Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 6

Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 6
6 C FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ BAKKAVÖR Þróun nokkurra rekstrarstærða árin 1993-1995 Hagnaður Milljónir króna 20,9 22,8 Rekstrartekjur Milljónir 410,0 króna Eigiö fé Mllljónlr króna 92,3 302,6 222,5 1993 1994 1995 1996 áætiun 1 g1 63,5 14,5 4,8 Eiginfjárhlutfali 30,1 Veltufé frá rekstri 33,9 22,9 1993 1994 1995 1996 áæíiun 1993 1994 1995 1996 áætlun 6,7 % % 1993 1994 % Milljðnir króna 28,5 áætlun 1993 1994 1995 1996 áæilun MIKILL UPPGANGUR HJÁBAKKAVÖR Bakkavör hf. er ungt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hrognavínnslu. Síðastliðin ár hefur vöxtur þess verið mjög hraður í kjöl- far markvissrar stefnumótunar og vottunar á gæðakerfí fyrirtækisins samhliða aukinni áherslu á fullvinnslu afurða. Þorsteinn Víglundsson ræddi við Ágúst og Lýð Guð- mundssyni, sem reka fyrirtækið auk þess að eiga um 60% hlutafjár. Fjölskyldubragur- inn verður þó ekki mikið lengur við lýði í eignarhaldi fyrirtækisins því stefnt er að því að gera fyrirtækið að almennings- hlutafélagi á næstu árum. Ágúst Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bakkavarar. SJÁVARÚTVEGUR hefur ekki verið mjög lífvænleg grein hér á landi á undanfömum árum þó svo að betur horfi í greininni nú. Engu að síður hefur ungt fyrirtæki í Kópavogi, Bakkavör hf., verið að sækja mjög í sig veðrið á þessum tíma og hefur velta þess aukist úr 89 milljónum króna árið 1993 í 303 milljónir í fyrra og á þessu ári er áætlað að veltan muni nema um 430 milljónum króna. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd- um hefur þróunin á öðrum lykiltölum úr rekstri verið svipuð. Fyrirtækið varð til í suður í Garði fyrir um 10 árum. Það hefur vaxið og dafnað síðan og eru starfsmenn nú um 35 að jafnaði. Þá keypti Grandi hf. 40% hlut í fyrirtækinu á síðasta ári á genginu 11,32, en hátt gengi skýrist m.a. af því hversu lágt heildarhlutafé þess er, aðeins 8,6 milljónir að nafnvirði. Það sem vekur hins vegar hvað mesta athygli við þetta fyrirtæki er að árið 1991, eftir að hafa orðið fyr- ir verulegum skakkaföllum vegna skemmda sem urðu á framleiðslu þess í flutningi, var ráðist í að móta því nýja stefnu, jafnframt því sem ákveðið var að taka þar upp vottað gæðakerfí með tilheyrandi vinnu. Ágúst segir að þetta hafi vissulega verið mjög stór- huga áætlanir miðað við hversu slæm staða fyrirtækisins var en hún hafí hins vegar kallað á slík- ar aðgerðir. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa því fyrirtækið hlaut markaðsverðlaun Útflutnings- ráðs árið 1992 auk tilnefningar til hvatningarverðlauna Gæðastjómun- arfélagsins árið 1994 ásamt Eim- skipafélaginu og Hans Petersen Áhersla lögð á fullvinnslu Bakkavör sérhæfir sig í vinnslu á öllum tegundum hrogna. Er þar bæði um að ræða hrávöruvinnslu en einnig hefur gríðarleg áhersla verið lögð á að auka vægi fullunninna af- urða hjá fyrirtækinu á síðustu miss- erum. Fyrirtækið tók í notkun reyk- hús árið 1993 og síðan var kavíar- deild sett á fót árið 1994. Ágúst segir að rekja megi allan vöxt fyrirtækisins á undanförnum árum til þessara tveggja deilda og stefnt sé að því að reyna að efla þær enn frekar á komandi árum. „Reyk- húsið ásamt kavíarvinnslunni er af- sprengi vöruþróunar fyrirtækisins sem við hófumst handa við af fullum krafti árið 1992 og 1993. Hún fór að skiia okkur verulegum árangri á árunum 1993-1994 og við gerum líka ráð fyrir verulegri aukningu í þessum tveimur deildum á næstu árum,“ segir Ágúst. Lýður bætir því við að ekki hafi þó verið ráðist út í fullvinnslu í ein- hverjum stóram stökkum. í mörgum tilfellum hafí hún verið þróuð í sam- ráði við viðskiptavini fyrirtækisins erlendis, þrátt fyrir að þeir hafi fyrst og fremst verið að kaupa hrávöra af fyrirtækinu. Þessi árangur hafi náðst með því að fikra sig alltaf einu þrepinu ofar í fram- leiðsluferlið. Þannig hafí reykhúsið verið byggt eftir að slíkir samningar náðust við einn við- skiptavin fyrirtækisins, sem áður hafði látið reykja vörana fyrir sig ytra. Með minnkandi aflaheimildum hér við land hefur framboð á bolfisks- hrognum dregist nokkuð saman. Ágúst segir að með aflasamdrættin- um hafi slagurinn um hráefnið harðnað nokkuð en fyrirtækinu hafi hins vegar auðnast að halda nokkuð svipaðri tonnatölu í gegnum árin en að sama skapi aukið hlutdeild sína í markaðnum. Hún nemi nú um þriðj- ungi í bolfiskshrognum, en sé hins vegar mun minni í loðnuhrognum enda sé framboðið þar miklu meira. Þá hafi innkoma Granda í fyrir- tækið tryggt því talsvert hráefni þaðan, enda sé Grandi umfangsmikið fyrirtæki i loðnuveiðum. Ágúst segist reikna með því að hráefnisverð muni fara lækkandi á næsta ári enda sé fyrirséð að aflaheimildir verði auknar og framboðið á bolfiskshrognum muni því einnig aukast eitthvað. Þá mun flutningur á st.arfsemi fyrirtækisins til Reykjanessbæjar auðvelda hráefnisöflun nokkuð, að sögn þeirra bræðra, en eins og fram hefur komið mun öll starfsemi þess verða flutt þangað úr Kópavogi nú í haust. Áætlaður kostnaður við þessa fjárfestingu og framkvæmdir henni tengdar er tæpar 180 milljónir króna og hefur fyrirtækið efnt til 50 milljóna króna skuldabréfaútboðs til að fjármagna þær. Skuldabréfun- um fylgir síðan kaupréttur á hluta- bréf að tveimur árum liðnum, sem er nýlunda hér á landi. Þessi frumlega hlutafjársala verð- ur fyrsta skrefið í því að breyta fyrir- tækinu í almenningshlutafélag, en að sögn Lýðs er stefnt að því að sú verði orðin raunin innan 4-5 ára. Aukin áhersla lögð á vöruþróun Vöraþróun hefur gegnt mikilvægu hlutverki í vexti Bakkavarar og hef- ur verulegur hluti af aukinni fram- leiðslu fyrirtækisins^ verið í formi fullunninnar vöru. Ágúst segir að markmiðið með vöruþróuninni sé að auka verðmæti söluafurða og auka vöruúrval fyrirtækisins jafnframt því að auka þekkingu á hrávöruvinnslu og matvælavinnslu innan þess. Vöruþróunin hófst í samstarfi við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Samstarfið stóð yfír í rúmt ár og skilaði ágætum árangri, að sögn Ágústs. „Við mátum stöðuna hins vegar þannig að umfang þessarar vinnu væri orðið það mikið að ástæða væri til að færa vöraþróunina inn í fyrirtækið. Við réðum því til okkar Halldór Þórarinsson, matvælaverk- fræðing, en hann hafði unnið að vöruþróuninni fyrir okkur hjá Rf. Þessi ákvörðun hefur svo aftur reynst hafa verið gæfuríkt spor fyrir okkur.“ Áherslurnar í vöruþró- uninni hafa verið kavíaraf- urðir, reyktar afurðir, afurðir í túpu og það sem skilgreint er sem jap- anskar afurðir. Þar er um að ræða sérstaka framleiðslu fyrir japans- markað, en einnig fyrir japanska markaðinn sem er fyrir hendi í Bandaríkjunum, m.a. á Vestur- ströndinni. Stefnumótunin auðveldað vöxtinn Ágúst segir að í þeirri stefnumót- unarvinnu sem átt hafi sér stað inn- an fyrirtækisins hafi komið berlega í ljós mikilvægi þess að tengja stefnu fyrirtækisins við þá starfsemi sem þar fari fram daglega. „Við höfum farið með fyrirtækið í gegnum tvö stefnumótunarferli. Við byijuðum árið 1992 með því að kryfja stöðu fyrirtækisins og stefnu á þeim tíma og fórum aftur í gegnum þessa vinnu árið 1994 og útbjuggum þá sérstakt stefnumótunarferli sem er mjög virkt í fyrirtækinu í dag. Þetta ferli hafði það að markmiði að tengja daglegan rekstur við stefnumótun fyrirtækisins. I fyrra skiptið sem við fórum í gegnum stefnumótun lentum við nefnilega í því sem mörg fyrirtæki lenda ef til vill í, þ.e. að útbúin var ákveðin stefnumótunarmappa sem síðan endaði ofan í skúffu og var aldrei notuð meira. Okkur þótti þetta hins vegar óásættanlegt og fórum út í þetta aftur með nýju hugarfari árið 1994 og þetta varð niðurstaðan." Ágúst segir að í framhaldi af þess- ari vinnu hafi fyrirtækið mótað sér ákveðna framtíðarsýn til ársins 2005 sem nái til framleiðsiu, markaðs- mála, fjármála, tækni- og þróun- armála, starfsfólks, stjórnunar, ímyndar og gæðamála. Þar sé m.a. stefnt að því að Bakkavör verði leið- andi matvælarisi, á íslenskan mæli- kvarða, með megináherslu á full- vinnslu hrogna. Vöruþróun verði áfram öflug og tæknistig fyrirtækisins verði hátt, starfsmannastefna þess verði metn- aðarfull og vöxtur fyrirtækisins verði skipulagður. Þá verði fyrirtækið þekkt fyrir gæði og framsækni og metnaðarfulla gæðastefnu. Annast sjálft alla markaðssetningu Bakkavör starfar eingöngu á er- lendum mörkuðum en talið var of kostnaðarsamt að byggja mikið á innlendum markaði miðað við þá möguleika sem þar hafi verið fyrir hendi. Ágúst segir að Bakkavör hafi annast sölu á meginhluta afurða sinna og allt skipulag markaðsvinn- unnar hafi farið fram innan veggja þess. Fyrirtækið sé heldur ekki aðili að neinum sölusamtökum enda hafi reynslan sýnt að sérhæfing þess sé það mikil að þekking á sölu- og markaðsmálunum sé langmest innan fyrirtækisins. Helstu markaðir í dag eru innan Evrópusambandsins, en einnig selur fyrirtækið afurðir sínar til Bandaríkj- anna, Japan og Ástralíu. Til að styrkja stöðu fyrirtækisins á erlend- um mörkuðum var ákveðið að stofna dótturfyrirtæki í Bretlandi árið 1993, í samstarfi við þarlendan aðila sem á 40% hlut. Fyrirtækið heitir Bakka- vör UK. Ltd. og hóf það starfsemi sína árið 1994. „Tilgangurinn með stofnun þessa fyrirtækis var að markaðssetja full- unnar afurðir okkar í Bretlandi og afla markaðsupplýsinga um Bret- iandsmarkað auk þess sem við lítum á þetta sem stökkpall inn á markaði í Evrópu," segir Ágúst. Hann segir að fyrirtækið hafi nú verið í rekstri í rúm tvö ár og gengi þess hafi verið upp og ofan. Velta og sala hafi verið minni en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi en hún sé nú að aukast enda sé búið að eyða miklum tíma og fjármunum í að að- laga umbúðir og afurðir kröfum markaðarins þar í landi. Eina fyrirtækið með vottað gæðakerfi í hrognavinnslu Gæðakerfi Bakkavarar var vottað af Vottun hf. um mitt ár 1993 skv. ÍST-ISO 9002 staðli og var það fyrsta fyrirtækið sem var vottað af Vottun hf. Ágúst segir að gæða- kerfið hafi skipt fyrirtækið gríðarlega miklu máli. „Við réðumst í að fá vottað gæðakerfi til að kortleggja starfsemi fyrirtækisins á skipuiagðan hátt og gera það hæfara til að takast á við aukna samkeppni og auknar kröfur og þrýsting frá erlendum kaup- endum, auk þess sem gæðakerfið greiðir aðgang að mörkuðum Evrópu- sambandsins og færir fyrirtækinu aukin viðskipti. Við teljum að upptaka gæðakerf- isins hafi verið lykilatriði í þeim vexti sem orðið hefur á undanförnum árum fyrir utan það hversu mikilvægt það er fyrir fyrirtækið markaðslega." Aukið vægi fullunninna afurða hjá fyrirtækinu Gæðakerfið hefur verið lykilatriði í vextinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.