Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1996 B 7 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Agla Elísabet Hendriksdóttir Við hvetjum íslendinga til að meta frambjóðendur samkvæmt eiginleikum er prýða hvern ein- stakling óháð kyni. Margir hafa ákveðið að tími sé kominn fyrir karlmann í forsetaembættið. Hvað liggur að baki þessari ákvörðun? Er karl- maður hæfari til að taka við af frú Vig- dísi eða eru gerðar minni kröfur til karl- manna í þetta virðu- lega embætti heldur en kvenna? Mikilvægt er að þjóðin kjósi sér for- seta sem er annt um hag þjóðarinnar allr- ar og við getum sam- einast um. Kjósum ekki eftir kyni eða flokkadráttum, mestu máli skiptir að hæfasti einstakling- urinn verði kjörinn í embætti for- seta íslands. AGLA ELÍSABET HENDRIKSDÓTTIR STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR Höfundar eru Sjálfstæðar konur. Steinunn Þórðardóttir Þessir óvildarmenn kalla hann nú hugsjónalausan tækifærissinna og ausa hann óhróðri. Málflutningur þeirra er vindhögg því að Ólafur er sannur heiðursmaður. Nógu mikið þekki ég hann til að vita það. Ef Ólafur Ragnar hefði verið hugsjóna- laus tækifærissinni hefði hann setið sem fastast í Framsóknarflokknum á sínum tíma og orðið fyrirhafnarlít- ið ráðherra í fyllingu tímans. Hann kaus hins vegar að yfirgefa flokk- inn, er hann fann að hann kom hug- sjónum sínum ekki fram, og tefldi þannig í tvísýnu öllum starfsframa sínum í íslensku þjóðfélagi. Þannig hefur hann í raun verið andófsmaður allan sinn pólitíska feril og hlýtt fremur kalli hugsjóna en eigin hags- muna. Hann hefur heldur aldrei ver- ið vændur um að skara eld að eigin köku á veraldlega vísu. Er hann var ráðherra hafði hann ekki einu sinni ráðherrabíl eða einkabílstjóra. Hann ók sínum eigin bíl án þess að aug- lýsa það sérstaklega. Ólafur Ragnar komst til þeirra áhrifa að verða fjármálaráðherra um nær þriggja ára skeið. Þar þurfti hann að taka erfiðar ákvarðanir í sambandi við launamál opinberra starfsmanna sem snertu illa kjarn- ann í fylgi hans sjálfs í Alþýðubanda- laginu. Ef hann hefði verið hug- sjónalaus tækifærissinni hefði hann ekki tekið þær ákvarðanir. Þær leiddu hins vegar til þess ásamt öðru að óðaverðbólgan, sem þjakaði ís- lendinga áratugum saman, hjaðnaði og varð nær að engu. Það gerðist í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég ætla hér ekki að tíunda afrek Ólafs í fræðistörfum, við uppbygg- mgu félagsvísindadeildar Háskóla Islands eða á erlendum vettvangi. Sem rithöfundur get ég þó ekki lát- ið hjá líða áð minna á að það var í fjármálaráðherratíð Ólafs sem sölu- skattur var afnuminn af bókum. Sú aðgerð leiddi til blómaskeiðs í bóka- útgáfu sem því miður hefur verið afturkallað með óheppilegum stjórn- valdsaðgerðum. Ólafur Ragnar er rismikill maður sem ann ættjörð sinni og íslenskri menningu. Ég er þess viss að þjóðin öll mun fljótt sættast á að fá slíkan höfðingja á Bessastaði. Honum og Guðrúnu Katrínu mun fylgja hressi- legur gustur sem nauðsynlegur er þessu embætti en ekki nein meðal- mennska eins og annars væri hætt við. Efast ég þó ekki um ágæti meðframbjóðenda hans. Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín yrðu eins og stórbændur á Bessastöðum. Þau sætu staðinn með reisn, sem þjóðin gæti verið stolt af, og í þeirra hönd- um yrði engin hætta á að neitt færi úrskeiðis við bústjórnina. Missum ekki af þessu tækifæri. Kjósum Ólaf Ragnar sem fimmta forseta lýðveldisins! GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Höfundur er sagnfræðingur. „Friðarhöfðingi eflir hugsjónir" „Því sem hvorki byltingar né hernaður gátu áorkað verður hrundið í framkvæmd með fáguðu tali á þingi. Þessi konungur mun (örva) hugsjónir í rósemd og hugleiðingu. Ovinir hans hallast meir að eldi og hernaði." 1:97 Einnig langar mig að vitna í Framtíðar- sýnir sjáenda, rituð af Guðmundi S. Jónas- syni: Eftirfarandi er tekið úr kaflanum Eldeyj- an í vestri. „Þau sem búa á Eyjunni sem hefur lengi lotið stjóm annarra, sýna óvinum sínum þrekmikla andspyrnu. Þau sem búa fyrir utan deyja máttvana úr hungri í hallæri sem er verra en nokkru sinni áður.“ 10:71 „Þar sem þijú höf liggja að landi fæðist sá sem gerir Þórsdag að hátíðisdegi. Frægð hans, völd og vegsauki mun vaxa þegar Asía riðlast vegna styijaldar á sjó og landi.“ 1:50 „Jörðin og vötnin fijósa og kaldir vindar blása þar sem þau koma saman til þess að vegsama Þórsdag. Aldrei hefur verið til neitt jafn réttlátt. Ur fjórum áttum koma þau til að votta honum virðingu sína.“ X:71 „Breytingin verður mjög erfið, en borgin og landið hagnast á henni. Hinn skynsami nær völdum og hinn óverðugi verður hrakinn brott. Stjórnkerfi þjóðarinnar til lands og sjávar mun breytast." IV:21 Úr sömu bók bls. 224: „Vanmáttugt og lítilvægt ríki öðlast mikil áhrif að tilstuðlan Evrópuleiðtogans.“ „Hið víðlenda og volduga ríki flyst yfir til vanmáttugs og lítilvægs lands sem brátt vex af áhrifum. Til þessa litla lands fer hann og leggur frá sér veldissprotann." 1:32 Edgar Cayce sagði í einum af sínum dálestrum: „Þjóðin sem hef- ur hæstan meðalaldur þegnanna verður í forystu þeirra sem starfa í þágu hinnar nýju aldar.“ Eins og í ofanrituðum tilvitnun- um kemur berlega fram á ísland sér mjög stórt hlutverk í veraldar- sögunni, sem er enn óskráð. Eftir lestur minn á þessum stór- merkilegu ritum trúi ég því í mín- um hug og hjarta að við Islending- ar þurfum að efla hugsjónir okkar afar mikið. Og þess vegna þurfum við afar sterkan og hugrakkan þjóðarleiðtoga sem getur leitt okk- ur öll inn á nýjar brautir. Ástþór Magnússon hefur þar sýnt mér og sannað að hann er verðugur mað- ur sem fer eftir sinni sannfæringu í einu og öllu. Finnst mér því að við eigum að taka höndum saman og gefa honum nafnbótina sem hann á skilið. Nafnbótina Forseti íslands og sigurvegari. í einlægni skrifað. SVANDÍS ÁSTA JÓNSDÓTTIR Höfundur er framreiðslustúlka. Yfirlýstan sósíalista á Bessastaði FYRIR aðeins fáum árum hefðu það þótt tíðindi til næsta bæjar, að íslendingar gætu hugsað sér að velja sér forseta úr röðum sós- íalista. Og ekki aðeins einhvern lítt þekktan mann, heldur formann stjórnmálaflokks þeirra til margra ára, þingmann og fyrrum ráð- herra. Ferill þessa manns í stjórn- málum er varðaður skipulögðum áætlunum, þar sem honum eða nánum fylgismönnum hans er ætlað að komast til valda og met- orða með blekkingum. Nú kannt þú, lesandi góður, að hugsa sem svo: Já, en kommún- ismi og sósíalismi á íslandi i dag, er þetta ekki bara ímyndun, ótti við Rússagrýlu, sem er löngu dauð? Betur að satt væri. Alla þessa öld hafa sósíalistar á Vestur- löndum starfað af fullum krafti í nafni sósíalisma ogþjóðfélagsbylt- ingar og þótt gömlu Sovétríkin eigi að heita liðin undir lok, er sósíalisminn það ekki. Hann lifir góðu lífi og ekki síður valdatækn- in, sem byltingarsinnaðir flokkar beita alltaf og alls staðar. Fals og lygar. ísland er þar engin undan- tekning. Hér á landi hafa sósíalistar ver- ið öflugri en í öðrum vestrænum lýðræðisríkjum og þeir hafa verið stefnunni trúrri en dæmi eru um annars staðar í nálægum löndum. Fram til ársins 1975 var t.d. bann- að að halla á Stalín eða Sovétríkin í málgagni þeirra, Þjóðviljanum. í bókinni Liðsmenn Moskvu eru hrollvekjandi frásagnir af fyrirætl- unum íslenskra sósíalista um valdatöku hér á landi. Þessir menn eru enn upp á sitt besta og marg- ir virkir í stjórnmálum. Þeir telja ekki þörf á heiðarlegu uppgjöri við pólitíska stefnu, sem hefur haft í för með sér meiri hörmungar en dæmi eru um í veraldarsögunni. Nei, við sósíalistar erum bara sauðmeinlausir jafnaðarmenn, á rauðu ljósi að vísu, en rautt er nú svo fallegur litur. Sama gamla sagan - fals og lygar. Innst inni er nefnilega ennþá trúað á Heilag- an málstað. Málstað sósíalisma, sem hafnar lýðræðislegum stjórn- arháttum og lætur mannréttindi sér í léttu rúmi liggja. Já, en Ólafur Ragnar Grímsson, hann hefur nú aldrei veið neinn alvörukommi, segja menn. Það eru bara þeir sem hafa kommúnsim- ann í genunum. Þetta er ekki rétt, þvert á móti. Um leið og Ólafur Ragnar gekk í Alþýðubandalagið árið 1977 lagði hann áherslu á að virkja í sína þágu óánægjuölfin í flokknum, ungt fólk til vinstri við nei takk! flokkinn. Valdafíknir stjórnmálamenn reyna alltaf að ná unga fólk- inu á sitt band og tekst býsna vel sakir reynslu- og þekkingar- leysis þess. Margir þessara manna voru í ýmsum samtökum of- urróttæklinga, en þau voru „legíó“ hér á landi á þessum árum. Sam- tök Maóista, komm- únista, trotskyista, lenínista, eikara og Fylkingarmanna. Óánægjan í röðum þessa fólks stafaði að- allega af því, að Al- þýðubandalagið fór sér of hægt í byltingarmálunum. Byltinguna strax, svo kemur allt hitt af sjálfu sér. Fólk úr þessum hópum varð helstu stuðningsmenn Ólafs Ragn- ars. Og hvaða nafn haldið þið að þeir hafi gefið sjálfum sér, sjálf- sagt að tillögu foringja síns - auðvitað lýðræðiskynslóðin. Hvað annað? Samtímis segir í stefnu- skrá Alþýðubandalagsins, flokks- ins hans Ólafs Ragnars, að flokk- urinn skuli stefna að þjóðfélags- byltingu. Stefnuskrá þessi var í gildi 1975 - 1992. Hér fer ekkert milli mála, Alþýðubandalagið var og er ennþá flokkur, sem stefnir að rót- tækum þjóðfélags- breytingum. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið talsmaður þessa flokks og mjög áber- andi og umsvifamikill fulltrúi hans í 20 ár. Hann hefur ekki ósk- að uppgjörs við fortíð- ina, þvert á móti not- færir hann sér þekk- ingarleysi manna og hefur gengið manna lengst í því að telja fólki trú um, að hér á landi séu tveir jafnað- armannaflokkar, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það er ósatt, enn og aftur er skrökvað að sak- lausu fólki. í nýrri stefnuskrá Al- þýðubandalagsins er enn sagt að Alþýðubandalagið sé sósíalískur flokkur. Við megum ekki leika okkur að eldinum, öflin í heiminum, sem vilja vestræn menningarríki feig, eru enn bráðlifandi. Yfirlýstan sósíalista á Bessastaði! Nei takk. HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR höfundur cr kennari og námsráðgjafi. Helga Siguijónsdóttir Aðför Olafs Ragnars að sannleikanum í HÁDEGISFRÉTT- UM Bylgjunnar 27. júní kallaði Olafur Ragnar Grímsson auglýsingar, sem birtust í Morgun- blaðinu þann dag og fólu í sér upplýsingar um stjórnmálaferil hans, aðför að lýðræð- inu. Hins vegar mót- mælir hann ekki efnis- lega þeim upplýsingum er koma fram í auglýs- ingunum enda eru þær allar grjótharðar stað- reyndir. Það lýsir Ólafi Ragn- ari betur en margt ann- að að hann skuli ieyfa sér að kalla óvéfengjanlegar upplýs- ingar aðför að lýðræðinu. Auðvitað eiga kjósendur rétt á að vita hvaða mann forsetaframbjóðendur hafa að geyma. Það að reyna vísvitandi að halda fyrri störfum sínum leynd- um eða koma sér undan þvi að ræða um þau er ekkert annað en aðför að sannleikanum. í lýðræðisríki hafa kjósendur ótvíræðan rétt til að koma réttum upplýsingum á fram- færi um einstaka frambjóðendur. Samt veittist Ólafur Ragnar að þeim mönnum, sem stóðu fyrir auglýsing- unum í stað þess að svara þeim ásökunum, sem þar komu fram. Kjósendur hljóta að taka eftir því að Ólafur Ragnar þolir ekki að vakin sé athygli á for- tíð hans. Það er því ástæða til að hvetja sem flesta til að kynna sér hana og taka síðan afstöðu til fram- boðs hans. KJARTAN MAGNÚSSON Höfundur er blaðamaður. Kjartan Magnússon Traustsins verður AF málflutningi stuðningsmanna Guð- rúnar Agnarsdóttur nú á síðustu dögum kosn- ingabaráttu vegna for- setakosninganna mætti ætla að Pétur Kr. Haf- stein væri stjórnmála- maður en Guðrún Agn- arsdóttir með öllu ópóli- tísk. Hamrað er á því að í kosningunum tak- ist á tveir pólar and- stæðra pólitískra fylk- inga, þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar og Péturs Kr. Hafstein, en utan og ofan við standi heilög Guðrún, Baldur Guðlaugsson sem ein frambjóðenda geti sameinað þjóðina að kosningum loknum. Það er að mínum dómi bein lítilsvirðing við Guðrúnu Agnars- dóttur, og raunar við konur almennt, að gefa í skyn að Guðrún hafi verið svo aðsóps- lítil á vettvangi stjórn- málanna að engu máli skipti og að enginn hafi því ástæðu til að taka afstöðu til hennar á þeim grundvelli. Hitt er þó öllu verra að í tilraunum til að upp- hefja Guðrúnu skuli því haldið fram að Pétur Kr. Haf- stein geti ekki sem forseti orðið það sameiningartákn sem forseti lýð- veldisins þarf að vera. Ólíkt Guðrúnu Agnarsdóttur hef- ur Pétur Kr. Hafstein ekki tekið neinn þátt í stjórnmálum frá því að hann hóf störf að loknu námi. Pétur valdi sér annan starfsvett- vang, var þar falinn mikill trúnaður og hefur reynst traustsins verður. Pétur er djúphugull og vandaður maður sem hefur með allri fram- göngu sinni í kosningabaráttunni sýnt að hann er líklegastur fram- bjóðenda til að rækja og rækta embættið í fullri sátt við þjóð sína. BALDUR GUÐLAUGSSON Höfundur er hœstarcttarlögmaður í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.