Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Guðrún Agnarsdóttir for- seti sem sameinar þjóðina Á KVENRÉTTINDADAGINN þann 19. júní hætti Guðrún Péturs- dóttir við framboð sitt og hafði á orði að það væri á brattann að sækja fyrir konur í þessu forseta- kjöri. Það er vissulega sjónarsviptir að Guðrúnu en hún fór af þessum vettvangi með virðingu og reisn. Þann sama dag flutti Guðrún Agn- arsdóttir ávarp í Kvennakirkjunni, og minnti á að þrátt fyrir allt þá hefur kvennabaráttan skilað merk- um ávinningum. Konur hafi í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr fengið tækifæri til að lýsa fyrir samfélag- inu hugsunum sínum og hugmynd- um, högum sínum og kjörum, ósk- um sínum og vonum, draumum sín- um og þrám. Kvennabaráttan hafi leyst mikla orku úr læðingi og fræ- in hafi hrunið víða. Konur hlaupa saman og syngja sig inn í hjörtu páfa og preláta. Konur ryðja nýjar brautir í rannsóknum og jafnvel í kirkjunni eru konur það hreyfiafl sem opnar dyr til nýrra átta. Samfé- lagið hefur hlustað, þó að það hafi ekki alltaf sýnt samsvarandi skiln- - ing. Einmitt þessi opna umræða um stöðu kvenna sé ef til vil! merkasti ávinningur kvennabaráttunnar. Hún hafi stappað í okkur stálinu, gefið konum traustari sjálfsmynd og meira sjálfstraust. Aukin menntun kvenna hefur einnig styrkt sjálfsmynd þeirra svo og þær kvenfyrirmyndir sem tiltæk- ar eru. Það þarf engin fræðimanns- gleraugu til að sjá og skilja hve gífurlega mikilvæg fýrirmynd frú Vígdís Finnbogadóttir hefur verið konum hér á landi sem erlendis, stúlkum og konum sem eru að vaxa og þroskast við að takast á við ný og kreíjandi verkefni. Á sama tíma heyrast þær raddir að nú sé kominn tími á karlforseta, af því að síðasti forseti var kona sem engin önnur kona geti tekið við af. Þetta er auðvit- að fáránlegur mál- flutningur, sem við megum alls ekki láta glepjast af. Stundum rennum við jafnmörg skref til baka í jafn- réttisbaráttunni og höfðu áunnist með erf- iðismunum, en alltaf miðar þó áfram. Til skamms tíma voru tveir af þremur hand- höfum forsetavalds konur en nú eru það allt karlar. Engin fjölgun var á þingkonum í síðustu kosningum og enn státar ríkisstjórnin aðeins af einni konu. Ef spurt er almennt hvort kynferði forsetans skipti máli er eðlilegt að svarað sé að mestu skipti að fá hæfasta einstaklinginn í embættið óháð kynferði. En fyrir kvennabaráttuna skiptir máli að æðsti embættismaður þjóðarinnar hafi áhuga á kvennabaráttu og hvort hann er kona eða karl. í allri kvennabaráttu skipta kvennavöld, kvennafyrirmyndir og kvennasam- staða máli. Þá hafa æ fleiri karl- menn áttað sig á mannréttinda- þætti kvennabaráttunnar og að aukið jafnrétti kynjanna er oftast til hagsbóta fyrir þá sjálfa og fjöl- skyldur þeirra. Mikilvægt er því fyrir kvennabaráttuna að fá konu sem forseta sem jafnframt er líkleg til að starfa í þeim anda að það verði málstaðnum til framdráttar. Óæskilegast hlýtur að vera frá sjón- armiði kvennabaráttu að hafa karl í þessu embætti, sem ekki hefur áhuga á eða er jafnvel andvígur jafnrétti kynj- anna. Er það mat okkar að við megum við því að missa konu úr emb- ætti forseta íslands? Guðrún Pétursdóttir sagði einnig þann 19. júní að forsetakjörið væri orðið pólitískara en æskilegt væri. Verið er að kljúfa þjóðina upp í tvær úreltar fylking- ar, hægri og vinstri. Fólk virðist ætla að tefla með atkvæðin sín, til að koma í veg fyrir að andstæðingurinn nái kjöri. Ef rýnt er í skoð- anakannanir er ljóst að Pétur Kr. Hafstein getur ekki fellt Ólaf Ragn- ar, jafnvel þó Guðrún Agnarsdóttir drægi sig til baka, þar sem fylgi hennar mundi dreifast jafnt á þá Pétur og Ólaf. Það eina sem getur fellt Ólaf Ragnar er að stuðnings- menn Péturs, sem langflestir velja Guðrúnu sem annan valkost, kjósi hana. Þó að þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Pétur Kr. Hafstein séu vafalítið mætir menn þá virðist ljóst að hvorugur þeirra getur orðið það sameiningartákn sem forseti lýð- veldisins þarf að vera. í þessari stöðu er því mikilvægast að samein- ast um Guðrúnu Agnarsdóttur og slá þtjár flugur í einu höggi: Fá hæfasta frambjóðandann, fá raun- hæft sameiningartákn fyrir þjóðina og koma í veg fyrir enn eitt bakslag- ið í jafnréttisbaráttu kynjanna. GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR Höfundur er þingkona. Guðný Guðbjörnsdóttir Sag'an um veiði- manninn og fiskana í sjónum KÆRU landsmenn! Við erum að kjósa okkur forseta, og erum þátttakendur í þvílíkum darraðar- dansi að um okkur fer. Stór hópur fólks hyggst ekki kjósa þann sem það í bijósti sínu vill sem forseta, sem er jú annarlegt. Allt á að snúast um tvo frambjóðendur. Alvarlegra er þó það, ef þessi sami hópur skynjar ekki að verið er að leika ljótan leik. Það er verið að reyna að veiða okkur í net af svo slyngum veiðimanni að við erum um það bil að festast. En til er leið til björgunar. Hún er sú að hver og einn haldi sig á sínu heimasvæði þar til veiðimað- urinn neyðist til að gefast upp. Þessi veiðimaður er ekki að veiða sér til matar, heldur til að leika sér með bráðina. Hver hann er? Ég veit ekki hvað hann heitir fullu nafni, en hann ber viðurnefnið spilling. Hann er hér mættur af þeim orsökum ein- um, að við höfum sofnað á verðin- um. Nú reynir á hvað okkur fiskum tekst að standast tálbeitur. Mikil spenna ríkti þegar viðvör- unarbjallan hringdi. Það átti að kjósa forseta og allt hafði farið úr böndunum út af áróðri og skoð- anakönnunum sem stjórnuðu huga fólksins eins og strengjabrúðum. Mik- ill ófriður og svo mik- ill óróleiki greip um sig að neyðarástand ríkti. Hinir „Tíu vitru“ tóku nú til máls. „Allir forsetaframbjóðendur byiji tafarlaust að undirbúa sig fyrir val- ið“. Síðan snart sá elsti af hinum vitru höfuð allra kjósendanna með sprota sínum og þurrkaði út áhrif skoð- anakannana á heilabú þeirra. „Allir kjósend- ur séu nú hljóðir svo þeir geti einbeitt sér að því að velja af einlægni.“ Kjósendurnir andvörpuðu og hugsuðu með sér, hvílíkur léttir, okkur er ekki leng- ur stýrt, við erum fijáls. Sá yngsti af hinum vitru tók nú til máls. „Nú veljum við okkur forseta. Hafið hugfast að forseti þarf að vera í góðu andlegu jafn- vægi. Forseti þarf að vera í góðum tengslum við sjálfan sig svo hann geti verið í góðum tengslum við þjóð sína. Hafið hugfast að augun eru spegill sálarinnar. Gaumgæfið síðan athafnir hvers og eins og að síðustu orð þeirra.“ INGIBJÖRG SIGURÐAR- OG SOFFÍUDÓTTIR Höfundur er myndlistarkona. Ingibjörg Sigurð- ar- og Soffíudóttir ÉG HEF ekki áður borið skoðan- ir mínar á fjölmiðlatorg fyrir al- mennar kosningar i landi okkar. Nú finn ég, eftir vandlega yfirveg- un, að tími er til kominn. Þegar ég var drengur lærði ég fjölmarga af hinum hvetjandi, örvandi og inni- haldsríku söngvum séra Friðriks. Síðan hafa þeir hljómað og endu- rómað hið innra með mér til mikils góðs fyrir mig bæði í blíðu og stund- um í mjög stríðu. Eitt versanna í þessum söngvum hljóðar svo: „Vertu fús bæði og frár til að framkvæa allt, sem þú fmnur að rétt styður mál.“ Ég fór víst snemma að leitat við að finna hver væru hin réttu mál til að styðja, og ég er enn að. Ég veit að þessi langvarandi viðleitni mín til að leit- ast við að greina hvað væri rétt fyrir mig að leggja !ið og efla á hveijum tíma hefur skerpt dóm- greind mína og hæfni til að finna, koma auga á, hin réttu mál. Nú hefí ég sannfærst og orðið fullviss um að við Islendingar eigum aftur að velja okkur konu sem þjóðhöfð- ingja a.m.k. næstu fjögur árin. Frá stofnun lýðveldisins 1944 hafa þrír karlmenn gegnt forseta embættinu í 36 ár og ein kona í 16 ár. Öll hafa þau gegnt embætt- inu með sóma, og ekki síst frú Vig- dís. Fyrir hennar tilverknað slær nú ljóma á nafn íslands um alla heimsbyggðina. Ég skal fúslega játa hér og nú að ég hefði helst kosið að fá að hafa hana sem þjóð- höfðingja okkar árið 2000 er við stefnum að 1000 ára kristnihátíð á Þingvöllum. Ég tjáði henni í tíma þessa ósk mína og fjölmargra ann- arra, þ.e. ef hún sjálf fyndi að rétt væri að verða við þessum til- mælum. í mínum aug- um hefur hún verið svo litríkur og ljómandi þjóðhöfðingi að ég hefi glaðst yfir því sérstak- lega að vera íslending- ur sl. 16 ár. Auk þess hefur hún, þegar hið „mesta fár“ hefur dun- ið á byggðum landsins, verið hinn skilnings- og kærleiksríki huggari. Hún hefur reynst að vera drengur góður eins og Bergþóra kona Njáls. Séra Friðrik útli- staði þetta þannig: „Dreng nefndu forðum fróðir, frjálsa menn er reyndust góðir, og af gæðum uxu og dáð...“ Ekki skal ég orðlengja hér um Vigdísi forseta, nema hvað ég vil þakka henni frábært framlag hennar í 16 ár. Hún hefur kennt okkur að meta betur og með stolti að gleðjast yfir að vera Islending- ur. Heila þökk, kæra Vigdís. Það er vissulega vandi að velja, þegar fleiri góðra kosta er völ, eins og nú fyrir komandi forsetakjör. I byijun stóð valið um tvær góðar Guðrúnar og þijá karlmenn; Ástþór hinn friðsama og (ást-) ríka, Pétur hinn vammlausa og ofurmennið Ólaf hinn vestfirska, svo tæpt sé á meginkostum þessara þriggja. Hin glæsilega Guðrún Pétursdóttir hef- ur nú dregið sig í hlé, þar sem henni fannst kosningabaráttan verða of pólitísk. Eftir stendur læknirinn góði, Guðrún Agnarsdóttir, og læt- ur ekki deigan síga og vinnur stöðugt á. Hana skulum við óhikað velja sem fimmta for- seta okkar íslendinga. Hvers vegna? Fyrir því get ég fært margvísleg rök. En rúmsins vegna verð ég að stytta mál mitt. Lengstan hluta ævi minnar hefi ég notið þess að eiga virtan og vitran hollvin, Sigur- björn biskup. Á ferð um Svíþjóð fyrir nokkrum árum rakst ég á tímarit, þar sem lesa mátti palladóma eða „úttekt" á biskupum Norður- landa. Um Islendinginn mátti lesa: „Sigurbjörn biskup er maður sem hugsar áður en hann talar. Þess vegna hafa orð hans vigt og eftir þeim er tekið.“ Líklega andmælum við landar hans þessu ekki. Hér um árið gengum við saman Skólavörðu- stíginn á heimleið frá vinnustöðum okkar. Við ræddum landsins gagn og nauðsynjar, um kirkjuna okkar íslensku og talið barst að konum landsins. Já, sagði þá þessi hugs- andi maður; konur, komnará vissan aldur, eru líklega mestu vitsmuna- verur í samfélagi okkar. Þetta fund- ust mér gáfuleg orð, sagði víst fátt, en geymdi þau í hjarta mér. Síðan þessi orð féllu hefi ég af og til minnt Sigurbjörn biskup á þau í áheyrn hans góðu eiginkonu, Magneu. Ekkert hefur hún sagt í þessu sambandi, en lítur hlýjum og kærleiksríkum augum á bónda sinn. Hann hefur ekki andmælt mér, til þessa. Vonandi fyrirgefur hann mér, að ég einmitt nú kem þessum þungavigtarorðum hans á fram- færi, þegar karlar, sem kunna alla klækina (eins og Jón Baldvin orðaði það nýlega í sjónvarpi), reyna með lævísum hætti að sannfæra þjóðina um að tímabært sé, að landsföður- legur karlmaður með færni og þekkingu yfirtaki Bessastaði. Þetta er ekki rétt. Kvóti kvenna er hreint ekki búinn (16:36). Kona sem í kjöri er, býr yfir miklu atgervi er líklega meiri „vits- munavera" en karlarnir þrír, sem í boði eru, þótt góðir séu, og bak við sig / við hlið sér, hefur hún eigin- mann, lækni, sem hefur sannað sig víða um heim með læknisfræðileg- um ritverkum. Hann er hreinrækt- aður Islendingur, sem alþýða manna hefur samkennd með og kann að meta. Þessir tveir góðu læknar hafa mikla færni í að greina það sem sjúkt er, einnig í þjóðlíf- inu, og burði til að koma hollum ábendingum á framfæri og fylgja þeim eftir með viturlegum hætti. Ég gæti haldið lengi áfram að tilfæra ástæður þess að ég bæði tel og finn að Guðrún Agnarsdóttir er hinn rétti fimmti forseti íslands, en ég ætla að ljúka máli mínu hér og nú með því að vekja athygli á: Þið konur eruð helmingur íslensku þjóð- arinnar og hafið nú tækifæri til að innsigla varanlega þann árangur, sem núverandi forseti okkar, frú Vigdís, hefur náð með svo frábærri framgöngu undangengin 16 ár. En betur má til að staða ykkar til fram- búðar styrkist og réttur ykkar til áhrifa við ákvarðanatökur í málefn- um þjóðar okkar. Litum t.d. á skip- an núverandi ríkisstjórnar okkar. Aðeins ein kona er þar tilkvödd. Við karlmenn eigum að þurrka betur móðuna af gleraugum okkar til að sjá ljóslega að við svo búið á og má ekiri lengur standa. Sýnum það í verki með því að fela Guðrúnu Agnarsdóttur og hennar ágæta eig- inmanni forsetastöðu á Bessastöð- um næstu árin. Það mun leiða til góðs. Minnumst þess að það eru konur sem fæða af sér börnin, einn- ig sveinbörnin, og það kemur í þeirra hlut meira og minna, aðal- lega meira, að móta þau og leiða til þroska. Mér verður hugsað til gríska hermannsins unga, sem forðum kom til móður sinnar og kvartaði yfir því að sverð hans væri stutt. „Gakk þú þá feti framar, sonur," var svar móðurinnar. Og mæður þurfa á öllum tímum að stappa stáli í stráka sína til þess að þeir verði hughraustir og sannir menn, dreng- skaparmenn, sem láta aldrei kappið bera fegurðina ofurliði. (Fr.Fr.) Og þetta að lokum til hinna kristnu, trúuðu vina minna. Ég hefi heyrt rödd meðal ykkar um að Guðrún Agnarsdóttir sé ekki nógu vel kristin og vammlaus til að vera forseti og þar sé annar frambjóð- andi henni fremri nú. Slík rödd heyrðist einnig fyrir 16 árum. Hvað hefur komið í Ijós? Forseti okkar núverandi hefur reynst sannur drengur, góður og batnandi, vax- andi bæði af gæðum og dáð, sem minnir á annan dreng forðum, sem „þroskaðist að visku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum“. Gefum Guðrúnu Agnarsdóttur tækifæri til að sanna okkur, að hún er vissulega drengur góður. Áfram því með dug og dáð. HERMANN ÞORSTEINSSON Höfundur er fyrrverandi framkvæmdnstjóri. Gjörum Guðrúnu Agnarsdótt- ur að finunta forseta Islands Hermann Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.