Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 4

Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 4
4 C FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Þróun nokkurra rekstrarstærða árin 1992-1995 Rekstrartekjur Eigið fé Milljónir króna Milljónir Hagnaður Milljónir ,155 króna mBBi 141 )ll 3.267 króna i_833 Jáw rrn 50 Eiginf járhlutfall % 10 1992 1993 1994 1995 1993 1993 1994 1995 1993 1993 1994 1995 1992 1993 1994 1995 1992 1993 1994 1995 40 30 20 10 Veltufé frá rekstri Milljónir 482 króna ÚA stokkar upp spilin Útgerðarfélag Akureyringa hf. er nú að ráðast í umfangsmikla endurskipulagningu á landvinnslunni til að gera hana samkeppn- isfæra. Jafnframt hyggur félagið á frekari fjárfestingar í öðrum sjávarútvegsfyrirtækj- um, bæði hérlendis og erlendis. Til að mæta þessum íjárfestingum verður boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 150 milljónir króna á næstunni. Krístinn Briem ræddi við þá Jón Þórðarson, stjómarformann og Björgólf Jóhannsson, framkvæmdastjóra um þessi áform. Wi '.......■■ s Morgunblaðið/Kristján JÓN Þórðarson stjórnarformaður UA og Björgólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri félagsins. SÍÐUSTU mánuðir hafa verið við- burðaríkir hjá Útgerðarfélagi Ak- ureyringa hf. Nýlega slitnaði upp úr viðræðurn Akureyrarbæjar um sameiningu ÚA og j'jriggja dóttur- félaga Samherja. I tengslum við þær hafði Samherji óskað eftir viðræðum um að kaupa hlutabréf bæjarins en þau áform náðu held- ur ekki fram að ganga. En á sama tíma hafa miklar breytingar á allri landvinnslu ÚA verið í undirbúningi og miða að því að snúa tapi af þessari grein í hagnað. Þær fela í sér uppstokk- un á vinnufyrirkomulagi og mikla tæknivæðingu, sem verður að fullu komin til framkvæmda um næstu áramót. I tengslum við þetta hefur félagið hafið innflutning á þorski og ufsa frá Noregi og ætiar sér í náið samstarf við þarlend fyrir- tæki í sjávarútvegi. En síðast en ekki síst er í farvatninu stórt hlut- afjárútboð sem ætlað er að afla félaginu nálægt 700 milljóna til fjárfestinga. Fjárfestingar fjármagnaðar með hlutafjárútboði ÚA mun á næstunni bjóða út nýtt hlutafé að nafnvirði 150 millj- ónir króna. Sölugengi bréfanna hefur ekki verið ákveðið en miðað við gengi í viðskiptum á liðnum vikum yrði söluandvirði útboðsins nálægt 700 milljónum. Fram hefur komið í fréttum að Akureyrarbær hyggst ekki nýta sér sinn for- kaupsrétt og óljóst er hvemig far- ið verður með þann hluta sem er um 80 milljónir að nafnvirði. Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, verður fyrir svörum þegar spurt er um tilgang útboðsins. „Tiigangurinn með út- boðinu er í fyrsta lagi sá að fjár- magna verulegar fjárfestingar í landvinnslu," segir Björgólfur. „Þær verða á bilinu 215-220 millj- ónir, en þar af erum við búnir að veija um 30 milljónum til fjárfest- inga í pökkunarsamstæðum. Þá höfum við verið að fjárfesta í öðr- um sjávarútvegsfyrirtækjum og þar má benda á kaup okkar á hlut í Skagstrendingi. Eftir síðustu áramót keyptum við töluverðan hluta og aftur núna í útboði félags- ins fyrir samtals um 120 milljónir. Síðan eru önnur tækifæri fyrir nendi varðandi fjárfestingar í sjáv- arútvegi sem við erum tilbúnir að takast á við þegar þau opnast, bæði innanlands og erlendis." Hasla sér völl í vinnslu uppsjávarfiska í þessu sambandi er þess skemmst að minnast að ÚA hefur í hyggju að kaupa 20-30% hlut í Tanga hf. á Vopnafirði til að fá aðgang að veiðum og vinnslu upp- sjávarfiska. Þróunarsjóður sjávar- útvegs á 32% hlut í Tanga sem er að nafnvirði 115 milljónir og hyggst Vopnafjarðarhreppur nýta sinn forkaupsrétt að bréfunum, en framselja mestan hluta þeirra á ný tii ÚA. Tangi gerir út tvo tog- ara og rekur hefðbundið frystihús ásamt loðnuverksmiðju. Jón Þórðarson, stjórnarformað- ur ÚA, vísar til þess að í framtíðar- sýn félagsins sé gert ráð fyrir að það hasli sér völl í vinnslu uppsjáv- arfiska. „Það höfum við þegar gert með því að stofna fyrirtækið SÚA á Seyðisfirði um loðnufryst- ingu. Við sjáum síðan möguleika á að taka þátt í rekstri Tanga á Vopnafirði. Þar er fiskimjölsverk- smiðja sem liggur vel við loðnu- og síldarmiðum. Við erum fyrst og fremst að horfa á frystingu á uppsjávarfiskum og höfum trú á því að innan ekki langs tíma verði meirihlutinn af uppsjávarfiskinum nýttur til manneldis. Bræðslan verður hins vegar að vera til stað- ar vegna þess að ákveðinn hluta fisksins er ekki hægt að nýta með öðru móti. Hluti af þessari stefnu- mörkun felur í sér að starfsemin verði umhverfisvæn og stuðli að sjálfbærri þróun þeirra náttúru- auðlinda sem félagið nýtir.“ Samstarf fyrirhugað við Skagstrending Það kemur fram hjá þeim Björg- ólfi og Jóni að bræðsla á uppsjáv- arfiski byggist á því að vinna mik- ið magn þar sem framlegðin af hveiju kílói sé lítil. Með því að frysta loðnu fáist mun hærra verð en í bræðslu. Ef markaðir opnist fyrir frysta síld og loðnu t.d. í Rússiandi eða jafnvel austar þá skapist betri grundvöllur fyrir meiri frystingu. Þar fyrir utan sé mjög stór síldarmarkaður í Evr- ópu, þar sem íslendingar hafi lítið látið að sér kveða. ÚA hefur ekki síður áhuga á nánari samstarfi við Skagstrend- ing hf. á Skagaströnd og hefur nú keypt um fimmtungs hlut í því félagi til að treysta böndin. „Til- gangurinn með þeirri fjárfestingu var að ná fram hagræðingu hjá báðum fyrirtækjunum sem verður báðum til hagsbóta. Við sjáum fyrir okkur að ná betri nýtingu á kvóta og eignum. Menn hafa verið að takmarka kvótann á hvert skip og haldið í skipin sem hefur kom- ið fram í verri afkomu. Við höfum núna fækkað skipum og vonumst til þess ná bættri nýtingu á skipun- um. Við höfum velt fyrir okkur svipuðum hlutum í samstarfinu við Skagstrending hf.“, segir Björ- gólfur. Landvinnslan hefur ekki verið samkeppnisfær Hefðbundin botnfiskvinnsla í landi hefur verið sú grein sjávarút- vegs sem átt hefur hvað erfiðast uppdráttar undanfarið. Tap hefur verið af þessum þætti starfsem- innnar hjá ÚA, enda þótt afkoman hafi verið töluvert betri en meðal töl Þjóðhagsstofnunar um afkomu botnfiskvinnslu gefa til kynna. Afkoman hjá ÚA hefur farið batn- andi og er við núllið um þessar mundir. Hagnaðurinn hefur aftur á móti myndast í rekstri frysti- skipa félagsins. Stjórnendur ÚA fengu danskt ráðgjafarfyrirtæki til liðs við sig á síðasta ári til að gera úttekt á landfrystingunni og vinna tillögur í samráði við starfsmenn félagsins um endurbætur á þessum rekstri. Það kemur fram hjá Jóni að land- vinnslan sé ekki samkeppnisfær við sjófrystinguna eins og hún hafi verið rekin hingað til. „Þetta fyrirtæki er á opnum hlutabréfa- markaði og hlutabréfin þurfa að skila betri arðsemi en ríkisskulda- bréf. Spurningin sem við stóðum frammi fyrir var sú hvort það ætti að fjárfesta í landvinnslunni eða hreinlega loka henni. Svarið sem kom út úr þeirri athugun var jákvætt. Það þarf hins vegar að semja að nýju við verkalýðshreyf- inguna ásamt því að breyta tækn- inni og samsetningu afurðanna. Ennfremur þarf að breyta hugsun- arhættinum í kringum landvinnsl- una og hætta að tala um frysti- hús. Þess í stað á að ræða um matvælavinnslu. Lykilatriðið er að fá samsvar- andi nýtingu á fjárfestinguna í vinnslunni í landi og er á henni úti á sjó. Ef það hefst ekki verður að færa alla vinnsluna út á sjó, eins og raunar hefur gerst víðast annarsstaðar. í þessu sambandi má spyija hvers vegna íslendingar séu að kaupa loðnu- og síldarskip af Norðmönnum. Svarið felst í því að Norðmenn eru að færa vinnsl- una um borð í skipin vegna þess að nýtingin náðist ekki í land- vinnslunni. Við höfum hins vegar ennþá trú á því að hægt sé að ná fram hagkvæmni í landi. Ef þau markmið nást ekki fram, þá endar öll vinnslan úti á sjó. Jafnframt þessu þarf að auka verulega þekk- inguna á markaðnum í fyrirtæk- inu. Það þarf sjálft að byggja upp vöruþróun í beinu samstarfi við þá sem eru á markaðnum. Þar að auki þurfum við að horfa á hráefnisöflun þessa iðnaðar. Til að hægt sé að fullnýta fjárfesting- una og ná fram hagkvæmni þurf- um við meira hráefni en fæst með núverandi kvóta. Þar eru ýmsir möguleikar. Við erum t.d. núna að flytja hráefni inn frá Noregi í stórum stíl og töpum ekki á því.“ Hafa þegar keypt um 800 tonn frá Noregi Þeir Björgólfur og Jón segjast hafa óttast það mest í upphafi að norski fiskurinn yrði of gamall, en komið hefði í ljós að hægt væri að flytja hann til íslands inn- an tilskilins tíma. Næst þurfi að ná niður flutningskostnaði. Ýmis áform eru á pijónunum um fram- haldið í þessum viðskiptum. í Nor- egi er ufsi veiddur af nótaveiði- skipum og geymdur lifandi í nót- inni, jafnvel mánuðum saman. „Við ætlum að reyna að komast í stöðug viðskipti með þennan ufsa frá því seinni hluta sumars og fram að áramótum," segja þeir félagar. Frá því þessi hráefnisinn- flutningur hófst frá Noregi fyrir rúmum mánuði hefur fyrirtækið keypt um 800 tonn. Þetta er dá- góð viðbót, því fyrirtækið fær um 15 þúsund tonn af hráefni til vinnslu árlega. Þar með eru þó ekki allar hrá- efnisuppsprettur upptaldar því til greina kemur einnig að kaupa frystan fisk og þíða hann til vinnslu ásamt því að kaupa fisk af rússneskum veiðiskipum. „í framtíðinni verður tvífryst hráefni verulegur hluti af framleiðslu botnfiskafurða, en við ætlum að nýta okkur alla þessa möguleika," fullyrðir Jón. Viðræður um vaktakerfi starfsfólks Meðal þeirra þátta sem þarfnast endurskoðunar hjá ÚA er vinnu- fyrirkomulag í fyrirtækinu. Nú standa yfir viðræður um þessi mál við verkalýðsfélagið Einingu á Akureyri. Hugmyndir forráða- manna ÚA gera ráð fyrir að starfs- fólk vinni á sex til átta tíma vökt- um með færri pásum og neysluhlé- um en nú er, þannig að virkur vinnutími lengist. „Með þessu móti er hægt að greiða hærri tíma- laun en við þau bætist einstakl- ingsbónus í stað hópbónuss nú,“ segir Björgólfur. „Annar hluti af endurskipulagningunni er fjárfest- ing í aukinni tæknivæðingu. Það er að hluta til komið til fram-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.