Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 D 7 BÆKUR Bók um frystihús innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsa komin út SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur sent frá sér rit þar sem safnað er saman upplýsingum um frystihús innan vébanda SH nú og fyrrum, aðdraganda að stofnun þeirra, stofn- endur, stjórnendur afmælisár SH 1992, framkvæmdastjóra, verk- stjóra, veltu, tengsl við útgerð og þess háttar. Hjalti Einarsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri SH, var fenginn til að stýra verkinu og segir hann það vera upphafið að riti um starfsemi SH í ríflega hálfa öld. Hjalti segir að Ólafur Hannibals- son annist ritun sögu SH en einnig sé í undirbúning ritun sögu systra- fyrirtækja SH, Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum, Ice- landic Freezing Plants Limited í Englandi auk fyrirtækja í Þýska- landi, Frakklandi og Japan og fyrir- tæki á borð við Jöklar hf. o.fl., og hefur Jón Hjaltason það verk með höndum. Mikið verk en ekki erfitt Hjalti kveðst reikna með að sagan verði öll skráð og komi út á næstu árum. Hann segir aðspurður að söfn- un upplýsinga um frystihúsin hafi verið mikið verk, en tæplega hægt að kalla það erfitt. „Ég þekki ágætlega til frystihús- anna og veit að þar er lítið um ritað- ar heimildir, og þurfti ég því að leita til heimildarmanna um land allt, bæði til að afla vitneskju og sann- reyna upplýsingar þær sem ég hafði. Þetta var skemmtilegt viðfangsefni. Ég grennslaðist fyrir um uppruna fyrirtækja og forsögu og einnig ef heimildir voru til staðar um mark- mið. Þegar ég byijaði verkið var ætlunin að skrá stutta frásögn um fyrirtæki innan SH á afmælisárið 1992, en það tók aðeins nokkra mánuði og ég var í raun búinn að því verki um mitt árið. Þá var ljóst að sagnritunin myndi dragast og ég hóf að leita upplýs- inga um forsöguna, einkum fyrtæki sem voru með frá upphafi og tengd- ust þeim sem voru í SH árið 1992, en oft höfðu þau skipt um eigendur eða verið iögð af. Verkið þróaðist eftir því sem því miðaði áfram,“ segir Hjalti. Hann kveðst telja að bókin verði fyrst og fremst notuð sem uppfletti- rit, en ekki til skemmtilestrar. Upphafið að ríti um starfsemi SH Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur sent frá sér viðamikið yfirlitsrit um sögu frystihúsa innan SH, og hefur Hjalti Einarsson stýrt því verki. Hann segir mikla hættu á að heimildir um fiskvinnslu fari forgörðum. Mikill skortur á upplýsingum „Gífurlega mikill skortur er á upplýsingum um íslenska fiskvinnslu sem atvinnurekstur. Þegar rennt er yfir sögu byggðarlaga eða íslands- söguna, er mjög lítið um atvinnu- vegi, að frátaldri sjómennskunni og útgerðinni sem gerð hafa verið betri skil. Margt er til um veiðar og skip- stjórn, en tilfinnanlega vantar vinnsluþáttinn. Bókin er vitaskuld þáttur í slíkri sögu, en mikið er óunn- ið á því sviði. Mönnum hefur kannski ekki þótt þessi hlið jafnáhugaverð og aðrir þættir, eða að þeir sem gátu sinnt því ekki tekið sér tíma til skrifta. Auðvitað má benda á að í gegnum áratugi og aldir hefur útgerð og vinnsla verið ákaflega samtvinnuð og er enn, en það vantar að minna á fiskvinnslu frá fornu fari. Heimild- ir eru ákaflega ófullnægjandi og margt hefur glatast og gerir enn. Það kom mér raunar á óvart hversu hratt þetta gerist. Ef við tökum t.d. fyrstu ár SH frá 1942-50, kom í ljós að menn í atvinnurekstri sem voru þá í fullu fjöri, segjum á milli fer- tugs og fimmtugs, eru nánast allir farnir yfir móðuna miklu. Ég náði í marga þá sem hafa yfir vitneskju að ráða og þeir voru mjög fúsir að miðla fróðleik, en gerði mér jafn- framt grein fyrir því að hálf öld er of langur tími í þessu sambandi á margan hátt,“ segir hann. „Þeir sem í náðust voru flestir gífurlega áhugasamir, en aðrir minna, eins og gengur. Viðfangsefn- Morgunblaðið/Ásdís HJALTI Einarsson segir mikinn skort á upplýsingum um íslenska fiskvinnslu sem atvinnurekstur. ið tengir líka allt landið saman því að SH kemur svo víða við, og bókin sýnir án nokkurs vafa styrkleika SH hérlendis. Mörgum kann líka að koma á óvart hversu víða SH hefur verið, t.d. í Grímsey og Flatey á Breiðafirði." Margvíslegar breytingar framundan Hjalti kveðst hafa haft samband við gríðarlega marga í efnisöflun sinni, og skipti þeir hundruðum eins og fram kemur í heimildaskrá bók- arinnar. Ritið rekur sögu 230 fyrir- tækja og kveðst Hjalti hafa náð í einstaklinga sem gátu frætt hann um nær öll þeirra. „Það hjálpaði mér að sjálfsögðu að ég hef verið í starfi hjá SH síðan í ársbyijun 1957 og þekki mjög vel til á landinu." Hjalti kveðst telja einkar áhuga- vert hvað orðið hefur um frystihús sem hættu rekstri. Þannig sé Sænska frystihúsið orðið að Seðla- banka, hraðfrystihús Tryggva Ófeigssonar, Júpíter hf. og Mars hf. á Kirkjusandi, að íslandsbanka, hús á Raufarhöfn sé orðið að hóteli og um fleiri sé svipaða sögu að segja. „í Keflavík voru afar mörg frysti- hús og það er um margt sláandi að sjá hvað fiskvinnslan hefur minnkað og þjónusta og verslun tekið við í auknum mæli. Staðir eins og Sand- gerði og Grindavík virðist hafa tekið við þessu hlutverki. Hafnarijörður sem var geysilega mikill útgerðar- og frystihúsabær er einnig orðinn gjörólíkur því sem áður var. Frysti- hús hafa stækkað og þeim fækkað að sama skapi, eins og sjá má í Vestmannaeyjum þar sem fjögur frystihús sameinuðust í tvö. Annað sem hefur gjörbreyst er að frystingin hefur flust að mörgu leyti út á sjó, sem _er þróun sem mun halda áfram. í bókinni eru skráð mörg hús sem eru horfin og þeim mun væntanlega Ijölga á næstu árum og áratugum í samræmi við breyttar forsendur. Ég held að verkaskiptingin á milli sjófrystingar og landfrystingar verði meiri þegar tímar líða, enda ýmislegt hægt að gera í landi sem vart er hægt á sjó. Að vísu fleygir tækninni fram og skipin stækka þannig að vinnslurými eykst og erfiðara verður að spá fyr- ir um hvernig málum verður háttað." Freistandi aö rita um fiskvinnslu Hjalti segir að mikið myndefni sé til í eigu SH frá aðalfundum og frystihúsum og hafi Páll Janus Þórð- arson aðstoðað hann mjög við val mynda í bókina og finna menn sem voru með myndir í fórum sínum. í einstaka tilvikum hafi mistekist að finna myndir af mönnum sem þeir hafi viljað fá, en í heild hafi leitin borið góðan árangur. Aðspurður um hvað taki nú við, segir hann það óráðið enda orðinn sjötugur. Hins vegar hafi hann að- stoðað Ólaf og Jón með skráningu vissra þátta sögu SH og ali með sér löngun til að taka fyrir ákveðna þætti atvinnusögunnar. „Mitt ævistarf hefur hins vegar ekki verið við ritstörf, þannig að það er talsvert átak á þessum aldri að söðla um. I gegnum tíðina hef ég þó skrifað óhemju mikið af bréfum, leiðbeiningum, pökkunarreglum og blaðagreinum, þannig að þótt ég líti ekki á mig sem rithöfund finnst mér freistandi að skrifa meira um fisk- vinnslu, sem þarf ekki að koma á óvart.“ RAÐ A TVINNUAUGL YSINGAR Vélfræðingar Yfirvélstjóra vantar á frystitogarann Stakfell ÞH-360. Vélarstærð 1618 kw. Upplýsingar gefur Sævaldur í vinnusíma 460 8115. Sjófrysting Baader-maður óskast á frystitogara. Upplýsingar gefur Sævaldur í vinnusíma 460 8115. Vélstjóri - Baader-maður Óskum eftir vélstjóra með full réttindi og vönum Baader-manni á frystitogara, sem gerður er út frá Vestfjörðum. Svör sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 29. júní, merkt: „K - 588“. Kvótabankann vantar þorsktil leigu og söiu Þorskaflahámark til sölu Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Aflaheimildir óskast Óskum eftir að kaupa varanlegar aflaheimild- ir í loðnu, +/-0,2% af heildarkvóta. Gott staðgreiðsluverð í boði. B.P. Skip hf., Borgartúni 18, 105 Reykjavík, sími 551 4160, fax 551 4180. Útgerðarmenn krókabáta athugið! Þann 1. júlí nk. rennur út frestur til að velja milli þorskaflahámarks og sóknardaga. Athygli er vakin á því, að hafi Fiskistofu ekki borist tilkynning um val fyrir 1. júlí nk., skal viðkomandi krókabátur framvegis stunda veiðar á þorskaflahámarki. F l S K. S T O F A Aflaheimildir óskast Óskum eftir að kaupa varanlegar aflaheimild- ir í loðnu, +/-0,2% af heildarkvóta. Gott staðgreiðsluverð í boði. B.P. Skip hf., Borgartúni 18, 105 Reykjavík, sími 551 4160, fax 551 4180. Til sölu 20 brt. eikarbátur með veiðiheimild, smíðaður 1969. Tilbúinn á línu-, neta- og togveiðar. Upplýsingar í síma 551 0096.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.