Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 1
B t A Ð A L L R A L A N D S M A N N A JH*t$miIMbiMfc Í996 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ BLAÐ C KNATTSPYRNA / EM A ENGLANDI Sigurður skrifar undir við Minden SIGURÐUR Bjarnason handknattleiksmaður úr Stjörnunni skrifaði á mánudagskvöldið undir tveggja ára samning við þýska 1. deildarliðið GWD Minden. Um leið keypti þýska félagið upp samning Sigurðar við Stjörnuna, en hann gerði tveggja ára samningviðfélagiðívor. < Sigurður er tíundi handknattleiksmaðurinn sem gengur til liðs við þýskt handknattleikslið síðan í vor auk þess sem einn þjáifari, Viggó Sigurðsson, hefur tekið að sér þjálfun hjá Wuppertal Þar af er hann fjórði leikmaðurinn sem verður með fyrstu- deildarliði þar í landi á næstu leiktíð. GWD Minden er íslenskum handknattleiksmönn- um ekki alveg ókunnugt því áður hafa leikið þar Axel Axelsson, Ólafur H. Jónsson, Jón Pétur Jóns- son op Páll Ólafsson. Þá hét félagið reyndar Dank- ersen, en nafni þess var breytt fyrir nokkrum árum er kaupmenn í Mínden tóku félagið upp á sína arma en það var þá orðið illa statt fjárhagslega eftir að Melitta fyrirtækið dróg úr stuðningi við það. Félagið rétt náði að bjarga sér frá falli úr 1. deild í vor og hefur nú ákveðíð að blása til nýrrar sóknar og styrkja sig fyrir næstu leiktíð, m.a. með kaupum á Sigurði og franska landsliðsmanninum Stépane Stoeeklin. Reuter BLASIO til orrustu! Flmm enskir leikmenn og Terry Venebles, þjálfari, með breska fánann á lofti á síðustu æfingu sinni á Bisham Abbey fyrir baráttuna gegn ÞjóAverjum á Wembley; Darren Anderson, David Platt, Gareth Southgate, Teddy Sheringham, Venebles og Tony Adams, fyrirliöl. Friður saminn BRESKA dagblaðið Daily Mirror sló upp á forsíðu á mánudaginn að nú væri yfirvofandi þriðja heimsstyrjöld- in á milli Breta og Þjóðverja og vísaði þar með til þess að þjóðirnar eigast við á Wembley í dag. Sama efni var á fleiri síðum blaðsins sem einnig var látið líta úr eins og dagblöð síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta uppátæki var fordæmt víða í Englandi í gær og meðal annarra sem komu að því voru John Major forsætisráðherra landsins og Terry Venables þjálfari enska liðsins. Þeir sögðu þetta ósmekklegt og langt frá því að vera við hæfi. I gær samdi blaðið frið við Þjóðverja og sat fyrir Jurgen Klinsmann fyrirliða og afhenti honum körfu með ýmsu góðgæti s.s. reyktum laxi, kexi, kökum og sæl- gæti og sagði honum að það vonaðist til að hann þæði körfuna og að hann og félagar hans erfðu ekki uppátæk- ið við blaðið. Klinsmann tók við körfunni, brosti og sagðist ekki ætla að erfa þetta á nokkurn hátt. Pétur keppir ekki i Brussel PÉTUR Guðmundsson keppir ekki fyrir hönd íslands í k úlu- varpi í Evrópubikarkeppn- inni í Brtissel um helgina. Pétur hefur tilkynnt um meiðsli á hendi og að hann þurfí tíma til að ná sér. „Pét- ur var valinn í landsliðið og við híðum eftir svðrum frá læknum um meiðsli hans. Pétur fer í rðntgenmynda- töku i dag [í gær], sagði Krint,- ján Harðarson, landsliðsþjálf- ari í frjálsíþróttum. „Pétur kastaði 19,37 m um helgina og hann mun taka þátt í móti í næstu viku. Vésteinn Haf- steinsson mun keppa í kúlu- varpi í Brttssel, hann hefur verið að kasta þetta sextán til sautján metra," sagði Kristján. Stöðva þýsku hanskarnir Þjóðverja? ¦ JónArn- ar... C/4 David Seaman, markvörður enska landsliðsins, sem fær það erf- iða hlutverk að koma í veg fyrir að leikmenn Þýskalands nái að koma knettinum í mark Englendinga í leik liðanna á Wembley-leikvanginum í dag, leikur með þýska hanska á höndum. Árið 1994 gerði Seaman fjögurra ára samning við þýska íþróttavöru- framleiðandann Reusch, sem greiðir markverðinum sem samsvarar rúm- um tíu milTjónum íslenskra króna ár hvert fyrir að leika með hanska frá fyrirtækinu. Seaman líkar gripið á hönskunum, sem er sérsaumaðir fyr- ir hann, segir þá þægilega og fyrir Evrópukeppnina fékk hann send tíu pör frá Reusch, sniðin og saumuð sérstaklega fyrir hann. Kappinn var fíjótur að slíta þeim öllum því á föstudaginn síðastliðinn barst „neyðarkall" til Þýskalands þess efnis að landsliðsmarkvörður Englands væri orðinn hanskalaus og þyrfti nýja hanska í snarhasti. Reusch brást vel við beiðninni og fékk Seaman send nokkur pör til viðbótar í tæka tíð fyrir leik Englend- inga og Spánverja á laugardag, þar sem þýsku hanskarnir stöðvuðu víta- spyrnu frá Miguel Angel Nadal þeim spánska og komu þar með Englend- ingum í undanúrslitin. Ef þýsku hanskarnir ná einnig að stöðva hvítklædda landa sína á Wem- bley-leikvanginum í dag má ljóst vera að Reusch-fyrirtækinu og David Seaman verða ekki vandaðar kveðj- urnar frá Þýskalandi að Evrópu- keppninni lokinni. Brehme í uppáhaldi hjá Neville ENSKI landsliðsmaðurinn Phil Neville, yngri bróðir Gary Nevilles, skýrði frá því í gær að uppáhaldsknatt- spyrnumaðurinn hans væri þýskur, en sá heitir Andreas Brehme og á aðdáun Nevilles rætur sinar að rekja til heims- meistarakeppninnar í Mexíkó árið 1986. „Ég held að það hafi verið áræðni Brehmes að taka hornspyrnur ýmist með vinstri eða hægri f æti, sem fyrst vakti aðdáun mína á honum. Syo endurtók hann leikinn á ítalíu '90 þegar hann tók vítaspyrnur, notaði ýmist vinstri eða hægri, en ég held að það hljóti að krefjast mik- ils luigrekkis að leika þennan leik," sagði þessi ungi og efni- legi leikmaður Manchester United, en þeir Neville-bræð- ur urðu í maí síðastliðnum fyrstu bræðurnir til að leika saman fyrir Englands hond síðan Jack og Bobby Charlton spiluðu saman árið 1970. FRJALSIÞROTTIR: KVENIVIALAIVIDSLBÐIÐ KEPPIRIBERGEIVI / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.