Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 1
WtocgwMábib Forsetakiör PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 28. JUNI ÚNÍ ^^^1996 BLAÐ B Pétur Kr. Hafstein er trausts- insverður FJÓRÐU almennu kosninga- baráttunni um embætti forseta íslands er senn að ljúka. Aldrei hefur hún verið háð undir jafnm- iklum þunga fjölmiðlunar og að þessu sinni. Aldrei hafa menn gengið til kosningabaráttunnar með jafnmiklar heitstrengingar um að beita embættinu jafnt inn á við og út á við. Áherslurnar í málflutningi sumra frambjóð- enda hafa að vísu breyst nokkuð í hita leiksins með hliðsjón af því, hvaða vísbendingar skoðan- akannanir hafa gefið um al- menningsálitið. Að lokum verð- ur erfítt að henda reiður á auka- og aðalatriðum. Vert er að minnast þess, að forsetaembættið varð til við allt aðrar að- stæður en nú ríkja í þjóðfélagi okkar. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var raunar ekki kosinn í almennum kosningum heldur á fundi Alþingis á Þingvöllumvið stofnun ís- lenska lýðveldisins 1944. Ólíklegt er, að nokkrir þeirra, sem þar sátu og tóku ákvörð- un um stjórnarskrá lýðveldisins íslands, hafí gert sér í hugarlund þá breytingu, sem yrði á íslenska þjóðfélaginu rúma hálfa öld fram í tímann. Ákvæði stjórnarskrárinnar um völd og áhrif forseta íslands hafa verið túlkuð og framkvæmd með varúð og virðingu. Nokkuð hefur borið á því undanfarnar vikur, að menn hafi viljað breyta um áherslur í þessu efni og gefið til kynna, að embættinu fylgdi annað og meira en stjórnarskráin segir. Látið í veðri vaka, að forseti íslands geti með sjálfstæðum hætti beitt sér á alþjóða- vettvangi án tillits til þeirrar stefnu sem Alþingi og ríkisstjórn hafa mótað. Varað við ranghugmyndum Hitinn í kosningabaráttunni og sífelld þörf fyrir að koma einhverju nýju á fram- færi við fjölmiðla getur gefíð vísbendingar um, að annað og meira felist í því að kjósa forseta íslands en í stjórnarskránni stendur. Hættulegt er að skapa slíkar ranghugmynd- ir um forsetaembættið ekki síst, þegar rætt er um samskipti við önnur ríki. Annarra þjóða menn miða almennt viðhorf sín til forsetaembættis við allt aðrar aðstæður en þær, sem eru hér á landi. Þannig hafa þjóð- kjörnir forsetar í Finnlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum miklu meiri pólitísk völd en forseti íslands, sem er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Hér hvílir öll pólitísk ábyrgð á Alþingi og ríkisstjórn. Raunar getur það eitt að kjósa til forseta einstakling, sem hefur í pólitísku starfí eða á öðrum vettvangi, verið með áberandi hætti andsnúinn ríkjandi stefnu þjóðar sinnar í utanríkismálum og samskiptum við önnur ríki, gefið forystumönnum annarra landa hættuleg merki. Síst af öllu þurfum við ís- lendingar á því að halda nú á tímum sívaxandi alþjóðasam- vinnu að senda frá okkur slík merki. Raunar yrði það í hróp- legri andstöðu við þá stað- reynd, að meiri samstaða ríkir nú um meginstefnuna í utan- ríkis- og öryggismálum en nokkru sinni fyrr, frá því að lýðveldið var stofnað. Á hinu er heldur alls ekki þörf að telja þjóðinni trú um, að hún kjósi forseta til að gegna einhverju allt öðru hlutverki en stjórnarskráin felur forseta ís- lands. Slíkt kynni að kalla á Björn óþarfa og erfiða spennu um hið Bjarnason friðhelga forsetaembætti, sam- einingartákn þjóðarinnar, sem á að vera hafið yfir flokkadrætti og deilur. Þegar allt þetta er haft í huga, er ljóst, að líklega er embætti forseta íslands enginn greiði með því gerður, að um það sé kosið með þeim hætti, sem við gerum. Þeim mun frekar reynir á, að frambjóðendur til þess gangi fram með þeim hætti, að þeir veki ekki ranghugmyndir um stöðu forsetans, hlutverk hans og völd. Merki embættisins haldið á loft í mínum huga er enginn vafi á því, að af þeim frambjóðendum, sem kosið er um í kosningunum á laugardag, hefur Pétur Kr. Hafstein dregið upp raunsannasta mynd af skyldum forseta með málflutningi sínum í baráttu undanfarinna vikna. Pétur er lík- legastur frambjóðendanna til að gefa emb- ættinu þá virðingu og vigt sem forsetar lýð- veldisins hafa gert fram að þessu. í rúm 50 ár höfum við kynnst því hvernig þetta hefur verið gert af fjórum ólíkum einstak- lingum. Hver þeirra hefur með sínum hætti sett svip sinn á forsetaembættið en alltaf hefur það verið þjóðinni mikilvægt samein- ingartákn. í forsetakosningunum eigum við að velja einstakling sem getur haldið merki þessa virðulega embættis á loft. Pétur Kr. Hafstein er þess trausts verður. ________________BJÖRN BJARNASON Höfundur er menntamálaráðherra. Er friðar- boðskapur Astþórs pólitík? ÞAÐ ER alveg með ein- dæmum hvað hægt er að af- baka og snúa öllum hlutum upp í andstæður sínar, það hef ég orðið var við. Fréttamenn, blaðamenn, ritstjórar, mót- frambjóðendur Astþórs og fleiri hafa verið einstaklega iðnir við að snúa út úr og finna framboði Ástþórs Magnússon- ar allt til foráttu. Mér er það með öllu óskilj- anlegt hvernig fólk fer að því, og þá aðallega pólitíkusar, að flokka friðarboðskap undir pólitík. Pólitíkus nokkur sagði í sjónvarpsviðtali um daginn að forsetinn ætti ekki eða mætti reka sjálfstæða utanríkispólitík. Það er sjálfsagt eitthvað til í því að sam- kvæmt stjórnarskránni megi forsetinn ekki reka sjálfstæða utanríkispólitík. Við skulum hafa það hugfast að frið eða frið- arboðskap á ekki að flokka undir pólitík, því ættu allir að geta verið sammála. Mér finnst afskaplega skrýtið að forset- anum skuli vera þau takmörk sett að mega ekki varpa fram til alþjóðar sínum eigin skoðunum og meiningum á hinum og þessum málum sem varða hagsmuni þjóðarheildar hverju sinni án þess að margir telji að það sé verið að misnota forsetaembættið sem slíkt. Við göngum að kjörkössum og greiðum atkvæði persónu sem við treystum til að standa vörð um, halda utan um og verja menningu okkar, sjálfstæði og frelsi. For- setinn á að vera verðugur fulltrúi okkar útávið og gæta þess að standa vörð um hlutleysi okkar, en hann má ekki hafa sínar eigin skoðanir og honum eru ákveð- in takmörk sett í þeim efnum. Boðskapurinn sem friður 2000 er að boða með Ástþór Magnússon í fararbroddi virðist eiga erfitt uppdráttar á þessum vettvangi og það er það sem ég fæ einfald- lega ekki skilið. Mig langar að spyrja, er líka verið að reyna að hlekkja^ friðarboð- skap í pólitíska fjötra. Við íslendingar ættum að reyna að koma í veg fyrir það Björn Birgisson að gera friðinn að pólitísku bitbeini. Getum við státað af því að búa í frjálsu landi meðan að kjarnorkuvopn eru á ferð og flugi allt í kringum landið okk- ar? Getum við hrósað okkur fyrir það að búa í velferð- arþjóðfélagi þegar þúsundir manna lifa við fátæktarmörk? Getum við sætt okkur við það að forsetinn megi ekki tjá sig um þessi mál eða hafa sjálf- stæðar skoðanir á þeim? Eig- um við að sætta okkur við það að forsetinn geti hugsanlega tekið afstöðu með einni þjóð frekar en annarri? Eigum við ekki að nota forsetaembættið til að koma þeim skilaboðum til allra þjóða heims um þá einstöku hlutleysisstöðu okkar íslend- inga í veröldinni? Er ekki forsetaembættið sameiningartákn, er forsetinn þá ekki for- seti ríkra, er hann þá ekki forseti fá- tækra, er hann þá ekki forseti góðra og slæmra, er hann ekki forseti heilbrigðra, er hann ekki forseti sjúkra? spyrji hver fyrir sig. Ég tel að Ástþór Magnússon hafi valið réttan vettvang til að vekja athygli á boð- skap friðar 2000, og heitir það ekki að misnota framboðið í mínum huga. Mér finnst hann sýna einstakan kjark og þor með því að vekja athygli á boðskapnum á þessum vettvangi. í mínum huga er sama hvaðan gott kemur, og ég tel að hann hafi nú þegar unnið stóran sigur í þágu friðarins. Þeir sem greiða þessu framboði atkvæði leggja sitt af mörkum til friðar og jafnréttis. Eins og fram hefur komið er friður víðtækt hugtak, gefum framboði Ástþórs Magnússonar tækifæri með því að greiða því atkvæði og gleymum pólitík- inni. Til unga fólksins vil ég koma þessum skilaboðum, þið eigið framtíðina, þið erfið landið og þið hafið áhrif á framtíðina með atkvæði ykkar. BJÖRN BIRGISSON. Höfundur er vélstjóri á ísafirði. 194.784 eru á kjörskrá FORSETAKJÖR fer fram á morgun. Þá hafa 194.784 íslend- ingar rétt til að ganga í kjörklefa og kjósa sér forseta til næstu fjögurra ára. A Stór-Reykjavíkursvæðinu eru á kjör- skrá 129.310 manns þar af rúmlega 73 þúsund í borginni sjálfri. Það eru því um 66,4% allra atkvæðisbærra manna í Reykja- vík og Reykjaneskjördæmi og nú öndvert við alþingiskosning- ar er hvert atkvæði greitt í forsetakjöri jafngilt án tillits til búsetu. Kjörskráin skiptist þannig milli kjördæma: Reykjavík 79.394; Reykjanes 49.916; Vesturland 9.745; Vestfirðir 6.148; Norðurland vestra 7.159; Norðurland eystra 18.980; Austur- land 8.982 og Suðurland 14.460. Hér er að sjálfsögðu um áætlaðar tölur að ræða, en endanlegar kjörskrártölur munu birtast á sjálfan kosningadaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.