Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR28.JÚNÍ1996 C 7 DAGLEGT LIF Morgunblaðið/Þorkell Dreymdi lækna að handan og upplif ði dauðann KONA sagði Daglegu lífi reynslu sína af lækningamiðli og timabundnum dauða á skurð- stofu. Hún bað um nafnleynd. Hún veiktist skyndilega og var lögð inn á spítala, blóð var á eggjastokkum og var um inn- vortisblæðingu að ræða. Hún var send heim, en daginn eftir sprakk annar eggjastokkurinn. Hún fór aftur á spítalann og hafði lífhimnubólga myndast. „Eg fékk svo morfín og mátti ekki hreyfa mig i sólarhring," segir hún. „Síðan var ég skorin og annar eggjastokkurinn fjar- lægður og líka leiðari." A meðan á uppskurðinum stóð upplifði hún endurlit sem fólst í hröðum svipmyndum úr lífinu. „Svo fann ég mikla vellíð- an og að faðir minn var að tala við mig. Hann sagði: „Vertu róleg, þetta er allt í lagi, við náum saman, þú kemur til mín." Svo finnur hún að læknarnir á skurðstofunni eru að berja hana til lífs og ná henni aftur, „ég vildi helst ekki koma, því mér leið svo vel." Uppskurðin- um var lokið og hún var lifandi. Nóttina eftir uppskurðinn dreymir hana svo annan upp- skurð seni þrír læknar fram- kvæma. „Ég upplifði hann eins verið væri að skera mig upp vakandi. Læknarnir í draumn- um segja svo sín á milli: „Hér er allt í góðu standi, hún er í góðum höndum." „Ég var mjög undrandi þegar ég vaknaði, því draumurinn var svo raunverulegur. Þegar fólkið mitt fékk að heimsækja mig nokkrum döguiu síðar, segi ég því frá þessu og sé að það verð- ur mjög vandræðalegt og stend- ur eins og þvörur hjá mér." Þegar konan kom heim eftir spítaladvölina, fékk hún að vita að fólkið hennar hafði leitað til gamallar konu sem var lækn- ingamiðill, og að hún hafði fengið lækna að handan til að skera sjúklinginn upp. „Mágkona mín sagði mér svo að gamla konan hefði lýst heim- ili mínu nákvæmlega, sagt að ég ætti að hafa það notalegt í bláa stólnum mínum og borða fisk, grænmeti, hunang og spínat." Þegar mágkona hennar talaði við gömlu konuna daginn eftir fékk hún að vita að læknar að handan hefðu skorið hana upp og sagt að allt væri í góðu standi og hún væri í góðum höndum. Það var þvi ekki nema von að fólkið yrði hissa þegar sjúkling- urinn notaði sömu orðin þegar hann lýsti draumnum. Við þetta má bæta að gamla konan sagðist ekki getað lofað neinu því ef hin veika tryði ekki á guð og lækningarmáttinn, hefði hún ekki orku til að hjálpa henni. Seinna eftir bata, heimsótti konan gömlu konuna til að þakka henni fyrir. „Hún bauð mér strax inn," sagði hún, „og fékk að skoða í lófann hjá mér og einnig hring af fingri mér til að nudda." „Gamla konan virtist geta séð hvernig líf mitt var og sagði að ég ætti mjög góðan mann sem vildi allt fyrir mig og börnin gera, en hefði hinsvegar ekki tíma til þess. „Hugsunin er rétt, en framkvæmdina vantar," sagði sú gamla, og þar var manninum mínum hárrétt lýst," segir hún að lokum. ¦ guð sé ekki í tilteknum húsum, heldur alls staðar, sérstaklega í hjarta hvers manns. Með öðrum orðum má segja miðla trúaða en beita annarri túlkun en kirkjunnar menn. Kær- leikurinn vegur þyngst. „Það er mikilvægt að skilja að í trúarlegri heimsmynd miðla er —— ekkert rétt eða rangt," segir Davíð. „Ef til vill er hún líka blanda af ýmsu úr trúarbrögðun- Miðlar trúo áendurholdg un sálarinnar sem lærir og þroskost. um. Til dæmis er trú þeirra um að sálir flytjist yfir á annað tilveru- stig og endurholdgun ekki áberandi í kristni, heldur miklu frekar í hindúisma." Miðilsstarf ið er svar viðþörffólkstilaö vlta meira Ekki er hægt að neita því að starf miðla gegnir hlutverki í trúarlífí margra Islend- inga með því að svara þörfinni um sannanir fyrir framhaldslífi og lönguninni í samband við fram- liðna. Fólkið sem leitar til þeirra von- ast eftir sönnunum og miðlarnir gera sjtt besta til að bregðast þeim ekki. Öðrum sem ekki leita sann- ana er dauðinn alltaf jafnmikil ráðgáta, hins vegar er vissulega forvitnilegt að skyggnast inn í hugarheim miðla eins og Davíð Bjarnason hefur gert. ¦ Gunnar Hersveinn i ngur §\» Góöa nótt og soföu rótt m Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567 0100 UMBODSAÐILAR UM ALLT LAND: Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Kf. Borglirðinga • Ólafsvfk: Utabúoin • Patreksfjörfiur: Ástubúfi • Bolungarvfk: Versl. Hólmur • Isafjörfiur: Þjótur sf.» Drangsnes: Kf. Steingrímsfj. • Hólmavfk: Kf. Steingrímsfj.- Hvammstangl: Kf. V-Húnv. • Blönduós: Kf. Húnvetninga • Saubárkrókur: Hegri • Siglufjöröur: Apótek SiglufjarSar • Ólafsfjör&ur: Versl. Valberg • Akureyrl: Versl. Vaggan Sportver • Húsavik: Kf. Þingeyinga • Egilsstafilr: Kf.Héraösbúa • Eskifjöröur: Eskikjör • Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Þorlákshöfn: Rás hf. • Vestmannaeylar: KF Árnesinga • Garfiur: Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar • Keflavfk: Bústoð hf.- Grindavik: Versl. Palóma • Reykjavfk: Barnaheimur, Fatabúðin, Versl. Hjólið (Eiðistorgi). • Heimilistækjadeild Falkans • Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans MEÐ AUGUM LANDANS Leikskólar og jákvæð sjálfsmynd Q Rúna Guðmundsdóttir hefur undan- farið ár búið með fjölskyldu sinni í Hull á austurströnd Englands þar sem hún stundar fyrirtækjarekstur ásamt eiginmanni sínum, Heimi Karlssyni. ^Á LEIKSKÓLAKERFIÐ ^^ hér í Englandi er ekki ^^ svo frábrugðið því sem •J við þekkjum á íslandi. 1 Hér eru leikskólar bæði 1 j einkareknir og ríkis- ^^*t reknir, en þó virðist Oeinkareksturinn al- gengari. Aðbúnaður og húsa- kynni leikskólanna eru yfirleitt ekkieins glæsi- p m leg og á íslandi. Er —Y skýringanna eflaust að ^T j leita í því að þeir eru ^"""¦^ einkareknir. Fyrst er Hbyrjað á að finna hús- næði, en ekki byggt nýtt eins og heima. Oft eru skólarnir reknir í félagsheimilum þorp- anna, sem eru sumhver orðin ansi gömul og slitin, en gera þó sitt gagn. í mörgum tilfellum eru þau notuð sem leikskólar á dag- inn og skemmtistaðir á kvöldin. I íslenskum leikskólum er allt af bestu gerð, allt keypt nýtt, jafnvel stóar og borð sérsmíðuð til að henti sem best fyrir börnin. Vert er að velta því fyrir sér að gera aðeins minni kröfur um ytra útlit og ráðstafa fénu með öðrum hætti, t.d. með byggingu fleiri leikskóla. Ekki verður annað séð en að börnin hér í Englandi uni sér jafnvel, enda þótt aðbúnaður- inn sé ekki eins nýtískulegur. Þegar upp er staðið hlýtur það að vera starfsemin innan leikskól- ans og andrúmsloftið þar sem skiptr mestu máli fyrir þroska barnanna okkar. Öll leikföng og bækur á leik- skólunum hér þurfa að sýna. sem flestar hliðar mannlífsins. I bæj- um og borgum þar sem margt fólk er af asiskum og afrískum uppruna er það skylda að hafa til brúður með mismunandi litar- hátt og verða þær helst að klæð- ast þjóðbúningum viðkomandi þjóðflokka. Þá verða að vera til brúður sem tákna fatlaða ein- staklinga, t.d. brúða í hjólastól. I bókunum þarf m.a. að segja frá því að mamma vinni úti og að pabbi sé heima með börnin og að konur vinni störf sem áður voru talin hefðundin karlastörf. Flestum hliðum mannlífsins er gert jafn hátt undir höfði. í hverri viku er ákveðið þema. Er það allt milli himins og jarð- ar. Eina vikuna eru það ákveðnir litir, aðra vikuna risaeðlur og allt þar á milli. Þá er fjallað um lífið á sveitabæ og börnunum t.d. kennt hvað afkvæmi dýranna heita. Ótrúlegt en satt, fæst hafa hugmynd um það! Tilgangurinn með þemanu er að gefa börnunum markmið með skólanum. Kenna þeim um lífið og tilveruna. Börnin mega koma með að heiman hvað sem þau langar til, en það verður þó að tengjast því sem á að fjalla um hverju sinni. Þau virðast alltaf hafa gaman af að sýna hvað þau eiga og segja frá því. Það örvar þau til að sjá sig og tala fyrir framan aðra. Einnig læra þau að hlusta á aðra, sem er nú ekki lít- ið mál. Þau hugsa um það sem fjallað er um, spyrja ýmissa spurninga og við það eykst orða- forði þeirra. Það er nú einu sinni markmiðið að kenna ungviðinu að hugsa. Má því segja að þetta sé ein leið til að örva sjálfstæði þeirra og draga úr þeirri mötun sem börn upplifa stöðugt í nú- tímasamfélagi. Er óhætt að segja að ný reynsla nærí hugann eins og matur nærír líkamann. Flest börn byrja hér í skóla um fjögurra ára. Ekki er leyfilegt að kenna þeim að lesa og skrifa en þó eru einstaka leikskólar sem undirbúa börnin fyrir það sem koma skal, en þó með leyfi for- eldranna. Einnig eru forskólar starfandi og sérstakir sumarskól- ar sem sjá um undirbúning. Börn- unum er kennt að skrifa nafn sitt og þau læra tölustafi. Ákyeðnar reglur gilda hér eins og á íslandi, nema hér virðist þó vera meiri agi, jafnvel þótt bæði kennarar og fóstrur kvarti yfir því að agaleysi ráði ríkjum. í undirbúningi fyrir skólann er þeim kennt að ganga í röð og þegar þau þurfa að spyrja ein- hvers, verða þau fyrst að biðja um leyfi með því að rétta upp hönd. Þegar börnin eru sótt í leikskól- ann ryðjast þau ekki hvert um annað þvert, heldur sitja róleg þar til kallað er á þau. Mjög strangar reglur gilda um það hverjir sækja börnin í skólann. Engir aðrir en foreldrar eða lög- legir umsjónarmenn mega sækja börnin nema um annað sé samið. Strangt eftirlit er með öllum skólum og er fóstrum lagðar lín- urnar um hvernig meðhöndla beri börnin við ýmsar aðstæður. Full- trúar félagsmálastofnana heim- sækja leikskólana einu sinni á ári til að kanna aðbúnað, leikföng og aðstæður. Verða leikskólarnir að greiða fyrir þessar heimsókn- ir. Strangar reglur gilda jafn- framt um framkomu fóstranna við börnin. Hvernig sem þau hegða sér mega fóstrurnar ekki skamma þau, heldur verða þær að setjast og ræða við þau. „Barn- ið hefur alltaf rétt fyrir sér og það ræður." Sumir foreldrar segja að leik- skólar eigi eingöngu að vera fyr- ir börnin að leika sér í, það sé nógur tími til að læra þegar í skólann sjálfan er komið. En börn á þessum aldri eru eins og svamp- ar, þau sjúga í sig allt sem þau geta lært. Kemur það þeim ör- ugglega til góða þegar í skólann er svo komið og eiga þau þá mun auðveldara með að laga sig að skólalífínu. Einnig verða þau sjálf að finna einhvern tilgang með skólanum, að hann sé annað en eintómur leikur. Ung börn þurfa að geta þrosk- að jákvæða sjálfsímynd ásamt því að virða þarfir og rétt annarra. Þau þurfa að læra sjálfsaga til að stjórna eigin hegðun og til að skilja ástæðu fyrir þeim skorðum sem samfélagið setur. ÖU börn í hvaða samfélagi sem þau lifa í þurfa að læra að skilja að fólk er ekki allt eins, en samt ber að virða rétt þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.