Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • L AGN AFRÉTTiR • GRÓDUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTfR • 3to*tqgmM$ítíb Lítil ásókn í nýju lánin LÍTIL ásókn hefur verið í njrju húsbréfalánin til 15 eða 40 ára, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Af nær 3.000 afgreiddum umsóknum í ár, hafa aðeins verið veitt um 100 lán til 40 ára og 15 ára lán- in eru mun færri. / 2 ? Málmar í lagnir EKKI má kenna efninu um vatnsskaðana hér nema að litlu leyti, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í Lagnafréttum. Orsökin er oftast rðng hönnun, rangt val á íagnaleiðum, röng - meðhöndlun efnis á lagnastað og rangur frágangur. / 9 ? U T T E K T Hverfis- gata 18 ÞAÐ er ávallt fagnaðar- efni, þegar gömul hús í gamla bænum í Reykja- vík eru gerð upp. Nú hefur faríð frain gagnger endurnýj- un á húsinu að Hverfisgötu 18 að utan, bæði á þaki og á ölluin hliðum hússins. Um leið var út- lit hússins fært í upprunalegt horf eins og hægt var. Þetta Ms er mjög samofið sðgu Reykjavíkur á þessari öld, en Pétur Brynjólfsson Ijós- myndari og Gestur Einarsson umboðssaU létu byggja húsið 1906 og það er því 90 ára á þessu árí. Mjög var til hússins vandað, en það var að hluta byggt með það fyrir augum að reka þar ljósmyndastofu. Húsið var hannað og byggt af Magnúsi Th. Blöndal húsa- smið, sem byggði mðrg glæsi- legustu timburhásin í Reykja- vík um og eftir síðustu alda- mót. Þeir Jdhann Ólafsson og Björn Arnórsson keyptu húsið 1930 fyrir heildverzlunina 36- hann Olafsson og Co. og hafði fyrirtækið síðan aðsetur í hús- inu allt fram til ársins 1974, en húsíð er enn í eigu fyrirtækis- ins. Sfðustu áratugi hafa ýmsir leigjendur verið í húsinu að Hverfisgötu 18, aðallega ljds- myndastofur. Eins og í upphafi þykir húsið hentugt enn í dag fyrir Ijósmyndastarfsemi og þar er rekin umfangsmikil starfsemi af því tagi, enda þótt húsinu hafi verið breytt mikið að innanverðu til móts við krðfur nátímans. / 18 ? Meiri hreyfing á fasteignamarkaðnum ÞAÐ sem af er þessu ári, hefur ver- ið mun meiri hreyfing á fasteigna- markaðnum en á sama tímabili í fyrra. Til marks um það hefur orðið 25% aukning í ár á umsóknum um húsbréfalán vegna notaðs húsnæðis. Nokkru minni aukning hefur orðið á umsóknum vegna nýbygginga ein- staklinga eða um 13%. Að sögn Jóns Guðmundsonar, for- manns Félags fasteignasala, hefur íbúðasala verið lífleg að undanförnu. Markaðurinn tók að sækja í sig veðr- ið sl. haust og mikil hreyfing er í fast- eignasölunni nú, bæði hvað varðar íbúðir og atvinnuhúsnæði. Að sögn Jóns er í mörgum tilvik- um skortur á ýmsum gerðum íbúða eins og góðum sérhæðum með bíl- skúr í vesturbæ og íbúðum á svæð- inu sem næst Háskóla íslands. Margir námsmenn utan af landi kjósa heldur að kaupa en leigja og gera það þá gjarnan með aðstoð for- eldra. Þá er einnig tilfinnanleg vönt- un á íbúðum á miðbæjarsvæðinu en síður í úthverfum. Ekki er samt um sýnilega verð- hækkun á íbúðum almennt að ræða þrátt fyrir aukna eftirspurn, en haldi markaðurinn áfram með þeim kr afti, sem einkennt hefur hann að undan- förnu, má gera ráð fyrir, að verðið fari hækkandi, ef eitthvað er. Verð á stórum húsum hefur ekki heldurhækkaðennþá.Talvertafþeim hefur þó selzt að undanfórnu og ástæðan er ekki hvað sízt fyrirgreiðsla verðbréfafyrirtækjanna, sem hófu að lána svokölluð fasteignalán til 25 ára út á íbúðarhúsnæði í fyrra. Meiri hreyfing hefur líka verið á atvinnuhúsnæði en áður að sögn Jóns Guðmundssonar og áberandi vöntun er á einstökum gerðum svo sem litlum verzlunarplássum við Laugaveg og hentugum og vel inn- réttuðum skrifstofuhæðum, ýmist af minni gerð eða þá mjög stórum. Eins er tilfinnanleg vöntun á at- vinnuhúsnæði með góðri aðkomu og innkeyrslu. Telja má allt eins líklegt, að verð á atvinnuhúsnæði fari hækk- andi á næstunni. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í jan.- maí 1996 breyting frá sama tímabili 1995 Innkomnar umsóknir Notað húsnæði Endurbætur Nýbyggingar einstaklinga Nýbyggingar byggingaraðila Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi Notað húsnæði - upphæðir Endurbætur - fjöldi Endurbætur - upphæðir Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð Útgefin húsbréf Reiknað verð Breyting jan.-maí 1996/1995 24,6% -27,8% 13,3% 26,2% 34,1% 27,5% -5,2% -24,3% 18,8% 8,8% -5,3% -16,7% 22,6% 21,2% FASTEIGNALAN 5KANDIA Skandia býðurþér sveigjanleg lánskjör efþúþarft að skuldbreyta eða stœkka viðþig nýttsimanúmer 540 50 BO vfáið nánari uppiýsíngar. Skaiidia Fyrír hveria eru Fasteignalán Skandia? fasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór-Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: • Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum. PJÁRFESTINGARFÉLAGIB S K A N O I / Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga. Kostir Fasteignalána Skandia Lánstími allt að 25 ár. Hagstæð vaxtakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartími á umsókn. Dæmium mánaðarlegar q/borganir af1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \fattír(%>10ár 15 ár 25 ir 7,0 11.610 8.990 9.270 7.070 7,5 11.900 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miöaö er við jafngrciöslulán. *Auk vcrðbóta LAUGAVEGI 1 ~? ? SflV.1 54D so eo FAX 54D 50 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.