Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 1
 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 BLAÐ Markaðsmál 0 Kaupmáttur Kfnverja vegur æþyngra á heimsmarkaði Hornafjörður 3 Humarvinnsla hjá Borgey hf. Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Bækur 7 Saga frystihúsa innan SH LANQA í LENGRA LAGI MorgunblaðiðA' aldiinar Bjarnason • ÞESSA risalöngu fengu skipveijar á Amari ÁR við Surtsey á dögun- um. Það er Ófeigur Jónsson, sem heldur á fiskinum. Flugleiðir auka flutning á ferskum fiskafurðum --- Síldin vinsæl í Þýzkalandi • SÍLD er enn só fiskitegund, _ sem Þóðveijar borða mest af. Á síðasta ári var hlutur síldarinn- ar rúmur fjórðungur heildar- fiskneyzlu í landinu samkvæmt frétt í tímaritinu Seafood Int- ernationai. Næst á eftir síidinni kemur alaskaufsinn með 22,4%, en hann er mikið borðaður sem tilbónir réttir eins og fiskifing- ur sagaðir ór blokk. Þá kemur veryulegur ufsi með 11,4% og tónfískur með 9,5%. í næstu sætum eru þorskur, lýsingur, makríll, sardínur, lóða, ogskar- koli. Athygli vekur að karfi skuli ekki vera á þessum lista, en við flytjum mikið af karfa til Þýzkalands, bæði ferskan heiian, fersk flök og fryst flök. I»jóðvei-jar borða að meðaltali 15 kíló af fiski, hvert manns- barn á ári. MIKIL aukning varð á ferskfisk- flutningi Flugleiða á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Samdráttur varð reynd- ar á fiskflutningum til Bretlands og Skandinavíu, en mikil aukning til meginlands Evrópu og til Bandaríkjanna. Maí var stærsti mánuður til þessa í fiskútflutningi með Flugleiðum til Banda- ríkjanna en þá voru flutt þangað um 450 tonn. Mikil flutt vestur um haf í maímánuði Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs voru flutt með Flugleiðum 4.790 tonn af ferskum sjávarafurðum og er það um 13% aukning á milli ára en í fyrra nam flutningurinn 4.240 tonnum. Aukning var mest á flutningi til Bandaríkjanna en á þessu ári hafa verið flutt þangað 2.010 tonn af fersk- um sjávarafurðum og er það um 23% aukning. 2.780 tonn af ferskfiski hafa verið flutt til Evrópu og er það um 7% aukning á milli ára en þangað voru flutt 2.600 tonn í fyrra. Heildarflutningur Flugleiða á sjávarafurðum það sem af er þessu ári nemur um 5.100 tonnum. Tæplega 10% samdráttur hefur orðið á fisk- flutningum til Bretlands og Skandin- avíu en hins vegar hefur orðið veruleg aukning á fiskflutningum til megin- lands Evrópu eða rúmlega 20%. Mikia f lutt I maí Mest hefur verið flutt af fiski til Bandaríkjanna í maí með Flugleiðum en þá voru flutt þangað 450 tonn. Arngeir Lúðvíksson, forstöðumaður í Flugleiðum-Flugfrakt, segir að þetta tengist verulegri aukningu á flutn- ingsgetu til Bandaríkjanna með til- komu fjögurra ferða til Boston í viku hverri, en það flug hafi byrjað í apríl. Einnig sé nú boðið upp á tvö flug í viku til Halifax í Kanada en að sögn Arngeirs hafa ekki margir fiskútflytj- endur nýtt sér þennan kost enn sem komið en hann hafi hins vegar orðið var við mikinn áhuga þeirra á meðal. Fréttir Markaðir Botninn úr síldveiðum • BOTNINN er nú dottinn úr veiðunum á norsk- íslenzku síldinni. Nánast engin veiði hefur verið síð- an um síðustu helgi. Togar- arnir hafa snóið sér að öðru, færeysku skipin eru hætt veiðum og flest nótaskipin að búa sig undir loðnuveið- ar, sem mega hefjast þann fyrsta jólí. Um 25.000 tonn eru enn eftir af síldarkvóta okkar og litlar líkur á að það magn náist./4 Guðbjörg ÍS skilar mestu • GUÐBJÖRGÍS ermeð mesta aflaverðmæti ís- lenzkra fiskiskipa fyrstu fjóra mánuði ársins, sam- kvæmt skýrslu LÍÚ um afla- togaranna, sem nú er að koma ót. Þess ber hins veg- ar að geta að Samherji hef- ur ekki gefið upp afla og aflaverðmæti skipa sinna, en einhver þeirra kunna að vera með meira verðmæti en Guðbjörgin. Ásbjörn RE er hins vegar með mestan afla umrætt tímabil, 2.463 tonn./5 Lélegt á grásleppu • „ÞETTA hefur verið mjög lélegt, ég hugsa að þetta verði svipuð vertíð og í fyrra,“ segir Egill Sigur- geirsson á Nóney BA-27 frá Reykhólum um grásleppu- veiðina í Breiðarfirði í vor. Nóney er einn sex báta sem gerðir eru út á grásleppu frá Reykhólum í vor og sá sjöundi er á Stað, er þetta þremur bátum færra en á síðustu vertíð. Egill rær með bræðrum sínum Tóm- asi og Magnúsi./8 Milljarður í fiskkynningu • DANIR hafa ákveðið að verja einum milljarði króna á næstu fjórum árum til að auka fiskneyzlu í Dan- mörku. Stofnað hefur verið sérstakt fiskráð, skipað full- trúum frá öllum helztu svið- um sjávarútvegs, allt frá samtökum fiskimanna til fiskkaupmanna. Sérstök skrifstofa hefur verið opn- uð í Árósum og er verkefn- ið fjármagnað að jöfnu af Evrópusambandinu og dönskum stjórnvö!dum./8 Fiskaflinn fer vaxandi • FISKAFLI til maíloka í ár er meiri en tvö síðustu árin þar á undan. Aflinn nú er um 974.000 tonn, í fyrra var hann um 950.000 tonn og aðeins 818.000 tonn. Botn- fiskafli hefur þrátt fyrir þetta farið minnkandi síð- ustu árin og munar þar mik- ið um stöðugan samdrátt í þorskveiðum. Síldar- og loðnuafli varð nú 715.000 tonn. Þar af var loðnuaflinn nærri 700.000 tonn. Þá hefur rækjuafii aukizt jafnt og þétt síðustu þijú árin og er nú um 32.400 tonn. • VERÐMÆTI fiskaflans þessa fyrstu fimm mánuði ársins er talið um 24,1 millj- arður króna, Það er uin 300 milljónum króna minna en á síðasta ári og árið 1994 var verðmæti fiskaflans tæpir 22 milljarðar króna. Verðmæti botnfiskaflans varð nú um 16 milljarðar króna, tæpum milljarði minna en í fyrra og 400 milljónum króna minna en 1994. Verðmæti uppsjáv- arfiska, síldar og loðnu hefur hins vegar aukizt ár frá ári og var nú tæplega 4 milljarð- ar króna. Verðmæti rækjuaf- lans er um 3,9 milljarðar, sem er nánast það sama og í fyrra, þrátt fyrri að aflinn nú sé meiri./6 Aflamagn jan.-maí 1994-96 973,8 Heildarafli Iþúsundtonn 817,5 Þorskur | Boín-| fiskur\______ o> «o 5 544,9 Cn O 949,8 76,5 H 229,1 I 223'5 687,9 715,1 Öj Rækja 26.1 ■ 30,3 ; 32,4 'lm 1995 1996 Aflaverðmæti heldur minna Aflaverðmæti jan.-maí 1994-96 Heildarverðmæti milljónirkr. 21.956 24-425 24.137 Sild ogs_. loðna 2-^95 Rækja 1994 1995 1996

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.