Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 7

Morgunblaðið - 27.06.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 C 7 SJÓNARHORN VIÐSKIPTI „Ábyrg s1jómuii“ Allur almenningur er orðinn upplýstari en áður um þann samfélagslega kostnað sem af siðlausum viðskiptum hlýst og krefst þess vegna vandaðra viðskiptahátta, segir Þröst- ur Sigurjónsson. Þetta skynja stjómendur og vita að neytendur munu meta þau fyrir- tæki sem starfa með ábyrgum hætti. STJÓRNENDUR fyrir- tækja hafa í síauknum mæli tekið að huga að siðferðilegri ábyrgð í viðskiptum. Skýring þess kann að vera sú að þeir hafa komist að raun um að siðferðilega ábyrg viðskipti eru vænlegustu viðskiptin. Allur almenningur er orðinn upplýstari en áður um þann samfé- lagslega kostnað sem af siðlausum viðskipt- um hlýst og krefst þess vegna vandaðra við- skiptahátta. Þetta skynja stjórnendur og vita að neytendur munu meta þau fyrirtæki sem starfa með ábyrgum hætti. Annað sem kann að valda breyttu hugarfari er að sífellt fleiri hafa tekið að efast um að ríkjandi við- skiptafyrirkomulag hafi verið til heilla fyrir menn og samfélag. Hin hefðbundna skilgreining á hlutverki fyrirtækja er að þau skuli keppast við að hámarka hagnað sinn óháð öllu öðru. Fyrirtæki eru samkvæmt þessari hugmynd samfélagslega ábyrg í starfsemi sinni með því að öðíast sem mestan hagnað. Rökin eru þau að sérhvert skref í átt til aukinnar hagkvæmni og hámörk- unar hagnaðar leiðir til samfélags- legra góðra afleiðinga. Hér verður hins vegar vandamál á vegi okkar því óteljandi dæmi eru um hið gagnstæða. Sum fyrirtæki kappkosta að flytja starfsemi sína til landa þar sem umhverfisstaðlar og öryggiskröfur eru í lágmarki, svo kostnaður vegna mengunar- varna og öryggisbúnaðar verði sem minnstur en hagnaður sem mestur. Það þekkjast einnig mörg dæmi um að fyrirtæki í harðri hagnaðarleit fari þá leið að blekkja í auglýsing- um, leyna göllum, múta stjórnvöld- um, svíkja undan sköttum með til- heyrandi byrði og kostnaði á ann- arra herðar. Til langs tíma hafa framleiðendur getað notað um- hverfið sem allsheijar ruslahaug, lækkað með því móti verð vara sinna og neytendur notið góðs af. Þessar aðfarir þykja víðast hvar í dag ótækar. Þess vegna er í raun nauðsynlegt að verðleggja þá mengun sem af starfsemi fyrir- tækja hlýst og þeir sem njóta góðs af viðkomandi starfsemi verða að greiða fyrir. Um það verður ekki deilt að ein- staklingar bera siðferðilegar skyld- ur og siðferðilega ábyrgð á því sem þeir gera og segja. Enn fremur er það ljóst að athafnir eða fram- kvæmdir fyrirtækja eru undir fram- kvæmdum einstaklinga komnar. Einstaklingar bera þess vegna ábyrgð á athöfnum í nafni fyrir- tækja og ef fyrirtæki gerist siðferði- lega sekt er það vegna þess að ein- hver eða einhveijir einstaklingar innan þess breyttu ekki af siðferði- legri ábyrgð. Þess vegna er óeðli- legt að gera minni siðferðilegar kröfur til fyrirtæka en til manna almennt. Þó eru þeir til sem sjá málið með öðrum hætti. Það er eins og hugsun sumra sé þannig að þeg- ar út í viðskipti er komið gildi ann- að siðferði en almennt ríkir. Þeir myndu aldrei stela af vini sínum eða ættingja, en hika svo ekki við að svíkja í viðskiptum eða undan skatti. Fyr- irtækjum á að vera umhugað um velferð samfélags síns, það er þeirra hagur jafnt sem annarra að stuðla að betra mannlífi. Ef samfélagið hefur tök á að mennta og þroska þegna sína, eru fyrir- tækin sjálf að hljóta hæfari starfskraft að launum. Það ætti því að vera langtíma- markmið hvers fyrir- tækis að stuðla að sem mestri hagsæld samfé- lagsins alls því þannig stuðlar það best að vexti og við- gangi þess sjálfs. Þetta sjá stjórnendur dagsins í dag. Á aðeins örfáum árum hefur orðið gríðarleg breyting á viðhorfi stjórnenda til þess að virkja öflugan og heilsteyptan fyrirtækjabrag. Slíkur fyrirtækjabragur hefur það hlutverk að einkenna og styrkja stoðir fyrirtækja. Siðferðileg gildi hafa fengið vægi sem aldrei fyrr í allri skipulagningu og markmiðs- setningu og leitast er við að gera starfsumhverfi starfsmanna þannig úr garði að þeir geti af heilum hug helgað sig fyrirtæki sínu. Innleiðing siðareglna, siðanefnda, ráðning við- skiptasiðfræðinga, samvinna starfsmannahópa um framtíðarsýn og markmið fyrirtækja, allt eru þetta þættir sem notaðir hafa verið til þess að ná fram ákjósanlegum fyrirtækjabrag. Enn fremur hefur ný tegund starfsemi rutt sér til rúms, en það eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í þjónustu og ráðgjöf á sviði viðskiptasiðferðis. Allt þetta hefur haft gríðarleg áhrif á við- skiptaumhverfi fyrirtækja á aðeins fáeinum árum. Annað atriði sem sífellt fleiri stjórnendur hafa leitt hugann að er hvaða bolmagn fyrirtæki þeirra hafa til þess að bæta nánasta umhverfi sitt. Fyrirtæki hafa i langan tíma getað hunsað umhverfisáhrif starf- semi sinnar ef þeim býður svo við að horfa. Rót umhverfisvandans liggur í valdi mannsins til að hafa áhrif á náttúrana. Menn hafa vitan- lega viðurkennt þennan vanda og reynt að taka á honum eftir megni. Aðrir eru hins vegar þeirrar skoðun- ar að stjórnendur eigi að halda öllu fjáimagni innan fyrirtækis nema þegar kemur að arðgreiðslu til hlut- hafa. Það sé síðan ákvörðun hluthaf- anna hvort þeir vilji láta fé af hendi til styrktar góðum málefnum. Hins vegar er málum svo háttað að fáir einstaklingar hafa fjárhagslegt bol- magn til þess að láta styrki af hendi rakna svo einhvetju nemur. Ein- staklingar geta sjaldnast innt af hendi jafn stórkostleg verkefni og fjárhagslega sterk fyrirtæki geta. Viðleitni sumra fyrirtæki í þessa átt er lofsverð. Eimskip hefur tekið fossa í fóstur, Skeljungur styrkir skógrækt og Landsvirkjun kapp- kostar að græða upp jafn mikið land og það gróðurlendi er sem fer undir lón. Hins vegar eru sumir fullir efasemda um ágæti verkefna af þessu tagi og telja að hræsni búi undir frekar en nokkuð annað. Það er ekki langt síðan í einu dagblað- anna birtist leiðari þar sem ráðist var á starfsemi af þessu tagi og Þröstur Sigurjónsson talað um að villa á sér heimildir og að nudda sér utan í vinsæl mál. Leiðarinn var skrifaður í ljósi nýút- kominnar ársskýrslu Landsvirkjun- ar en í henni var gerð grein fyrir umhverfisstarfi fyrirtækisins. Af- staða sú sem birtist í leiðaranum er að mínu viti vanhugsuð. Hún er sú að fyrirtæki sem kunna með ein- hveijum hætti að vera skaðleg umhverfi sínu ættu ekki að kynna með hvaða hætti þau þó vilja vera ábyrg í starfsemi sinni. Starfsemi Landsvirkjunar er einfaldlega þess eðlis að það fer land undir vatn. Við því er ekkert að gera, ef við viljum nýta okkur raforkuna. Eins er þetta með olíufyrirtækin. Brennsla bensíns mengar. En allur almenningur kýs að aka vélknúnum ökutækjum sem brenna bensíni og þar með verða til mengun. En er það ekki bara gott mál þegar þessi fyrirtæki taka það upp hjá sjálfum sér að sinna umhverfisvænum mál- efnum? Og er nokkuð að því að þau vilji nýta sér það til þess að styrkja ímynd sína og orðspor? Það er ekki verið að villa á sér heimildir, það er einfaldlega verið að taka ábyrga afstöðu sem er lofsverð. Að auki er það mín skoðun að þegar fyrir- tæki hefur ákveðið að styrkja um- hverfið með þessum hætti, vandi það öll vinnubrögð betur en ef það væri ekki ábyrgt með þessum hætti. Umræða um siðleysi í íslensku viðskiptalífi hefur verið töluverð á undanförnum misserum. í ljósi fjöldagjaldþrota á árunum 1986 til 1994 er ef til vill eðlilegt að menn staldri við, því á þessu tímabili voru 2.600 fyrirtæki lýst gjaldþrota og þrotabúskröfur námu tæpum 58 milljörðum króna, samkvæmt skýrslu Aflvaka Reykjavíkur. Seint verður séð hversu stóran hluta þess- ara gjaldþrota megi rekja til ábyrgðarleysis í viðskiptum, en at- hyglisvert er að líta til þess að í 32% tilfella var sami aðili stjórnar- formaður í tveimur eða fleiri félög- um. Ríkisvaldið á að gegna forystu- hlutverki í því að gera ekki samn- inga við aðila sem draga á eftir sér langan gjaldþrotahala. Morgun- blaðið greindi hins vegar frá því 30. maí síðastliðinn að landbúnað- arráðuneytið hafi flutt námuleyfi þrívegis yfir á ný fyrirtæki sama aðila en eldri fyrirtækin voru tekin til gjaldþrotaskipta. Ríkið veitti þannig sama aðila námuleyfi í þriðja sinn þótt viðkomandi hafi farið með fyrstu tvö fyrirtækin í gjaldþrot og ríkið tapað um 50 milljónum á þeim gjaldþrotum. Það eru tilvik sem þessi sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Ljóst er að menn hafa í ríkara mæli tekið að efast um ágæti þess viðskiptafyrirkomulags sem ríkt hef- ur um langt skeið. Menn hafa tekið að spyija sig grundvallarspuminga eins og þeirra í hvers kyns um- hverfi þeir vilja lifa og hvers kyns framtíð þeir vilja búa börnum sínum. Ábyrg afstaða sumra stjórnenda fyrirtækja virðist hafa smitað út frá sér og er svo komið að það telst jafnvel í tísku að sinna umhverfis- málum eða huga að bættum við- skiptaháttum. Ef þetta er tískufyrir- bæri er ekkert nema gott um það að segja. Þá er bara að vona að fyrirbærið sé ekki bóla sem spring- ur, heldur haldi áfram að blása út og dafna öllum til góð. Höfundur er viðskiptafræðingur frá Háskóla ísinnds og BA í heim- spcki frá snnm skóla. - kjarni málsins! AUÐUR Gunnarsdóttir, Gunnar Páll Jóhannesson og Hrafnhildur Sigurðardóttir, afgreiðslusljóri. I Söluskrifstofa Flugleiða á Húsavík flytur Húsavík. Morgunblaðið. FLUGLEIÐIR hf. hafa flutt söluskrifstofu sína frá Húsa- víkurflugvelli til Húsavíkur og er hún nú staðsett í Stóragerði 7, miðsvæðis í bænum. Afgreiðslustjóri er Hrafn- hildur Sigurðardóttir en með henni starfa þrír að afgreiðslu. Á næsta ári hafa Flugleiðir flog- ið til Húsavíkur í 40 ár, fyrst með tvær ferðir á viku en nú eru þær 11 á viku yf ir sumar- mánuðina með Flugleiðum og Flugfélagi Norðurlands. VIDSKIPTI/ATVINNULÍF DAGBÓK Alþjóðleg ráðstefna um hagskýrslugerð HAGSTOFA íslands heldur 5. ráðstefnu Alþjóðasamtaka um opinbera hagskýrslugerð - International Association for Official Statitics (IAOS)dagana 2.-5. júlí nk. Ráðstefna verður haldin að Scandic Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Helstu viðfangsefni ráð- stefnunnar lúta að öflun gagna til hagskýrslugerðar, hagnýtingu stjórnsýsluskráa við gerð hagskýrslna og nýjungum og stefnu í miðlun hagtalna, þar á meðal dreifingu upplýsinga á veraldarvef alnetsins svonefnda, segir í frétt. Jafnframt verður fjallað sérstak- lega um landfræðileg upplýsingakerfi og hagskýrslugerð og um hagskýrslugerð fyrir einstök landsvæði og þéttbýli. Alls verða um 60 fyrirlestrar fluttir á ráðstefnunni og koma fyrir- lesararnir úr flestum heimshornum. Þátttakendur á ráðstefnunni verða um 200 að tölu, þar af um 50 gestir. í hópi þátttakenda eru meðal annarra 15 hagstofustjórar frá 13 ríkjum í Evrópu, Asíu og Eyjaálfu auk Sameinuðu þjóðanna og Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu (OECD). Ráðstefnan er opin öllum þeim sem starfa við hagskýrslugerð, nota hagskýrslur eða hafa áhuga á efni ráðstefnunnar. Fyrirlestrar og umræður fara fram á ensku og frönsku og verða túlkaðar jafn- harðan af öðru málinu á hitt. skrifarar fyrir PC og Macintosh. Margar gerðir Heimilistæki hf TÆKNi-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 SlMI 5691500 r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.