Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 28.JÚNÍ 1996 B 5 AÐSENDAR GREIIMAR • FORSETAKJÖR Guðrúnu Agnarsdóttur á forsetastól LÝÐRÆÐI og kosn- ingaréttur eru samofnir þættir. Fjölmörg ríki búa við stjórnskipulag þar sem lýðræði er ekki til staðar. í slíkum ríkj- um hefur kosningarétt- ur annaðhvort verið af- numinn eða þegnarnir geta aðeins greitt vald- höfunum atkvæði sitt. Kosningarétturinn verður þá hjóm eitt. Færri veita því athygli að lýðræðið getur orðið hjóm eitt, ef margir þegnar í lýðræðisríki neyta ekki kosninga- réttar síns. Ein mikil- vægasta skylda hvers íbúa í lýðræðisríki er því að mynda sér skoðun á málefnum, sem kjósa skal um, og láta hana í ljós með at- kvæði sínu í kjörklefanum. í hönd fara forsetakosningar. Við val á forseta þarf að hafa í huga í hveiju störf forseta eru fólgin og hvaða eiginleika forsetaefnið þarf að hafa til að störfín fari honum sem best úr hendi. Að loknum kosningum til Alþingis á forsetinn sína ögurstund. Hveijum felur hann stjórnarmyndun? Á slíkum stundum reynir á heiðarleika forset- ans. Er val hans á einstaklingi til stjórnarmyndunar í samræmi við úr- slit kosninganna og þar með vilja þjóðarinnar eða leikur forsetinn ein- leik og reynir að mynda stjórn sem er honum sjálfum helst að skapi? Við ýmis tækifæri þarf forsetinn að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi auk þess sem honum er ætlað að vera gestgjafí við komu tig- inna gesta hingað til lands. Virðuleiki og tungumálakunnátta eru mikilvægir eiginleikar undir slíkum kringum- stæðum. Æskilegt er að for- setinn sé sameiningar- tákn þjóðarinnar. Að loknum kosningum er eðlilegt að sumir gleðjist yfir sigri en aðrir harmi ósigur. Kjörins forseta bíður því það mikilvæga verkefni að sameina þjóðina. í þeim efnum er mannleg hlýja afar þýðingarmikil. Forsetanum er ætlað að undirrita lög. í því sambandi hafa völd forseta- embættisins verið mikið til umræðu og þá einkum hvenær forseti gæti skotið ágreiningi við Alþingi til þjóð- arinnar. Um það verður ekki fjallað hér enda hafa lögfróðir menn á því skiptar skoðanir, þótt flestir hallist að því, að í höndum forseta sé „ör- yggisloki" sem hann geti gripið til í neyðartilvikum. Hins vegar er vert að benda á muninn á formlegum völdum og áhrifum. Forseti með hug- sjónir hefur fjöimörg tækifæri til að koma hugsjónum sínum á framfæri, ekki aðeins í ræðum heldur einnig í einkasamtölum. Þannig getur forset- inn vakið athygli stjórnmálamanna á þjóðþrifamálum sem þeir síðan beittu sér fyrir og kæmu í framkvæmd. Þegar litið er til ofangreindra eig- inleika sem forsetaefni þarf að hafa til brunns að bera, er eðlilegt að kjós- endur hafi mismunandi skoðun á því, hve mikilvægir eiginleikarnir eru. Sumum fínnst t.d. ekki tiltökumál þótt forsetanum takist ekki að sam- eina þjóðina að kosningum loknúm. Öðrum fínnst að tungumálakunnátta skipti ekki öllu máli og þannig mætti lengi telja. Hver og einn kjósandi verður því að gera upp hug sinn hver frambjóðendanna uppfylli best kröfurnar sem hann gerir til forset- ans. I mínum huga er valið einfalt m.a. vegna þess að ég hef haft kynni af Guðrúnu Agnarsdóttur um ára- tuga skeið. Ég veit að hún er heiðar- leg, virðuleg, vel máli farin jafnt á íslensku sem á erlend mál, hlýleg í fasi og á auðvelt með að ná til fólks. Samt er mest um vert að hún hefur hugsjónir. Sem dæmi má nefna að hún leggur áherslu á að hver ein- staklingur fái notið hæfíleika sinna, að þeim sem minna mega sín eða hafa orðið fyrir áföllum í lífinu sé rétt hjálparhönd, að hver og einn endurmeti hvernig hann eða hún veiji tíma sínum í þeirri von að meiri tíma sé varið til að styrkja fjölskyldubönd, að menning og listir týnist ekki í lífs- gæðakapphlaupinu. Störf Guðrúnar hingað til sýna að hugur fýlgir máli. Það er sómi hverri þjóð að eiga sh'k- an forseta. BRYNJÓLFUR SIGURÐSSON. Höfundur er prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla tslands. Brynjólfur Sigurðsson Hugarfars- breyting til hins betra HVAÐA spekingar geta ruglað fólk svo í ríminu að það haldi því fram að enginn fram- bjóðenda sé verður þess að vera forseti Islands, þegar slíkur ágætismaður eins og Pétur Hafstein er í boði með úrvalskonu sér við hlið þar sem Inga Ásta er. Þetta er vanvirðing á því manngildi, sem hefur verið í öndvegi haft gegnum aldirnar. Eitt af því hjákát- lega sem fólk hefur fundið Pétri til foráttu, er að hann sé of hlédrægur og ekki nógu brosmildur. Man nokkur að hafa séð Jón Sig- urðsson forseta skælbrosandi á mynd? Kristján Eldjárn var fyrirmynd- arforseti með sínu látleysi! Engan þekki ég núlifandi sem betur gæti uppfyllt að verða sam- einingartákn þjóðarinnar og okkur til sóma heima og heiman með sinni látlausu og heiðarlegu framkomu en Pétur Hafstein, þrátt fyrir hóp af elskulegu samferðafólki og góð- um vinum. Fyrir nokkrum vikum hafði ég aldrei heyrt eða séð Pétur Hafstein vissi aðeins að hann hefði verið yfirvald á ísafirði, mínum kæra fæðingarbæ og þar sem ég naut hamingju- samra uppvaxtarára og hélt að ísafjörður væri nafli alhimsins, ef til vill er eitthvað til í því! En fyrir tilviljun gafst mér tækifæri, einmitt þar, að sjá og heyra þennan sóma- mann, Pétur Hafstein. Síðan hefur mér hlotn- ast að kynnast honum betur, það hefur leitt til þess að endurvekja barnatrú mína á kær- leika og heiðarleika, sem því miður var farin að dofna í umróti lífsins. Látum ekki happ úr hendi sleppa, þar sem við eigum kost á slíkum heiðursmanni sem Pétri Hafstein í forsetastól! Sleppum flokksbaráttu og klíkuskap, kynjarugli og stétta- skiptingu, kjósum af hjartans ein- lægni þann sem hæfastur er, að öðrum ólöstuðum, þá trúi ég að Pétur Hafstein verði fyrir valinu. LÓA KONRÁÐS. Höfundur er kaupkona. Lóa Konráðs I kjörklefanum ... Á KJÖRDAG stend- ur þú frammi fyrir mikilli ákvörðun sem getur haft áhrif á alla framtíð lands og þjóð- ar. Með atkvæði þínu leggur þú á þær vog- arskálar sem snerta framtíð barna þinna og ijölskyldu og því er mikilvægt að hlusta á innri mann þegar í kjörklefa er komið. I kjörklefanum er enginn utanaðkom- andi þrýstingur. Þar getur þú óhikað ráð- stafað atkvæði þínu að eigin vild. Hvar þú setur X á kjörseðilinn er þitt einkamál og trúnaðarmál milli þín og almættisins. Taktu þér andartak til að hugsa málið. Lokaðu augunum og hugs- aðu til barna þínna. Líttu í augu þeirra og spurðu innri mann hvar framtíð þeirra sé best borgið. Gott er að slaka vel á og taka nokkur djúp andartök áður en merkt er við á kjörseðl- Jnum, því hvar kross- inn lendir getur skipt sköpum fyrir alla fram- tíð. Mikilvægt er að kasta ekki atkvæðinu á glæ en velja sam- kvæmt innri sannfær- ingu. Verður þitt at- kvæði til þess að gefa skýr skilaboð um þá framtíðarsýn sem þú óskar þér og fjölskyldu þinni? Vilt þú búa í hreinu og fögru landi sem er friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum eða ert þú sammála því að valdhafar í tvískinnungshætti og með skammtímasjónarmið að leið- arljósi spili rússneska rúlletu með framtíð og lífsviðurværi þjóðarinn- ar? ÁSTÞÓR MAGNÚSSON. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Ástþór Magnússon Obrigðul háttvísi FYRIR um þremur áratugum starfaði ég allmikið að félagsmál- um hestamanna, var m.a. formaður Hesta- mannafélagsins Fáks. Á þeim árum kom í hestamennsku margt ungt fólk, sem varð þá og síðar til að auka veg hennar. í þessum hópi var m.a. Pétur Kr. Haf- stein, sem ég þá þegar veitti athygli fyrir drengilega framkomu og óbrigðula háttvísi. Öll kynni af Pétri síðar hafa fallið að þeirri mynd, sem upphaflega Sveinbjörn Dagfinnsson högum og þörfum þjóð- arinnar og eflt hæfni hans til að leita hins sanna og rétta í hveiju máli. Pétur err öruggur stuðningsmaður land- græðslu og skógræktar- mála. Fyrir mér verður bjartara yfir Bessastöð- um með Ingu Ástu, sem ég man einnig frá æskuárum hennar, og Pétur sem húsráðendur þar, frekar en nokkra aðra er nú gefa kost á sér sem húsráðendur á þeim bæ. SVEINBJÖRN DAGFINSSON mótaðist 1 huga mínum af hinum unga manni. Menntun hans og störf sem dómari og mannasættir hafa veitt honum djúpan skilning á Höfundur er lögfræðingur og ráðuneytisstjóri. V alinn maður í hverju rúmi FORSETAKOSN- INGAR eru efst á baugi. Fjórir málsmet- andi einstaklingar eru í kjöri. Einn hefur dregið sig í hlé í miðri baráttu. Það vekur upp spumingar um reglur við forsetakosningar, m.a. varðandi skoðan- akannanir. Hvati þessa bréfs eða greinarkorns er þó ekki síður varð- andi skyldur þeirra sem gefa kost á sér tímanlega, þ.e.a.s. að hefja leikinn í fullri alvöru, en hætta við þegar sigur blasir ekki við samkvæmt skoðanakönnunum. Nefndur frambjóðandi vék úr leik að því er virðist með glæsibrag og góðum undirtektum. Þama virðist bréfritara þó vera hnökur á máli gagnvart kjósendum sem þegar hafa kosið utan kjörstaðar og eiga ekki afturkvæmt á kjörstað, og einnig þeim sem studdu viðkomandi frambjóðanda. Bréfritari ber upp þá spurningu hvort kosningareglur ættu ekki að kveða á um málsmeð- ferð? Margir voru tilnefndir sem hugs- anlegir frambjóðendur og hugðu jafnvel að en hættu við. Bréfritari var snemma þeirrar skoðunar að stjórnmálamaðurinn og fræðingur- inn væri hans maður nema eitt- hvert stjörnuskot bæri að, þar á meðal var formaður Alþýðuflokks- ins m.a. í fyrirrúmi. Svo varð ekki. Þeir sem eftir standa eru allt fram- bærileg forsetaefni. Stjórnmála- fræðingurinn er þó enn maður bréf- ritara, þótt bæði læknir, dómari og hugsjónamaður séu í boði. Bréfrit- ara þykir m.a, bera í bakkafullan lækinn í valdastétt landsins að forseti sé úr lögfræði- stétt, þar sem þegar sitja fjórir lögfræðing- ar úr Lagadeild Há- skóla íslands í ríkis- stjórn útskrifaðir á ár- unum 1971-1976 sem og forsetaframbjóð- andinn. Þetta virðist vera svolítið einhæft þótt hver um sig standi fyrir sínu eins og geng- ur. Bréfritari er því enn hallur undir stjórn- málafræðinginn, sem að hans mati er jafn- vígur bæði innanlands og utan, sem heimsborgari og íslendingur. Svo- kallað vammleysi kann að vera gott og gilt, en kröftugur málflutningur minnihluta t.d. á Alþingi, þ.e.a.s. stjórnarandstöðu, er ein meginstoð lýðræðisins. Lái ég engum að gera slíkt. Þetta er öryggisventill, að- hald, til varnar gerræði meirihluta eins og neitunarvald forseta gagn- vart samþykktum Alþingis. Óvænt- ir atburðir geta ávallt gerst. Að lokum. Nokkur þau mál sem að því er virðist hafa ekki verið í hámælum í undanförnum umræð- um varðandi forsetakosningarnar, en bréfritara eru hugleikin, eru þessi: 1. Reglur varðandi forsetakjör, leikreglur og meirihluti. 2. Viðhorf til nafnalöggjafar, lög- gjöf sem snertir mannréttindi, frelsi til að ráða einkamálum innan eðli- legra takmarkana og réttindi minni- hluta hópa yfirleitt eins og svo- nefndra nýbúa og annarra' sem minna mega sín. 3. Síðast en ekki síst, réttindi barna. Umræðan í kosningabarátt- unni hefur mikið snúist um unga fólkið, menntun þess, eiturlyf og ofbeldi. Minna hefur borið á um- ræðu um börnin smá sem engan hafa kosningaréttinn. Forseti Islands, okkar kæra og virta Vigdís Finnbogadóttir, hefur vafalaust sinnt þeim á sínum ást- sæla ferli, þótt annar gróður lands- ins hafi eins og orðið meira áber- andi. En byrgja skal brunninn áður en barnið fellur ofan í hann. Bréfrit- ari telur brýnt að tekið sé á málefn- um barna, hugað að öryggi þeirra og jafnræði til þess lífs sem fram- undan er. Þannig verður seinni tíma vandi best varinn, en ekki þegar hann er duninn á. Spurning vaknar um hvort ísland sé barnvænt land. Bréfritari telur svo vart vera. Hleypidómar ríkja á þeim ferli eins og á sumum öðrum, eins og t. d. varðandi stuðning til barnafjöl- skyldna, þar með talið einstæðra foreldra (mæðra). Stuðningurinn snertir börnin en ekki foreldrana til að gefa þeim jöfn eða jafnari tækifæri á við önnur börn. Hvort sem menn telja sig trúaða eða ekki hljóta allir að geta gert orð Krists að sínum sem voru „leyfið börnun- um að koma til mín, bannið þeim það ekki“ og „það sem þið gerið einum af mínum minnstu bræðrum það gerið þið mér“. Aftur að lokum. Sýnum samstöðu með þeim forseta Islands sem verð- ur kosinn. SVEND-AAGE MALMBERG. Höfundur er haffræðingur og afi 5 bnrna og stjúpbnrna. Svend-Aage Malmberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.