Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KAPPAKSTUR FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 E 3 stjórnað hjartslætti sínum á undra- verðan hátt, þegar læknar hafa gert prófun á keppendum fyrir tímabilið. Þá tækni nýtir hann um borð í bílnum, þar sem átökin eru gífurleg. í beygjum toga miklir kraftar ökumenn tvist og bast, þótt þeir séu fast spenntir í sex punkta öryggisbelti. Þegar hiti er sem mestur geta ökumann tapað 5-7 lítrum af vatni við að stýra bílnum eina keppni, í tvo tíma eða um 300 km akstur. „Hitinn var ekki til vandræða núna. Mér var hræðilega kalt, kannski eins og ef keyrt væri á Islandi... Vatnið gusaðist yfir mig öllum stundum og tennurnar glömr- uðu í takt við vélina. Að vísu var vélin að hrekkja mig, gekk seinni hlutan aðeins á 8-9 cylindrum,“ sagði Schumacher. „Mér gekk illa í byijun, kúplingin var eitthvað erf- ið og ég missti marga bíla framúr mér. Sá hreinlega ekkert fyrir fram- an mig og var heppinn að lenda ekki á einhveijum bílum í ræsing- unni. Ég var dauðhræddur um að lenda á einhveijum, en komst upp með að aka blint í gegnum vatns- strókana sem bílarnir skildu eftir sig. En bíllinn var geysilega góður og virkaði vel á brautinni. A æfing- um stilltum við fjöðrunina fyrir akstur á þurru malbiki, en breyttum henni svo morguninn fyrir keppni, þannig að bíllinn myndi henta þó brautin væri rök. En við áttum aldr- ei von á þessum aðstæðum, ég hefði þurft árar líka! Ég náði samt 284 km hraða á beina kaflanum, sem var ágætt miðað við aðstæðurnar. Aðstæðurnar voru það slæmar að mér fínnst að byija hefði átt keppn- ina þannig að allir bílarnir væru á ferð, til að minnka hættuna og skil ekki af hveiju það var gert. Útsýn- ið var ekkert í rásmarkinu, þegar menn spóluðu af stað.“ Schumacher var ekki eins hepp- inn í keppninni á undan, þar sem einnig var blautt, en gott útsýni. Hann náði fremsta sæti í rásröð eftir tímatökur, en ók svo á grind- verk í fyrsta hring. „Ég var mjög reiður sjálfum mér fyrir þennan klaufaskap, en ég er bara mannleg- ur. Það var grátlegt að ná besta tíma í tímatökum og hætta svo eft- ir nokkurra sekúndna akstur. En ég bætti það upp í dag með sigri og gladdi allt Ferrari-liðið. Þetta var mikilvægur sigur fyrir mig,“ sagði Schumacher. Hann gerði önn- ur mistök í Mónakó. í lok tímatö- kunnar hægði hann um of á sér og veifaði til þúsunda Ferrari-áhang- enda, sem voru við eina beygjuna, Gerhard Berger kom á fljúgandi ferð og þurfti að snarbremsa, bíllinn snerist og hentist framhjá heims- meistaranum í öfugri aksturstefnu. Berger var heppinn að klessa ekki á eitthvað og var heitur út í Schu- macher fyrir þetta. „Ég hélt að tímatakan væri búinn og vildi gleðja stuðningsmenn mína. En þetta var rangt hjá mér, eftir á að hyggja," sagði Schumacher, sem fékk mikla gagnrýni fyrir vikið. Keppnisbíllinn er erfiður í akstri „Bíll minn er erfiður í akstri, sérstaklega vill aftuendinn ská- skjótast fyrirvaralítið, en við erum að vinna í uppsetningu fjöðrunar- innar, til að bæta þetta. Ég nýtti þetta reyndar hér í Barcelona, ók bílnum á hliðarskriði í gegnum margar beygjur þegar hann losnaði upp að aftan. Valdi fyrstu réttu ökulínurnar gegnum beygjurnar og lét svo flakka, það var mjög gam- an, þótt nokkur áhætta fylgi þessu aksturslagi," sagði Schumacher, „Það hefur rignt í þremur mótum ársins og ég vona að það verði þurrt hér eftir. 1 Argentínu gekk okkur ekki vel og Hill fór framúr mér eftir að hafa verið einum hring á undan. Það var ekki skemmtileg tilfinning. En ég héf náð að bæta bílinn til að veita Hill meiri keppni það sem eftir er. Þá ekur Villenu- eve mjög vel og verður erfiður. Hann vann sinn fyrsta sigur í mínu heimalandi, á Nurburgring. Þar vonaði ég allan tímann að ég kæm- ist framúr honum fyrir framan Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Snöggir að skipta HRAÐAR hendur aðstoðarliðs Scumachers. Rúmar fjórar sekúndur tekur að skipta um dekkin fjögur, en átta sekúndur með bensínáfyllingu sem hér fer fram á vlðgerðarsvseðlnu í Barcelona. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sigursælt lið FERRARI-menn fagna fyrsta sigri Schumacher, en á skiltlnu sést að hann vann með miklum yfirburðum. Ekkert lið hefur unnlð Jafnoft I Formula 1 og Ferrari. Ferrariliðið er sigursælast FERRARI liðið er elsta keppnisliðið í Formula 1, var stofnað af Enzo Ferrari árið 1929 og notaði hann Alfa Romeo kappakstursbíla í byrj- un. Liðið er staðsett í Maran- ello á Ítalíu og hiðið hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár, en með tilkomu manna eins og Jean Todt, sem er keppnis- stjóri, hefur vegur þess vaxið. Hann stýrði áður sigursælu keppnisliði Peugeot í rall- akstri, sem vann bæði heims- meistaratitla og París-Dakar rallið illræmda margsinnis. Með sigri Schumacher náði Ferrari 106. sigrinum á ferlin- um, en ekkert lið hefur unnið jafnoft í Formula 1. f keppnis- bílnum er nýhönnuð 10 cy- lindra vél, en liðið var með 12 cylindra vél í fyrra. Ferrari vann sinn fyrsta sigur í Form- ula 1 árið 1951, en keppti fyrst árið áður í Bretlandi. Samtals hefur Ferrari tekið þátt í 560 mótum, unnið 106 sinnum, 144 sinnum náð öðru sæti, 127 í þriðja, 108 í fjórða og 71 í fimmta, 63 sinnum í sjötta. Fyrstu sex sætin gefa stig í heimsmeistaramótinu. Á ferl- inum hafa ökumenn liðsins náð 122 að vera fremstir í rásröð eftir tímatökur. landa mína, en hann gerði ekki nein mistök. Ég var ekkert svekkt- ur að vinna ekki, hann ekur mjög vel. Ég hóf ferilinn á kappaksturs- bílum á Nurburgring, þannig að það er alltaf sérstök tilfinning að aka þar. Ég vann Formula 3 titilinn minn þar við erfiðar aðstæður, þar sem árekstrar voru aðra hveija mínútu. Þá vann ég þá keppni í fyrra og það innsiglaði í raun heims- meistaratitilinn annað árið í röð.“ „Með sigrinum hérna í Barcelona hef ég glætt möguleika á þriðja titl- inum í röð verulega, en Williams-lið- ið er sterkt. En við styrkjumst með hverri keppni. I mótunum er aðstoð- arliðið mjög snöggt að skipta um dekk og setja bensín á bílinn, sem getur ráðið úrslitum, þegar lítill munur er á bílunum. Svo er ég kominn með góða tilfinningu gagn- vart þeim rauða. Jafnvel þótt hann sé svolítið þversum, eins og ég stundum gagnvart helstu keppi- nautunum. Það þarf að vera kaldur og yfirvegaður í kappakstri, annars fer einbeitning lönd og leið .. .“ sagði Schumacher og glotti. verður haldið í Urriðavatnsdölum 29. júní n.k. Leiknar verða 18 holur - glæsileg verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar - lengsta teighögg á 3ju braut, næst holu á 4/13 & 6/15 braut. Ræst verður út frá kl. 8-10 og 13-15. Skráning fer fram í golfskála Oddfellowa sem opinn er frá 10-22 alla daga í síma 565 9092.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.