Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 18
18 D ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ Hverfisgata 18 er byggt 1906. Á efri hæðinni er stór gluggi á ijósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar. Tréskraut er ofan á turnunum og hluti þaksins lækkaður vegna þakglugga yfir ljósmyndastofunni. Myndin er tekin frá lóð Safnahússins, sem þá var enn óbyggt. Hús með níutíu ára sögu endurnýjað HÚSIÐ að Hverfisgötu 18 er mjög samofið sögu Reykjavíkur á þessari öld. Pétur Brynjólfsson ljósmyndari og Gestur Einarsson umboðssali létu byggja húsið 1905- 1906 og það er því 90 ára á þessu ári. Eigandi þess nú er Jóhann Olafs- son og Co. og hefur húsið verið lengi í eigu fyrirtækisins. Húsið er timburhús, um 500 ferm. alls en að grunnfleti um 150 ferm. og skiptist í kjallara, fyrstu og aðra hæð og síðan kemur ris. Það var hannað og byggt af Magnúsi Th. Blöndal húsasmiði, sem byggði mörg glæsilegustu timburhúsin í Reykjavík um og eftir síðustu aldamót m. a. húsin að Lækjargötu 6 og Kirkju- stræti 8B, sem svipar mjög til Hverf- isgötu 18. Eitt aðaleinkenni hússins eru tveir tumar efst á þaki þess. Þegar húsið var byggt, var það mjög algengt, að hús væru með tumum. Reykjavík- urapótek er gott dæmi um það og sömuleiðis Bakarí Jóns Símonar á Barónsstíg og hús Marteins Einars- sonar við Laugaveg. Byggt fyrir ljósmyndastofu Mjög var til hússins vandað, en það var að hluta byggt með það fyr- ir augum að reka þar ljósmynda- stofu. Mikil bjartsýni var ríkandi varðandi framtíð Ijósmyndunar sem iðngreinar hér á landi og ein þijú hús reist í Reykjavík á þessum tíma með sérstakri aðstöðu fyrir Ijósmynd- un. Þessi hús þurftu að vera með stórum gluggum, svo að dagsbirtan ætti greiðan aðgang inn í ljósmynda- stofumar. Gluggarnir þurftu að snúa í norður til þess að fá jafna birtu, því að sólarljósið mátti ekki trufla. Myndimar voru teknar á glerplötu og þær settar í ramma með pappír yfir og síðan var dagsljósið látið sjá um að lýsa plötuna og framkalia myndirnar. Þetta var umsvifamikil starfsemi og þeir sem hana ráku, höfðu marga starfsmenn og nema í vinnu. í upphafí voru þijár sölubúðir á fyrstu hæð hússins og auk þess íbúð- Gömul hús eru hluti af menningarsögu lands- ins. Hér fjallar Magnús Sigurðsson um húsið að Hverfísgötu 18 í Reykjavík, en útlit þess hefur verið fært í upprunalegt horf eins og hægt var. arherbergi. Ljósmyndastofan var á annarri hæð, en þar var stór þak gluggi og á framhliðinni voru fjórar stórar glerrúður. Pétur Brynjólfsson bjó á annarri hæðinni og hafði þar jafnframt ljósmyndastofu sína. Pétur var einn af virtustu Ijósmynd- urum landsins á sínum tíma. Hann var konunglegur hirðljósmyndari og við komu Friðriks VIII til íslands 1907 ferðaðist hann með konungi og Hannesi Hafstein ráðherra og tók af þeim margar myndir. Kona Péturs, sem var dönsk og tónlistarkennari að mennt, hafði aðstöðu fyrir hljóðfæra- kennslu að Hverfístgötu 18. í hópi nemenda hennar var m. a. Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari. Árið 1915 keyptu þær Sigríður Zoega og Steinunn Thorsteinsson ljósmyndastofuna af Pétri Brynjólfs- syni og ráku hana þar um árabil. Báðar höfðu þær lært ljósmyndun hjá Pétri og síðan sett á fót sína eigin Ijósmyndastofu í miðbænum, en hún brann í brunanum mikla 1915. Ólafur G. Eyjólfsson kaupmaður eignaðist húsið árið 1916 og rak þar heildverzlun með tóbaksvörur o. fl. á fyrstu hæðinni. Hann var jafnframt skólastjóri Verzlunarskólans frá 1905, þangað til Jón Sívertsen tók við. Ólafur var umboðsmaður fyrir tryggingafyrirtækið Danske Loyd og það eignaðist húsið eftir hann. Þeir Jóhann Ólafsson og Björn Arnórsson keyptu svo húsið 1930 fyrir heild- Morgunblaðið/Ásdís ÞESSI mynd var tekin fyrir nokkrum dögum eftir umfangsmiklar endurbætur á húsinu. Húsið hefur verið málað í upphaflegum lit. Skraut er aftur komið á turnana. Miðhluta þaksins hefur verið lyft í sömu hæð og aðrir hlutar þaksins og krossgluggar eru komnir í stóru gluggana á búðarhæð. DYRAUMBÚNAÐURINN hef- ur verið endurnýjaður í göml- um stíl með spjaldhurðum. verzlunina Jóhann Ólafsson og Co. og hafði fyrirtækið síðan aðsetur í húsinu allt fram til ársins 1974, er það flutti aðsetur sitt inn í Sunda- borg. Talsverðar breytingar voru gerðar á húsinu 1937, sem Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkur, sá um. Níu herbergi á fyrstu hæð voru öll tekin burtu og hæðinni breytt í einn sal en svalir á húsinu fjarlægðar. Um leið var húsinu breytt mikið að utan í samræmi við funkisstílinn svo- nefnda, sem var hér ríkjandi á milli- stríðsárunum. Öll gerekt og hurðir voru t. d. gerð slétt. Sérhannað bílaverk- stæði í portinu Þá sem nú voru mikil umsvif hjá Jóhanni Ólafssyni og Co. hf. Fyrir- tækið var með umboð fyrir bifreiðar General Motors og í portinu bak við húsið var reist hús sérstaklega hann- að sem bílaverkstæði og er það eitt fyrsta hús sinnar tegundar hér á landi. Skrifstofur Strætisvagna Reykjavíkur höfðu einnig aðsetur að Hverfísgötu 18 um tíma og Inn- kaupastofnun Reykjavíkur hóf þar starfsemi sína, en Jóhann Ólafsson var á sínum tíma forstjóri beggja þessara fyrirtækja. Nú hefur farið fram gagnger end- urnýjun á húsinu að utan, bæði á þaki og á öllum hliðum hússins. Um leið var útlit hússins fært í uppruna- legt horf eins og hægt var. Skipt hefur verið um allt ytra byrði hússins og það málað hátt og lágt. Oll gluggagerekt hafa verið end- urnýjuð og með því skrauti, sem þar var í upphafi og sömuleiðis allir gól- flistar. Einnig voru sett gerekt, þar sem engin gerekt voru áður til þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.