Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 4
Fredericks nærri heimsmeti FRANKIE Fredericks sprett- hlaupari frá Namibíu sýndi í gær að hann er til alls líklegur á Ólympíuieikunum í sumar. Hann hljóp 100 metra á 9,87 sekúndum á alþjóðlegu móti í Helsinki í gær og var aðeins 2/100 frá tveggja ára gömlu heimsmeti Leroys Burrell frá Bandarilgunum. „Ég gleðst asð sjálfsögðu yfir þessum frá- bæra árangri,“ sagði Fred- ericks að hlaupinu loknu. „Það var kalt hér í kvöld og það kom mér því enn meira á óvart hversu vel mér gekk. Nú veit ég hvað ég virkilega get.“ Sigur hans var nýög sann- færandi því annar varð Bret- inn Darren Braithwaite á 10,13 og kanadíski heimsmeit- arinn í greininni, Donovan Bailey, varð þriðji á 10,15. ■ Úrslit / C2 Islenska karlalandsliðið verður meðal sjö þjóða sem munu mæt- ast í 2. deild Evrópubikarkeppninnar í fijálsíþróttum sem fram fer á laug- ardag og sunnudag í Oordegem rétt utan Brussel í Belgíu. Auk íslands og gestgjafanna mæta til leiks lið Albaníu, Hoilands, ísraels, Kýpur og sameiginlegt lið smáþjóða Evr- ópu. ísland sendir sitt sterkasta lið til keppni ef undan er skilinn Pétur Guðmundsson kúluvarpari sem ekki gefur kost á sér vegna meiðsla. Kristján Harðarson, landsliðsþjálf- ari, sagðist eiga von á skemmtilegri og jafnri keppni og taldi ennfremur raunhæft að áætla að íslenska sveit- in hafnaði í fjórða til fimmta sæti. Belgar og Hollendingar eru með sterkustu sveitirnar og munu eflaust betjast um sigur í riðlinum. Þessar 'þjóðir voru báðar í 1. deild í fyrra og eru staðráðnar í að komast þang- að á ný. ísraelska sveitin er með svipaðan árangur og sú íslenska sé iitið til árangurs einstaklinga á síð- asta ári. Kýpurmenn eru íslendingum „KVENNALIÐIÐ er ungt og mun eflaust eiga á brattan að sækja,“ sagði Kristján Harðar- son landsliðsþjálfari ífrjáls- íþróttum. Næsta föstudag og laugardag keppir íslenska kvennalandsliðið í 1. deild Evr- ópubikarkeppninnar sem fram fer í Bergen í Noregi, en það sæti vann liðið sér með góðri frammistöðu í 2. deildarkeppn- inni í Eistlandi fyrir ári síðan. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lenska kvennasveitin tekur þátt í 1. deild en andstæðingar hennar eru Pólveijar, Rúmenar, Svisslend- ingar, Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar. Þetta er í fyrsta skipti sem allar Norðurlandaþjóðirnar eru sam- an í riðli í Evrópubikarkeppni og er því keppnin athygliverð fyrir þær sakir enda ekki á hveijum degi sem bestu fijálsíþróttakonur landanna reyna með sér í landskeppni. Fyrir- fram er þó álitið að sænska, norska og finnska sveitin séu sterkastar en sú danska nokkru lakari og svipuð þeirri íslensku. „Við sendum okkar sterkasta lið að þessu sinni og meðal annars kem- ur Guðrún Arnardóttir sérstaklega til liðs við okkur frá Bandaríkjunum. Þjóðirnar sem við mætum eru sterk- ar,“ segir Kristján ennfremur. Um hvar við ættum mesta möguleika á að vera í fremstu röð sagði hann Guðrúnu líklega í baráttunni í báðum sínum greinum, 100 og 400 metra grindahlaupi. Hún ætti annan besta árangur í þessum greinum af þeim konum sem þarna koma saman. Meðal andstæðinga hennar í 400 m grindahlaupinu er rúmenska stúlkan Ionela Tirlea, en hún komst m.a. í úrslit í greininni á HM í Gautaborg í fyrrasumar. „Þá vona ég að Sigríður Anna Guðjónsdóttir sem setti Islandsmet í þrístökki á dögunum nái að gera bet- ur og bæta metið. Þá er Sunna Gests- dóttir í mjög góðu formi þessa dag- ana og líklegt að íslandmetið í 200 metra hlaupi falli,“ bætti Krístján við. ÍSLENSKA kvennalandsliðið sem keppir í Bergen á föstudaginn og laugardaginn er þannig skipað: 100 m hlaup: Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Arm. 200 m hlaup: Sunna Gestsdóttir, USAH 400 m hlaup: Helga Halldórsdóttir, FH 800 m hlaup: Birna Björnsdóttir, FH 1.500 m hlaup: Fríða Rún Þórðardóttir, Ármanni 3.000 m hlaup: Martha Ernstsdóttir.ÍR 5.000 m hlaup: Martha Ernstsdóttir, ÍR 100 m grindahlaup: Guðrún Arnardóttir, Ármanni 400 m grindahlaup: Guðrún Arnardóttir, Ármanni Langstökk: Sigríður A. Guðjónsdóttir, HSK Þrístökk: Sigrlður A. Guðjónsdóttir, HSK Hástökk: Þórdís Gísladóttir, ÍR Kúluvarp: Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK Kringlukast: Hanna Lind Ólafsdóttir, UMSB Spjótkast: Vigdís Guðjónsdóttir, HSK 4x100 m boðhlaup: Helga Halldórsdóttir, FH, Sunna Gestsdótt- ir, USAH, Geirlaug B. Geirlaugsdóttir, Ár- manni og Guðrún Arnardóttir, Ármanni. 4x400 m boðhlaup: Helga Halldórsdóttir, FH, Sunna Gestsdótt- ir, USAH, Geirlaug B. Gerlaugsdóttir, Ár- manni og Guðrún Arnardóttir, Ármanni. Fyrirliði landsliðsins er Þórdís Gísladótt- ir. Þjálfarar eru Kristján Harðarson, Gunn- ar Páll Jóakimsson og Jón Sævar Þórðarson. Morgunblaðið/Golli MIKIÐ mun mæöa á Jóni Arnarl Magnússynl í Evrópubikarkeppninni í Brussel um helgina. Ein þeirra þriggja greina sem hann tekur þátt í er langstökk en þar á hann íslandsmetlö; 8,00 metra. Mm JRovðíitttWúírííi FRJALSIÞROTTIR / EVROPUBIKARKEPPNIN Við raman reipad dragaí Bergen Kvennaliðið Karlarnir til Brussel að góðu kunnir frá Smáþjóðaleikun- um og verða eflaust með harðsnúið lið. Albanir og smáþjóðaliðið er talið lakara en ekkert er víst í hendi. Jón Arnar Magnússon keppir í þremur greinum, 110 m grinda- hlaupi, langstökki og í 4X100 metra boðhlaupi og mun eflaust blanda sér í hóp þeirra fremstu. „Við hefðum geta sent hann í fimm greinar en fannst nóg að fá hann til að vera í þremur," sagði Kristján og sagði ekki borga sig að hætta á neitt enda skammt til Ólympíuleika. „Það verð- ur einnig fróðlegt að fylgjast með boðhiaupssveitinni í 4X100 metrun- um. Hún setti íslandsmet fyrir skömmu og á góðum degi er mögu- leiki á að hún yrði fyrst íslenskra sveita til að hlaupa undir 41 sek- úndu. Þá geri ég mér vonir um að. Jóhannes Marteinsson bæti sig í spretthlaupunum.“ 100 m og 200 m hlaup: Jóhannes Marteinsson, IR 400 m hlaup: Friðrik Arnarson, Ármanni 800 m hlaup: Bjöm Margeirsson, UMSS 1.500 m hlaup: Stefán Guðjónsson, ÍR 3.000 m og 5.000 m hlaup: Sigmar Gunnarsson, UMSB 3.000 m hindrunarhlaup: Björgvin Friðriksson, UMFA 110 m grindah. og langstökk: Jón A. Magnússon, UMSS 400 m grindah.: Björn Traustason, FH Þrístökk: Jón Oddsson, FH Hástökk: Einar Kristjánsson, í'H Stangarst.: Sigurður T. Sigurðsson, FH Kúluvarp: Vésteinn Hafsteinsson, ÍR Kringlukast: Vésteinn Hafsteinsson, FH Spjótkast: Sigurður Einarsson, Ármanni Sleggjukast: Jón A. Sigurjónsson, FH 4x100 m boðhlaup: Ólafur Guðmundsson, HSK, Jón Arnar Magnússon, UMSS, Hörður Gunnarsson, Breiðabliki, Jóhannes Marteinsson, ÍR. 4x400 m boðhlaup: Geir Sverrisson, Ármanni, Jónas Jónas- son, ÍR, Ingi Þór Hauksson, UMFA, Frið- rik Arnarson, Ármanni. Fjórir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni, þeir Björn Margeirsson, Stefán Guðjónsson, Björgvin Friðriksson, Jónas Páll Jónasson. Þjálfarar eru þau Egill Eiðsson, Ragnheiður Ólafsdóttir og Stef- án Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.