Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 1
/ Stúlkurnar settu íslands- met í Bergen Fyrstu spjótkastmót hans í mánuð. „Mikil pressa á mér að kasta vel," sagði Sigurður Sigurður Einarsson spjótkastari keppir í 2. deild Evrópubikar- keppninnar í Brussel í dag og annað ^■■■■1 kvöld tekur hann lvar þátt í móti í Eng- Benediktsson landi Hann hefur Brussel9 ekki tekið ' keppni í mánuð. Sig- urður segir að hann fari síðan aftur yfír til Bandaríkjanna, þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir Ólympíuleikana. „Það er að segja verði ég valinn til að keppa í Atl- anta,“ sagði Sigurður og sagði að mikil pressa væri á sér að kasta vel á þessum tveimur mótum um helgina. Eins og kom fram í fréttum í vik- unni, var sagt að Sigurður hefði verið rændur öllum skilríkjum og tösku á flugvellinum á Heathrow í London um síðustu helgi og þess vegjia ekki komist til keppni í Króat- íu. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sigurður þetta ekki vera rétt. Hið rétta er að Sigurður flaug frá Bandaríkjunum til Catvic og tók þaðan áætlunarbifreið til Heathrow þaðan sem hann ætlaði til Króatíu. „I rútunni á leið til Heathrow datt vegabréfið mitt úr vasanum og þegar það kom upp var ég kom- inn út úr henni og tókst mér að hafa samband við bílstjórann og hann fann ekki vegabréfið strax. Þá hafði ég samband við íslenska sendiráðið til að fá nýtt og það tókst ekki fyrr en á öðrum degi og þá var orðið of seint að fara,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblað- ið. „Seinna fann bílstjórinn vega- bréfið, en það dugði ekki heldur,“ bætti hann við. í staðinn æfði Sigurður með fyrr- um heimsmethafa, Steve Barckley, í Englandi þar til hann kom tií móts við íslenska hópinn hér í Brussel. „Ég var semsagt ekki rændur, ég vil taka það skýrt fram.“ Sigurður hefur lengst kastað 77,18 metra í sumar en hefur ekk- ert keppt síðasta mánuðinn. Hann hefur verið að reyna að ná sér góð- um vegna meiðsla í nára og í hásin sem hafa verið að hijá hann til þessa tíma. „Ég komst í meðferð hjá þeim manni sem hefur verið að aðstoða Barckley í hans erfiðu meiðslum og eftir meðferðina líður mér mun betur og er spenntur að sjá hvemig mér tekst til á morgun (í dag). Strax og ég er búinn hér held ég áleiðis til Englands þar sem ég tek þátt í móti á sunnudags- kvöldið,“ bætti Sigurður við. 1996 LAUGARDAGUR 29. JUNI BLAD ÍSLENSKÁ kvennasveitin í 4X100 m boðhiaupi setti Islandsmet í Evrópubikarkeppninni ,< Bergen í gærkvöídi, hljóp vegalengdina á 45,71 sek. og bætti metið um sjö sekúndubrot. Guð- rún Arnardóttir, Ármanni, hljóp geysilega vel lokasprettinn aðrar i sveitinni voru Helga Halldórsdóttir, FH, Sunna Gestsdóttir, USAH, Geirlaug B. Geirlaugsdóttæ, Ármanni. Guðrún varð önnur í 400 m grindahlaupi. Martha rétt við ÓL-lágmarkið Meiðsli stöðvuðu Boris Becker Boris Becker er úr leik á Wimbledon-tennismótinu, meiddist á úlnlið á hægri hendi í byijun leiks gegn Neville Godwin frá S-Afríku í þriðju umferð í gær, er staðan var 6-6. „Ég reyndi að slá boitann, hitti hann of seint, heyrði hvell og gat ekki leikið áfram. Ég vissi strax að þetta var alvarlegt. Ég hef oft meiðst í keppni og ég veit vel hvenær meiðslin eru alvarleg - er líklega brotinn. Það er sárt að hætta svona, því að ég hafði það á tilfinn- ingunni að mér myndi ganga vel - hef ekki verið eins vel upplagð- ur í langan tíma, leikið mjög vel,“ sagði þessi 28 ára tenniskappi, sem er í öðru sæti á styrkleikalist- anum. Godwin var ekki ánægður: „Mér finnst þetta ekki vera neinn sigur fyrir mig. Það er eins og ég hafi fengið eitthvað upp í hendurn- ar, sem ég hef ekki unnið fyrir.“ Margir af bestu tennisleikurum heims eru úr leik, eins og Andre Agassi, Stefan Edberg og Monica Seles. Sigurður Einarsson keppir í Brussel og Englandi Reuter KÓNGURINN Boris Becker hætti keppni eftir meiðsli á úlnlið. KANADAMÁÐURINN Bruny Surin náði mjög góðum tíma f 100 m hlaupi á alþjóðlegu stiga- móti í frjálsíþróttum S parís S gærkvöldi - kom í mark á iO.OS sek. Hlaupið var auglýst þann ig, að atiaga ætt* að gera að heimsmetí Banda • ríkjamannsins Leroy Burrell, 9,85 sek, Kanada maðurinn Donovan Bailey varð annar á 10,04 sek. og Bretinin Linford Christie þriðji á 10,05 sek. MARTHÁ Emsdóttir. hlaupakona úr ÍR, var ekki langt frá ÓL-lág- marki íslands í 5.000 m hlaupi í Bergen i gær- kvöldi, hljóp vega lengdina á 16.00,78 mín., lágmarkið eru sextán min. sléttar „Það munaði ekk5 miklu hjá Mörthu,“ sagði Gunnar Páll Jó- akimsson, þjálfari hennai’. Gunnar sagði að nú væri reynt að koma Mörthu inn á Bislett-leikana í næstu viku, helmingslíkur eru á því. „Ég hef trú á því að Martha geti gert betuiy! sagði Gunnar Páll. Glæsiiegt hlaup hjá Surin í París Bebeto í ÓL- liði Brasilíu KNATTSPYRNUKAPPINN Bebeto, sem er kominn til liðs við Flamengo eftir að hafa leik- ið með La Coruna á Spáni, hef- ur verið valinn í Oiympíuiið Brasilíumanna fyrir ÓL í Atl- anta, aftur á móti hefur félagi hans Romario verið settur út. ÓL-liðin eru skipuð leikmönnum undir 23ja ára aldri, en þrír eldri ieikmenn leika með þeim. Hinir tveir eldri leikmennimir eru miðvallarleikmaðurinn Rivaldo og varnarmaðurinn Aldair. Þjálfari Brasilíumanna, Mario Zagalo, hefur valið miðheijann Ronaldo, PSV Eindhoven, í iið sitt, þó svo að hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla. TENNIS/WIMBLEDON FRJALSIÞROTTIR HJOLREIÐAR: GLÆSILEGUR ARANGUR MIGUELINDURAIN / B2,B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.