Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1996, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JUNI1996 B 3 HJOLREIÐAR HJOLREIÐAR Alan Shearer áfram hjá Blackburn FORSETI enska knatt- spyrnufélagsins Blackburn Rovers, Robert Coar, neitaöi í gær öllum fréttum þess efnis að markahrókurinn mikli, Alan Shearer, væri á förum til Manchester United fyrir litla tvo milljarða króna. Bæði Coar og forseti United, Martin Edwards, sögðu í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina BBC að enginn fótur væri fyrir frétt- unum, United hefði að vísu reynt að fá Shearer til sín en fengið þau svör að hann væri ekki til sölu. Shearer neitaði einnig sjálfur að hann væri á förum frá Black- burn en samkvæmt heimilda- manni innan herbúða Mane- hester United er þó ákvæði í samningi Shearers, sem gerir honum kleift að losna frá Blackburn hvernær sem hann þess óskar. UMHELGINA Knattspyrna Laugardagur: Intertoto-keppnin: Keflavíkurv.: Keflavík - Maribor Branik ..20 4. deild: Gervigr. Laugardal: KSÁÁ - GG.........14 Njarðvík: Njarðvík - Framheijar.......14 Helgafellsvöllur: Smástund - Bruni....14 Hólmavík: Geislinn - Ernir í..........14 Gervigr. Laugardal: Léttir - HB.......17 Sunnudagur: 1. deild karla: Grindavíkurvöllur: Grindavík - ÍBV....14 2. deild karla: Kaplakriki: FH - Skallagrímur.........14 Húsavíkurvöllur: Völsungur- Fram ....15.30 Valbjarnarvöllur: Þróttur R. - KA.....20 4. deild: Seyðisflörður: Huginn - KVA...........14 Sindravellir: Sindri - Einherji.......14 Mánudagur: 1. deild kvenna: Hásteinsvöllur: ÍBV - Afturelding.....20 2. deild karla: Akureyrarvöllur: Þór A. - Víkingur R..20 Leiknisvöllur: Leiknir R. - ÍR........20 Þorvaldsdalsskokkið f dag, laugardag, fer fram hið árlega óbyggðahlaup eftir endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði. Skokkið hefst kl. 10.00 við Forn- haga í Hörgárdal og skokkað verður um 26 kflómetra. Keppt er í fimm aldursflokk- um, hefst skráning kl 9.30 við rásmark og þátttökugjald er 600 krónur. Sund Um helgina stendur yfir í sundlauginni á Egilsstöðum Aldursflokkamót Sundsam- bands íslands. Mótið hófst í gær en heldur svo áfram í dag og á morgun kl. 9.30 og keppt verður fyrir og eftir hádegi báða dagana. Alls er keppt í 61 grein og 4 aldurs- flokkum en mótið er stigakeppni félaga þar sem allir keppendur fá stig fyrir sund sin. Dýfingar í dag fer fram í Sundhöll Reykjavíkur sýn- ing og keppni í dýfingum og er aðgangur ókeypis. Það er Sara Lind Baldursdóttir, sem stendur að sýningunni en henni tii halds og trausts er Valberg Lárusson. Auk Söru mun sýna listir sínar í lauginni fransk- ur meistari í listsundi en sýningin hefst kl. 17.00 og dýfingakeppnin stuttu síðar. í framhaldinu verður svo haldið námskeið í dýfingum og hefst það mánudaginn 1. júli. Leikur númer 47 Tékkland - Þýskaland II M FA Reuter OFURHUGINN Miguel Indurain frá Spánl þarf að gangast undir læknisskoðun eins og aðrir keppendur í hinni geysierfiðu Tour de France-hjólreiðakeppni, sem hefst í Hollandi í dag. „Ég ertilbúinn í slaginn og hlakka til“ í FLESTRA augum er hin geysierfiða Tour de France-hjól- reiðakeppni aðeins skemmtun hin mesta en í augum ókrýnds konungs hjólreiðanna, Miguel Indurains, er hún hins vegar erfiðisvinna og ætlar hann svo sannarlega að leysa starf sitt vel af hendi. „Keppnin á eftir að verða mjög erfið en reyndar er hún það nú alltaf. Eg hef hins vegar undirbúið mig vel og sjálfstraustið er í lagi,“ sagði þessi glaðlyndi Spánverji, sem stefnir á að bæta met þeirra Jacques Anquet- ils, Eddy Merckx og Bernard Hinaults og verða fyrsti mað- urinn í sögu Tour de France til þess að vinna keppnina sex sinnum. „Tii þess að sigra í Tour de France þarf maður að leggja sig allan fram á hverjum einasta degi og vona að allt fari vel... Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er ekki ósigrandi og veit að þetta á eftir að verða mjög, mjög erfitt. Markmið mitt er þó að sjálfsögðu að koma fyrstur í mark, ekki endilega til að skrá nafn mitt á spjöld sögunn- ar heldur miklu fremur til að sigra sigursins vegna ... Ég tel að Chris (Boardman frá Bretlandi) eigi eftir að verða harðasti keppninauturinn og að baráttan eigi eftir að byrja fyrir alvöru í Ölpunum. Ég ætla hins vegar að leggja mig allan fram og gera mitt besta til að sigra. Ég er tilbúinn í slaginn og hlakka til.“ Sama ár og Wright-bræður fóru í fyrsta flugið árið 1903 var fyrstu Tour de France-hjólreiðakeppninni fylgt úr hlaði. Stefán Friðgeirsson rifjar upp sögu FRANCE keppninnar, árangur hjólreiðakappans Miguel Indura- in, sem hefur fagnað sigri sl. fimm ár, og hvernig búið er að gera keppnina erfiðari til að Indurain fái harðari keppni. Tour de France-hjólreiðakeppnin hefst í dag, laugardaginn 29. júní, og er keppt í áföngum alla daga að einum undanskildum, til 21. júlí. Keppnin er án efa einhver sú merkasta sinnar tegundar og er þetta í 83. sinn, sem hún er haldin, en saga hennar nær allt aftur til ársins 1903. Géo Lefévre og Henri Desgrange hjá íþróttadag- blaðinu L’Auto-Vélo (síðar L’Autó) áttu hugmyndina að keppninni og það var sá síðarnefndi sem fylgdi hugmyndinni eftir. Honum til heiðurs voru upphafs- stafimir H.D. hafðir á gulu treyjunum, sem forystusauðir í keppninni klæddust á tímbilinu 1919 til 1983. Á sama ári og Wright-bræður fóru í fyrsta flugið árið 1903 var fyrstu Tour de France-keppninni fylgt úr hlaði. Keppt var í í 6 áföngum á 19 dögum, og sextíu keppendur hófu keppni, en í þeim hópi þóttu Frakkam- ir Maurice Garin og Hippolyte Aucout- urier sigurstranglegastir. Garin sigraði í þessari fyrstu keppni og kom um 2 klst. og 49 mínútum á undan næsta manni, samlanda sínum, Louis Pothier. Veglengdir hvers keppnisáfanga voru talsverðar og farið var á milli helstu borga í Frakklandi, en heildar- vegalengd samanlagðra áfanga var 2.397 km. 21 keppandi komst á leiðar- enda, og var meðalhraði sigurvegarans 25,7 km/klst. Óvissa ríkti um þessa fyrstu keppni og forsvarsmenn kostunaraðilans og dagblaðsins L’Auto höfðu af því áhyggjur að ekki yrðu nægilega marg- ir keppendur með. Það var því brugðið á það ráð að lækka þátttökugjald í 10 franska franka og borga 50 fyrstu keppendum í hveijum áfanga 5 franka upp í kostnað þeirra, en bestu hjólreiða- mennirnir fengu þó rúmlega 200 franka í sinn hlut þegar upp var staðið. Verðlaunafé var alls 20.000 frankar, sem skipt var á milli manna með viðeig- andi hætti. Fyrri heimsstyrjöldin tók sinn toll og féllu sigurvegarar í keppninni á víg- vellinum eins og Francois Faber frá Lúxemborg, Frakkarnir Octave Lapize og Lucien Mazon. Daginn eftir vopna- hlé styijaldarinnar hóf Desgrange að skipuleggja 13. keppnina, en svip á hana settu eldri keppendur þar sem ungliðamir höfðu margir fallið í valinn. Enginn skar sig úr í keppni á millistríðs- árunum og.til að auka ijölbreytnina í keppninni á þessu tímabili bætti Des- grange við tímatökum á árinu 1927. Á árunum í ltringum seinni heims- styijöld komu ítalirnir Fausto Coppi og Gino Bartali fram á sjónarsviðið og voru þeir í fremstu röð í keppninni í næstum tvo áratugi. Prúðmannleg framkoma þeirra auk samkeppninnar þeirra á milli vakti mikla athygli og á þessu tímabili lét Desgrange af störfum sem aðalstjórnandi keppninnar og Jacques Goddet tók við, en hann hafði eins og Desgrange verið í blaða- mennsku. Auk stjórnunar á keppninni átti Goddet það jafnvel til að skrifa fréttir af keppninni þegar kvölda tók og senda út. Gerði sex tilraunir til að sigra Frakkinn Louison Bobet setti svip á keppnina á árunum eftir seinni heims- styijöldina og hann var búinn að gera sex tilraunir til að sigra í keppninni, þegar loks kom að því að hann næði takmarkinu. Frakkar höfðu ekki átt sigurvegara í fimm undangegnum keppnum fyrr en Bobet kom til sögunn- ar og hann lét ekki þar við sitja heldur varð hann fyrsti keppandinn til að sigra þijú ár í röð. Landslið hinna ýmsu þjóða voru með í Tour de France frá 1930 til 1961, auk ársins 1968, þar sem barist var um sigurinn fyrir föðurlandið. I liðun- um miðaðist flest við það að hjálpa þeim hjólreiðamanni, sem liðið hafði ákveðið að leiða ætti það til sigurs í keppninni, en nú fór að draga til tíð- inda, því samlandarnir, sem aðstoða áttu fremsta mann landsliðsins, voru farnir að keppa við hann líka. Á sjöunda áratugnum leið landsliðs- fyrirkomulagið að mestu undir lok og athyglin fór að berast að Frakkanum Jacques Anquetil, sem sigrað hafði í keppninni ’57, en hann var einna fremstur keppenda á fyrstu árunum og sigraði alls 5 sinnum í keppninni, fyrstur manna. Helsti keppinautur Ánquetil var Frakkinn, Raymond Po- ulidor, og elduðu þeir félagar oft grátt silfur á keppnisvellinum, þó Poulidor tækist aldrei að sigra í keppninni. Polidour á þó enn það met að verma verðlaunapallana oftar en nokkur ann- ar, því hann lenti þrisvar í 2. sæti og fimm sinnum í 3. sæti, auk þess að vera meðal tíu efstu í 11 skipti. Nýjar stjörnur í sviðsljósinu Á hveijum áratug virtust koma fram nýjar stjörnur í Tour de France og sá áttundi var enginn undantekning. Belginn Eddy Merckx leiddi keppnina í byijun hans, enda talinn miklum hæfileikum gæddur á reiðhjólinu, reyndar svo miklum að hann varð goð- sögn í lifanda lífi auk þess sem hann var valinn íþróttamaður aldarinnar í Belgíu. Merckx varð annar keppenda í Tour de France til að sigra 5 sinnum, en það hafði aðeins Anquetil tekist áður. Merckx klæddist gulu treyjunni, sem forystusauðir klæðast í keppninni, 96 sinnum, sem er met, auk þess sem hann sigraði í 34 áföngum. Arftaki Merckx kom fram á sjónarsviðið 1978, en það var Frakkinn Bernard Hinault og átti hann eftir að láta mikið að sér kveða næstu árin. Hinault sigraði alls 5 sinnum í keppninni, eins og Anquet- il og Merckx hafði tekist áður. Kom aftur, sá og sigraði Fyrir um 10 árum, eða á árinu 1986, kom Bandaríkjamaðurinn Greg LeM- ond tii sögunnar, og átti hann heldur betur eftir að draga að sér athygli inn- an sem utan keppnisvallar. Hann sigr- aði í keppninni þetta ár, en varð næstu tvö árin að taka sér hlé frá keppninni vegna voðaskots, sem hann varð fyrir. Kappinn lét það ekki aftra sér frá því að hefja aftur æfingar og ekki skorti hugrekkið. Þetta skilaði sér með þeim árangri að hann vann sigur í keppninni árin ’89 og ’90, sem hlýtur að teljast til mestu afreka í keppninni eftir það sem á undan hafði gengið. Sigurvegarinn í Tour de France ’88 var Spánveijinn Pedro Delgado og gaf hann þar með tóninn fyrir frekari afrek landa sinna. Ekki leið á löngu þar til að landi hans, Miguel Indurain, fór að láta að sér kveða, en hann hefur verið einna sigursælastur keppenda á sl. fimm árum. FRAKKLANDSKEPPNIN (Tour de France Frakklandskeppnin, sú 83. í röðinni, hefst í dag, 29. júní í Hollandi. Keppninni lýkur svo 21. júlí í París, Frakklandi. Keppt verður á 21 vegalengd, samtals 4.000 km og liggur leiðin um Holland, Belgíu, Frakkland, Ítalíu og Spán. Leggur Dagsetning Vegalengd Þriðiud. 16. 199.0 km 1 Sunnud. 30. 209.0 km 6 Föstud. 5. 207.0 km 11 Fimmtud. 11. 202.0 km 16 Miðvikud. 17. 262.0 km 2 Mánud. 1. 247.5 km 7 Lauqard. 6. 199.0 km 12 Föstud. 12. 143.5 km 17 Fimmtud. 18. 154.5 km 3 Þriðiud. 2. 195.0 km 8 Sunnud. 7. 30.5 km 13 Lauqard. 13. 177.0 km 18 Föstud. 19. 226.5 km 4 Miðvikud. 3. 232.0 km 9 Mánud. 8. 189.5 km 14 Sunnud. 14. 186.5 km 19 Lauqard. 20. 63.5 km 5 Fimmtud. 4. 242.0 km 10 Þriðjud. 9. 208.5 km 15 Mánud. 15. 176.0 km 20 Sunnud. 21. 139.5 km ÍPRÚmR FOLX ■ WELSKI landsliðsmaðurinn Dean Saunders er á leiðinni frá tyrkneska liðinu Galatasary til Nott. Forest á 1,5 millj. pund. ■ BELGISKI landsliðsmaðurinn Ge- orge Grun, 34 ára vamarleikmaður, mun leika næsta keppnistímabil með Reggiana á Italíu. Grun, sem lék með Parma 1990-1994, lék sl. keppn- istímabil með Anderlecht íBelgíu. ■ NEVILLE Southall, markvörður Everton, hefur skrifað undir nýjan samning við liðið, þannig að hann leik- ur meðþví þar til hann verður 40 ára. Southall mun leika sinn 700. leik fyr- ir Everton í fyrstu umferð úrvalsdeild- arinnar. Vikulaun hans eru rúmlega 500 ísl. kr. á viku. ■ PHIL Masinga, miðheiji hjá Le- eds, er í viðræðum við svissneska lið- ið St. Gallen. ■ EMIL Kostadinov, miðherji Búlg- aríu, sem hefur leikið með Bayern Munchen, hefur gengið til liðs við tyrkneska liðið Fenerbahce. ■ GLASGOW Rangers gekk frá kaupum á þýska leikmanninum Jörg Albertz frá Hamburger SV í gær. „Eftir þijú ár er erfitt að fara frá Hamburger,“ sagði Albertz. ' ■ FASTLEGA er búist við því að hinn 21 árs gamli knattspyrnukappi Carsten Jancker, leikmaður hjá Rapid Vín í Austurríki, skrifi undir fjögurra ára samning við þýska stór- liðið Bayern Miinchen snemma í næstu viku. ■ HINN nýi landsliðsþjálfari Eng- lendinga, Glenn Hoddle, hrósaði mjög forvera sínum, Terry Venables, í fjölmiðlum í gær fyrir að hafa gefið enska landsliðinu sjálfstraust á ný. Hoddle er aðeins 38 ára gamall og yngsti landsliðsþjálfari Englendinga frá upphafi. Hjólað frá Hollandi til Parísar í Frakklandi Tour de France-hjólreiðakeppnin er haldin í 83. sinn i ár. Keppt er í áföngum alla daga að einum undanskildum, þar sem hvílt verður í Gap í Ölpunum eftir 10. áfanga, þann 10. júlí. Heildarvegalengd er 3.835 km og keppt verður í 21 áfanga, þar sem 2 eru tímatökur (ekki milli liða í ár), 4 verða í há- fjöllum, 4 -á meðalerfiðum fjallveg- um og 11 á sléttlendi. Stysta leiðin verður í 12. áfanga milli Valence og Le-Puy-en-Velay í Suður-Frakk- landi, alls 143 km, en sú lengsta verður i 17. áfanga, alls 260 km. Sú leið liggur frá Árgeles-Gazost við landamæri Frakklands og Spán- ar yfir til Pamplona á Spáni, heima- borgar Indurain, sem sigrað hefur 1 í keppninni sl. 5 ár. Verðlaun til mirtt 96 TEnj^hiFui Glæsilegur áratugur Miguel Indurain Spánveijinn Miguel Indurain hef- ur möguleika á því að verða fyrsti keppandinn til að sigra 6 sinn- um í Tour de France-hjólreiðakeppn- inni, og það í þokkbót í röð. Frakkan- um Anquetil og Belganum Merckx tókst að vinna fimm sinnum, fjórum sinnum í röð á sjöunda og áttunda áratugnum, þannig að Indurain setur í raun a.m.k. tvö met ef honum tekst að sigra f ár. Hver er Indurain? Ind- urain var orðinn 27 ára þegar honum tókst fyrst að sigra í keppninni ’91, en það þótti nokkuð hár aldur í keppni sem þessari, og hann var ails ekki álitinn sigurstranglegur fyrir þessa keppni. Hann hafði hjólað í nokkur ár f liði sem aðstoðarmaður samlanda síns Pedro Delgado, sigur- vegara frá ’88. í fyrstu viku keppn- innar ’91 virtist sem Bandaríkja- maðurinn Greg LeMond ætlaði að vetja titil sinn frá árinu áður, en þegar í Píreneafjöllin kom á landa- mærum Frakklands og Spánar, lét Indurain siag standa og stefnan var tekin á sigur á leið að endamarki í París. Það hefur reynst mörgum sigur- vegaranum erfitt að veija titil sinn árinu eftir sigur, og á árinu ’92 komu keppendur eins og LeMond og ítalirnir Claudio Chiappucci og Gianni Bugno helst til greina til að hrifsa titiiinn úr höndum Indurain. Á rúmlega 52 km/klst meðalhraða í einum áfanga þetta árið, sem enn er met, leggur Indurain grunninn að öðrum sigri sínum í keppninni. Á árinu ’93 eru helstu keppinautar Indurain í Tour de France, Sviss- lendingurinn Tony Rominger og Pólveijinn Zenon Jaskula. Við enda- markið urðu þeir félagar að lúta í lægra haldi fyrir Indurain, sem sigr- aði í þriðja sinn, þar sem aðeins 4 mínútur og 59 sekúndur skildu hann og næsta mann, Rominger, að. Þessi sigur reyndist Indurain dýrkeyptur, því hann lauk keppni veikur og þurfti því að taka það rólega í næstu keppnum sumarsins. í keppninni ’94 sýndi Indurain hversu snjall hann er, þrátt fyrir að undirbúningurinn hefði markast af meiðslum og veik- indum. Helsti keppinauturinn reynd- ist enn vera Rominger, en hann þurfti síðar að hætta keppni á miðri leið, og það kom í hlut Rússans Pi- otr Ugrumov að gera tilraun til að stöðva sigurgöngu Indurain. Enn eina ferðina tókst keppinautum lnd- urain ekki ætlun sfn og hann sigr- aði í fjórða sinn í röð. Á síðasta ári voru helstu keppi- nautar Indurain taldir Rominger, enn sem fyrr, ítalinn Claudio Chi- appucci, Richard Virenque hinn franski, auk nýliðans og Rússans Evgeni Berzin. Indurain taldi sig í betra formi en árið áður, og það voru aðrir keppendur, sem fylgdu honum eftir í keppninni um sigur- inn. Þetta voru Svisslendingurinn Alex Zúlle, Bjarne Riis frá Ðan- mörku, og Laurent Jalabert frá Frakklandi. Lentu þeir í þessari röð á eftir Indurain, sem sigraði á 92 klst, 44 mínútum og 59 sekúndum. Munaði 4:35 niínútum á honum og næsta manni Zúlle. Næsta viðfangsefni Indurain er að sigra í 6. sinn í keppn- inni f ár og slá öll fyrri met. besta ungliðans í keppninni verða nú í fyrsta sinn tileinkuð Fabio Casartelli, en hann lést í keppninni í fyrra, og verða verðlaunin kennd við hann í framtíðinni. Stjórnandi keppninnar í ár er Jean-Marie Leblanc. Lagt af staö í Hollandi Keppnin í ár hefst í Hollandi, þar sem hitað verður upp í ’s-Hertogen- bosch fyrstu tvo dagana, en síðan liggur leiðin í gegnum Belgíu yfir til Frakklands, þar sem keppt verður í austur- og suðurhluta landsins með áföngum á Ítalíu og Spáni. Júra- Alpa- og Pyreneafjöll verða á leið keppenda á þessum slóðum. Indura- in og Frakkinn Jalabert telja að keppnin í ár og þessi leið muni reyn- ast keppendum mjög erfið og telja menn að farið sé inn á nýjar braut- ir með því að fara snemma í keppn- inni til fjalla og halda sig þar. Eftir að komið er frá Spáni er hjólað nálægt strönd Atlantshafsins í átt til Bordeaux og skömmu síðar eru keppendur fluttir þaðan í norðurátt til Palaiseau nálægt París, þaðan sem lokaspretturinn til Parísar og Champ-Elysees hefst. Keppnisliðin Liðin, sem keppa í ár verða, 22 alls og í þeim eru 9 keppendur sem gera 198 keppendur í heildina. Helstu lið og liðsmenn þeirra síð- asta ár voru: Banesto: Indurain (1. sæti). ONCE: Zúlle (2. sæti), Jalabert (4. sæti) og Mauri (6. sæti). Gewiss: Berzin, Riis (3. sæti), Gotti (5. sæti). Mapei: Rominger, Escartin (7. sæti). Festina: Virenque (9. sæti). Carerra: Pantani, Chiappucci, Kelme: Buenahora (10. sæti), Cub- ino, Cabello. Mercatone/Uno; Cipollini. Novell: Abdoujaparov, Ekimov. d GAN: Boardman Önnur lið í síðustu keppni: MG- Technogym, Lampre, Telekom-ZG Mobili, Lotto, Motorola, Castorama, Brescialat, Aki, Polti, og TVM. Flókin og erfið keppnisleið Erfitt er að spá um hver verður sigurvegari í ár, þótt margt bendi til þess að Indurain nái að knýja fram enn einn sigurinn, en allt get- ur gerst í íþróttum. Indurain sjálfur telur keppnisleiðina flókna og erf- iða, sem keppendur þurfi að laga sig að, og Pyreneafjöllin séu eins og oft áður staðurinn og stundin til að sýna styrk keppenda, ef þeir ætla sér sigur. Jöfn frammistaða þegar á heildina er litið hefur verið helsti styrkur Indurains í keppninni til þessa og það verða keppinautar hans að sýna ef þeir ætla sér að ná titlinum af honum, en einmitt í ár er talið að þeir möguleikar séu meiri en nokkru sinni áður. Keppinautar Indurain ONCE-liðið í keppninni hefur á að skipa Frakkanum Laurent Jalab- er (27 ára), sem talinn er hafa átt möguleika á sigri í keppninni, og þess vegna talið sjálfsagt að hann leiði lið sitt í keppninni. 1 liðinu er einnig Svisslendingurinn Alex Zúlle (27 ára), en hann lenti í 2. sæti í fyrra, og hefur liðstjóri ONCE Man- olo Saiz ákveðið að Zúlle leiði liðið í ár. Jalabert er talinn einn þeirra fáu, sem getað ógnað Indurain að einhveiju ráði, og til að undirstrika æfinguna, sem hann er í þessa dag- ana, hefur hann sigrað í keppnum eins og Midi Libre og Route de Sud. Hann segist hafa hætt að lesa um sjálfan sig í dagblöðunum til að auka ekki óþarflega við álagið í undirbúningnum fyrir Tour de France. ONCE-liðið segir hann frá- bært og vera lykilinn að því að geta sigrað Indurain. Jalabert hefur lengi verið talinn góður á hjóla- sprettinum og Zúlle í fjöllunum og einstaklingstímatökum, en það koma einnig fleiri til greina að mati Jalabert til að ógna veldi Ind- urain, eins og t.d. Svisslendingurinn Rominger, Rússinn Berzin, Daninn Riis, og Frakkarnir Virenque og Leblanc. Rominger hefur einnig eins og Jalabert verið talinn sterkur mótheiji Indurain, en hann er orðinn 35 ára og því er róðurinn talinn erfiðari í svona keppni. Hann er engu að síður í góðri æfingu fyrir Tour de France í ár og það sýndi hann með góðri frammistöðu í Daup- hiné Libéré-keppninni í þessum mánuði á mót Indurain, þar sem hann reyndist jafnoki hans í tíma- tökuspretti og í erfiðum fjalla- áfanga. Rominger telur Zúlle og Jalabert eiga möguleika á sigri ásamt Indurain í ár, en hvort Indura- in verði í forystu á 32 ára afmæl- isdegi sínum, 16. júli, mun koma í ljós og verða lesendur að fylgjast með á síðum blaðsins næstu 3 vij^ urnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.