Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 8
VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 ÁGÚST Thorstensen frá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur af- henti Einari Kristinssyni fram- kvæmdastjóra og Guðmari Mar- elsyni, sölustjóra hjá Daníel Ól- afssyni ehf., viðurkenninguna. Viðurkenn- ingHeil- brigðis- eftirlitsins DANÍEL Ólafsson ehf. er fyrsta heildverslunin í matvörudreifingu sem fær viðurkenningu Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur fyrir innra gæðaeftirlit matvælafyrirtækis án matvælavinnslu. í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að viðurkenningin sé veitt fyrir að uppfylla kröfur reglugerðar sem ný- lega tók gildi um matvælaeftirlit og hollustuhætti. Reglugerðin lýtur að meðferð matvöru, hreinlæti á vinnu- stað, góða vinnuaðstöðu starfsfólks og að varan sé geymd og meðhöndl- uð við bestu aðstæður. Að sögn Októs Einarssonar, sölu- stjóra hjá Daníel Ólafssyni, er vöru- hús heildverslunarinnar, að Skútu- vogi 3 búið samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til heildverslana í matvörudreifíngu á íslandi. íslensk fyrirtæki í alþjóðasamskiptum Það verður sífellt algengara að ísland verði fyrir valinu sem ráðstefnustaður. Guðrún Hálfdánardóttir ræddi við Guðbjörgu Pétursdóttur, verkefnastjóra í nýsköpunar- o g framleiðsludeild Iðntæknistofnunar, sem skipuleggur tvær ráðstefnur sem verða haldnar hér á landi. INTERPRISE ICELAND 1996 TVÆR alþjóðlegar ráð- stefnur styrktar af Evr- ópusambandinu verða haldnar í Reykjavík á komandi hausti. Guðbjörg segir að hvorug falli undir venju- legan skilning orðsins ráðstefna, heldur séu þær vettvangur til að koma á samstarfi milli innlendra og erlendra fyrirtækja. Matvæli framtíðarinnar Fyrri ráðstefnan nefnist „Food Techno- logy Iceland" og er ætlað að koma á samstarfí milli íslands og annarra Evrópuríkja á sviði rannsókna og þró- unar í matvælaiðnaði. Hún verður haldin dagana 20.-21. ágúst á Hótel Loftleiðum og er í beinu framhaldi af Norrænu matvælaráðstefnunni vNord Food“ sem er í ár haldin á Islandi. Að sögn Guðbjargar er Food Tec- hnology verkefnamiðlun sem er ætlað að aðstoða fýrirtæki og stofnanir við að kynnast öðrum aðilum sem hafa áhuga á svipuðum verkefnum er varða matvælaþróun framtíðarinnar. Jafn- framt hafa þeir aðilar sem koma á samstarfi í rannsóknum og þróun í matvælaiðnaðinum möguleika á að sækja um styrki í sjóði Evr- ópusambandsins. 20. ágúst verður sameiginlegur kvöld- verður með fundargest- um Norrænu matvælaráðstefnunnar. Hann verður með sérstöku sniði því nemendur í Hótel- og veitingaskóla íslands tóku þátt í hugmyndasam- keppni þar sem þeim var falið að sjá fyrir sér ráðstefnukvöldverð árið 2020. Að sögn Guðbjargar verður kvöldverðurinn mjög frumlegur með íslenskt vatn og náttúru í öndvegi. Þeir sem standa að Food Technol- ogy eru Eureka, Evrópusambandið og Nordisk Industrifond, iðnaðarráðu- neytið, Rannís, Samtök fiskvinnslu- stöðva og Samtök iðnaðarins. Samskiptamiðlun í sjávarútvegi Síðari ráðstefnan, Interprice Ice- land 1996, verður haldin á Grand Hótel 20.-21. september næstkom- andi. Interprice Iceland er samskipt- amiðlun sem kemur á fundum milli innlendra og erlendra aðila sem starfa í sjávarútvegi hvort heldur er vélbún- aðarþjónustu eða vinnslu sjávaraf- urða. Interprice Iceland er ætlað að að- stoða lítil og meðalstór fyrirtæki við að koma á alþjóðlegum tengslum. Að minnsta kosti 45 fýrirtæki frá Bret- landi, Danmörku og Þýskalandi taka þátt í Interprice Iceland, en fastlega er búist við að þau verði mun fleiri og víös vegar að úr Evrópu. Fljótlega kemur út bæklingur með helstu upplýsingum um íslensku fýrir- tækin sem taka þátt í miðluninni. Eftir upplýsingabæklingnum geta þátttakendur ákveðið fundi með þeim fyrirtækjum sem þeir hafa áhuga á að ræða við þá tvo daga sem hún stendur yfír. „Interprice er einföld leið fyrir ís- lensk fyrirtæki í sjávarútvegi til að komast í samstarf við erlend fyrir- tæki. Það er því mikilvægt að þau gefí greinargóða lýsingu á starfsemi sinni í bæklingnum," segir Guðbjörg. Interprice Iceland er haldin á sama tíma og Sjávarútvegssýningin og er fyrsta samskiptamiðlunin af þessu tagi sem haldin er hér á landi. I tengslum við miðlunina verður haldin málstofa sem er öllum opin. Að sögn Guðnýjar Káradóttur hjá Útflutningsráði verða möguleikar er- lendra íjárfesta á Islandi, og þá sér- staklega í matvælavinnslu, umræðu- efni málstofunnar. Interprice Iceland er styrkt af Evr- ópusambandinu ásamt stuðningi frá iðnaðarráðuneytinu, Iðntæknistofn- un, Samtökum fiskvinnslustöðva, Samtökum iðnaðarins, Samstarfs- vettvangi sjávarútvegs og iðnaðar og Útflutningsráði. Guðbjörg Pétursdóttir. Vöruflulnlngar y TVG-Zimsen býður upp á sterkt flutninganet um allan heim ásamt öflugum samstarfs- aðilum hvort heldur er á landi, sjó eða með flugi. ^ Hjá TVG-Zimsen færðu hagkvæmar og öruggar heildarlausnir varðandi vömflutninga, við vömgeymslu og vörudreifingu. NÝTT SlMANÚMER 5 600700 TVG-ZIMSEN Héðinsgötu 1-3, sími 5 600 700 Torgið Hvað er f ramundan á hlutabréfamarkaði? EKKERT lát hefur orðið á hækkun- um hlutabréfa að undanförnu og síðast á þriðjudag hækkaði þings- vísitalan um 0,5% þannig að hækkun hennar frá áramótum er orðin 38%. Hlutabréf hafa hækkað nær stöðugt undanfarin tvö ár, eftir rúmlega tveggja ára lægð frá árinu 1991. Á greiningarfundi Verðbréfa- markaðs íslandsbanka á þriðjudag fyrir stofnanafjárfesta kom fram að hluthafar í stóru almennings- hlutafélögunum á hlutabréfamark- aðnum hefðu fengið mjög góða ávöxtun óháð því hvenær þeir gerðu sín kaup á markaðnum á undanförnum árum. Frá upphafi árs 1987 þegar hlutabréfaviðskipt- um tók að vaxa fiskur um hrygg hefur hækkun hlutabréfavísitölu VÍB samsvarað 22% nafnávöxtun á hverju ári í níu og hálft ár. Sam- svarandi ávöxtun frá miðju ári 1991 þegar markaðurinn var í lægð hefur numið 15% á ári. Samanburður á V/H-hlutföllum Þær spurningar eru hins vegar orðnar æ áleitnari hvort ekki fari að sjá fyrir endann á hinum öru hækkunum á árinu og verð hluta- bréfa fari jafnvel að lækka á nýjan leik í einstökum félögum. Þá er spurt hvaða líkur séu á því að af- koma fyrirtækjanna standi undir núgildandi verði bréfanna. Sér- fræðingar VÍB hafa borið saman V/H-hlutföll hér á landi við slík hlut- föll í nokkrum löndum, en þetta hlutfall er orðið helsti mælikvarði á verð hlutabréfa. Fullyrða þeir að þrátt fyrir 36% hækkun sem orðið hafi frá áramótum standi íslensk hlutabréf vel í þeim samanburði, enda hafi orðið miklar hækkanir í mörgum öðrum löndum. (slensk fyrirtæki hafi ennfremur sýnt batn- andi afkomu og af þessu sé ekki hægt að ráða að hlutabréfaverð sé orðið of hátt. Vísað er til þess að á þessu ári sé spáð 5-6% aukn- ingu á útflutningi og að hagvöxtur verði um 4,5%. Bjart sé framundan í efnahagslífinu og engin óveðurs- ský á himni. Lækkun á gengi bréfa sé því alls ekki í farvatninu heldur megi miklu fremur vænta stöðug- leika eða jafnvel frekari hækkunar. Tölur VÍB yfir V/H hlutfall í ýms- um löndum sýnir að hlutfallið er nú 18,3 miðað við afkomuna á síð- asta ári, en 18,8 í Bandaríkjunum, 12,1 í Hollandi, 17,4 í Sviss og 13,9 í Hong Kong, svo dæmi séu tekin. í þessu sambandi má hins vegar spyrja hvort eðlilegt sé að bera saman V/H-hlutföll með þessum hætti. Eru slík hlutföll fyrir lítil ís- lensk fyrirtæki í tiltölulega einhæf- um rekstri samanburðarhæf við V/H-hlutföll stórfyrirtækja í Banda- ríkjunum og fleiri löndum? Ekkert einhlítt svar er til við þessu, en á endanum hlýtur mark- aðurinn sjálfur að meta það hvort verð sé of hátt eða lágt. Fjárfestar á þessum markaði virðast hafa óbilandi trú á að afkoma fyrirtækj- anna muni fara batnandi í næstu framtíð. Sérstaklega ríkir mikil trú á sjávarútvegsfyrirtækjum og áframhaldandi góðæri í þeirri grein. Jafnframt virðist lítillar til- hneigingar gæta meðal hluthafa fyrirtækjanna á að selja til að inn- leysa þann mikla pappírshagnað sem hefur myndast. Líklegt er að einhver hreyfing komist á markaðinn þegar stórfyr- irtækin birta hálfsársuppgjör sín í ágústmánuði. Þá mun reyna á það hvort hækkanir undanfarinna vikna fá staðist. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.