potaði knettinum áfram til Baldurs Bragasonar, sem skoraði örugglega. 3« ^%Á 21. mínútu kom löng sending ■ \#frá hægri kanti inn á Rastislav Lazorik, sem lagði knöttinn fyrir sig og þrumaði svo í netið. VI «#\Tíu mfnútum sfðar sendi Gunn- Hr«\Jar Oddsson inn á Pál Guð- mundsson, sem náði að pota knettinum í markið aðþrengdur af vamarmönnum Stjörnunnar. 4« 4| Mínútu fyrir leikhié léku Bald- ■ 1 ur Bjarnason og Birgir Sigfús- son upp hægri kantinn og náðu þeir að opna vörn Leiftursmanna. Vamarmönnum heimamanna tókst ekki að hreinsa frá og Rúnar Sigmundsson skoraði með góðu skoti rétt utan vftateigs. 4m *%Á 65. mínútu óð Baldur ■ fcBjarnason upp hægri kantinn, lék inn að vítateig og skaut góðu skoti með vinstri fæti að marki. Knötturinn fór f boga yfir Þorvald S marki Leifturs og í homið fjær. Glæsilegt mark. 4* Stjörnumenn fengu auka- ■ líPspyrnu rétt fyrir utan vítateig vinstra megin og úr spyrnunni skoraði Goran Kristófer Micic með þrumuskoti efst í markhornið. Þetta gerðist á 70 mínútu. 5«*JÁ 78. mínútu gaf Gunnar ■ %3IOddsson fallega sendingu frá hægri kanti inn á vítateig Stjörnumanna, beint á kollinn á Baldri Bragasyni, sem skallaði að marki og knötturinn hafnaði í netinu þrátt fyrir ágæt tilþrif Bjama Sigurðssonar markvarðar. sín á markvissan hátt meðan Stjörnumenn horfðu á. í seinni hálfleik björguðu varnarmenn Stjörnunnar á línu eftir fimm mínútna leik en síðan fór iiðið að bíta frá sér. Ragnar Árnason og Ingólfur Ingólfsson hleyptu lífi í leik Stjörnunnar og Baldur Bjarnason fór á kostum í einleik og samspili. Skot hans voru hættuleg og eitt rataði í netið. Stjarnan minnkaði muninn í 4:3 en heimamenn svöruðu. Leikurinn var galopinn allt til enda, fleiri færi, vel útfærðar sóknir en lítið öryggi í leik liðanna. Með þessum sigri ætti Leiftur að hafa sannað að liðið á heima í toppbaráttunni með KR, IA og IBV en þó skortir enn stöðugleika í liðið. Gunnar Oddsson átti stór- leik að þessu sinni og Baldur, Páll, Lasorik og Sverrir voru oft skæðir í sókninni. Baldur Bjarna- son var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Bjarni varði oft vel og Birgir Sigfússon var drífandi. Stjarnan er óútreiknanlegt lið en þó líklegt að það verði í barátt- unni um miðbik deildarinnar. Zamorano til Inter Mílanó IVAN Zamorano, landsliðs- miðheiji Chile, sem hefur leikið með Real Madrid, sagði í gær að hann væri á leiðinni til Inter Milanó; skrifar undir samning við liðið í vikunni. Hann er í æfingabúðum með landslið- inu í Chile, heidur til Italíu í dag. „Ég er nyög spenntur fyrir að leika með Inter, sem er einn £if frægustu liðum Evrópu,“ sagði Zamorano. Ermolinski með Skaga- mönnum ALEXANDER Ermolinski, körfuknattleiksmaðurinn sterki, sem hefur leikið með Skallagrími í Borgarnesi undanfarin ár, gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarliðs ÍA. U E FA Burn 96 ENSKA landsliðið í knattspyrnu hefur nú unnið sér rétt til þátttöku - í undanúrslitum á EM í fyrsta skipti síðan keppnin fór fram á Italíu árið 1968. LÖGREGLA þurfti aðeins að handtaka sextán áhorfendur að loknum leik Englendinga og Spán- verja á laugardaginn og kvaðst vera ánægð með hversu fáir það hefðu verið sem hefðu verið með leiðindi. EF það verða Þjóðverjar, sem fara með sigur af hólmi í undanúr- slitaleiknum gegn Englendingum morgun verða þeir fyrsta liðið utan Bretlandseyja til að fagna sigri fjórum sinnum á Wembley- leikvanginum. Áður hafa Þjóðverj- ar sigrað Englendinga árin 1972, 1982 og 1991 á Wembley. ■ ÞRIR leikmenn enska liðsins, >eir Stuart Pearce, David Platt og Paul Gascoigne, voru í lands- liðshópi Englendinga, sem beið lægri hlut fyrir Þjóðverjum eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitaleik liðanna á heimsmeistaramótinu á Ítalíu 1990. ■ ÞÁ eru í leikmannahópi Þjóð- verja í Evrópukeppninni fjórir leik- menn, sem fögnuðu sigri_ á Eng- lendingum í leiknum á Ítalíu en það eru þeir Stefan Reuter, Thom- as Hassler, Jiirgen Klinsmann og Jiirgen Kohler. KLINSMANN og Kohler eru reyndar báðir meiddir og verða því að" láta sér nægja að fylgjast með leiknum úr stúkunni og vona að félagar þeirra í þýska liðinu endur- taki afrekið frá því á heimsmeist- aramótinu 1990. ÞJÓÐVERJAR gætu orðið í nokkrum vandræðum með fram- heija í leiknum á morgun því Klins- mann er ekki sá eini úr framlín- unni, sem er meiddur. Fredi Bobic, leikmaður Stuttgart, er farinn heim eftir að hafa meiðst illa gegn Kró- ötum á sunnudag og þeir eru því einir eftir úr fremstu víglínu Oliver Bierhoff og Stefan Kuntz, sem hvorugir hafa náð sér á strik í keppninni. ■ EINN þekktasti knattspyrnu- maður allra tíma, Franz Becken- bauer, telur Englendinga sigur- stranglegri gegn sínum mönnum, Þjóðverjum, í leiknum á morgun. Beckenbauer telur að áhorfendur á bandi Englendinga og meiðsli í herbúðum Þjóðverja gætu reynst þeim þýsku erfiður biti að kyngja. ■ TEKKAR eru í sjöunda himni yfir góðu gengi sinna manna í Evr- ópukeppninni og Karel Poborsky, sá er skoraði sigurmarkið Tékk- anna gegn Portúgölum á sunnu- dag, er nú þjóðhetja í heimalandi sínu. __ ■ FÓLK söng og dansaði á götum úti í Prag, höfuðborg Tékklands, á sunnudaginn en tuttugu ár eru liðin síðan Tékkóslóvakía, sem nú heyrir sögunni til, fagnaði sigri í Evrópukeppninni í Júgóslavíu. ■ FJÓRIR leikmenn úr byrjunar- liði Tékka verða í leikbanni i und- anúrslitaleiknum gegn Frökkum á morgun, en þetta eru þeir Radek Latal, Jan Suchoparek, Radek Bejbl og Pavel Kuka. ■ AUK áðurnefndra leikmanna Tékka er óvíst hvort þeir Patrik Berger og Jiri Nemec geta leikið með félögum sínum á morgun en Berger hefur verið veikur og Nemec gengur ekki heill til skógar eftir að hafa meiðst f leiknum gegn Portúgölum á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.