Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 C 3 ERLENT Carter ber trúlega vitni í tóbaksmáli Jackson, Mississippi. Reuter. JIMMY CARTER fyrrum forseti kann að verða beðinn um að bera vitni gegn bandaíska tóbaksiðnað- inum þegar tímamótamál Miss- issippi gegn vindlingaframleiðend- um verður tekið fyrir samkvæmt dómskjölum. Nafn Carters birtist á skrá um hugsanleg vitni, sem lögð var fyrir dómstólinn í Jackson County í síð- asta mánuði. Á listanum erU einn- ig nöfn fjölmargra vísindamanna og starfsmanna í greininni, þar á meðal fyrrverandi rannsóknar- manna dótturfyrirtækis RJR Nab- isco Holdíngs Corp. í tóbaksiðnað- inum, R.J. Reynolds & Co. Ekki hefur verið minnzt á það fyrr að starfsmenn R.J. Reynolds muni bera vitni í málinu. Mississippi fór í mál við vindl- ingaframleiðendur og aðra aðila tóbaksiðnaðarins til að fá þá dæmda til að greiða fé til Medic- aid, opinberrar stofnunar, sem veitir fjárhagsaðstoð því lágtekju- fólki er þarf læknisaðstoð, vegna sjúkdóma er tengjast reykingum. Átta önnur ríki hafa ákveðið að fara að dæmi Mississippi. Enn önnur, þar á meðal Arizona, láta líklega til skarar skríða. GM tekur við stjórn Saab á næstu 4 árum Stokkhólmi. Reuter. GENERAL MOTORS risafyrirtæk- ið bandaríska tekur væntanlega við stjórn bifreiðafyrirtækisins Saab Automobile AB í Svíþjóð innan fjög- urra ára samkvæmt áætlun um að bjarga Saab. GM og sænskur samstarfsaðili, fjárfestingasjóðurinn Investor AB, hafa bundið enda á margra mánaða vangaveltur með áætluninni, sem gerir ráð fyrir meiriháttar endur- fjármögnun er getur leitt til þess að GM fái meirihluta í sænska bif- reiðafyrirtækinu eða eignist það að öllu leyti. Fyrirtækin hafa einnig komið sér saman um að hvor aðili um sig leggi 1.74 milljarða sænskra króna eða 262 milljónir dollara í Saab Auto 1996-97 til að reyna að auka söluna um 50% á fimm árum og snúa við slæmri afkomu á síðustu árum. Talsmaður GM vísaði á bug vangaveltum um að Investor vildi segja skilið við Saab Auto fyrir fullt og allt og benti á þær miklu fjárfestingu sem um væri að ræða. Samkvæmmt samningnum hefur GM rétt til að hlut Investors í Saab Auto að nokkru eða öllu leyti 1999- 2000. Auk þess hefur Investor rétt til að selja GM allt að því hálfan hlut sinn í Saab Auto árið 2000, ef GM hefur þá ekki neytt forkaupsréttar til að kaupa hlutabréfin. Vitfa eiga 25% Talsmaður Investors, Nils Ingvar Lundin, sagði að sjóðurinn vildi verða hluteigandi í Saab og eiga að minnsta kosti 25%. Þótt sérfræðingar búist við að GM auki hlut sinn í Saab Auto í 75% fyrir árið 2000 vill GM ekki fullyrða það. Talsmaður GM sagði að fyrirtækið væri hæstánægt með 50% hlut sinn nú og framtíðin yrði að skera úr um hvaða ákvarðanir yrðu teknar. Sumir sérfræðingar segja að GM muni líkega ekki taka bindandi af- stöðu til eignarhluta síns í framtíð- inni, þar til betur komi í ljós hvort nýboðuð endurfjármögnun og fyrir- ætlanir um að auka sölu og umsvif á mikilvægum mörkuðum bera árangur. Annað besta ár Cargolux að baki ÁRIÐ 1995 varð hið annað besta frá upphafi hjá Cargolux-flugfélag- inu í Lúxemborg. Rekstrartekjur félagsins námu alls um 395,2 millj- ónum dollara sem jafngildir um 26,7 milljörðum króna og jukust um 23% frá árinu 1994. Rekstrar- hagnaður nam um 13,9 milljónum dollara sem er 31% aukning frá árinu á undan og hagnaður eftir skatta var 11,3 milljónir dollara, að því er fram kemur í frétt frá félaginu. Nýjar áætlunarleiðir Félagið færði verulega út kvíarn- ar á síðasta ári og hóf flug á nýjum áætlanaleiðum til Madras, Jóhann- esarborgar, Detroit og New York. Flutningsmagn frá Ameríku jókst um 37%, um 22% frá Evrópu og frá Asíu um 5%. í september sl. fékk Cargolux afhenta þriðju Boeing 747-400 fragtvél sína frá Boeingverksmiðj- unum og samanstendur flugflotinn nú af þremur Boeing 747-400F vélum og fjórum Boeing 747-200F vélum. Félagið hefur pantað fjórðu Boeing 747-400F-vélina og fær hana afhenta árið 1998. Starfs- menn voru 826 talsins á árinu 1995, en þar af voru 636 manns í Lúxem- borg. A þessu ári mun Cargolux ein- beita sér að því að ná enn betri árangri, segir ennfremur í frétt fé- lagsins. Stefnt er að því að auka nýtingu á núverandi flugflota með því að stytta biðtíma flugvéla á jörðu niðri og tryggja góða stund- vísi. Hins vegar er ekki búist við jafngóð afkoma á þessu ári og í fyrra. Það má að hluta rekja til aukinnar samkeppni, en einnig deyfðar í efnahagslífi á nokkrum svæðum heimsins. AGRESSO hlaut gullverðlaun Hið virta tímarit PC-User Hvers vegna: veitti fjármálastjórnunar- kerfinu AGRESSO gullverðlaun og segir að kerfið henti sérstaklega vel millistórum og stórum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. PC-User* veitti AGRESSO X , gullverðtaunin Yfirstjórnendur eiga auðvelt með að fá þær upplýsingar sem þeir þurfa á að halda og hafa heildarsýn yfir stór deildaskipt fyrirtæki eða stofnanir. Fjármálastjórar AGRESSO uppfyllir allar kröfur fjármálamanna um samtengda kerfishluta, fjármála-, launa- og starfsmannahluta, verkbókhald, innkaupa- og birgðakerfi. Áhersla á innra reikningshald með góðum fyrirspurnar- og skýrslumöguleikum. Auðvelt er að tengja AGRESSO við ABC kerfi og önnur Windows kerfi, t.d. Excel. Tæknimenn AGRESSO uppfyllir allar kröfur tæknimanna um: Biðlara/miðlarakerfi undir Windows, opið kerfi, SQL aðgang, ODBC tengingar og hve auðvelt er að flytja gögn yfir í önnur Windows kerfi. Allir eiga auðvelt með að læra á kerfið og notfæra sér það hver í sínu starfi. AGRESSO er staðlað og sveigjanlegt kerfi og kallar ekki á sífellda forritun. Skýrr hf. er öflugt þjónustufyrirtæki sérhæft í að beita upplýsingatækni viðskiptavinum sínum í hag. Við bjóðum ráógjöf við uppsetningu, námskeið í notkun og aðstoð við rekstur AGRESSO. Skýrr hefur áratuga reynslu í að framleiða, þjónusta og reka stærstu fjármálastjórnunarkerfi á íslandi. Öll þessi reynsla stendur kaupendum AGRESSO til boða. Allt þetta gerir AGRESSO að spennandi valkosti fyrir stjórnendur þegar þeir ákveða hvaða fjármálastjómunarkerfi og hvaða þjónustuaðili fullnægi best kröfum þeirra. Talaóu vió AGRESSO ráðgjafana hjá Skýrr hf. Þeir eru viðskiptafræðingar með margra ára reynslu í fjármálastjómun. Síminn er 569 5100. Skýrr hf. og AGRESSO - samstarf sem skilar þér árangri "'^^ AGRESSO Þjúðbraut Upplýsinga FJARMAGN /i:/ *m i,i ( Samkeppnishæf kjör Langur lánstími Stuttur afgreiðslutímí r Vísitölubundin lán r Erlendar myntir r Sveigjanleg endurgreiðsla Virkþjónusta á lánstfma r Milliliðalaus lánveiting IÐNLANASJOÐUR ÁRMÚ LA 13a «155 R E Y K J A V í K • S í M I 588 6400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.