Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Forseti A Islands Sigrún Gísladóttir (Mússa) ÉG VIL forseta sem er: a: Alúðlegur. á: Áreiðanlegur. b: Barngóður. d: Drenglyndur. e: Einlægur. f: Friðsamur. g: Góðviljaður. h: Heiðarlegur. i: Iðjusamur. í: íhugull. j: Jákvæður. k: Kjarnyrtur. 1: Ljóðelskur. m: Margfróður. n: Nærgætinn. o: Orðheldinn. ó: Óeigingjarn. p: Prúður. r: Réttlátur. s: Samviskusamur. t: Traustur. u: Umburðarlyndur. ú: Úrræðagóður. v: Vitur. y: Yfirvegaður. þ: Þjóðhollur. æ: Ærukær. ö: Öndvegismaður. Auðvitað PÉTUR HAFSTEIN. SIGRÚN GÍSLADÓTTIR Höfundur er kennari og listmálari. Að velja til heilla AÐ VEUA sér for- seta er alvörumál fyrir hvem þann íslending sem hefur aldur til að nota sér kosningarétt- inn. Á þessari stundu eru margir enn að gera upp hug sinn til þeirra einstaklinga sem bjóða sig fram til að gegna þessu mikilvæga emb- ætti. Eins og eðlilegt má teljast hefur mikið ver- ið rætt um hlutverk forseta íslands á und- anförnum vikum og mánuðum. Mönnum hefur orðið tíðrætt um völd eða valdaleysi forsetans, hlut- verk hans innanlands sem utan, og hafa skoðanir verið skiptar. Boðskapur hvers einstaks fram- bjóðanda hefur orðið fjölmiðlum umfjöllunarefni, ekki síst boðskap- ur þeirra sem hafa ákveðnar og mótaðar skoðanir og lífsgildi, sem þeir vilja leggja á vogarskálina, verði þeir kjörnir. Það hefur jafn- vel verið gagnrýnt að frambjóðend- ur hafi tjáð sig um einstök mikil- væg þjóðfélagsmál eins og launin í landinu og slíkt verið afgreitt sem of pólitískt mál sem ekki sé við hæfi að forsetinn tjái sig um, hvað þá að hann gæti haft á það nokk- ur áhrif. Er ekki allt sem snýr að litrófi mannlífsins tengt pólitík á einn eða annan hátt? En það á ekki að vera flokkspólitískt mál hvort menn geti gengið uppréttir í velferðar- samfélaginu og það á ekki að vera háð flokkspólitískum línum hvort grundvallarmannréttindi séu virt. Það á ekki að vera háð flokkspóli- tískum línum hvort rétturinn til menntunar sé tryggður öllum börnum og það á ekki að vera háð flokkapólitík hvort aldraðir geti lifað ævikvöldið með reisn. Það á ekki að vera háð flokka- pólitík hvort manngildi og mannleg reisn séu þeir vegvísar sem við látum varða okkur veg- inn í sambýli hvert við annað í fámennu landi. Á forseta íslands hvílir' stöðugt auglit þjóðar og á stundum auglit alheimsins. Hvernig er hægt að segja að slíkt embætti sé valda- laust? Sá sem með orðum sínum og athöfnum stjórnar í eins miklum mæli umræðu ijölmiðlanna og þar með þjóðlífsins og forseti íslands get- ur gert, er ekki valda- laus einstaklingur í tignarstöðu. Sá sem þessu emb- ætti gegnir getur á hverjum tíma mótað umræðu þjóðlífsins, lagt nýjar áherslur, reist nýjar vörður ef þörf krefur, eða end- urbyggt þær sem kunna að falla í stormasömu þjóðlíf- inu. Þannig getur for- setinn verið þjóðinni leiðarljós um góð siðferðileg viðmið, samkennd og samábyrgð, sem eru hornstein- ar velferðarsamfélagsins. Ef brest- ir koma í samstöðuna er forsetinn sameiningartáknið, sem og á gleði- og sorgarstundum. íslendingar hafa nú í annað sinn á ungri ævi lýðveldisins tækifæri til þess að kjósa hæfileikaríka og víðsýna konu til embættis forseta íslands. Guðrún Agnarsdóttir læknir hef- ur með störfum sínum á sviði vís- inda og samfélagsmála sýnt vand- virkni og ótvíræða leiðtogahæfi- leika. Hún hefur í störfum sínum tekist á við flókin og brýn verk- efni, sem unnin hafa verið til heilla fyrir marga. Starfsferill hennar spannar vítt svið bæði heima og heiman. Þannig hefur hún til brunns að bera víðsýni heimsborg- arans og skilning á mikilvægi al- þjóðlegra samskipta ásamt þjóð- legri samkennd. Þær væntingar, sem ég geri til forseta Islands, eru að hann búi yfir mannkostum eins og heiðar- leika og eindrægni, hlýju og sam- kennd með þeim sem standa höll- um fæti í þjóðfélaginu. Ég vil að minn forseti sé málsvari jafnréttis, mannúðar og menningar. Þannig forseti tel ég að Guðrún Agnars- dóttir verði, ef þið, kjósendur góð- ir, gefið henni og ykkur sjálfum tækifærið. ÁSTA B. ÞORSTEINSDÓTTIR Höfundur er hjúkrunarfrædingur og varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík. Ásta B. Þorsteinsdóttir Sannleikanum verður hver sár- reiðastur... „OFT má satt kyrrt liggja," segir máltækið. En það á ekki allskostar við þegar kemur að því að kanna fortíð þeirra sem bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðar- innar, forsetaembættis- ins. Þeir einstaklingar sem gefið hafa kost á sér til þess embættis hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að fortíð þeirra yrði tekin til rækilegrar skoðunar og umræðu opinberlega. Og það hefur svo sann- arlega verið gert og engum frambjóðend- anna verið hlíft í þeim efnum. En þá bregður svo undarlega við að slík- ar upprifjanir á fortíð framjóðendana eru kallaðar ólíkum nöfnum. Það virðist ekki vera sama hvort verið er að rifja upp fortíð Ólafs Ragnars Grímssonar eða hinna fram- bjóðendanna. Þegar lífshlaup framj- óðenda eins og Guðrúnar Agnars- dóttur og Péturs Kr. Hafsteins hefur verið rifjað upp hefur það verið flokk- að sem hin bestu meðmæli en þegar verkum Ólafs Ragnars hefur verið velt upp í umræðunni hefur það af stuðningsmönnum hans samstundis verið kallað níð og smekklaus skrif. Það þarf ekki að koma svo mjög á óvart þótt stuðningsmenn þing- mannsins gerist stórorðir þegar þeim er mikið niðri fyrir og stóryrði eru síst af öllu nýlunda í eyrum þeirra sem hlýtt hafa á málflutning þing- mannsins sjálfs þegar honum hefur hitnað í hamsi. Það sem hins vegar vekur athygli er að þeir sem tekið hafa að sér að veija Ólaf Ragnar láta gífuryrðin um gagnrýnisraddirn- ar nægja en bera því ekki við að svara gagnrýnendunum með rökum. í stað þess að klifa stöðugt á samsæriskenningum væri þeim nær að svara rangfærslum ef þeim þættu þær vera einhveijar- eða leiðrétta misskilning fyndist þeim hann vera á ferðinni. En eins og landsmönnum er vel kunnugt er hvorki um rang- færslur að ræða né heldur misskiln- ing. Sannleikanum verður hver sár- reiðastur og það er einmitt það sem lesa má út úr misheppnuðum varnar- ræðum stuðningsmanna Ólafs Ragn- ars. Kannski þetta hafi einmitt sann- ast hvað best í þeim ókvæðisorðum Þórarinn Jón Magnússon sem Jón Steinar Gunn- laugsson mátti sitja undir er hann sagði af sér formennsku í yfir- kjörstjórn. Hann gerði skiljanlega grein fyrir ástæðunum fyrir ákvörðun sinni. Það var flokkað _ sem ómakleg árás á Ólaf Ragnar og mögnuðum samsæris- kenningum komið á flot. Kosningastjóri frambjóðandans lét sér líka sæma að svara á þeim nótum, en viður- kenndi þó að rétt væri farið með í öllum atrið- um - en ávirðingarnar í garð Ólafs Ragnars vörðuðu fortíð hans og hefðu átt að vera gleymdar og grafnar. íslenska þjóðin hefur borið mikla virðingu fyrir forsetaembættinu og eðlilegt að kjósendur láti sér annt um að í embættið veljist einstakling- ur sem öll þjóðin geti litið til með stolti og virðingu. Því er í fyllsta máta eðlilegt að menn láti skoðanir sínar í ijós óhikað í umræðunni um þá sem í boði eru. Og frambjóðend- urnir verða að þola réttmæta gagn- rýni. Ég vil hvetja kjósendur til að renna nú augum yfir skrif stuðningsmanna Ólafs Ragnars á undanförnum vikum til að sannreyna það sem að ofan er ritað. Eðlilega hefur það komið illa við þá að mest af því sem rifjað er upp um fortíð þeirra manns á opinberum vettvangi skuli geta talist ljótt til afspurnar og hafi orðið til þess að fylgi hans hefur stöðugt far- ið minnkandi á meðan þau Pétur Kr. Hafstein og Guðrún Agnarsdóttir hafa aukið fylgi sitt eftir því sem meira hefur verið um þau fjallað opinberlega. Þeirra fortíð þolir ein- faldlega dagsbirtuna. Tryggjum það að í hið virðulega forsetaembætti veljist vammlaus maður sem landsmenn geta allir bor- ið fulla virðingu fyrir. Maður sem hefur ekkert að fela. Maður sem hægt er að bera fyllsta traust til og getur óumdeilanlega talist samein- ingartákn íslensku þjóðarinnar. ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON Höfundur er ritstjóri tímaritsins Mannlíf. „HVER er hún þessi glæsilega íslenska kona sem ég heyrði halda erindi á ráð- stefnu um friðarmál fyrir nokkrum árum? Hún heitir Guðrún Agnarsdóttir og er læknir. Hún vakti svo sannarlega athygli með málflutningi sín- um og framkomu og var ykkur íslendingum til mikils sóma.“ Þetta mælti Kanadamaður einn sem ég hitti af tilviljun erlendis fyrir nokkrum árum. Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem fólk hefur vikið sér að mér á erlendri grund, þegar það vissi að ég var íslendingur, og nefnt nafn Guðrúnar Agnarsdóttur. Við göngum senn að kjörborði til að kjósa forseta lýðveldisins. Ýmsir valinkunnir sómamenn og konur hafa gefið kost á sér til þessa mikil- vægasta embættis þjóðarinnar. Það er vel. Auglýsingastofur hafa haft ærinn starfa við að hanna ímyndir forsetaframbjóðend- anna og upplýsa þjóð- ina um kosti þeirra og hæfileika til að gegna embættinu. Við gerum hins vegar upp hug okkar hvert og eitt. Vonandi veljum við þanr. frambjóðanda, sem líklegastur er til að bera velferð lands og þjóðar fyrir bijósti heima og erlendis á þeim Qölþætta vettvangi sem forseti þarf að starfa á. Við þurfum að skyggnast á bak við skrum auglýsinga og ímynda, rifja upp störf ýmsa frambjóðenda heima og erlendis og líta jafnframt til framtíðar lands og þjóðar á vett- vangi alþjóðamála. Guðrún Agnars- dóttir er vel fallin til þessa embætt- is. Hún þekkir til í heimi stjórn- mála án þess að hafa flutt alfarið í hús valdsins. Á vettvangi stjórn- málanna leit hún fremur á sig sem þjón við góðan málstað en stjórn- málamann sem sætir lagi að skara eld að eigin köku. Störf hennar sem læknir og síðar að mannúðar- og friðarmálum hafa fært henni ómet- anlega þekkingu á kjörum fólks í gleði og sorgum. Sá skilningur og sú samhygð eru ómetanlegt vega- nesti forseta. Skeleggur málflutn- ingur Guðrúnar, víðsýni hennar, þekking og hrífandi framkoma vekja athygli og áhuga hvar sem hún fer. Hún er góð í návígi, alþýð- leg, skemmtileg og góður félagi og hún er yfirvegaður og einbeittur liðsmaður þar sem því er að skipta. Við sem kynntumst Guðrúnu Agn- arsdóttur vel á námsárunum í Lond- on og höfum fylgst með störfum hennar síðan metum hana mikils og treystum henni fyrir fjöreggi þjóðarinnar. Ég vil hvetja fólk til að láta skoðanakannanir og auglýs- ingaskrum ekki villa um fyrir sér. Veljum forseta sem er fremstur meðal jafningja. DÓRA S. BJARNASON. Höfundur er félagsfræðingur. Frá Ingu Sigurðar- dóttur: ÞJÓÐIN mun kjósa sér forseta á næstu dögum. Forsetinn þarf að vera maður sem allir geta treyst og ein- ing er um í þjóðfélag- inu. Tveir þeirra karla, sem eru í framboði, tilheyra tveimur pól- um hefðbundinna stjórnmála. Þar er beggja vegna fólk sem ekki getur hugsað sér forseta af þeim væng stjórnmálanna sem það tilheyrir ekki sjálft. Því mun hvorki skapast eining í þjóðfélaginu eftir kosningar um Ólaf Ragnar Gríms- son né Pétur Hafstein. Guðrún Agnarsdóttir var þing- kona um árabil. Hún var fulltrúi hreyfingar sem bauð fram til að koma með nýja vídd í stjórnmál á íslandi, hreyfingar sem vildi skoða málefnin út frá öðrum hliðum en hefð- bundin tveggja póla stjórnmál höfðu gert. Reyndin er sú að fólk á Islandi skipar sér á annan þessara tveggja póla og verður um leið andstæðingur hins pólsins. Viljum við forseta sem stór hluti þjóðar- innar telur andstæð- ing sinn? Guðrún Agnars- dóttir er eini frambjóð- andinn sem þjóðarsátt getur náðst um. Ég vil forseta sem flýgur á báðum vængjum. Þess vegna kýs ég Guðrúnu Agnarsdóttur. INGA SIGURÐARDÓTTIR, framhaldsskólakennari, Vallholti 9, Akranesi. Fremst meðal jafningja Dóra S. Bjarnason Þjóðarsátt um Guð- rúnu Agnarsdóttur Inga Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.