Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR27.JÚNÍ1996 C 5 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Kristján ÞEIR Jón og Björgólfur binda miklar vonir við hina nýju pökkunarsamstæðu ÚA sem sést hér á myndinni. kvæmda varðandi pökkun því fyr- irtækið hefur fest kaup á nýrri pökkunarvél. Þá er fyrirhugað að fjárfesta í nýjum búnaði til laus- frystingar og flokkunar. „Síðan fáum við tvær nýjar vinnslulínur í stað þeirra fjögurra lína sem nú eru í gangi. Framleiðsla á laus- frystum afurðum er stöðugt að aukast og t.d. karfinn fer að lang- mestu leyti í eins kílós poka." Sífellt stærri hluti afurðanna til endanlegra neytenda Jón Þórðarson bætir því við að stefnt sé að því að stækka sífellt þann hluta framleiðslunnar sem fari beint til neytenda, hvort sem það er í smásöluverslanir eða til veitingahúsa. „Framleiðslan fer núna á fjóra markaði, þ.e. til Bandaríkjanna, Bretlands, ann- arra Evrópulanda og Austurlanda. Fimmti markaðurinn, Austur-Evr- ópa og Rússland, var mjög stór hér áður. Við þurfum að sinna honum vel og búa okkur undir að taka þátt í efnahagsuppbygging- unni þar." En hversu miklu munar á af- komu í framleiðslu í hefðbundnar pappningar og neytendapakkning- ar? „Það var ekki nægilega mikill munur á framleiðsluverði þessara afurða. Okkar svar við því er að auka tæknivæðinguna t.d. með pökkunarlínunni. Hér áður voru 20-30 manns starfandi við pökk- un, en eftir að við fengum nýju samstæðuna nægir að hafa 4-6 við pökkun." Rekstur MHF á uppleið Verulega hefur rofað til í rekstri Mecklenburger Hochseefischerei GmbH, dótturfyrirtækis ÚA í Þýskalandi, eftir mikið tap á árinu 1994. Félagið gerir út fimm skip, en sjötta skipið hefur nýlega verið selt. „Eftir á að hyggja má segja að við höfum verið of bjartsýnir í upphafi," segir Björgólfur. Að vísu urðum við fyrir áföllum því verðið á afurðunum lækkaði að meðaltali úr 5 þýskum mörkum í 2,50 mörk. Núna höfum við náð verðinu upp aftur. Það er ekki aðeins markað- urinn sem hefur lagast heldur höfum við breytt framleiðslusam- setningunni og vinnufyrirkomu- lagi um borð í skipunum. Vinnslu- afköstin hafa því verið að aukast. Það varð 14,7 milljóna marka tap árið 1994. Árið 1995 var af- koman neikvæð um 2,5 milljónir, en þá féll til 1,4 milljóna marka söluhagnaður þannig að rekstur- inn sjálfur skilaði 3,9 milljóna tapi. Við reiknuðum með því að síðasta ár yrði betra en raun bar vitni. Afkoman hrundi hins vegar í sept- ember og október. Við teljum að afkoman batni enn á árinu 1996, þannig að tapið verði um 1-2 millj- ónir. Væntanlega verður þó góður afgangur á árinu vegna söluhagn- aðar af skipi. Meginmálið í sambandi við þennan rekstur er þó það að búið er að skipta kvótanum á Reykja- neshrygg. Kvóti Þýskalands lendir væntanlega að langmestu leyti hjá þessu félagi. Við erum því bjart- sýnir á að reksturinn komi til með að ganga." En stjórnendur ÚA ætla ekki að láta staðar numið í fjárfesting- um erlendis. Þeir hafa að undan- förnu leitað að samstarfsaðila í Noregi með hugsanlegar fjárfest- ingar fyrir augum. Það kemur fram hjá Jóni að nauðsynlegt sé að draga úr sveifl- um í hráefnisframboði til að tryggja stöðugt framboð unninna afurða á mörkuðum. „Við viljum gjarnan eiga frekara samstarf við Norðmenn til að ná þessu mark- miði. Þegar til lengri tíma er litið erum við sjaldan í beinni sam- keppni við þá t.d. í frystingu loðnu- afurða. Þá er afar sjaldgæft að þorskur sé í uppsveiflu á sama tíma í báðum löndunum. Núna er þorskstofninn að vaxa hjá okkur en er á niðurleið hjá þeim. Við erum byrjaðir að kaupa hráefni af Norðmönnum, en gætum einnig hugsað okkur að vinna frekar með þeim í framleiðslu í Noregi." Bjartsýni um framtíðinni Á síðasta ári varð um 20 millj- óna tap á reglulegri starfsemi ÚA, en um 141 milljónar heildarhagn- aður vegna söluhagnaðar af skipi. Á árinu 1996 gera áætlanir ráð fyrir nokkrum bata í rekstrinum, en hagræðingin í landvinnslunni komi að mestu fram á árinu 1997 með verulega bættri afkomu. ÚA mun þá njóta eins og flest önnur sjávarútvegsfyrirtæki góðs af fyrirhugaðri aukningu á þorsk- kvóta á næsta fiskveiðiári, þar sem félagið á ríflega 4% af heildar- þorskkvótanum. Á móti kemur mikil skerðing á grálúðukvóta fé- lagsins, en félagið á^ 10% heild- argrálúðukvótanum. Áætlað er að kvótaaukningin skili yfír 100 millj- óna áukningu framjeiðsluverð- mæta. Forráðamenn ÚA eru því bjartsýnir á það að í náinni fram- tíð verði afkoma félagsins með því besta sem gerist í sjávarútvegi. Útskrift frá Tækniskólanum Utflutningsráð verð- launar lokaverkefni GUNNAR Gíslason, nemandi í útflutningsmarkaðsfræði í Tækniskóla íslands hlaut viður- kenningu Útflutningsráðs fyrir lokaverkefni sitt, markaðsáætlun fyrir unnar fiskafurðir á Þýska- landsmarkað, en verkefnið var unnið fyrir Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna. Viðurkenningin var afhent laugardaginn 25. maí sl., þegar útflutningsmarkaðsfræðingar sem lokið höfðu BS prófi voru útskrifaðir frá Tækniskólanum. Við það tækifæri afhenti Haukur Björnsson, forstöðumaður hjá Útflutningsráði skólanum til eign- ar bikar sem á verða grafin nöfn þeirra nemenda sem vinna bestu markaðsrannsóknina hverju sinni. Nemendur í útflutningsmark- aðsfræði vinna lokaverkefni sín á þremur önnum og eru það mark- aðsáætlanir fyrir fyrirtæki eða stofnanir. Tækniskólinn mun frá og með næstu áramótum bjóða upp á eins árs sérhæfingu í vörustjórnun (logistics) ofan á tveggja ára nám í iðnrekstrarfræði eða rekstrar- fræði. Nemendur með fyrrgreind- an bakgrunn útskrifast því með BS gráðu eftir þriggja ára nám. Eurocard með minnislykla EUROCARD á Islandi býður nú korthöfum sínum svonefnda minn- islykla sem eiga að auðvelda þeim að muna leyninúmer sem fylgja debet- og kreditkortum. I frétt frá fyrirtækinu segir að með aukinni tækni muni notkun leyninúmera verða algengari í sjálfsölum, hraðbönkum og jafnvel í einstökum verslunum. Með minn- islyklinum vilji Eurocard stuðla að auknu öryggi í þessum viðskiptum og auðvelda korthöfum að muna leyninúmerin. Að sögn Bergsveins Sampsted, forstöðumanns markaðs- og þjón- ustusviðs Eurocard á íslandi, varð mikil aukning á síðasta ári í út- gáfu debet- og kreditkorta á ís- landi líkt og annars staðar í Evr- ópu. Samfara aukinni notkun greiðslukorta hafi hraðbönkum og móttökustöðum kortanna fjölgað og í árslok 1995 voru hraðbankar, sem veita Eurocard-Maestro við- töku, orðnir 257.000 talsins í heiminum. Á sama tíma eru mót- tökustaðir greiðslukorta frá sömu aðilum orðnir u.þ.b. 13 milljónir í heiminum. Lysinq hf. FUÓTLEGRI FJÁRMÖGNUN SUÐURIANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1500, FAX 533 1505, 800 6515 - Þættir sem fyrirtæki kunna vel ao meta í fjármálaþjónustu Lýsingar hf. Kynntu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aðra kosti á lánamarkaðinum. Fáðu ítarlegan upplýsingabækling í næsta útibúi Búnaoarbankans, Landsbankans eða hafðu beint samband við okkur. NUMER Eigendur: \BÚNADARBANKI lSLANDS áf Landsbankl mi Islands $m iáft ALMENNAR VAim'MSCÍllílAC Isiavus H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.