Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ f VIÐSKIPTI Eimskip stofnar tvö ný fyrirtæki í Bretlandi Mun stórauka umsvif í Eystrasaltsflutningum EIMSKIP hefur stofnað nýtt skipafélag í Englandi, Maras Linija Ltd. Hefur það keypt og tekið við rekstri Latvian Shipping Association Ltd. sem hefur annast siglingar milli hafna í Norður-Evr- ópu og Eystrasalti á undanförnum árum. Þá hefur Eimskip stofnað nýtt félag, Longship Ltd. í Bret- landi til að hafa með höndum umboðsmennsku og stjórna rekstri Maras Linija og annars skipafé- lags, Kursiu Linija. Heildarfjár- festing Eimskips vegna kaupanna nemur alls 200 milljónum króna. Mikil uppbygging á sér nú stað í Eystrasaltsríkjunum og hefur mikil aukning orðið á flutningum milli þeirra og Vestur-Evrópu á undanförnum árum að sögn Þórð- ar Sverrissonar, framkvæmda- stjóra flutningasviðs Eimskips. 200 milljóna króna fjárfesting „Með stofnun Longship Ltd. og aðild að Maras Linija Ltd. er Eim- skip að styrkja starfsemina í Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi og taka þátt í þeirri þróun og uppbyggingu sem þar á sér stað. Latvian Shipping Association Ltd. (LSA) hefur átt í rekstrarerfíðleik- um að undanförnu og voru þeir meginástæðan fyrir stofnun Ma- ras Linija Ltd. Heildarfjárfesting vegna kaupanna á LSA er um 200 milljónir króna og er stefnt að því að fá fleiri fjárfesta inn í rekstur þess á næstu misserum. Flutning- ar LSA námu meira en 40 þúsund gámaeiningum á síðasta ári á sigl- ingaleiðum þess," segir Þórður. Maras Linija Ltd. mun reka fímm meðalstór gámaskip í sigl- ingum milli Riga í Lettlandi, Tallin í Eistlandi og Sankti Pétursborgar í Rússlandi annars vegar og Rotterdam, Pelixstowe, Imming- ham, Árósa, Kaupmannahafnar og Helsingjaborgar hins vegar. Skipin hafa frá 150-320 gámaein- inga flutningsgetu hvert um sig en tæplega 1.100 samanlagt, að sögn Þórðar. Kursiu Linija er með eitt skip í rekstri og siglir á milli Klaipeta í Lithaugalandi, Kaliningrad í Rúss- landi og hafna í Vestur-Evrópu. Dótturfyrirtæki Eimskips í Rotter- dam og Bretlandi hafa verið um- boðsaðilar fyrir LSA frá stofnun þess árið 1990 og fyrir Kursiu Linija frá stofnun þess fyrirtækis árið 1995. ¦ Hrein viðbót við aðrar siglingar Siglingar Maras Linija og Kurs- iu Linija eru hrein viðbót við þær Eystrasaltssiglingar sem eru nú þegar á vegum Eimskips. Fyrir er dótturfyrirtækið MGH Limited í Bretlandi með töluverða starf- semi í Eistlandi, Lettlandi og Rúss- landi og starfa um 50 starfsmenn á skrifstofum þess þar. Þá er Eim- skip sjálft með eina ferð í mánuði til Eystrasaltshafna. Longship Ltd., sem ætlað er að stjórna rekstri Maras Linija og og Kursiu Linija, hefur aðsetur í Fel- ixstowe í Bretlandi og þar starfa 22 starfsmenn. Kristján Þorsteins- son, fyrrverandi forstöðumaður upplýsingavinnslu Eimskips, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þá hefur Ásbjörn Skúlason, fyrrverandi forstöðu- maður skiparekstrardeildar Eim- skips, verið ráðinn forstöðumaður rekstrardeildar, Martin Dale for- stöðumaður flutningadeildar og Stephen Field forstöðumaður fjár- máladeildar. Hagsýsla ríkisins Avinningur afsam- einingu Iðntækni- stofnunar og RB HAGSÝSLA ríkisins telur að ávinningur yrði af sameiningu Iðn- tæknistofnunar og Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins (RB). í skýrslu Hagsýslunnar um málið segir að margt bendi til að sameinuð stofnun standi betur að vígi í erlendu samstarfi en tvær stofnanir þar sem hún hafí meiri burði til að vinna við stærri verk- efni og taka þá áhættu sem því fylgi. Hagræðing möguleg Iðnaðarráðherra fól Hagsýsl- unni að kanna kosti þess að sam- eina Iðntæknistofnun og RB og fékk hann skýrsluna afhenta í mars síðastliðnum. Skýrsluhöf- undar telja meðal annars að hægt sé að ná fram hagræðingu með því að sameina fæðudeild RALA og matvælatæknideild Iðntækni- stofnunar. Athugun Hagsýslunnar beindist aðallega að því að kanna fjárhags- legan sparnað, sem leiddi af sam- einingu stofnananna og hvort að með sameiningunni yrði til öflugri stofnun, sem væri betur í stakk búin að taka að sér aukin erlend verkefni. Þá var lagt mat á ávinn- ing af því að matvælarannsóknir og efnagreiningar Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins yrðu hluti af sameinaðri stofnun. Flytja út gjafakort úr endurunnum pappír LISTIÐNAÐARFYRIRTÆKIÐ Oktavía ehf. hefur hafið útflutn- ing á handunnum gjafakortum úr endurunnum pappír til Þýska- lands. Fyrsta sendingin með sex þúsund kortum er þegar farin í skip og hefur umboðsaðili fyrir- tækisins í Þýskalandi lokið við sölu þeirra í verslanir. Kortin verða síðan kynnt á sölu- sýningu á gjafavöru í Hamborg í næsta mánuði, þar sem fulltrúar dreifingaraðila og smásölufyrir- tækja hittast til að kynna sér nýj- ungar á þessu sviði. Grímur Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Oktavíu, segir að sú staðreynd að kortin séu úr end- urunnum pappír hafi gert gæfu- muninn við sölu þeirra, auk þess sem þau séu listræn. Fyrirtækið notar ýmiss konar afgangspappír til framleiðslunn- ar, en í hann er síðan blandað laufi, laukblöðum, krækiberja- hrati, rabarbarablöðum til að ná fram ákveðnum lit og blæbrigð- um. Hráefniskostnaður er því lítill sem enginn. Umslögin eru úr end- urunnum pappír frá Englandi og plöstin sömuleiðis úr niðurbrjót- anlegu efni. Á hverju korti er límmiði með áletrun þar sem fram kemur að kortið sé úr endurunn- um pappír og hverju sé blandað saman við hann. Grímur segir að ekkert annað fyrirtæki á Þýskalandsmarkaði sehi gjafakort úr endurunnum pappír, en töluvert sé flutt inn af handunnum listrænum kortum frá Austurlöndum. Fyrirtækið sé engu að síður vel samkeppnisfært í verði þar sem hráefniskostnaður sé enginn og tiltölulega lítill flutn- ingskostnaður falli til. Sólarfilma tók við dreifingu á kortunum hér innanlands fyrr á þessu ári og hefur salan tvöfald- ast í kjölfarið. Auk Gríms starfa fjórar konur í fyrirtækinu sem getur nú framleitt um 10 þúsund kort á mánuði. Rannsóknastyrkir Evrópusambandsins til eflingar atvinnustarfsemi EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) mun á næstu árum veita styrki til margvíslegra rannsókna, sem er ætlað að efla evrópskt atvinnulíf. Meðal annars verður sérstök áhersla lögð á að styrkja rann- sóknir til eflingar iðnaðar tengdum sjóflutningum og hafa íslenskir rannsóknaaðilar sama aðgang að þessum styrkjum og aðrar ESB þjóðir. Eitt hlutverk styrkjakerfis ESB er að efla málaflokka, sem það telur mikilvæga. í Fréttabréfi Kynningarmiðstöðvar Evrópu- rannsókna segir að hæfnisupp- bygging tengd sjóflutningum sé eitt þeirra átta sviða sem væntan- lega verði lögð áhersla á að styrkja á næstu árum til að efla evrópskt atvinnulíf. Hópar á vegum sam- bandsins munu gera úttekt á því Áhersla á iðnað tengdum sjóflutningum hvaða rannsóknir eru stundaðar á þessum sviðum nú og greina fram- tíðarþörfina fyrir stuðningsað- gerðir innan Evrópu. Uppbygging iðngreina Innan þess verkefnahóps sem fjallar um sjóflutninga framtíðar- innar stendur yfir undirbúnings- vinna að því hvaða iðngreinar þurfi að byggja upp til að sjóflutningar, sem stjórnað er frá Evrópu, verði samkeppnisfærir við það sem 'þekkist í iðnríkjum utan sam- bandsins. Skipasmíðar, hönnun skipa, fjarskiptatækni, umhverfis- mál og samræmt eftirlit með nýt- ingu auðlinda hafsins eru meðal þeirra málaflokka sem nú er rætt um að veita rannsókna- og þróun- arstyrki. Önnur svið sem ESB mun leggja sérstaka áherslu á að styrkja á næstu árum eru: Samræmd flutn- ingakerfi, bíll morgundagsins, margmiðlun til nota við kennslu, næsta kynslóð flugvéla, bóluefni og veirusjúkdómar, járnbrautir og járnbrautarkerfí framtíðarinnar, vatnstækni og umhverfismál. Þeir sem hafa áhuga á að afla sér frekari upplýsinga um þessa styrki geta snúið sér til Kynning- armiðstöðvar Evrópurannsókna hjá Iðntæknistofnun. Philip Morris áfrýjar París. Reuter. PHILIP MORRIS tóbaksfyrir- tækið ætlar að áfrýja úrskurði fransks dómstóls um bann við auglýsingarherferð, þar sem því er haldið fram að sam- kvæmt vísindalegum rann- sóknum sé eins hættulegt að borða kex og anda að sér reyk frá vindlingum sem aðrir reykja. „Við erum undrandi og hneykslaðir á úrskurðinum," sagði David Greenberg, vara- forstjóri Philip Morris. Hann benti á lög um málfrelsi og kvað auglýsingaherferðina í þágu almannaheilla. Lögbann var sett á auglýs- ingarnar að kröfu fransks kex- fyrirtækis. Dómstóll í París úrskurðaði að Philip Morris yrði að greiða einnar milljónar franka sekt í hvert sinn sem bannið væri brotið. Svipað mál er fyrir dómstól- um í Belgíu. Þar var lögbanni hnekkt og kexiðnaður Belgíu þarf að ákveða hvort mála- rekstri skuli haldið áfram. „Okkur þykir leitt ef við höfum móðgað kexiðnaðinn," sagði Greenberg. „Við vildum sýna hve brjálæðislegt er að telja hættulegt að borða kex samkvæmt vísindalegum stað- reyndum." Dómstóllinn í París komst að þeirri niðurstöðu að auglýs- ingarnar væru „mjög skaðleg- ar" kexiðnaðinum. Einnig var úrskurðað að auglýsingaherferðin, sem hófst 4. júní í dagblöðum og tímarit- um í níu Evrópulöndum, væri kynning á tóbaki í trássi við heilbrigðislög. Bannað er að bera saman vöru og auglýsa tóbaksafurðir í Frakklandi. Gífurlegar olíubirgð- ir finnast í Kaspíahafi Ainmtíj. Reuter. TÍU milljarðar tonna af hráolíu og tvær billjónir rúmmetra af jarðgasi hafa fundizt með rannsóknum á grunnsævi Kaspíahafs samkvæmt töl- fræðiriti British Petroleum. Ef þetta verður staðfest verður hér um að ræða 10 sinn- um meira magn en á Tengiz- olíusvæðinu og talsvert meira en allar birgðir Rússa af olíu, sem eru 6.7 milljarðar tonna að því hægt er að sanna, að sögn ritsins, Statistical Review of World Energy. Þessar niðurstöður fengust í júní eftir starf sérfræðinga fjölþjóðasamtaka, sem komið var á fót til að leita að olíu og gasi á Kaspíahafi að því er Edgye Nurkhaidarov, varafor- seti Kazakhstan Caspiy Shelf (KCS), skýrði frá á ráðstefnu. KCS er rekstraraðili fyrir- tækjasamtaka, sem að standa Agip SpA á ítalíu, British Gas í Bretlandi, British Petroleum, Den Norske Stats Oljeselskap AS (Statoil) í Noregi, banda- ríska fyrirtækið Mobil Corp, Shell og Total SA í Frakklandi. Aðilar að samtökunum benda á að engar boranir hafi enn farið fram og að gengið sé út frá því að hráolíubirgðirn- ar séu ekki meiri en fjórir millj- arðar lesta. |l«illjl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.