Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.1996, Blaðsíða 4
4 E FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Tékkland - Frakkland 0:0 Old Trafford, Manchester: ■ Tékkar sigruðu 6:5 í vítaspyrnu- keppni. Gull spjaid: Frakkamir Lilian Thuram (43.) og Alain Roche (50.) og Tékkarnir Pavel Nedved (77.), Vaclav Nemecek (83.) og Lubos Kubik (98.). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Leslie Mottram frá Skotlandi. Áhorfendur: 43.877. Tékkland: 1-Petr Kouba (7), 19-Karel Rada (7), 15-Michal Hornak (6), 5-Miroslav Kadlec (7), 20-Pavel Novotny (6), 8-Karel Poborsky (8), 7-Jiri Nemec (7.) (12-Lubos Kubik 84.), 6-Vaclav Nemecek (6), 4-Pavel Nedved (8), 10-Radek Drulak (5) (18-Mart- in Kotulek 70.), 17-Vladimir Smicer (7) (14-Patrik Berger 46.). Frakkland: 1-Bernard Lama (7), 12-Bix- ente Lizaruzu (7), 5-Laurent Blanc (8), 20-Alain Roche (7), 15-Lilian Thuram (6) (2-Jocelyn Angloma 82.), 10-Zinedine Zid- ane (8), 6-Vincent Guerin (6), 8-Marcel Desailly (7), 14-Sabri Lamouchi (6) (18- Reynald Pedros 62.), U-Patrice Loko (6), 9-Youri Djorkaeff (7). Samtals: Frakkland 75, Tékkland 74. Þýskaland - England 1:1 Wembley, London: ■ Þjóðverjar sigruðu 6:5 í vítaspyrnu- keppni. Mark Þýskalands: Stefan Kuntz (16.). Mark Englands: Alan Shearer (3.). Gult spjald: Paul Gascoigne (73.) hjá Eng- landi og Þjóðveijamir Stefan Reuter (46.) og Andreas Möller (80.). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Sandor Puhl frá Ungveijalandi. Áhorfendur: 75.862. Þýskaland: 1-Andreas Köpke (8), 6-Matt- hias Sammer (9), 5-Thomas Helmer (8) (3-Marco Bode 110.), 14-Markus Babbel (9), 2-Stefan Reuter (7), 4-Steffen Freund (8) (19-Thomas Strunz 119.), 21-Dieter Eilts (9), 17-Christian Ziege (8), 7-Andreas Möl.'er (9), 8-Mehmet Scholl (7) (10-Thom- as íássler 77.), 11-Stefan Kuntz (9). Samtais: 91. Engdland: 1-David Seaman (8), 3-Stuart Pearce (8), 5-Tony Adams (9), 6-Gareth Southgate (9), 7-David Platt (8), 4-PauI Ince (9), 11-Darren Anderton (7). 8-Paul Gascoigne (9), 9-Alan Shearer (8), 10- Teddy Sheringham (8), 17-Steve McMana- man (8). Samtals: Þýskaland 91, England 91. 4. deild KSÁÁ - Njarðvík.................4:5 ■ Heimamenn voru yfir 4:1 þegar fimm mín. voru til leiksloka. GG - ÍH........................ 5:3 HB - Framherjar.................1:1 Afturelding - Léttir............1:3 Haukar - Armann.................2:2 Körfuknattleikur Pormotion-bikarkeppnin á Möltu. ísland - Andorra 100:39 Stig íslands: Anna María Sveinsdóttir 24, Hanna Kjartansdóttir 14, Erla Reynisdóttir 12, Anna Dís Sveinbjömsdóttir 10, Helga Þorvaldsdóttir 10, Linda Stefánsdóttir 6, Guðbjörg Norðfjörð 4, Erla Þorsteinsdóttir 4, Alda Jónsdóttir 2, Kristín Jónadóttir 2, Bima Valgarðsdóttir 2. ■ Þetta er mesti sigur kvennaliðs íslands í landsleik. GOLF Arctic-open Arctic-open alþjóðamótið í golfi var sett í golfskálanum að Jaðri í gærkvöld. Alis taka rúmlega 160 kylfingar þátt í mótinu og þar af um 50 erlendir kylfing- ar. Mótið er haldið í 11. sinn og er þetta stærsta og fjölmennasta mótið til þessa, þó áður hafi erlendir kylfingar verið fleiri. Flestir af bestu kylfingum landsins eru á meðal þátttakaenda. Keppni hefst kl. 16.00 í dag og verð- ur framhaldið á morgun. Ráðgert er að keppni ljúki um kl. 03-04 aðfarar- nótt Iaugardags. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar og er keppt í einum opnum flokki. +: KNATTSPYRNA Ævintýríd ekkiúti Fögnuður TÉKKNESKU lelkmennirnlr Karel Poborsky (8), Martin Koutulek, vinstri, og Patrik Berger fagna sigr- fnum á Frökkum á Old Trafford. TÉKKAR tryggðu sér í gær réttinn til að leika íúrslitaleik Evrópukeppninnar þegar þeir sigruðu Frakka í vítaspyrnu- keppni, 6:5, eftir annars bragðdaufan og rislítinn leik á Old Trafford í Manchester. Fyrstu 90 mínútumar á Old Trafford voru heldur lítið fyr- ir augað og einkenndust einna helst af varkárni beggja liða, sem sjaldan þorðu að taka af skarið af ótta við að andstæðingarnir næðu knettinum og kæmust í hættulegar skyndisóknir. Frakkarnir voru að vísu meira með knöttinn en Tékkarnir vörð- ust vel og má í raun segja að öll umtalsverð marktækifæri leiksins hafi komið um miðjan síðari hálf- leik. Hinn stórhættulegi miðvallar- leikmaður Frakkanna, Youri Djorkaeff, var næst því að skora þegar fast skot hans small í þverslá tékkneska marksins en inn vildi knötturinn ekki og því marka- laust eftir venjulegan leiktíma. Frakkar byijuðu betur í fram- lengingunni og fengu nokkur ágæt marktækifæri en Tékkarnir kom- ust fljótt inn í leikinn og gerðu bæði lið nokkrar heiðarlegar til- raunir til að tryggja sér sigurinn áður en til vítaspyrnukeppninnar kom. Frakkar vildu reyndar fá dæmda vítaspyrnu undir iok fram- lengingarinnar þegar knötturinn hrökk greinilega í hönd eins varn- armanns Tékka en Leslie Mottram dómari frá Skotlandi taldi að ekki hefði verið um viljaverk að ræða og lét því leikinn halda áfram. Eftir 30 mínútur í framlenging- unni hafði svo hvorugu iiði tekist að skora og þurfti því í þriðja sinn í þessari keppni að grípa til víta- spyrnukeppni. Spennan var rafmögnuð á Old Trafford þegar Zinedine Zidane stillti knettinum upp á víta- punktinum og bjó sig undir að taka fyrstu spyrnu Frakkanna gegn Petr Kouba í marki Tékka. Zidane skoraði örugglega, eins og hinir Frakkarnir fjórir, sem á eftir fylgdu, en það gerðu einnig þeir fímm fyrstu, sem spyrntu fyrir Tékka og því þurfti að grípa til bráðabana. Kouba gerði sér svo lítið fyrir og varði sjöttu spyrnu Frakkanna, frá Reynald Pedros, og hinn leikreyndi fyrirliði Tékka, Miroslav Kadlec, lét tækifærið ekki úr greipum ganga, setti knöttinn örugglega fram- hjá Bernard Lama, mark- verði Frakka, í sjöttu spyrnu Tékkanna og kom þeim þar með í úrslitaleik Evrópukeppninnar, sem fram fer á Wembiey-leik- vanginum á sunnudag. Vítaspyrnukeppnin Zinedine Zidane (Frakklandi)...1:0 Lubos Kubic (Tékklandi)........1:1 Youri Djorkaeff (Frakklandi)..2:1 Pavel Nedved (Tékklandi).......2:2 Bixente Lizaruzu (Frakklandi)..3:2 Patrik Berger (Tékklandi)......3:3 Vincent Guerin (Frakklandi)....4:3 Karel Poborsky (Tékklandi).....4:4 Laurent Blanc (Frakklandi).....5:4 Karel Rada (Tékklandi).........5:5 Reynald Pedros (Frakklandi)..varið Mirosiav Kadlec (Tékklandi) ...5:6 Hvað sögðu þeir? Dansað á götum Prag Miroslav Kadlec, fyrirliði Tékka: „Þetta er ólýsanlegt. Ég hafði ekki tekið víti í fjögur eða fímm ár fyrir leikinn í dag (í gær) og þess vegna hikaði ég og lét fimm leikmenn skjóta á undan mér. Síðan vildi enginn taka sjötta vítið svo að ég ákvað að skjóta til þess að strákarnir færu ekki að rífast um þetta.“ Dusan Uhrin, þjálfari Tékka: „Ég er hissa, ég er ánægður og ég er stoltur af landi mínu. Bæði Iið voru þreytt en markmið okkar var að fá ekki á okkur fyrsta markið. Það tókst og því fór sem fór.“ Aime Jacquet, þjálfari Frakka: „Leikmenn mínir féllu í gildruna, sem Tékkamir lögðu fyrir þá og ég hafði varað þá við. Tékkarnir liggja í vörn og keyra síðan fram af miklum krafti um leið og and- stæðingurinn sofnar á verðinum. Við náðum aldrei að brjóta þá nið- ur og ég óska Tékkum góðs geng- is á sunnudaginn. Ég tel þá eiga góða möguleika." AÐEINS örfáum mínútum eftir óvæntan sigur Tékka á Frökkum í undanúrslitaleik Evrópukeppninn- ar í knattspyrnu í gær þyrptust tug- ir þúsunda Tékka út á götur Prag til að fagna sigrinum. Fólk dansaði, veifaði fánum, þeytti bflflautur og söng: „Ef þú ert ekki hoppandi af gleði, þá ertu ekki Tékki.“ Mannhafið minnti einna helst á „Flauelisbyltinguna" svokölluðu í Prag í nóvember 1989 þegar heima- menn fögnuðu falli kommúnismans og jafnvel sljórnmálaforingjar í Tékklandi frestuðu stjómarmynd- unarviðræðum til þess að geta fylgst með sinum mönnum leggja Frakka að velli í vítaspyrnukeppn- inni. Forseti Tékklands, Vaclav Havel, sem spáði því á þriðjudag að Tékk- ar myndu sigra í leiknum og mæta Þjóðverjum, hyggst vera viðstaddur úrslitaleikinn á sunnudag og þykist þess fuliviss að það verði Miroslav Kadlec, fyrirliði Tékkanna, sem taki við Evrópubikarnum að leik lokn- um. Keflvíkingar voru mættir tímanlega ÞAÐ ER ekki rétt, sem kom fram í Morgunblaðinu á þriðjudaginn, að Keflavíkur- liðið hafi komið til Örebro klukkan sex að morgni keppn- isdag. Keflvíkingar flugu til Stokkhólms á laugardag og komu til Örebro klukkan sex um kvöidið, nær sólarhring fyrir leik sinn gegn Órebro í Intertoto-keppninni á sunnu- daginn. Þessi misskilningur leiðréttist hér með og beðist er velvirðingar á mistökunum. Seles úr leik KATARINA Studenikova frá Slóvakíu vann nyög óvæntan sigur á Moniea Seles frá Bandaríkjunum, sem er önnur besta tenniskona heims, á Wimbledon-mótinu í gær - 7-5 5-7 6-4. Uppsögn Blazevic ekki tekin til greina KNATTSPYRNUSAMBAND Króatíu hefur neitað að taka til greina uppsögn landsliðsþjálfarans Miroslav Blazevic og talsmaður sambandsins, Vlatko Markovic, segir að Blazevic verði að standa við gerða samninga: „Uppsögn er ekki inni í myndinni. Blazevic skrif- aði undir samning við króatíska knattspyrnusambandið og þennan samning verður hann að efna. Ég tel að Blazevic hafi aðeins látið þessi orð falla í reiði og gremju eftir tapið gegn Þýskalandi og hann hljóti að sjá sig um hönd.“ Þjálfarinn er hins vegar á allt annarri skoðun og lét í ljós reiði sína í garð fjölmiðla og stuðnings- manna króatíska iiðsins í samtali við blaðamenn á þriðjudag: „Þið réðust á mig þegar það var engin ástæða til og hegðun stuðnings- manna okkar var bein afleiðing af umfjöllun ykkar. Eg stórefa að ég dragi uppsögn mína til baka þannig að nú fáið þið nýjan mann til að níðast á. Ef til vill ætti að fela yngri manni starfið, ég skil ekkert annað eftir mig en eitt besta knattspyrnu- lið í heimi.“ Síðan Blazevic tók við landsliði Króatíu í mars 1994 hefur liðið leik- ið nítján leiki og einungis beðið þijá ósigra, en ákvörðun þjálfarans um að hvíla nokkra lykilmenn í leiknum gegn Portúgölum í riðla- keppninni var mjög umdeild heima fyrir og varð til þess að Króatar lentu í öðru sæti í riðlinum og léku þar af leiðandi við Þjóðveija í átta liða úrslitunum. Martröðin endur- tekur sig UNDANÚRSLITALEIKUR Eng- lendinga og Þjóðveija á Wembley- leikvanginum í gær var merkileg- ur m.a. fyrir þær sakir að ekki eru liðin nema sex ár síðar Þjóð- veijar slógu Englendinga síðast út í undanúrslitum á stórmóti í knattspyrnu, og þá einnig í víta- spyrnukeppni. Það var í heims- meistarakeppninni á Ítalíu 1990 og þá sigruðu Þjóðveijarnir 4:3 eftir að þeir Stuart Pearce og Chris Waddle höfðu misnotað spyrnur sínar fyrir Englendinga. Stuart Pearce var hins vegar öryggið uppmálað í gær þegar hann tók þriðju spyrnuna fyrir Englendinga og greinilegt var að hann þekkir vel sálarkvölina, sem því fylgir að misnota vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni því hann var manna fyrstur til að hugga sam- heija sinn, Gareth Southgate, eft- ir að Andreas Köpke, markvörður Þjóðveija, hafði varið máttlausa spyrnu Southgates. MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1996 E 5 Þjóðverjar náðu fram hefndum á Wembley Þjóðverjar sigruðu Englend- inga eftir vítaspyrnukeppni f bráðfjörugum og skemmti- legum undanúrslitaleik á Wembley-leikvanginum ígær og náðu þar með að koma fram hefndum frá því í heimsmeistarakeppninni fyr- ir þrjátíu árum þegar Þjóð- verjar biðu lægri hlut fyrir Englendingum í úrslitaleik á Wembley. að tók Englendinga aðeins rúmar tvær mínútur að koma knettinum framhjá Andreas Köpke, markverði Þjóð- veija, og taka þar með forystuna í leiknum. Var þar að verki markahrókurinn mikli, Alan She- arer, sem nú hefur skorað fimm mörk í keppninni og er það að öllum iíkindum einungis Jurgen Klinsmann, sem getur ógnað markakóngstitli Shearers héðan af, ef hann verður þá með í úr- slitaleiknum. Þjóðveijar virtust nokkuð slegnir út af laginu eftir mark U E F A BUrtJ 96 ■ FRAKKAR söknuðu sárlega fyrirliða síns, Didier Deschamps, í leiknum gegn Tékkum í gær, en Deschamps varð fyrir því óláni að togna á kálfa fyrir leikinn og gat því ekki leikið við hlið félaga sinna í franska liðinu. ■ í franska liðið í gær vantaði einnig framheijann Christophe Dugarry, sem leika mun með AC Milan á Ítalíu á næsta keppnis- tímabili, en Dugarry er meiddur á hné. Hann lagðist undir hnífinn í gær og búast forráðamenn AC Milan við að hann verði klár í slag- inn aftur eftir sex vikur. ■ ÁHORFENDAFJÖLDI á leikjunum í Evrópukeppninni er nú kominn vel á aðra milljón eftir leiki gærdagsins, en forsvarsmenn keppninnar telja að talan eigi eftir að fara í 1,25 milljónir eftir úrslita- leikinn á sunnudag. Reuter Hughreysting PAUL Gascolgne hughreystlr Gareth Southgate, eftir að hann mlsnotaðl sjöttu vítaspyrnu Englendlnga á Englendinganna en það tók þá samt ekki nema þrettán mínútur að jafna metin og var það fram- herjinn Stefan Kuntz, sem það gerði eftir laglegan undirbúning Thomas Helmers. Eftir jöfnunar- mark Þjóðveijanna færðist mikið líf í þá þýsku og óhætt er að fullyrða að þeir hafi verið örlítið sterkari aðilinn fram að leikhléi. Eftir hlé komu Englendingar hins vegar ákveðnir til leiks en Þjóðveijarnir náðu þó fljótlega yfirhöndinni á ný og fengu nokk- ur ágæt marktækifæri í síðari hálfleik. Jafnt var þó að loknum níutíu mínútum og þurfti því að blása til framlengingar og höfðu knattspyrnuunnendur á orði eftir leikinn að í framlengingunni hafi verið leikin ein skemmtilegasta knattspyrna, sem sést hefur í keppninni. Bæði lið sóttu af krafti og fengu nokkur mjög góð tæki- færi til að gera út um leikinn, Englendingar áttu m.a. skot í stöng og skömmu síðar komst Þjóðveijinn Christian Ziege einn inn fyrir vörn þeirra ensku en David Seaman lokaði markinu vel með þeim afleiðingum að Ziege skaut framhjá. Allt kom þó fyrir ekki og hvor- ugu liði tókst að skora og þurfti því, líkt og fyrr um daginn í leik Tékka og Frakka, að grípa til vítaspyrnukeppni. Skemmst er frá því að segja að bæði lið skor- Vítaspymukeppnin Alan Shearer (Englandi) ......1:0 Thomas Hássler (Þýskalandi)...1:1 David Platt (Englandi) .......2:1 Thomas Strunz (Þýskalandi)....2:2 Stuart Pearce (Englandi) .....3:2 Stefan Reuter (Þýskalandi)....3:3 Paul Gascoinge (Englandi).....4:3 Christian Ziege (Þýskalandi)..4:4 Teddy Sheringham (Englandi)...5:4 Stefan Kuntz (Þýskalandi).....5:5 Gareth Southgate (Englandi).varið Andy Möller (Þýskalandi)......5:6 Hvað sögðu þeir á Wembley? Gareth Southgate: „Við áttum góða möguleika að vinna leikinn en allt fór úrskeiðis. Það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi ekki skora úr vítinu því ég var mjög öruggur. Núna líður mér eins og ég hafi brugðist allri þjóðinni því það ætluðust allir til þess að við myndum vinna mótið." Terry Venables, þjálfari Eng- lendinga: Við áttum að vera búnir að gera út um leikinn í framlenging- unni og getum því að vissu leyti sjálf- um okkur um kennt. Það er synd að við komumst ekki lengra í keppn- inni því við gerðum allt sem við gát- um, en ég held að við höfum sannað að við erum með eitt besta landslið í heimi... ég áfellist ekki Sout- hgate, hann hefur staðið fyrir sínu í keppninni og vel það.“ Berti Vogts, þjálfari Þjóðverja: „Við lékum gegn virkilega sterku, ensku liði og vorum mjög heppnir að sigra. Ég hef aldrei séð Englend- inga leika jafnvel og þeir gerðu í þessum leik.“ uðu úr fimm fyrstu spyrnum sín- um og var því að duga eða drep- ast þegar Gareth Southgate gekk að vítapunktinum fyrir Englend- inga og bjó sig undir að taka sjöttu spyrnu heimamanna. Andreas Köpke í marki Þjóðverja átti ekki í miklum erfiðleikum með að veija fremur slaka spyrnu Southgates og það var svo Andre- as Möller, sem tryggði Þjóðverj- um farseðilinn í úrslitaleikinn á Wembley á sunnudaginn kemur þar sem þeir munu mæta Tékk- um. Súr-sætt hjá Þjóðverjum SIGUR Þjóðverja var sætur, en súr fyrir tvo leikmenn frá Dort- mund - Stefan Reuter og fyrir- liðann Andreas Möller, sem skoraði sigurmark Þjóðveija úr vítaspyrnu. Þeir fengu að sjá sitt annað gula spjald í EM og verða í leikbanni þegar Þjóð- veijar mæta Tékkum í úrslitum á Wembley á sunnudaginn. Fimmti úrslitaleikur Þjóðverja ÞJÓÐVERJAR leika sinn fimmta úrslitaleik frá 1972 í Evrópukeppni landsliða, þegar þeir mæta Tékkum á Wembley. Þeir urðu Evrópumeistarar í Briissel 1972, lögðu Rússa að velli, meistarar í Róm 1980 - lögðu Belga að velli. Töpuðu fyrir Tékkum í vítaspyrnu- keppni 1976 í Bergrad og fyrir Dönum í Stokkhólmi 1992. Þjóðverjar sig- urstranglegri ÞJÓÐVERJAR eru taldir sig- urstranglegri en Tékkar í úr- slitaleiknum á Wembley. Þjóð- veijar unnu Tékka öruggiega í fyrsta leik þeirra í EM, 2:0, á Öld Trafford með mörkum frá Ziege og Möller. Fjórir leik- menn Þýskalands sem léku þá í bytjunarliðinu, geta ekki leik- ið á Wembley - Möller og Reut- er eru í banni, Jíirgen Kholer og Fredi Bobis eru meiddir. Jtirgen Klinsmann sem er meiddur, var í banni i þeim leik. Fimmtíuprósent líkur eru á að hann geti leikið úrslitaleikinn. Tékkar kvíða engu DUSAN Uhrin, þjálfari Tékka, sagðist hvergi smeykur við Þjóðverja þegar Ijóst var að það verða þeir þýsku, sem verða andstæðingar Tékkanna í úr- slitaleiknu á Wembley. „Ég hefði að visu frekar kosið að leika gegn Englendingum en kvíði þó engu. Við mætum Þjóð- vetjum á ný og ég býst við að þeir verði alveg jafn sterkir og í fyrsta leiknum í riðlakeppn- inni jafnvel þótt þeir missi nokkra sterka leikmenn vegna meiðsla og leikbanns. Allir þýsku leikmennirnir munu gera sitt besta en við hlökkum til og munum koma hungraðir til leiks,“ sagði Uhrin og varnar- maðurinn Karel Rada bætti við: „Það er erfitt að sigra sama liðið tvisvar og við eigum harma að hefna siðan í fyrsta leiknum. Við lékum ekki vel í þeim leik og grípum því tæki- færið fegins liendi til að sýna Þjóðveijum okkai’ rétta andlit." ■ HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, spáði því fyrir leik Englendinga og Þjóðveija að þeir síðarnefndu myndu hafa bet- ur, 2:1. Kohl sagðist þó fyrst og fremst vonast eftir skemmtilegum og heiðarlega leiknum leik og bætti við að hann hefði engar áhyggjur af því að upp úr myndi sjóða á Wembley að leik loknum. ■ MAÐUR nokkur á Englandi varð í gær milljón krónum ríkari eftir að Tékkar sigruðu Frakka á Old Trafford, en eftir ósigur Tékkanna gegn Þjóðveijum í riðlakeppninni lagði maðurinn 10.000 krónur undir að þeir kæm- ust alla leið í úrslitaleikinn. Verði Tékkar Evrópumeistarar á sunnudaginn bætast tvær milljónir til viðbótar í vasa þess getspaka. KORFUKNATTLEIKUR / „DRAUMALIÐIГ Payton í stað Robinsons VERULEGAR líkur eru á að Garry Payton bakvörður Seattle SuperSonics taki sæti í „Drauma- liði“ Bandaríkjanna í körfuknatt- leikskeppni Ólympíuleikanna. Kemur hann þá í stað Glenns Robinsons sem er meiddur. Um- boðsmaður Paytons, Aaron Good- win, sagði í gær að óskað hefði verið eftir liðsinni Paytons og hann hefði svarað þeirri beiðni játandi. Þess má geta að valið á Robinson var á sínum tíma gagn- rýnt og Payton og Shawn Kemp taldir vænlegri kostir. Payton lék mjög vel í vetur og skoraði að meðaltali 19,5 stig í leik og átti tæplega átta stoðsendingar að jafnaði. Miklar væntingar eru gerðar til „Draumaliðsins“ að þessu sinni en sem kunnugt er sigraði það örugglega í körfuknattleikskeppni síðustu leika og tryggði sér einnig heimsmeistaratitlinn tveimur árum síðar. Auk Paytons er 1 liðinu miðheij- arnir Shaquilie O’Neal, Orlando, Hakeem Olajuwon, Houston og David Robinson, San Antonio, framheijaniir Karl Malone, Utah, Scottie Pippen, Chicago, Grant Hill, Detroit og Charles Barkley, Phoenix, og bakverðimir Penny Hardaway, Orlando, Reggie Mill- er, Indiana, John Stockton, Utah, og Mitch Richmond, Sacramento. Robinson, Malone, Pippen, Barkely og Stockton léku allir með liðinu á síðustu leikum. Mich- ael Jordan gaf ekki kost á sér að þessu sinni, vildi gjaman eiga rólegt sumar við golfíðkun eftir strangt timabil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.