Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A SILDINNI MorgunbJaðið/Þorateinn Kristjánsson Fiskvinnslan stefnir að hreinni framleiðslutækni Samstarf Rf og íslenzkra og norrænna fyrirtækja HREINNI fram- leiðslutækni er yfir- skrift verkefnis sem Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Iðntæknistofnun hafa unnið í samstarfi við nokkrar íslenskar fisk- vinnslur síðan árið 1994. Verkefnið sem unnið er í samstarfi Norð- manna, Dana, Svía og íslendinga er styrkt af Nordfood og Rannís en eitt af höfuðmarkmiðum Nordfood hefur verið að gera matvæla- vinnslu á Norðurlöndum samkeppnishæfa við matvælavinnslu í öðrum löndum. Hreinni framleiðlutækni er ætlað að bæta meðferð sorps og úrgangs, þar sem kaupendur horfa ekki aðeins á heilnæmi vörunn- ar heldur einnig á að framleiðsla hennar skaði ekki umhverfið. Verk- efninu lýkur á þessu ári. Lélegt í Smugnnni • NORÐMENN segja að þorskveiðar í Smugunni hafi gengið mjög illa í ár. Aðeins um 1.200 tonn af þorski hafi veiðzt, en mest hafi átta tog- arar verið í Smugunni í einu. Togarinn Porto Santo, sem er í eigu Portúgala, var að ljúka 46 daga túr og afiinn reyndist 3 tonn af þorski og 42 tonn af lúðu. 1.200 tonn • Norska blaðið Fiskeri- bladet skýrir frá þessu nú í júní. Þar kemur fram að fyrsti togarinn kom í Smug- una 8. janúar og síðan hafa verið þar milli fjórir og 8 togarar í einu, enginn frá íslandi. Landhelgisgæzlan í Noregi teluur að þorskaflinn þetta timabil hafi aðeins náð 1.200 tonnum, en það sé mun minna en verið hefur á sama tima undanfarin ár. • Fiskifræðingar telja hugsanlegt að kaldir haf- straumar hafi hrakið þorsk- inn til vesturs, út úr Smug- unni. Aflabrögð í Smugunni hafa yfirleitt verið slök þar til komið er fram á sumar, en skipin hafa svo stundað veiðar langt fram eftir hausti og allttil jóla. • íslenzku togararnir eru nú að undirbúa veiðar í Smugunni og er reiknað með að iqjög mörg skip fari þangað, enda litið annað að fást við fyrir þá, sem ekki eru á rækju á Flæmska hatt- inum. Ljóst er að þeir togar- ar, sem ekki frysta um borð, munu i auknum mæli leggja áherzlu á söltun aflans. Veiðar í ís eru háðar því að afli sé mjög mikiU og náist að fylla skipin á fáum dög- um. • Afli okkar í Smugunni hefur verið um 35.000 tonn að meðaltali undan farin ár. Engir samningar hafa náðst um veiðiheimildir okkar i Smugunni, en rætt hefur verið um kvóta allt niður í 13.000 tonn. Kínverjar veiða mikið • FISKVEIÐAR og Fiskeldi Kínveija skilaði þeim hvorki meira né minna en 25,4 miiyónum tonna á síðasta ári. Það er aukning um 22% frá árinu áður, en þá var sjávarfang og eldisafurðir samtals 20.7 milljónir tonna. Af þessu magni skilaði hafið 13,8 milfjónum tonna, en eldið hvorki meira né minna en 11,6 milijónum, sem var aukning um 29% í verkefninu vinnur Rf með 6 fiskvinnslufyrirtækjum, ÚA hf. á Akureyri, HB hf. á Akranesi, Faxa- mjöli hf., Krossanesi hf. á Akur- eyri, Síldarvinnslunni hf. á Nes- kaupsstað og Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Auk þess koma að verkefninu Kjötumboðið hf. og Mjólkursamsalan hf. Ráðgjafar í íslenska hluta verk- efnisins eru frá Iðntæknistofnun og Rf. Gerð er umhverfisúttekt á mat- vælafyrirtækjunum átta og er til- gangurinn m.a. sá að minnka losun á úrgangi frá matvælavinnslu út í umhverfið. Einnig er unnið að því að minnka vatns- og orkunotkun og bæta hráefnisnýtingu. Þá er unnið að gerð handbókar um að- ferðafræði hreinnar framleiðslu- tækni við lausn á vandamálum tengdum umhverfis- og gæðamál- um. Gengið var til samstarfs við fyrirtækin 1994 og var myndaður umhverfishópur í hveiju fyrirtæki sem samanstóð af 2-6 starfsmönn- um. Með hópunum voru búnir til verkefnalistar yfir þau verkefni þar sem hægt væri að lámarka sóun eða nota vistvænni aðferðir eða aðföng. Úrbætur í meðferð sorps oft ódýrari kostur Eva Yngvadóttir efnaverkfræð- ingur hjá Rf segir Hreinni fram- leiðslutækni ganga út á það að lá- marka úrgangsefni og benda á fyr- byggjandi aðgerðir í meðferð sorps og úrgangs. Með því að greina or- sök mengunar í stað þess að horfa eingöngu í afleiðingar hennar, megi gera útbætur sem séu oftast ódýr- asta lausnin og minnki losun og tap frá vinnslunni. Eva segir að til þess að gera úrbætur á rót vandans geti reynst nauðsynlegt að skoða hvaða vöru sé verið að framleiða og hvort framleiðsluaðferðirnar séu þær heppilegustu, hvort auka megi endurnotkun eða hvort hægt sé að framleiða afurðir úr því sem falli til við hefðbundna vinnslu. Breyting á afstöðu fyrirtækjanna Að sögn Evu hefur tekist að ná fram bættri nýtingu aðfanga, dreg- ið hefur úr vatns- og orkunotkun, meðferð á föstum úrgangi hefur verið breytt og endurnotkun og endurvinnsla aukin. Hún segir að breyting hafi orðið á afstöðu fyrir- tækjanna til umhverfismála og að stjórnendur horfi ekki aðeins á umhverfisvernd til að viðhalda lí- fríkinu heldur sem markaðstæki- færi fyrir íslensk útflutningsfyrir- tæki. Kynning á verkefninu hefur verið sett upp á Internetinu og er netslóð- in http://info.rfisk.is/verk- efni/1077/ UA sendir ýsuna heim MIKIl eftirspurn hefur verið eftir sjófrystri ýsu á Akureyri undan- farnar vikur, en ÚA býður upp á heimsendingu á soðningunni. Úm er að ræða tilraunaverkefni, en undirtektir hafa verið það góðar, að til greina kemur að bjóða fleiri fisktegundir með þessum hætti. Þjónustan er enn sem komið er einskorðuð við Akureyri og allra næsta nágrenni. Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að með þessu verkefni hafi verið rennt blint í sjóinn en undirtektir hafi verið það góðar að ákveðið hafi verið að halda þessu áfram og jafn- vel sé íhugað að hafa fleir vörur á boðstólum í framtíðinni. Hann segir að Akureyringar hafi þó nokkuð nýtt sér þjónustuna en einnig hafi þeir verið í viðskiptum við mötuneyti á Akureyri og þá sé vissulega um meira magn að ræða, en lámarksmagn fyrir ein- staklinga sé ein níu kílóa askja. Björgólfur segir að þeir reyni að fá sama verð fyrir ýsuna og þeir myndu fá fyrir hana í útflutningi. Hluthöfum og starfsmönnum UA sé þó boðinn afsláttur á ýsunni. Pantað tll Egilsstaða Ráðinn hefur verið maður í verk- efnið og sér hann um að koma pöntunum í hús á Akureyri. Auk þess fer hann í söluferðir um land- ið og býður landsmönnum sjófrysta ýsu. Björgólfur segir að komið hafi upp hnökrar í pöntunarkerfi í byijun en það virtist í lagi núna. „Þetta eru nokkuð snúnari við- skipti en útflutningur og við höfum lent í ýmsum vandamálum varð- andi þau. Til dæmis barst okkur pöntun frá Egilsstöðum en við getum eðlilega aðeins sinnt Akur- eyrarsvæðinu. En pöntunin var afgreidd. Viðkomandi þurfti reynd- ar að greiða flutningskostnaðinn sjálfur,“ segir Björgólfur. 250 hrefnur þegar veiddar HVALVEIÐAR Norðmanna ganga nú þokkalega á ný, eftir nokkra erfiðleika fyrr í sumar. Fyrir skömmu höfðu 250 hrefnur veiðzt, en Norðmenn hafa ákveðið að hrefnukvótinn verði 425 dýr á þessu ári. Erfiðlega gekk á tíma- bili að selja hvalkjötið á því lág- marksverði sem verðlagsráð sjáv- arútvegsins í Noregi setti, um 265 krónur íslenzkar á kíló til sjó- manna. Það var ekki fyrr en verð- lagsráðið tryggði sölu á birgðum hvalkjöts frá síðasta ári, að kjöt- vinnslan í landi fór að taka hval- kjöt á ný. Nýjungar í fiskréttum kynntar Vestmannaeyjum - Aðalfundur Rannsóknarstofnunar fiskiðn- aðarins í Vestmannaeyjum var haldinn fyrir skömmu og sátu um 50 manns fundinn. Utibúið í Eyjum er með sjálfstæðan rekst- ur og er rekið á ábyrgð fisk- vinnslustöðvanna í Eyjum. A fundinum kom fram að örlítill halli hefði verið á rekstrinum á síðasta ári en hagnaður var árið þar undan þannig að reksturinn er í jafnvægi. Á fundinn komu tveir gestir sem fluttu ávörp og svöruðu fyrirspurnum. Grímur Valdi- marsson, forstjóri Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins í Reykjavík, skýrði frá nýjungum í fiskréttum sem kynntir voru á sjávarútvegssýningu sem haldin var í Brussel og sýndi myndir frá sýningunni. Þá flutti Gunnar Stefánsson, formaður ráðgjafar- nefndar Hafrannsóknastofnun- ar, erindi þar sem hann gerði grein fyrir á hverju ráðgjöfin fyrir heistu botnfisktegundir byggðist og síðan svaraði hann fjölda fyrirspurna eftir erindi sitt. Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins í Eyjum er með starf- semi sína í húsnæði Rannsóknar- seturs Háskólans og þar starfa þrír starfsmenn í fullu starfi. ■ dtfik.. jMk. arfllfrij , Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FRÁ aðalfundi Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins í Eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.